Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Suzhou-fljótið: Hrein og sönn saga. Grípandi ástarsaga Regnboginn SUZHOU FLJÓTIÐ (SU ZHOU HE)**Vt Leikstjóm og handrit: Lou Ye. Að- alhlutverk: Zhou Xun, Jia Hongs- heng og nai An. Tónlist: Jörg Lem- berg. Kína 2000. SUZHOU-fljótið er ljótt og skít- ugt. Það rennur gegnum Shanghai. Fólk býr á fljótinu og vinnur á því. Vídeólista- og sögumaðurinn segir okkur söguna af Mardar sem hékk við fljótið með vinum sínum og gerði ekki neitt. Þar til dag einn að hann kaupir mótórhjól og gerist sendill. Þannig kynnist hann stelpunni Moudan sem hann verður ástfanginn af en hún rennur honum úr greipum og hverfur. Mardar leitar hennar og leitar. Suzhou-fljótið er mjög sérstök kvikmynd og grípandi. Einstaklega grípandi. Saga inni í sögu en þær fléttast síðan saman á skemmtilegan hátt. Vídeólistamaðurinn er sögu- maðurinn og myndin er séð með hans augum sem er mjög áhrifaríkt þar sem leikaramir horfa beint inn í myndavélina og þannig tengist áhorfandinn persónunum óvenju fljótt og auðveldlega. Frásögnin er svo heiðarleg og sönn, að maður hefur á tilfmning- unni að þetta sé hálfgerð heimildar- mynd. Og mörg atriði eru svo falleg í þessum einfalda stíl, eins og þegar Mardar horfir á Meimei klæða sig í hafmeyjubúninginn. Um leið er þetta hálfsorglegt. Allir eru að vonast að eitthvað fallegt ger- ist. Þeir ímynda sér að það gerist. En þegar það það gerist í alvöru, þá trúa þeir því ekki. „Nei, það gerist bara í ástarsögum." Mér finnst þessi mynd vera óður leikstjórans til sagna. Hversu mikilvægt það er fyrir fólk að heyra sögur, heyra fallegar sögur. Sérstaklega þegar lífið er bara ljótt og illa lyktandi fljót. Hildur Loftsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsddttir; „A sama tíma síðar“. A Æfa A sama tíma síðar ÆFINGAR eru hafnar á vegum Leikfélags íslands á leikritinu Á sama tíma síðar, sem er sjálfstætt framhald af leikritinu vinsæla Á sama tíma að ári. Höfundur beggja verk- anna er Bemard Slade. Fyrra verkið var gríðarlega vinsælt og sýnt í þrjú ár í Loftkastalanum fyrir fullu húsi. í fréttatilkynningu frá Leikfélagi íslands segir að í þessu verki sé þráð- urinn tekinn upp þar sem frá var horfið og fylgst er áfram með Georg og Dóru stunda spennandi og hressi- legt framhjáhald einu sinni á ári. Skin og skúrir skiptast á hjá ástvinum sem deilt hafa súru og sætu í óhefðbundnu sambandi sínu í aldarfjórðung. Leikr- itin era um margt lík, enda persón- Górilla í grautarskál KVIKMYNDIR Háskólabfó GÓRILLAN BAÐAR SIG í HÁDEGINU (GORILLA BATHESATNOON)★ ★% Leikstjóri og handritshöfundur: Ðusan Makavejev. Tónskáld: Brym- or Jones. Kvikmyndatökustjóri: Modrag Milosevic. Aðalleikendur: Svetozar Cvetkovic, Anita Mancic, Alexandra Rhomig, Petar Bozovic. Sýningartími 83 mín. Þýskaland. 1993. GRODDALEGUR Makavejev, aldrei subbulegur, heldur nánast viðkunnanlegur. Með immmi fína hugmynd í kollin- um, sem því miður lækkar flugið eftir því mnnnffl sem á líður myndina. Aðalpersónan er Viktor (Svetosar Cvetkovic), höf- uðsmaður í sovéska setuliðinu og tvístígandi „komrade“, sem dagar uppi í tvískiptri Berlín og er þar á vergangi um það leyti sem múrinn fellur. Gengur illa að fóta sig á vel- ferðarbraut kapítalismans þrátt fyrir nokkra tilburði, fremur óburðuga. Victor lendir í margvíslegum upp- ákomum í fæðingarhríðum nýrrar borgar sem hann hefur dagað uppi í líkt og náttröll. Frásagnarmáti Makavejevs einkennist af gamal- kunnum klippiaðferðum þar sem hann tengir saman óskyldan efnivið svo úr verður súrreah'skur grautur með afhausun Leníns kallsins í skál- inni miðri. Hjálpargögn furðufuglsins Makavejevs era myndskeið úr gam- alli, sovéskri áróðursmynd um fall Berlínar 1945, og niðurrif hinnar risavöxnu myndastyttu af Lenín. KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK uð og kaldhæðnisleg í Ijósi framvindu sögunnar. Hetjuóðurinn um her- menn Rauða hersins sem sigraði Ber- lín, en á ekki í dag fyrir sokkaleistum; ljósrauður og yfurnáta landsföður- legur helgisvipurinn á Stalín Kreml- arbónda, sem reyndist, eftir eigið fall, verri manndjöfull en sjálfur Hitler. Allt er þetta gráglettið í ljósi fram- vindu sögunnar og vel framborið. Þegar klippisúpunni lýkur og Makavejev fæst beint við atburðarás í lífi Viktors kámar gamanið. Fer skemmtilega af stað en smám saman verður tilbreytingarlítill flækingur mannsins um undirheima Berlínar heldur slítandi. Blandar í söguna hópi utangarðsmanna sem lítið skilur eftir sig. Lengi vel er leikstjórinn/hand- nmvmim ritshöfundurinn á þeim hressUegu, frumlegu og ósvífnu nótum 9tm LAUGARDAGUR Bíóborgin Kl. 15.40 Cosi Ridevano Kl. 15.50 Buena Vista Social Club KI. 17.50 The Straight Story Kl. 17.55 The Loss of Sexual Innocence Kl. 20.00 The Loss of Sexual Innocence, Buena Vista Social Club Kl. 22.00 The Straight Story Kl. 22.05 Cosi Ridevano Háskólabíó Kl. 17.00 The Emperor and the Assasins, Aberdeen Kl. 20.00 Une Liaison pomo- graphique Kl. 22.00 Un Liaison porno- graphique, Mysteries of the Organism Regnboginn Kl. 14.00 Onegin Kl. 16.00 Condo Painting Kl. 17.00 Princess Mononoke Kl. 20.00 Crouching Tiger, Hidden Dragon, Sozhou River Kl. 22.00 Ride With the Dev- il, Princess Mononoke Laugarásbíó Kl. 20.00 Legend of 1900 Kl. 22.10 Legend of 1900 Hún fékk ekki að standa lengi eftir fall múrsins og er afhausun hennar þungamiðja þessarar nýjustu mynd- ar Serbans - ef hægt er að tala um slíka tímapunkta. Notkun hans á Stalínáróðrinum er einnig vel heppn- sem ein- kenndu bestu myndir hans og hefur ekki gert betur síðan hann lauk við „Montenegro“. Því miður endist elds- neytið ekki á áfangastað. Sæbjörn Valdimarsson Ljón og flón á veginum II á s k ó I a b í ó TAXI 2 ★★ Leikstjóri Gerard Krawczyk. Handritshöfundur Luc Besson. Tónskáld A1 Khemya. Kvikmynda- tökustjóri Gérard Sterin. Aðal- leikendur Samy Naceri, Frédéric Diefenthal, Emma Sjöberg, Bern- ard Farcy, Marion Cotillard. Sýn- ingartími 82 mín. ARP, Frakkland. Árgerð 2000. FRANSKA framhaldsmyndin Taxi 2 kemur á óvart og það ekkert sérstaklega notalega. Það stendur að vonum ekki í mönnum að gera eilífar árásir á afþreyingarfæribandasmiðj- ur Hollywood. En hvað era Frans- menn að afreka? Apa eftir Banda- ríkjamönnum bílaeltingaleikja- myndir undanfarinna áratuga, sem kaninn er meira að segja orðinn langþreyttur á. Hér ber ekkert nýtt fyrir sjónir; bílarnir þeytast með til- þrifum eftir vegunum obbann af myndinni og persónurnar, ekki síst aðal-„hetjumar“ tvær, illþolandi og ólánlegir leikarar, sem klæða þá holdi og blóði, líta viljandi eða óvilj- andi út eins og aulabárðar. Þá virðist myndin vera óbein auglýsing fyrir ónefndan franskan bílaframleið- anda, svo það má segja að það séu ljón og flón á vegum úti í þessum endalausa, seigslítandi eltingaleik. Framleiðandinn er Luc Besson, einn af fremri leikstjóram Frakka, a.m.k. í afþreyingarmyndageiranum. Á að baki fínar spennumyndir, sú reynsla nýtist honum sjáanlega ekki í þessu staðnaða hjólbarðavæh og bensínstybbu. Persónurnar dæmi- gert samsafn úr slíkum myndum: Of- urklár ökuþór, seinheppinn leyni- þjónustumaður, viðskotaillur hershöfðingi. Eini Ijósi punkturinn ljóskan Petra, sem leikin er af Emmu nokkurri Sjöberg, firna þróttmiklum kvenmanni og illvígum mjög í austurlenskum bardaga- íþróttum. Það spaugilega er að þessi valkyrja gæti hreinlega étið mann- lerann, leyniþjónustumannnn sem hún á að falla fyrir, í morgunmat. Sú uppákoma er hvað fyndnust í þess- um látum sem virkar hvað helst á unglinga sem era að uppgötva af- þreyingarmyndina. Sæbjörn Valdimarsson Kuran kompaní á Kaffí Reykjavík urnar þær sömu. Húmorinn svífur yf- ir vötnum, en sterkur, hlýr og manneskjulegur tónn er í forgrunni í nýja leikritinu eins og því fyrra. Leikarar eru sömu og áður, Sig- urður Sigurjónsson leikur Georg og Tinna Gunnlaugsdóttir leikur Dóra og Hallur Helgason leikstýrir. Leik- mynd og búningar eru eftir Hlín Gunnarsdóttur. Sigurvald Eðvald hannar lýsingu en Kristín Thors hannar leikgervi.Á sama tíma síðar verður frumsýnt í Loftkastalanum 28. október næstkomandi. ----------------- Lise Norgaard áritar bækur DANSKI rithöfundurinn Lise Norgaard er stödd hér á landi til 8. október nk. Hún kemur í boði Send- iráðs íslands í Kaupmannahöfn, PP Forlags á Islandi, Hótels Sögu og Flugleiða. Lise Norgaard áritar bók sína Bara stelpa í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg í dag, laug- ardaginn 8. október, klukkan 14. Bókin Bara stelpa er fyrsta bindi endurminninga Lise Nprgaard og fjallar um uppvöxt hennar allt frá fæðingu - þangað til hún byrjaði 18 ára sem nemi í blaðamennsku á Roskilde Dagblad. JAZZKLÚBBURINN Múlinn er nú að hefja starf að nýju eftir sumarfrí. Athygli er vakin á því að Múlinn hef- ur flutt aðsetur sitt á Kaffi Reykja- vík og verða allir tónleikamir haldn- ir í Betri stofunni á efri hæð staðarins. Sunnudaginn 8. október verður fyrsta Múlakvöldið, en þá ríð- ur Kuran kompaní-dúettinn á vaðið með fyrstu tónleika hausts- ins. Kuran kompaní er skipað þeim Hafdísi Bjarnadóttur rafgítarleikara og Szymon Kuran fiðluleikara. Þau hafa leikið víða í sumar, bæði hérlendis og erlendis, en dúettinn er einmitt nýkom- inn frá Danmörku og Belgíu þar sem þau voru við upp- tökur og er nýútkominn fyrsti geisladiskur þeirra, Live from Reykjavík. Tónl- ist Kuran kompanís er sam- bland af djassi, klassík, rokki, þjóðlögum og nútíma spunatónlist, en dúettinn leggur einmitt áherslu á frjálsan spuna. Á efnisskrá Kuran kompanís era lög eftir komp- aníið í bland við annað. Að venju hefjast tónleikarnir kl. 21 og er miðaverð 1.200 kr. en 600 kr. fyrir nema og eldri borgara. Hægt er að fá afslátt af verðinu með því að ganga í meðlimaklúbb Múlans og verður það kynnt betur á fyrstu tón- leikunum. Kuran kompaní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.