Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 63 UMRÆÐAN verið miklar í íslenskum fyrirtækj- unum. Vonir eru hins vegar bundnar við að hið sameiginlega viðskipta- kerfi muni leiða til þess að erient áhættufjármagn aukist til muna í ís- lenskum fyrirtækjum. Mun sjávarútvegurinn einangrast? En hvað mun gerast þegar erlend- ir fjárfestar fara að skoða íslenska markaðinn? Þeir mega ekki fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um. Og það sem meira er, hömlur eru á fjárfestingum útlendinga í þeim íslensku fyrirtækjum sem nú eiga hlut í sjávarútvegsfyrirtækjun- um. Þau verða því mörg íslensku fyr- irtækin á markaðnum sem verða lok- uð fyrir frekari skoðun hinna erlendu fjárfesta þegar kauphallirn- ar hefja samvinnu sína. Hvað þýðir það fyrir sjávarútvegsfyrirtækin? Hversu víðtæk mun einangrun þeirra verða? Munu þessar reglur líka leiða til þess að þau íslensku fyr- irtæki sem nú eiga of stóran hlut í sjávarútvegi til að vera gjaldgeng til erlendrar fjárfestingar, selji hluti sína? Hvað með þau fjármála-, trygginga- og samgöngufyrirtæki sem eiga of stóra hluti í sjávarút- vegsfyrirtæ'qum til að geta verið fjárfestingarvalkostur erlendra að- ila? Hvað munu þessar nýju aðstæð- ur þýða fyrir gengi bréfa í sjávar- útvegsfyrirtækjum? Og það má líka velta því fyrir sér hvort áhugi er- lendra fjárfesta á íslenska markaðn- um muni ekki dofna þegar mönnum verða ljósar þær flóknu reglur sem gilda varðandi beina og óbeina fjár- festingu í íslenskum sjávarútvegi. Það er ljóst að við þessar aðstæður getur þrengt mjög að sjávarútvegs- fyrirtækjunum og spurning hvort við svo búið má standa lengi. Þess vegna verða ábyrgir stjómmála- flokkar, og stjórnmálamenn að vinna sína heimavinnu. Nú liggur fyrir það álit auðlinda- nefndar að sameiginlegar auðlindir Sjávarútvegsmál Þau verða því mörg ís- lensku fyrírtækin á markaðnum, segir Svanfríður Jónasdóttir, sem verða lokuð fyrír frekari skoðun hinna er- lendu fjárfesta þegar kauphallirnar hefja samvinnu sína. þjóðarinnar, þ.m.t. fiskimiðin, eigi að skilgreinast í stjómarskrá sem þjóð- areign sem hvorki megi selja eða af- henda varanlega. Menn geti hins- vegar fengið að nýta slíka þjóðareign, en þá gegn gjaldi, enda sé afnotarétturinn tímabundinn eða uppsegjanlegur. Ákvæði eins og þetta, sem tryggir bæði eignarráð þjóðarinnar yfir auðlindinni og skil- greinir nýtingarréttinn, er sú heima- vinna sem menn verða að inna af hendi áður en farið er að tala um eignaraðild útlendinga að útgerð- inni. Annað með fiskvinnsluna Hvað varðar fiskvinnsluna em hinsvegar engin vandkvæði á að af- létta öllum hömlum nú þegar. Það væri líka skynsamlegt að gera. í núgildandi lögum eru eftirtaldar vinnsluaðferðir þegar undanþegnar sérstökum takmörkunum: reyking, súrsun, niðursuða, niðurlagning og umpökkun afurða í neytendaumbúð- ir eða frekari vinnsla afurða til að gera þær hæfari til dreifingar, neyslu eða matreiðslu. Þar sem þess- ar vinnsluaðferðir em nú þegar und- anþegnar lögunum um fjárfestingu erlendra aðila en í öðmm má eignar- aðild einungis vera óbein verður framkvæmd laganna bæði flókin og erfið. Aðilar beina jafnvel samstarf- inu í allt annan farveg en æskilegt væri þar sem erfitt getur verið að skipta vinnslunni upp eftir einstök- um þáttum. Með almennri heimild til beinna fjárfestinga erlendra aðila í íslenskum fiskiðnaði, eins og í öðmm matvælaiðnaði, geta skapast ýmsir nýir möguleikar og sóknarfæri fyrir fiskvinnsluna. Þekking erlendra að- ila á Islandi er lítil, hvort sem um er að ræða aðila í matvælaframleiðslu eða fjárfesta, en mestar líkur em á að þekking þeirra tengist sjávarút- vegi í einhverri mynd. Heimild til beinnar þátttöku í fiskiðnaði gæti því laðað að aðila sem síðar, eða jafn- framt, vildu gerast þátttakendur í öðram matvælaiðnaði. Styrkir samkeppnisstöðu Islands Erlendir aðilar geta keypt fisk á innlendum mörkuðum en mega ekki taka þátt í vinnslu hans nema að mjög takmörkuðu leyti. Breyting í þá vem að heimilt yrði að fjárfesta beint í fiskvinnslu þýddi því ekki út- flutning hráefnis miðað við reynslu okkar heldur gæti sú skipan mála eflt frekari vinnslu hérlendis. Það er óeðlilegt að mismuna fyrirtækjum í matvælaiðnaði eftir því í hvaða grein þau em eins og nú er gert. Fiskvinnslan stendur víða veik og eignatengsl Islendinga og útlend- inga í fiskvinnslufyrirtækjum geta örvað markaðsstarf og leitt til ný- sköpunar. Það er líka jákvætt að fiskiðnaðurinn gæti þannig sótt sér nýtt áhættufé. Með þeirri breytingu að fjárfesta mætti í öllum greinum fiskvinnslu færi samstarf við erlenda aðila með þátttöku þeirra í uppbygg- ingu fiskiðnaðar á Islandi fram fyrir opnum tjöldum og samkvæmt eðli- legum leikreglum og heimild til beinna fjárfestinga og þátttöku í fiskiðnaði getur verið lykill að frek- ari fjárfestingum í öðram greinum. Lagabreyting sem þessi mundi styrkja samkeppnisstöðu íslands. Islendingar hafa undanfarin ár af- numið sérstakar hömlur íyrir er- lenda fjárfesta hérlendis á flestum sviðum. Afnám sérstakra takmark- ana í fiskvinnslu er eðlilegt framhald þeirrar stefnu og sjálfsagt skref nú þó menn hild hvað varðar útgerðina. Höfundur er þingmaður Sítmfylkingar. AI//S Sími: 533 1090 Flug og bíll í borg og bæ Flug frá Akureyri eða Reykjavík og bíll á aðeins kr. 11.780,- Flug frá Egilsstöðum eða Reykjavík og bíll á aðeins kr. 13.080,- É Lágmarksdvöl ein nótt Verð miðað við 2 i bíl/einn dag fUKfÉlM ÍSÍANDS Air íceíanú Sími 570 30 30 Á morgun, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefsttækifæri til að skoða allt það nýjasta sem við bjóðum, bæði tölvur, prentara, faxtæki, farsíma, þráðlausa síma, eldunartæki, kæliskápa, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, ryksugur, smátæki, lampa og margtfleira. Veittur verður ríflegur staðgreiðsluafsláttur þennan dag. Sama dag hefst rýmingarsöluvika þar sem hægt er að gera mjög góð kaup á eldri gerðum tækja, m.a. eldunartækjum, smátækjum, sjónvarpstækjum, hljómtækjum, myndbandstækjum, símum, tölvum og lömpum. Sannkölluð tombóluverð. Athugið: Við seljum nokkrar gerðir Fujitsu Siemens tölva á einstöku afsláttarverði. Gríptu gæsina meðan hún gefst! Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. Það verður heitt á könnunni. m' ;Yí-.v Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is x
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.