Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 MENNTUN Reykjanesbær/Metnaður í menntamálum er augljós í Reykjanesbæ enda fara 50% af rekstrarg;iöldum í þau. Anna Ingólfsdóttir skoðaði skólana þar, m.a. Heiðarskóla sem verður formlega tekinn í notkun í dag. Skörp fram- sýni í skóla- málum • Ábyrgir, gagnrýnir, fróðleiksfúsir og víðsýnir nemendur. • Vel búin tölvuver, mötuneyti og rúmur tími í hádegi. Morgunblaðið/Þorkell ALLIR skólar í Reykjanes- bæ eru einsetnir og lang- skiptir. Skólastefnu , Reykjanesbæjar um sam- bærilega aðstöðu og aðbúnað nemenda og starfsfólks í öllum skól- um hefur verið fram- fylgt. Fjórir skólar eru í sveitarfélaginu, Njarðvíkurskóli, Holtaskóli, Myllu- bakkaskóli og Heiðar- skóli sem er nýbyggð- ur og verður forinlega vígður í dag, laugar- daginn 7. október. En allir grunnskólar Reykjanesbæjar verða tíl sýnis á morgun sunnudag, milli kl 13 og 17. Það var haustið 1998 sem bæjarstjóm Reykjanesbæjar samþykkti að gera stórtækar breyt- ingar í skólamálum í sveitarfélaginu. Byggður skyldi einn nýr skóli til við- bótar við hina þrjá sem fyrir voru og skólastarfi breytt þannig að Holta- skóli, sem hefur verið unglingaskóli, fengi sama hlutverk og aðrir skólar, yrði einsetinn og langskiptur, þ.e. fyrir nemendur frá 1. upp í 10. bekk. Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjar- stjómar Reykjanesbæjar og for- maður stýrihóps um einsetningu grunnskólanna, segir mikla sam- stöðu hafa ríkt í bæjarstjóm um skólamálin, allt frá því að skóla- steftian var samþykkt. Við undir- búning stefnunnar var m.a. horft til vinabæja Reykjanesbæjar en bær- inn er hlekkur í vinabæjakeðju fimm bæja á Norðurlöndum. „Þannig hafa menn leitað í smiðju hver annars að bestu lausnunum í ýmsum málum. En framkvæmdir þessar miða að styrkingu innra starfs í skólunum, segir Skúh. „Við sáum það á þeim niðurstöðum sem sneru að okkur, úr rannsóknum RUM, Rannsóknar- stofnun uppeldis- og menntamála, á högum ungmenna, að við þyrftum að staldra við. Lausnin varð skýr skól- astefna og að henni skyldi hrint í fram- kvæmd á eins skömm- um tíma og mögulegt væri miðað við svo stórtækar fram- kvæmdir. Aldrei hefur sveitarfélagið tekist á hendur jafn stórhuga og kostnaðarsamar framkvæmdir en verk- efnið snertir hveija einustu fjölskyldu í sveitarfélaginu með einum eða öðrum hætti. Nú ríkir einhuga samstaða í bæjarstjóm um að skóla- og menntamál séu for- gangsmál í sveitarfélaginu, enda fara um 50% af rekstrargjöldum Reykjanesbæjar í skólamál,“ segir Skúli. Heppilegt samfélag fyrir böm Með skólastefnunni var sveitarfé- laginu skipt upp í fjögur skólahverfi. Tekið var mið af búsetu og skipting- unni þannig hagað að reynt yrði að koma í veg fyrir að nemendur þyrftu að fara yfir þungar umferðargötur og um leið yrði tryggt sem best ör- yggi þeirra á leið sinni í skólann. Hver skóli er einsetinn og langskipt- ur, þ.e. fyrir nemendur í 1.—10. bekk. Tvær bekkjardeildir eru í hverjum árgangi í hveijum skóla og heildar- fjöldi nemenda í hverjum skóla um sig er 400-500. Gert er ráð fyrir að fjöldi nemenda sé um 20-22 í hverri bekkjardeild. Skúli segir að með þessari stýringu á nemendafjölda í skólunum og í bekkjardeildunum sé verið að leitast við að búa til heppi- legt samfélag fyrir bömin, þannig að uppeldisskilyrðum þeirra sé sem best borgið. Fullbúin mötuneyti eru í öllum skólunum sem gefa nemend- um kost á heitri máltíð í hádegishléi sem er fimmtíu mínútur. Útisvæði orðin góð Miklar lagfæringar og endurbæt- ur hafa verið gerðar á lóðum skól- anna. Leiksvæðin þurftu öll endur- hönnunar við. Leiktækjum fyrir yngstu bömin var komið fyrir, og flóðlýstir upphitaðir gervigrasvellir eru á skóMóðum allra skólanna. Útisvæðin eru hugsuð þannig að þau geti ennfremur nýst bömum og fjöl- skyldum þeirra á öðram tímum en skólatíma. Fatlaðir eiga greiðan að- gang að skólabyggingunum en sér- stök lyfta er fyrir fatlaða í Heiðar- skóla og stólalyftu verður komið fyrir í sundlaug Njarðvíkur en það bætir úr aðstöðu fatlaðra nemenda til sundiðkunar. Ekki er þó um heildarlausnir að ræða, enn sem komið er, í aðgengi fatlaðra að öllum byggingum skólanna, þar sem enn er breytinga þörf við eldri bygging- amar. Innra starfíð og heilsdagsskóli Til þess að skólastefnan næði til- gangi sínum var farið í mjög ítarlega greiningu á þörfum nemenda. Vel búin tölvuver, fullbúin mötuneyti, rúmur tími í hádegi til þess að nær- ast, nálægð við sundlaug og íþrótta- hús og aðgengi fyrir fatlaða voru m.a. þau verkefni sem líta þurfti sér- staklega til. Ennfremur verður leitast við að koma sem mestu af tómstunda-, íþrótta- og æskulýðsstarfi inn á skólatíma, t.d. hefur Tónlistarskól- inn í Reykjanesbæ aðstöðu þar fyrir kennslu fyrir nemendur í einkatím- um, en tónlistarkennsla á forskólast- igi er inni í námskrá skólanna fyrir alla nemendur í 1. og 2. bekk. Skóla- gæsla er í öllum skólum, svo og að- stoð og aðstaða fyrir nemendur til þess að vinna heimanám sitt. „Skóla- stefnan leitast við að mæta þörfum fjölskyldunnar í heild. Þegar for- eldrar ljúka sínum vinnudegi miðum við að því að bömin hafi einnig lokið sínum starfsdegi og sinnt tómst- undastarfi, þannig að fjölskyldan í heild fái notið fleiri samverastunda, segir Skúli. Skólamir hafa einng sérdeild fyrir atferlistrufluð böm en sú aðstaða er í sérstöku kennsluhús- næði á lóð Njarðvíkurskóla og lýtur stjóm hans. „A þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti til allra nemenda og starfsmanna sem hafa sýnt mikið umburðarlyndi og þolin- mæði meðan framkvæmdfr hafa staðið yfir,“ segir Skúli Þ. Skúlason. Skúli Skúlason Framúrstefna í Heiðarskóla „VIÐ viljum að nemendur okkar verði: ábyrgir, gagnrýnir, fróð- leiksfúsir, fordómalausir, víðsýn- ir, segjr í áherslu- og viljayfírlýs- ingu Heiðarskóla. Skólinn, sem tók til starfa sl. vetur, verður formlega tekinn í notkun í dag, 7. október. Hann var byggður eftir að samþykkt var að framfylgja stefnu Reykjanesbæjar í skóla- málum. Ákveðið var að hraða byggingu hans sem frekast væri kostur til þess að sú röskun sem á sér stað við breytingar tæki sem skemmstan túna. Nákvæmar þarfagreiningar voru gerðar með tilliti til nemenda á öllu stigi grunnskóla og reis bygging skól- ans á grunni innri þarfa nemenda og viðleitni til hinnar mestu hag- kvæmni. Skólinn er sagður vera „litli skólinn í stóra skólanum". Þá er átt við að nemendum er skipt í þijá aldurshópa og hefur hver hópur sitt ákveðna svæði innan skólans, svokallaða „turaa", sem eru aðstaða á tveimur hæðum. Skólastofurnar í turnbyggingun- um eru samliggjandi og hægt að opna á milli þeirra sem býður nemendum upp á að blandast inn- byrðis og svo ennfremur kennur- um upp á meira samstarf. Ámý Inga Pálsdóttir er skóla- stjóri Heiðarskóla. Hún segir nýj- ar áherslur f menntamálum gera þær kröfur að kennarar og starfs- fólk skólanna þurfí að vinna meira saman f framtíðinni. Hún segir aðstöðu í Heiðarskóla vera til fyrirmyndar og einnig hvemig staðið var að ráðningu hennar sem skólastjóra, en hún var ráðin einu ári áður en skólinn var tek- inn í notkun. „Það fólust í því bæði tækifæri og mikiivægi að vinna með byggingamefnd og vera þátttakandi f því að koma með mínar hugmyndir varðandi að- stöðu og umgjörð. Hér vora t.d. valin sérstök húsgögn frá Dan- mörku, hækkanleg borð og stólar. Þessi húsgögn eru sniðin að þörf- um nemenda og kennara hvað varðar góða líkamsbeitingu. Ámý segir mötuneytið þjóna mikilvæg- um tilgangi enda séu um 80% nemenda sem nýti sér það. Tæp klukkustund f hádegi gefi böraun- um nægan tíma til að nærast og i\jóta útivisfar og það að nemend- ur þurfi ekki að fara langar leiðir í sund og fþróttat fma, er ómetan- legt. Ámý segir að sú góða aðstaða sem Heiðarskóli býður upp á fyrir félags-, íþrótta- og tómstundastarf ýti undir vænting- ar að í skólanum geti blómstrað gott félagsstarf. Morgunblaðið/Þorkell Heiðarskóli er nýjasti skólinn í Reyjanesbæ og þar hafa verið sett áhugaverð markmið í skólastarfínu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.