Morgunblaðið - 07.10.2000, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ
48 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000
MENNTUN
Reykjanesbær/Metnaður í menntamálum er augljós í Reykjanesbæ enda fara 50% af rekstrarg;iöldum í þau.
Anna Ingólfsdóttir skoðaði skólana þar, m.a. Heiðarskóla sem verður formlega tekinn í notkun í dag.
Skörp fram-
sýni í skóla-
málum
• Ábyrgir, gagnrýnir, fróðleiksfúsir
og víðsýnir nemendur.
• Vel búin tölvuver, mötuneyti og
rúmur tími í hádegi.
Morgunblaðið/Þorkell
ALLIR skólar í Reykjanes-
bæ eru einsetnir og lang-
skiptir. Skólastefnu
, Reykjanesbæjar um sam-
bærilega aðstöðu og
aðbúnað nemenda og
starfsfólks í öllum skól-
um hefur verið fram-
fylgt. Fjórir skólar eru
í sveitarfélaginu,
Njarðvíkurskóli,
Holtaskóli, Myllu-
bakkaskóli og Heiðar-
skóli sem er nýbyggð-
ur og verður forinlega
vígður í dag, laugar-
daginn 7. október. En
allir grunnskólar
Reykjanesbæjar verða
tíl sýnis á morgun
sunnudag, milli kl 13
og 17.
Það var haustið 1998
sem bæjarstjóm Reykjanesbæjar
samþykkti að gera stórtækar breyt-
ingar í skólamálum í sveitarfélaginu.
Byggður skyldi einn nýr skóli til við-
bótar við hina þrjá sem fyrir voru og
skólastarfi breytt þannig að Holta-
skóli, sem hefur verið unglingaskóli,
fengi sama hlutverk og aðrir skólar,
yrði einsetinn og langskiptur, þ.e.
fyrir nemendur frá 1. upp í 10. bekk.
Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjar-
stjómar Reykjanesbæjar og for-
maður stýrihóps um einsetningu
grunnskólanna, segir mikla sam-
stöðu hafa ríkt í bæjarstjóm um
skólamálin, allt frá því að skóla-
steftian var samþykkt. Við undir-
búning stefnunnar var m.a. horft til
vinabæja Reykjanesbæjar en bær-
inn er hlekkur í vinabæjakeðju fimm
bæja á Norðurlöndum. „Þannig hafa
menn leitað í smiðju hver annars að
bestu lausnunum í ýmsum málum.
En framkvæmdir þessar miða að
styrkingu innra starfs í skólunum,
segir Skúh. „Við sáum það á þeim
niðurstöðum sem sneru að okkur, úr
rannsóknum RUM, Rannsóknar-
stofnun uppeldis- og menntamála, á
högum ungmenna, að við þyrftum að
staldra við. Lausnin varð skýr skól-
astefna og að henni
skyldi hrint í fram-
kvæmd á eins skömm-
um tíma og mögulegt
væri miðað við svo
stórtækar fram-
kvæmdir. Aldrei hefur
sveitarfélagið tekist á
hendur jafn stórhuga
og kostnaðarsamar
framkvæmdir en verk-
efnið snertir hveija
einustu fjölskyldu í
sveitarfélaginu með
einum eða öðrum
hætti. Nú ríkir einhuga
samstaða í bæjarstjóm
um að skóla- og
menntamál séu for-
gangsmál í sveitarfélaginu, enda
fara um 50% af rekstrargjöldum
Reykjanesbæjar í skólamál,“ segir
Skúli.
Heppilegt samfélag fyrir böm
Með skólastefnunni var sveitarfé-
laginu skipt upp í fjögur skólahverfi.
Tekið var mið af búsetu og skipting-
unni þannig hagað að reynt yrði að
koma í veg fyrir að nemendur þyrftu
að fara yfir þungar umferðargötur
og um leið yrði tryggt sem best ör-
yggi þeirra á leið sinni í skólann.
Hver skóli er einsetinn og langskipt-
ur, þ.e. fyrir nemendur í 1.—10. bekk.
Tvær bekkjardeildir eru í hverjum
árgangi í hveijum skóla og heildar-
fjöldi nemenda í hverjum skóla um
sig er 400-500. Gert er ráð fyrir að
fjöldi nemenda sé um 20-22 í hverri
bekkjardeild. Skúli segir að með
þessari stýringu á nemendafjölda í
skólunum og í bekkjardeildunum sé
verið að leitast við að búa til heppi-
legt samfélag fyrir bömin, þannig að
uppeldisskilyrðum þeirra sé sem
best borgið. Fullbúin mötuneyti eru
í öllum skólunum sem gefa nemend-
um kost á heitri máltíð í hádegishléi
sem er fimmtíu mínútur.
Útisvæði orðin góð
Miklar lagfæringar og endurbæt-
ur hafa verið gerðar á lóðum skól-
anna. Leiksvæðin þurftu öll endur-
hönnunar við. Leiktækjum fyrir
yngstu bömin var komið fyrir, og
flóðlýstir upphitaðir gervigrasvellir
eru á skóMóðum allra skólanna.
Útisvæðin eru hugsuð þannig að þau
geti ennfremur nýst bömum og fjöl-
skyldum þeirra á öðram tímum en
skólatíma. Fatlaðir eiga greiðan að-
gang að skólabyggingunum en sér-
stök lyfta er fyrir fatlaða í Heiðar-
skóla og stólalyftu verður komið
fyrir í sundlaug Njarðvíkur en það
bætir úr aðstöðu fatlaðra nemenda
til sundiðkunar. Ekki er þó um
heildarlausnir að ræða, enn sem
komið er, í aðgengi fatlaðra að öllum
byggingum skólanna, þar sem enn
er breytinga þörf við eldri bygging-
amar.
Innra starfíð og heilsdagsskóli
Til þess að skólastefnan næði til-
gangi sínum var farið í mjög ítarlega
greiningu á þörfum nemenda. Vel
búin tölvuver, fullbúin mötuneyti,
rúmur tími í hádegi til þess að nær-
ast, nálægð við sundlaug og íþrótta-
hús og aðgengi fyrir fatlaða voru
m.a. þau verkefni sem líta þurfti sér-
staklega til.
Ennfremur verður leitast við að
koma sem mestu af tómstunda-,
íþrótta- og æskulýðsstarfi inn á
skólatíma, t.d. hefur Tónlistarskól-
inn í Reykjanesbæ aðstöðu þar fyrir
kennslu fyrir nemendur í einkatím-
um, en tónlistarkennsla á forskólast-
igi er inni í námskrá skólanna fyrir
alla nemendur í 1. og 2. bekk. Skóla-
gæsla er í öllum skólum, svo og að-
stoð og aðstaða fyrir nemendur til
þess að vinna heimanám sitt. „Skóla-
stefnan leitast við að mæta þörfum
fjölskyldunnar í heild. Þegar for-
eldrar ljúka sínum vinnudegi miðum
við að því að bömin hafi einnig lokið
sínum starfsdegi og sinnt tómst-
undastarfi, þannig að fjölskyldan í
heild fái notið fleiri samverastunda,
segir Skúli. Skólamir hafa einng
sérdeild fyrir atferlistrufluð böm en
sú aðstaða er í sérstöku kennsluhús-
næði á lóð Njarðvíkurskóla og lýtur
stjóm hans. „A þessum tímamótum
er mér efst í huga þakklæti til allra
nemenda og starfsmanna sem hafa
sýnt mikið umburðarlyndi og þolin-
mæði meðan framkvæmdfr hafa
staðið yfir,“ segir Skúli Þ. Skúlason.
Skúli
Skúlason
Framúrstefna í Heiðarskóla
„VIÐ viljum að nemendur okkar
verði: ábyrgir, gagnrýnir, fróð-
leiksfúsir, fordómalausir, víðsýn-
ir, segjr í áherslu- og viljayfírlýs-
ingu Heiðarskóla. Skólinn, sem
tók til starfa sl. vetur, verður
formlega tekinn í notkun í dag, 7.
október. Hann var byggður eftir
að samþykkt var að framfylgja
stefnu Reykjanesbæjar í skóla-
málum. Ákveðið var að hraða
byggingu hans sem frekast væri
kostur til þess að sú röskun sem á
sér stað við breytingar tæki sem
skemmstan túna. Nákvæmar
þarfagreiningar voru gerðar með
tilliti til nemenda á öllu stigi
grunnskóla og reis bygging skól-
ans á grunni innri þarfa nemenda
og viðleitni til hinnar mestu hag-
kvæmni. Skólinn er sagður vera
„litli skólinn í stóra skólanum". Þá
er átt við að nemendum er skipt í
þijá aldurshópa og hefur hver
hópur sitt ákveðna svæði innan
skólans, svokallaða „turaa", sem
eru aðstaða á tveimur hæðum.
Skólastofurnar í turnbyggingun-
um eru samliggjandi og hægt að
opna á milli þeirra sem býður
nemendum upp á að blandast inn-
byrðis og svo ennfremur kennur-
um upp á meira samstarf.
Ámý Inga Pálsdóttir er skóla-
stjóri Heiðarskóla. Hún segir nýj-
ar áherslur f menntamálum gera
þær kröfur að kennarar og starfs-
fólk skólanna þurfí að vinna
meira saman f framtíðinni. Hún
segir aðstöðu í Heiðarskóla vera
til fyrirmyndar og einnig hvemig
staðið var að ráðningu hennar
sem skólastjóra, en hún var ráðin
einu ári áður en skólinn var tek-
inn í notkun. „Það fólust í því bæði
tækifæri og mikiivægi að vinna
með byggingamefnd og vera
þátttakandi f því að koma með
mínar hugmyndir varðandi að-
stöðu og umgjörð. Hér vora t.d.
valin sérstök húsgögn frá Dan-
mörku, hækkanleg borð og stólar.
Þessi húsgögn eru sniðin að þörf-
um nemenda og kennara hvað
varðar góða líkamsbeitingu. Ámý
segir mötuneytið þjóna mikilvæg-
um tilgangi enda séu um 80%
nemenda sem nýti sér það. Tæp
klukkustund f hádegi gefi böraun-
um nægan tíma til að nærast og
i\jóta útivisfar og það að nemend-
ur þurfi ekki að fara langar leiðir
í sund og fþróttat fma, er ómetan-
legt. Ámý segir að sú góða
aðstaða sem Heiðarskóli býður
upp á fyrir félags-, íþrótta- og
tómstundastarf ýti undir vænting-
ar að í skólanum geti blómstrað
gott félagsstarf.
Morgunblaðið/Þorkell
Heiðarskóli er nýjasti skólinn í Reyjanesbæ og þar hafa verið sett
áhugaverð markmið í skólastarfínu.