Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.10.2000, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELEN DRÖFN HJALTADÓTTIR + Helen Dröfn Hjaltadóttir frá Súðavík fæddist á Dvergasteini hinn 18. júní 1950. Hún lést á Landsspítalanum í Fossvogi 1. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Björg Magnúsdóttir, f. í Engjabæ í Reykjavík 30.8. 1930, og Hjalti Auðunsson, f. í Birg- isvík á Ströndum 10.9. 1928. Alsystkini Helenar eru: Auður Hjaltadóttir, Skúli Hjaltason og Dagbjört Hjaltadótt- ir. Hálfsystkini af móður eru: Berglind Kristjánsdóttir og Trausti Kristjánsson. Hálfsystkini af föður eru: Guðrfður Hjaltadótt- Kæra Helen mín! Með sorg í huga vil ég skrifa til þín kveðjuorð. Það er svo ótrúlegt að þú skulir vera horfin frá okkur, og hver hefði trúað því að þú yrðir fyrst okkar fjögurra vinkvennanna til að kveðja þennan heim. Eg er svo þakklát fyrir það nú að við skyldum eiga svo góðan dag "'-saman seinni hluta ágústmánaðar, þegar þú komst til mín að Hlíð og við gengum saman inn að Dverga- steini með viðkomu á Lækjarhóli. Þar settumst við niður og rifjuðum upp gamlar minningar og bernsku- brek. Mikið hvað við hlógum og skemmtum okkur. Og hvað margir draumar okkar höfðu ræst í lífinu en aðrir orðið úti, eins og gengur. Mikið hlökkuðum við Þóra nú til á Hlíð, þegar þið Auður voruð að koma vestur í sveitina á Dverga- ^stein. Þá urðu ævintýrin okkar til. Allar ferðirnar inn í botn, ógleym- anlegir reiðtúrar á hestum sveit- unganna, að ekki sé minnst á sveppatínslu. Þá voru nú ófáar úti- legurnar okkar uppi í dal með tveggja manna tjald og við stundum sex saman - en það var allt í lagi, að sofa þversum, það var bara meira fjör. Elda síðan búðingssúpu á prímus og vaska upp í læk. Já, minningarnar hrannast upp og mér finnst þú vera svo nálægt mér þeg- ar ég er að rifja þetta upp. Svei mér ef ég heyri ekki hláturinn þinn hér nærri. Við hittumst svo í síðasta sinn 20. ir, Sigríður Hjalta- dóttir, Þórarinn Hjaltason og Auðunn Hjaltason. Eiginmaður Hel- enar er Steinn Ingi Kjartansson frá Eyr- ardal í Súðavík, sparisjóðsstjóri. Böm þeirra em: Davíð Pétur Steinsson, framkvæmdastjóri, f. 4.4. 1969; Snorri Gunnar Steinsson, viðskiptafræðingur, f. 11.11. 1970; Erna Rut Steinsdóttir, nemi, f. 6.4. 1979, og Arnar Reyr Steinsson, nemi, f. 22.5.1981. Helen verður jarðsungin frá Súðavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. september síðastliðinn, þegar ég kom til þín og þú, Steini og ég sát- um og spjölluðum, rifjuðum upp gamlar minningar við eldhúsborðið og dmkkum kaffi. Þú sem varst svo vinamörg og gott að koma til þín, þess munu nú margir sakna. Alltaf hefur mér verið minnis- stætt að þú sagðist aldrei ætla að eiga annars staðar heima en fyrir vestan. Þá varstu bara lítil stelpa en þú stóðst við það og engan hef ég þekkt sem var meiri Vestfirðingur en þú. Þið Steini vomð alltaf sam- hent, bæði við heimilið og uppeldið á börnunum ykkar og gleði og ein- ing ríkti á heimilinu. Elsku Helen, nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka þér trygga vináttu gegnum árin. Megi guðs friður umlykja þig og milda þessa snöggu burtför þína. Steini minn, þér, börnum og barnabörnum votta ég dýpstu sam- úð, svo og foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum. Þín vinkona, Ásdís Ragnarsdóttir. Það er erfitt að trúa því að Helen Hjaltadóttir, mágkona mín, sé öll. Dauðinn kallar að með mismunandi hætti og verður ekki umflúinn en þegar í hlut á fólk eins og Helen, sem fellur frá í blóma lífsins, er erf- itt að sætta sig við orðinn hlut. Leiðir okkar Helenar lágu fyrst saman þegar hún og Steini bróðir + Okkar innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum, Klausturhvammi 20, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra. + Innilegar þakkir og kærar kveðjur til allra þeirra fjölmörgu sem sent hafa okkur samúðar- kveðjur, blóm eða sýndu hlýhug með komu sinni við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÁGÚSTU KRISTJÁNSDÓTTUR, Mosabarði 2, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki iðjuþjálfunar hjá Gigtarfélagi Islands. Júlíus Hinriksson, Sigrún Júlíusdóttir, Guðmundur Kort, Katrín Gerður Júlíusdóttir, Gylfi Norðdahl, Valgerður Júlíusdóttir, Jens Guðbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. minn fóru að draga sig saman. Þeg- ar hugurinn reikar til baka spretta fram í minningunni blíðu húm- kvöldin í ágúst þegar unglingarnir söfnuðust saman til leikja. Glað- værð Helenar, félagslyndi og leik- gleði á slíkum stundum er mér minnisstæð. Reyndar voru slíkar stundir ekki margar því það var langt að fara frá Dvergasteini út í Súðavík og ekki á hverju kvöldi sem krakkarnir á Dvergasteini komu til leikja alla leið út í þorp. Fundum okkar Helenar bar þó saman fyrr því að einu sinni á ári, um það bil viku fyrir öskudag, lögðum við elstu systkinin í Eyrardal land undir fót, gengum inn að Dvergasteini og átt- um erindi við Böggu, móður Helen- ar. Þetta langa ferðalag var á sig lagt til að fá teiknaðar grímur eða andlitsmyndir á léreft sem síðan voru notaðar á öskudaginn. Þessar grímur gat enginn gert betur en Bagga því henni voru áskapaðir sérstakir listrænir hæfileikar. Þessa listrænu hæfileika fengu Helen og systkini hennar í arf. Hún var mjög listræn og hefði vafalaust náð langt á þeirri braut ef hún hefði kært sig um eða haft aðstæður til að leggja rækt við myndlist. Hún var afar næm á umhverfi sitt og sá bæði í fólki og hlutum ýmislegt sem öðr- um var hulið. Stundum var eins og Helen sæi inn í aðra veröld sem var betri, litríkari og fegurri en sú sem flestir aðrir upplifa. Helen og Steini giftu sig og stofn- uðu heimili. Fyrstu búskaparárin var nægjusemin í fyrirrúmi eins og gjarnan er hjá ungu fólki sem er að byrja búskap. Um tíma bjuggu þau í Hlíðunum í Reykjavík, börnin voru orðin tvö og Helen heimavinn- andi. Á þessum tíma tók hún elstu dóttur mína að sér þar sem við hjónin unnum bæði fuila vinnu utan heimilis. Engan mun var að finna á viðmóti Helenar gagnvart dóttur okkar og hennar eigin börnum. Þannig var hún alla tíð. Hún tók öll- um börnum eins og hún ætti þau sjálf. Varla er hægt að hugsa sér sam- hentari hjón en Steina og Helen. Maður hafði stundum á tilfinning- unni að þau læsu hugsanir hvort annars. Heimili þeirra stóð ávallt opið. Þau tóku öllum gestum opnum örmum og hver og einn var jafnan meðhöndlaður sem sérstakur. Það var sama hvenær árs eða sólar- hrings gest bar að garði. Viðmótið var alltaf þannig að öllum fannst þeir vera komnir heim þegar komið var til Steina og Helenar. Börn þeirra Steina og Helenar eru fjögur, hvert öðru mannvæn- legra enda hafa þau erft mannkosti foreldra sinna í ríkum mæli. Það er vænlegt veganesti á lífsins göngu að hafa alist upp við þau lífsviðhorf sem Helen hafði tileinkað sér. Helen var ákaflega vel lesin og kunni að vitna til helstu bók- menntaverka okkar. Hún las ekki bækur aðeins sér til afþreyingar heldur nýtti hún sér efni þeirra sér til uppbyggingar og þroska. Hún átti afar auðvelt með að setja sig í spor söguhetjanna og lifa sig inn í heim sögunnar hvort sem um var að ræða skáldsögu, ævisögu eða ævin- týri. Þegar talið barst að skáldsög- um og ævintýrum hafði maður sterkt á tilfinningunni að Helen væri með mörg frumsamin ævintýri í kollinum, ævintýri og sögur sem aðeins átti eftir að koma á bók. Helen hafði sérstakt lag á að um- gangast fólk. Hún átti bara vini og vinum sínum gaf hún ríkulega af sjálfri sér. Hún hafði alltaf tíma fyr- ir aðra og maður fór ríkari af henn- ar fundi en maður kom. Ríkari af visku, hreinskilni og bjartsýni. Umhyggja Helenar í garð for- eldra minna verður seint fullþökk- uð. Þau eru farin að heilsu eftir langa og stranga starfsævi. Þau eiga það ekki síst Helen að þakka að hafa getað notið elliáranna í hvfld og með reisn. Daglega sinnti hún þörfum þeirra og gegndi í senn hlutverki hjúkninarkonu, sálfræð- ings og félagsráðgjafa. Mest um vert var þó viðmótið, vináttan og væntumþykjan sem henni var svo eðlislægt að sýna. Þeir sem eiga á einhvern hátt undir högg að sækja, eru orðnir ellimóðir, eiga við veik- indi að stríða eða annað and- streymi, þarfnast aðstoðar og um- hyggju. Ekki skal gera lítið úr þeirri líkamlegu umönnun sem þá er nauðsynleg. Slíka aðstoð veitti Helen foreldrum mínum orðalaust árum saman. Mesta og besta hjálp- in var þó fólgin í þeirri einlægu vin- áttu og elsku sem Helen átti svo auðvelt með að sýna. Um leið og ég votta Steina, börn- unum og hennar nánustu dýpstu samúð mína vil ég þakka Helen samfylgdina og þær dýrmætu minningar sem hún skilur eftir. Hrólfur Kjartansson. Það er erfitt að setjast niður og ætla sér að segja nokkur orð um góða vinkonu sem fer langt fyrir aldur fram til annarra heimkynna. Aldrei hefðum við átt von á því að Helen í Súðavík færi á undan flest- um okkar, hún sem var svo lífsglöð og hjálpsöm í garð allra. Kynni okk- ar hófust fyrir 24 árum vestur í Súðavík þegar við hjónin fluttum þangað til að sinna kennslustörfum. Helen og Steini voru meðal þeirra fyrstu sem við kynntumst þar. Hel- en tók á móti okkur með opnum örmum og við urðum strax hluti af fjölskyldu hennar. Það varð ekki komist hjá því að kynnast hlýju hennar og finna fyrir áhuga hennar á samferðafólkinu. Helen og Steini eru með elstu og tryggustu vinum okkar og sýndu okkur það fyrir 24 árum hvað fólk á landsbyggðinni í litlu fallegu þorpi er samhent og mikið umhugað um líðan nágrannans. Það var margt hægt að læra af Helen sem vissi meira en mann grunaði um það sem skiptir máli í lífinu. Nú er hún ef- laust komin þangað sem hæfileikar hennar fá notið sín við að hjálpa öðrum. Þótt samgangur okkar hafi ekki verið mikill á tímabili var alltaf samband vestur með einum eða öðrum hætti. Heimsóknir voru af skornum skammti, en þeim mun ánægjulegri og alltaf var hlýlegt og notalegt að vera innan um Helen á heimili hennar. Síðustu árin urðu heimsóknirnar fleiri og vináttan sem hafði varað svona lengi var vaxandi að sama skapi. Við vorum svo heppin að fá að gleðjast með Helen og Steina á fimmtugsafmæli þeirra nú í sumar vestur í Súðavík. Það var mjög eftirminnilegt og gaman að hafa verið þátttakandi þar með þeim og öðrum Súðvíking- um sem komu og nutu gestrisni þeirra hjóna, sú minning mun lifa lengi. Það verður erfitt að koma til Súðavíkur í framtíðinni án Helenar, en engum þó eins erfitt og fjöl- skyldu hennar og ástvinum. Við færum Steina, börnum og barna- börnum okkar innilegustu samúð- arkveðjur með von um að guð styrki þau og styðji í sorginni og söknuðinum. Helen færum við dýpstu þakkir fyrir ómetanlega vin- áttu sem við munum varðveita í hjarta okkar. Öllum öðrum aðstandendum Hel- enar og Steina færum við innileg- ustu samúðarkveðjur, megi minn- ing um góða eiginkonu, móður og vin lifa að eilífu. Helga og Einar Már. Það var með mikla sorg í hjarta sem ég kyssti Helen bless í síðasta sinn sl. sunnudag. Þetta er svo óraunverulegt, ég er enn að bíða eftir að vakna af þessum vonda draumi. Mér finnst ég eiga eftir að segja henni svo mikið og spyrja hana svo margs. Ég á margar hlýj- ar og góðar minningar um Helen. Ég hef verið að fara yfir sum sam- tölin okkar í huganum, þau fyrstu í eldhúsinu á Túngötunni, svo á Holtagötunni. Ég var oft að glíma við hluti sem Helen var búin að vera að fást við, hún skildi því vel hvað ég var að ganga í gegnum. Við töl- uðum oft um tilgang lífsins, líf eftir dauðann og fyrri jarðvistir, hún trúði því að maður veldi sér ákveðin verkefni fyrirfram. Ég var stundum full sjálfsvorkunnar, að kvarta und- an fólki og atburðum í lífi mínu. Þá sagði hún mér að ég hefði valið mér þessar kringumstæður og þetta fólk, að ég hafi ætlað mér að ná ákveðnum þroska á þessu tilveru- stigi. Því væri eins gott að takast á við hlutina til að þurfa ekki að standa í þessu næst líka. Eins sagði hún að það væri ekki lagt á mann meira en maður þyldi, ég var nú ekki alveg sammála því. Þá sagði hún að maður yrði að trúa því að maður kæmist í gegnum erfiðleik- ana og biðja sinn æðri mátt um að vísa sér veginn; réttu leiðina að ljósinu. Það er svo margt sem kem- ur upp í hugann þegar ég hugsa um Helen: brosið, hláturinn, dansinn, Helen-lyktin, mjúku hendurnar og gleðin og lífið í kringum hana. Ég er að reyna að einbeita mér að því að vera ekki reið yfir að vera búin að missa hana, heldur vera þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Elsku Steini, Davíð, Snorri, Erna og Addi, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja ykkur í sorginni. Kristín ísleifsdóttir. Elsku Helen. Ég gleymi því aldrei, þegar við hittumst fyrst. Um leið og ég gekk inn til ykkar, hlóstu og baðst Adda að rétta út höndina og mig að ganga undir. Þar sem ég er svo lítil en hann svo stór snerti ég ekki höndina hans og þá hlóstu, faðmaðir mig og sagðir að það væri gaman að kynnast mér. Ég tel mig vera mjög heppna manneskju í dag því ég fékk þann heiður að kynnast þér. Þú varst svo góð í alla staði, umhyggja þín fyrir öllum í kringum þig var engri lík. Þú hafðir alltaf miklar áhyggjur af því að ég væri að gera alltof mikið í einu og í hvert sinn sem ég kom í heimsókn sagð- irðu við mig: „Jæja, slappaðu nú af, manneskja.“ Og það gerði ég í hvert sinn sem ég kom í heimsókn til þín- .Umhyggja þín náði ekki eingöngu til fólks heldur einnig allra lifandi hluta. Blóm og minnstu dýr urðu umhyggju þinnar aðnjótandi. Ég man þegar þér tókst að gera hús- flugu að húsdýri. Flugan gat ekki flogið en þú hjálpaðir henni á milli staða og harðbannaðir að hleypa henni út. Þú hafðir alltaf eitthvað til málanna að leggja, sama hvaða mál- efni það var, íþróttir, stjórnmál eða daglegt líf, alltaf hafðir þú skoðanir á öllu. Ég hlæ innra með mér þegar ég minnist þess hve oft þú sagðir mér að veðrið á ísafirði væri miklu verra en í Súðavík og ef á annað borð væri vont veður í Súðavík, þá hefði það komið frá Isafirði. Það var alltaf fínt á heimilinu þínu. Þú varst örlítil puntudúkka og gulllitaðir englar og messingkerta- stjakar voru um allt hús. Þú vildir alltaf hafa þá vel pússaða og ég man að eina páskana sátum við í eldhús- inu í þrjá tíma og pússuðum þá. Næstu jól sátuð þið Guðný að pússa stjakana. Þú varst alltaf að skreyta fyrir jólin alveg fram á síðustu stundu. Manstu svo þegar Steini var að hengja upp jólahjörtun og sneri þeim gjörsamlega öfugt, þá hlógum við og vorum sammála um að karlmenn sæju hlutina öðruvísi en við. Þú varst mikið náttúrubarn og gekkst rosalega mikið úti, komst svo heim með blóm eða lyng eða eitthvað fallegt sem þú fannst á leiðinni. Vegna þess að ég vinn hjá Vegagerðinni á sumrin, kallaðirðu mig alltaf Vega-Gerði. Svo var það eitt sinn þegar þú varst að segja nafn mitt, að öðrum fannst þú segja Pamela í stað þess að segja Pálína, þá hlóstu mikið og eftir það var ég ýmist kölluð Vega-Gerður eða Pa- mela. Þegar ég og Addi hættum saman, sagðir þú við mig að ég væri ekki hætt með fjölskyldunni og sagðir mér að hringja í þig, því þú vildir fá að fylgjast með. Elsku Helen, ég þakka Guði fyrir að hafa leyft mér að kynnast þér og njóta visku þinnar. Þú kenndir mér margt sem og svo mörgum öðrum. Takk fyrir mig. Elsku Steini, Davíð, Snorri, Erna, Addi, ættingjar og vinir. Guð styrki okkur öll í sorginni sem nú ríkir og hleypi gleðinni inn í hjarta okkar á ný. Pálína Jóhannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.