Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 78
78 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM HVAÐ ERTU, TÓNLIST? ✓ ✓ A laugardag verður haldin í Islensku óperunni hátíðin Qrðið tónlist en fyrr um daginn verða pallborðsumræður um tónlist og textagerð í Iðnó. Arni Matthíasson hitti að máli bandaríska tónlistargagnrýnandann David Fricke sem verður meðal þátttak- enda í umræðunum. HÁTÍÐIN Orðið tónlist verð- ur haldin í íslensku óper- unni á laugardag en með henni á að fagna samslætti orða og tónlistar. í óperunni munu ýmsir - ^tónlistarmenn flytja verk sín en einnig lesa ljóðskáld úr verkum sín- um, kvæðamaður fer með rímur og sungnir verða textar. Fyrr um dag- inn standa Smekkleysa og Reykja- víkurAkademían fyrir pallborðsum- ræðum um tónlist og textagerð í Tjarnarbíói. Þar munu tala banda- ríski tónlistargagnrýnandinn David Fricke, sem lengi hefur starfað fyrir tónlistartímaritið Rolling Stone og skrifað ýmsar bækur, Bretinn David Toop sem er rithöfundur og blaða- i, Davíð Geir Svansson bókmenntafræðingur og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntaf- ræðingur. Eins og getið er starfar David Fricke hjá tímaritinu Rolling Stone og er með helstu skríbentum þess • maður tónlistartímarits Wú ' Ólafsson sagnfræ ðingur blaðs, aukinheldur sem hann hefur skrifað nokkrar bækur um tónlistar- menn og hljómsveitir og fjölda bæklinga í útgáfur safndiska sem margir eru bókarígildi. Fricke kem- ur hingað til lands í annað sinn því hann kom hér fyrir nokkrum árum og skrifaði fyrstu stóru greinina um Sykurmolana sem birtist vestan hafs og kallaði þá hljómsveitina „svölustu hljómsveit í heimi“. Upp frá því hefur hann haldið sambandi við ísland og þekkir allvel til ís- lenskrar tónlistar. Skemmtilega margræð yflrskrift Aðspurður um hvað hann hyggist taka fyrir á málþinginu segist Fricke ekki vera búinn að ákveða það, hann vilji sjá hvernig mál eigi eftir að þróast enda feli orðið tónlist í sér svo mikið að það eitt sé ærið umræðuefni. „Orðið tónlist getur verið lýsing á sköpunarferli eða lýs- ing á afrakstri sköpunarinnar. Einn- Nœturgatinn^sneoso í kvöld leika fyrir dansi Mjöll Hólm og Skarphéðinn Þór Húsið opnað kl. 22.00 J HARMONIKUBALL Dansinn dunar dátt frá kl. 22.00 í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Allir velkomnir. “w Kynnum í dag og næstu daga frábær andlitskrem og maska _ (bólur burt!) frá Beinn innflutningur^ - lægra verð 25% kynningar afsláttur Vertu velkomin. Snyrtivöruverslun Áslaugar Borg, Laugavegi KREMcmAR Ljósmynd/Ami Matthiasson David Fricke í vinnustofu sinni. ig getur inntak þess verið þau orð sem notuð eru til að lýsa tónlist, líkt og ég nota þætti úr ensku máli til að lýsa því sem gerir lag eða tónlistar- mann spennandi fyrir einhverjum öðrum, að lýsa einhverju sem er ekki hönd á festandi. Yfirskrift há- tíðarinnar er skemmtilega margræð og ég hlakka til að heyra hvað aðrir hafa til málanna að leggja, að sjá hvaða stefnu við tökum,“ segir Fricke og þegar íslenska heitið er þýtt orðrétt fyrir hann segir hann að þar sé enn ein merkingin komin til sögunnar. „Það mætti til að mynda velta því fyrir sér hvað tónlist er og hversu mismunandi skoðanir menn hafa á henni," segir hann og bandar með hendinni í átt að plötuhaugun- um sem þekja allt í vinnuherberg- inu. „Fjölmargir myndu ekki telja mikið af þvi sem hér er inni tónlist enda er tónlist einstaklingsbundin upplifum. Mér finnst þannig líklegt að fæstir tónlistarmenn gætu svarað því hvað tónlist sé þótt þeir gætu talað um það sem þeir eru að gera þá og þá stundina. Reyndar myndu fáir til að mynda geta lýst og rætt tónlist Chemical Brothers á rökrænan háttenda held ég að almennt langi fólk ekki til þess; það er að hlusta á tónlist til að slaka á eða til að skemmta sér. Sú umræða kemur alltaf upp öðru hvoruhvort hægt sé að leggja að jöfnu söngtexta og ljóð, hvort textar nái yfirleitt að komast í flokk Ijóða en Fricke segir það ekki skipta máli að sínu mati. „Það er örugglega skemmtilegt að vera kallaður skáld en þegar dægurtónlist er annars vegar skiptir ekki máli hvort menn eru skáld eða ekki því textinn getur verið mun áhrifameiri í samhengi tónlistarinnar. Þannig er til að mynda með textann við Ramones- lagið 53rd & 3rd, þar sem Dee Dee Ramone er að syngja um það er hún vann fyrir sér með því að selja sig. Orðfærið á því er ekki upphafið og málfarið slæmt en það er svo gríðar- lega áhrifamikið að erfitt er að segja það ekki ljóð; inntakið, hvort textinn komi einhverju til skila, skiptir öllu máli, ekki endilega orðin eða formið. Popptónlist felur í sér knappt tján- ingarform sem skilað getur hnitmið- uðum ljoðrænum áhrifum þó að hún sé ef til vill langt frá því sem kallast ljóð í akademískum skilningi. í því sambandi má geta þess að danstón- list felur einnig í sér ljóð; það má gefa tilfinningar og hugsanir í skyn með tónlist enda hafa menn gert það í hundruð ára og kallað sinfóníur." Fæstir vita um hvað textar Dylans snúast Fricke segir að einn áhrifamesti textahöfundur rokksögunnar sé Bob Dylan sem hafi sett viðmið sem fæstir ná nokkurn tímann upp í. „Fæstir vita þó í raun um hvað text- Förðunarnámskeið með förðunarvörum PFtOFESSlONALS 4 saman í hóp. Verð 2.500kr. ó mann. Skróning er hafin í síma 864 2767. Beinn innflutningur - lægra verð Vertu velkomin. Snyrtivöruverslun Áslaugar Borg, Laugavegi ar hans snúast, það getur verið mjög erfitt að átta sig á söguþræðinum í lögum hans. Þannig er til að mynda illmögulegt að lesa úr textanum Stuck Ouside of Mobile With the Memphis blues again þó að hann gefi færi á margvíslegri túlkun með því sem hann gefur í skyn eða segir óbeint. Eitt það versta sem maður lendir í er þegar menn fara að greina poppt- exta og finna í þeim alls kyns tilvís- anir í austræna dulspeki, Shake- speare, helstu heimspekinga og svo má telja. Fáir hafa fengið yfir sig aðra eins súpu slíkra pælinga og Dylan en Jacob sonur hans fer ekki varhluta af því. Á síðustu plötu han var lag sem sló í gegn og í New York Times birtist gagnrýni sem greindi textann með ótrúlega djúpum tilvís- unun í heimsbókmenntirnar, kvik- myndasöguna og nýlegar fréttir um fjöldasjálfsvíg sértrúarsafnaðar. Ég spurði Jacob að þessu stuttu síðar og hann sagðist óska þess að hann væri svo klár sem greiningin gæfi til kynna. Þannig hættir mönnum, sér- staklega í menntaheiminum, að rétt- læta Iistina með því að taka úr henni einfaldleikann en einfaldleikinn og einlægnin er eitt það besta við tónl- istina." Alltaf meira gaman að heyra Sykurmolana á íslensku Fricke nefnir að nokkrum dögum áður hafi hann verið á tónleikum með mexíkóskri hljómsveit, Cafe Tacuba, og ekki skilið stakt orð þrátt fyrir margra ára spænskun- ám. Það hafi þó ekki skipt máli, hann hafi skilið hvað hljómsveitin var að fara, eða talið sig skilja það. „Mér fannst alltaf meira gaman að heyra Sykurmolana syngja á íslensku. Ensku textarnir voru frábærir með óhlutbundnum orðaleikjum og mót- sögnum en þó fannst mér ég skilja betur það sem þau Einar og Björk voru að segja þegar þau sungu á ís- lensku. Menn eiga vitanlega alltaf að semja texta á móðurmálinu til að koma því til skila sem þeir vilja segja. Ef framsetningin er í lagi og skilar tilfinningunni skiptir mig ekki máli sem áheyranda á hvaða máli er sungið. Annað gott dæmi er Sigur Rós. Þegar ég heyrði Ágætis byrjun í fyrsta sinn skildi ég eðlilega ekkert hvað var verið að syngja um og vissi reyndar ekki framan af hvort stúlka eða piltur söng. Það var aftur á móti hluti af því sem gerði hljómsveitina heillandi því tónlist og textar áttu svo vel saman að mér fannst ég skilja tónlistina gersamlega. Hver verður að upplifa tónlistina fyrir sig, Listamaðurinn hefur kannski annað í hyggju en ég fæ út úr tónlistinni og það má segja að báðar túlkanirnar séu jafnréttar. Þegar Jimi Hendrix söng Excuse Me While I Kiss the Sky í Purple Haze héldu fjölmargir að hann væri að syngja Excuse Me While I Kiss This Guy, væri að syngja um sam- kynhneigð sína en það skipti ekki máli því hann var svo frábær gítar- leikari og lagasmiður. awop-bop-a-loo-mop- alop-bam-boom Góður texti getur birst á óteljandi vegu eins og til að mynda þegar Little Richard syngur „awop-bop-a- loo-mop-alop-bam-boom“ í Tutti Frutti. Hann er ekki að segja neitt og ekki að reyna að útskýra neitt en kjarni lagsins felst 1 þessum orðum. Kannski hefði lagið orðið hallæris- og heimskulegt ef hann hefði notað önnur atkvæði en þó orðin séu bull er það einmitt það að þau séu bull sem er byltingin við textann. Mikið af textum er skrifað af mönnum sem kunna varla ensku, eins og til að mynda bestu rapptext- ar seinni tíma sem samdir eru af ómenntuðum mönnum sem alist hafa meira og minna upp á götunni en þegar þeir eru fléttaðir saman við tónlistina fá þeir nýtt inntak og merkingu, merkingu sem getur ver- ið jafnólík og hlustendur eru margir. Textarnir sem Gerry Goffin og Carole King sömdu fyrir Shirelles á sínum tíma þýddu eitt fyrir þeim, annað fyrir stúlkunum sem sungu þá og enn annað fyrir þeim sem hlustuðu á þá í útvarpinu en þeir skiptu alla máli hvern á sinn hátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.