Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 29 Svíar og Hollendingar beita sér gegn hertri skjalaleynd Stokkhólmi. Reuters. SÆNSK stjórnvöld greindu frá því á mánudag, að þau hygðust leggjast á sveif með Hollandsstjórn í barátt- unni gegn því sem báðar ríkisstjórn- ir telja vera ýkta gagnaleynd hjá ráðherraráði Evrópusambandsins (ESB). Hollenzk stjórnvöld sögðust hinn 22. september sl. ætla að vísa til Evrópudómstólsins ákvörðun ráð- herraráðsins um að innleiða nýtt hæstastig skjalaleyndar við flokkun á skjölum ráðsins. „Eins og Hollandsstjóm þykir rík- isstjóm Svíþjóðar að ákvörðun ESB- ráðherranna sé skref afturábak hvað varðar gegnsæi í starfsemi stofnana sambandsins. Svíþjóð mun styðja Holland í þessu máli fyrir Evrópu- dómstólnum,“ sagði sænski ráðherr- ann Britta Lejon sem fer með stjórnsýslu- og lýðræðismálefni. Sænska stjómin er mótfallin ákvörðun ráðherraráðsins um að viss skjöl sem varða vamarmál verði undanskilin gildandi reglum um opið aðgengi að upplýsingum um starf- semi stofnana ESB. „Ákvörðun ráðsins í sumar vom Svíþjóð mikil vonbrigði. Við munum ekki sætta okkur við þessa niður- stöðu í þeim viðræðum sem nú standa yfir um endurskoðun reglna um aðgengi að upplýsingum," bætti Lejon við í skriflegri yfirlýsingu. Akvörðunin um hertar reglur um skjalaaðgengi var tekin í kjölfar þess að á leiðtogafundi sambandsins í desember í fyrra var ákveðið að gera alvöru úr því að sambandið komi sér upp sameiginlegri vamarmála- stefnu. I því felst m.a. að komið verði á fót sameiginlegu viðbragðsherliði sem gera eigi ESB kleift að sinna í eigin nafni hernaðarlegum verkefn- um á borð við friðargæzlu. En Hollendingar og Svíar em þeirrar skoðunar, að við flokkun skjala skuli meta hvert og eitt þeirra með tilliti til þess sem í því stendur en ekki að öll skjöl sem tilheyra til- teknum málaflokki fari sjálfkrafa í hæsta leyndarflokk. Lejon ætlar á næstu vikum að ræða þetta mál við ráðamenn í höf- uðborgum hinna Evrópusambands- landanna í tengslum við undirbún- inginn fyrir formennskutímabil Svíþjóðar í ráðherraráði ESB sem hefst um áramótin. Mannréttindadómstóll að sligast Kaupmannahöfn. Morgunhlaðið. MANNRETTINDADOMSTÓLL Evrópu er að sligast undan öllum þeiin málum sem beint er til hans. Málum hefur fjölgað um 22% á því sem af er þessu ári og er nú svo komið að dómstóllinn hefur beðið aðildarlönd Evrópuráðsins um aukaljármagn, alls 25 milljónir franka, um 300 milljónir ísl. kr. svo hægt sé að fjölga dómurum. Um 185 milljónum franka, 2,2 milljörðum ísl. kr., er varið árlega til Mannréttindadómstólsins. í upphafi september höfðu rúm- lega 15.000 mál verið skráð hjá dómstólnum, þar af 6.835 sem voru lögð fyrir hann á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Aðeins er réttað í brotabroti af málunum, mörgum er vísað frá og í sumum tilfellanna nást sættir á síðustu stundu. Dómstóllinn hefur aukið afköst sín umtalsvert til að bregð- ast við auknum málafjölda. Litið var á 600 mál á mánuði á þessu ári samanborið við 300 mál á mánuði árið 1999. Hins vegar voru „að- eins“ 417 mál afgreidd á fyrstu átta mánuðum þessa árs og þætti víst mörgum nóg um. Auk málafjöldans sem er að sliga Mannréttindadómstólinn hafa talsmenn hans lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess að nokkur aðildarlönd hafa ekki ráð- ið bragarbót á réttarkerfi sínu og framkomu í garð þegnanna, þrátt fyrir fjölmarga dóma þar að lút- andi. Er ítab'a einkum nefnd, en yfir 2.000 ítölsk mál hafa verið tekin fyrir í Mannréttinda- dómstólnum og hjá Evrópudóm- stólnum sl. 40 ár og varða flest þeirra óhóflegar tafir á málum í ftalska réttarkerfinu. HEIMURINN E R HEIMA FJÖLMENNINGARLEGT SAMFÉLAG Á ÍSLANDI Ráðstefna á Grand Hótel 12. og 13. október 2000 Kynntar verða niðurstöður nýrra rannsókna og kannana á íslandi. Saskia Sassen, prófessor við Chicago-háskóla, ræðir tengsl hnattvæðingarinnar og fólksflutninga. G. Pascal Zachary, rithöfundur og blaðamaður the Wall Street Journal, talar um kosti fjölmenningarlegra samfélaga. Fyrirlesarar frá Svíþjóð og Þýskalandi segja frá reynslunni í sínum löndum. Horft verður til framtíðar með innflytjendum, ráðamönnum og fulltrúum vinnumarkaðarins. Ráðstefnan er liður í stefnumörkun Reykjavíkurborgar Ráðstefnan er opin öllum. Tungumál ráðstefnunnar eru enska og íslenska. Skráning þátttakenda fer fram hjá Gestamóttökunni ehf, pósthólf 41, 121 Reykjavík, sími: 551 1730, fax: 551 1736, e-mail: gestamottakan@yourhost.is. Upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara: www.rvk.is Jet Black Joe ¥öu airt't here... Okkar verði99 . -. ... KK sextettinn Gulíáfin 2 CD verð 1499 Macy Gray On how tife ts Almenntverð 2199 Okkarverð 1699 Abba Gold Almenntverð 2199 Okkar verð 1699 Ýmsir flytjendur Pavarotti Worids Greatest Panpipe Chrístmas with Pavarotti 2 CD verð 899 Okkar verð 799 Coldplay Paracnutes Almenntverð 2199 Okkar verð 1699 Britney Spears Oops!... {dia it again Almenntverð 2199 Okkar verð 1699 The Doors Greatest Bits Atmenntverð 2199 Okkar verð 1699 Barry White The UWmate Colectíw Almenntverð 2199 Okkar verð 1699 Cat Stevens The Uitimate Ccílection Almenntverð 2199 Okkar verð 1699 Aretha Franklin Amazing Grace 2 CD verð 1699
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.