Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 23 VIÐSKIPTI IJtboðs- og skráningarlýsing Kaupþings hf, Fjárfestar hugi vel að áhættuþáttum Kaupþing verði opnað varlega KAFLI um áhættuþætti í útboðs- og skráningarlýsingu Kaupþings hf., vegna útboðs á nýju hlutafé í félaginu og skráningar þess á Verðbréfaþingi íslands, er mjög ítarlegur. I umsögn Búnaðarbankans Verðbréfa um út- boðs- og skráningarlýsinguna sagði til að mynda í Morgunblaðinu í gær að Kaupþing ætti hrós skilið fyrir þennan kafla. í áhættukaflanum er sérstaklega bent á að fjárfesting í hlutabréfum feli í sér margs kyns áhættu sem geti haft veruleg áhrif á virði fjárfesting- arinnar. Væntanlegum fjárfestum er bent á að hafa í huga að hlutabréf séu afgangskrafa á eigið fé eða rekstrar- virði fyrirtækja. Það þýði að komi til skipta fyrirtækis fái hluthafar það sem eftir standi þegar öllum öðrum kröfum hafi verið mætt. Einnig segir að hlutabréf hafi víða erlendis gefið betri ávöxtun yfir löng tímabil í for- tíðinni en skuldabréf. Það finnist þó einnig löng tímabil þar sem ávöxtun hlutabréfa hafi verið verri en skulda- bréfa og jafnvel neikvæð. Kaupþing bendir þeim sem hyggja á að fjárfesta í félaginu í útboði þess á tímabilinu 10.-12. október næstkom- andi að engin trygging sé fyrir ávöxt- un hlutabréfanna í framtíðinni. Fjár- festar ættu að hafa í huga að jafnvel þótt hlutabréf geti almennt gefið góða ávöxtun þá sé hætt við að fjár- festing í hlutabréfum einstakra fé- laga tapist. Því sé nauðsynlegt að huga vel að áhættudreifingu. Tekið á ýmiss konar áhættu í útboðs- og skráningarlýsingunni er gerð grein fyrir ýmsum áhættu- þáttum sem geti haft veruleg áhrif á rekstur Kaupþings og þar með virði þeirrar fjárfestingar að kaupa hluta- bréf í félaginu. Fjallað er um mismunandi hags- muni hluthafa og bent á að núverandi eigendur, sparisjóðirnir í landinu, muni áfram eiga yfir 70% hlutafjárins eftir útboðið, en það hafi í för með sér að möguleikar annarra hluthafa til að hafa áhrif á rekstur Kaupþings séu minni en ella. Greint er frá því að allur rekstur Kaupþings feli í sér umtalsverða lagaáhættu. Veruleg hætta sé á að Kaupþing verði krafið um skaðabæt- ur sem milliaðili í viðskiptum eða sem ráðgjafi í viðskiptum annarra. Fjallað er um rekstraráhættu og sagt að hún snúi að innviðum fyrirtækisins, hæfni starfsfólks, áreiðanleika starfsferla og upplýsingakerfa fyrirtækisins. Sagt er frá samkeppnisáhættu og að Kaupþing sé tiltölulega lítið fyrir- tæki samanborið við helstu núver- andi keppinauta, innlenda banka og verðbréfafyrirtæki. Samkeppnisá- hætta er sögð geta aukist. Mikil umfjöllun er um markaðs- áhættu Kaupþings og sagt að fyrir- tækið í núverandi mynd hafi ekki gengið í gegnum niðursveiflu í hag- kerfinu enn sem komið er og að óvíst sé hvemig það stæðist slíkan brotsjó. Ef til verulegra sveiflna eða óvissu komi á markaði sé möguleiki á að Kaupþing verði fyrir verulegu tapi af stöðum sínum. Fram kemur að talsverð áhersla hafi verið lögð á að byggja upp áhættustýringu og þróa áhættustýr- ingarkerfi innan Kaupþings. Búast megi við að sú þróun haldi áfram, en þrátt fyrir það sé ekki hægt að tryggja að þær aðferðir sem notaðar eru á hverjum tíma séu nægjanlega skilvirkar til að meta og dreifa áhættu Kaupþings við allar hugsan- legar aðstæður. Kaupþing reiðir sig að stórum hluta á samfelldan aðgang að fjár- magnsmörkuðum fyrir bæði lang; tíma- og skammtímafjármögnun. I áhættukaflanum segir að verði sam- dráttur í fjármagni á lánamörkuðum geti það heft aðgang Kaupþings að lánamörkuðum og stefnt lausafjár- stöðu fyrirtækisins í hættu. I umfjöllun um áhættuþætti segir að Kaupþing beri þá áhættu að þeir aðilar sem skuldi fyrirtækinu pen- inga, verðbréf eða aðrar eignir, standi ekki við sínar skuldbindingar. í áhættukaflanum er umfjöllun um ýmsa mælikvarða á áhættustigi Kaupþings eins og það var í lok ann- ars ársfjórðungs 2000. Þá er lýst tekjudreifingu fyrirtækisins og greint frá mælingum sem notaðar eru til að segja til um tap við gefnar líkur. I lok kaflans eru dæmi um tapáhættu félagsins við óhagstæðar markaðsaðstæður. NUVERANDI hluthafar Kaupþings hf., sparisjóðirair í landinu, hafa gert með sér hluthafasamkomulag sem aðilar þess eru bundnir af tO 1. júlí 2001, nema eigendur að % hlutum þeiira hluta sem samningurinn tekur tO ákveði að fella það úr gOdi. Þetta kemur fram i útboðs- og skráningar- lýsingu Kaupþings, vegna útboðs á nýju hlutafé í félaginu og væntanlegri skráningu þess á Verðbréfaþingi Is- lands. I samkomulagi hluthafanna felst að aðilar þess hafi forkaupsrétt, í hlutfalli við hlutafjáreign sína, að nú- verandi hlutum samningsaðila. Sam- komulagið tekur að sjálfsögðu ekki tO þeirra hluta sem útboðið tekur tO. Einnig segir í útboðs- og skráning- arlýsingunni að stjóm Kaupþings og hluthafar, sem hafa yfir að ráða yfir 70% hlutafjár, hafi lýst því yfir að þeir muni beita sér fyrir því að hlutafé fé- lagsins verði aukið þannig að tryggt verði að meira en 25% af heildar- hlutafé félagsins verði í dreifðri eign- araðOd eigi síðar en 1. nóvember 2001, ef sala hluthafa hefur ekki leitt tO þeirrar niðurstöðu fyrir þann tíma. Kaupþing er nánast eins og hluti af sparisjódunum Guðmundur Hauksson, formaður stjómar Kaupþings og spari- sjóðsstjóri SPRON, segir að hlut- hafasamkomulagið mOli sparisjóð- anna, eigenda Kaupþings, sé áþekkt hluthafasamkomulagi sem sé í gOdi í flestum dótturfélögum sem spari- sjóðimir eigi. Sparisjóðirnir eigi flest félögin alfarið og sá háttur hafi verið hafður á að það sé forkaupsréttará- kvæði í þeim. Slíkt ákvæði hafi verið í gildi 'í Kaupþingi. „Nú er verið að stíga það skref í fyrsta sinn að opna félag sem sparisjóðirnir eiga alfarið. Kaupþing hefur verið lengi í eigu sparisjóðanna og þeir eiga mikO sam- skipti við fyrirtækið. Kaupþing er því í dag nánast eins og hluti af spari- sjóðunum. Margir af viðskiptavinum Kaupþings eru einnig viðskiptavinir sparisjóðannna. Þess vegna þykir sparisjóðunum eðlOegt að þegar verið er að opna Kaupþing sé það gert var- lega þannig að sparisjóðirnir missi ekki frá sér þau viðskiptasambönd sem í gOdi eru.“ Mikiil áhugi fyrir útboðinu Guðmundur segir að hluthafasam- komulagið sé ekki tOkomið vegna hugsanlegs áhuga eins eða fleiri aðila á að ná að eignast stóran hlut í Kaup- þingi. Stjórn Kaupþings sé ekíd kunnugt um nokkurn slíkan áhuga. Hins vegar sé Ijóst að mikOl almenn- ur áhugi sé fyrir útboðinu núna sem og fyrir einhverju stærra ef og þegar til þess kemur. Hann segir að Kaup- þing sé eftirsótt fyrirtæki og að stjóm þess hafi í gegnum tíðina margoft fengið fyrirspumir um möguleg kaup á hlutabréfum í fyrir- tækinu. Þess vegna hafi verið ákveðið að fyrsta skref fyrirtækisins inn á markað yrði lítið. „Það er verið að ná fram ýmsum öðmm verðmætum, sem við teljum að þurfi að komast inn í myndina áður en fyrirtækið verður opnað enn frekar. Þá á ég við það að gefa starfsmönnum kost á því að koma að málum vegna þess að auð- vitað er verðmæti fyrirtækisins að mjög mOdu leyti fólgið í þeim starfs- kröftum sem þar eru,“ segir Guð- mundur Hauksson. HELLY HANSEN Fjallasport er umboðsaðili fyrir Helly Hansen útivistarfatnað JEPPASÝNING Komið og sfáið m.a. giæsilegan IZUSU TROOPER á 44" TERRANO Wm Glæsileg jeppasýning verður haldin í dag laugardag frá kl. 10-17. Fjallasport sérhæfir sig í hreytingum á jeppum og sölu á aukahluium og viðlegubúnaði fyrir jeppamenn og útivistarfólk. Kaffi og kleinur á boðstólnum. Allir velkomnir. |. ty&hid-' ' MALARHÖFÐI 2 • 112 REYKJAVÍK • SÍMI 577 4X4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.