Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Pltrgamlbltóiiíí VIKAN 1/10-7/10 ► VÍKINGASKIPIÐ ís- lendingur kom tii hafnar í New York um hádegi sl. fimmtudag og þar með lauk tæplega fjögurra mánaða siglingu skipsins, en það lét úr höfn í Reykjavík 17. júní. ► MIKILL viðbúnaður var á Reykjavíkur- flugvelli á ellefta tíman- um sl. mánudagskvöld þegar ATR-vél frá Flug- félagi Islands kom inn til lendingar með bilaðan hreyfil og 35 farþega inn- anborðs. Vélin lenti heilu og höldnu á öðrum hreyfli. ► GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands íslands, greindi frá því í viðtali við Morgunblaðið á miðvikudag að hann hefði ákveðið að gefa áfram kost á sér sem for- seti ASÍ, á þingi sam- bandsins sem haldið verð- ur í nóvember. ► SAMKVÆMT nýrri skýrslu vísindanefndar um Ioftslagsbreytingar á íslandi gæti dregið úr áhrifum Golfstraumsins hér við land á næstu ára- tugum. Sökum óvissu- þátta í hegðan haf- strauma gæti hlýnun hér við land orðið hraðari en þekkst hefur á síðustu öldum. ► SKJÁLFTAVIRKNI í Goðabungu, í vestanverð- um Mýrdalsjökli, var óvenjumikil í september og mældust þar nær 200 skjálftar. Er þetta mesta skjálftavirkni sem mælst hefur á þessum stað í meira en áratug. 30,3 milljarða afgang- ur á ríkissjóði 2001 GEIR H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2001 þegar Alþingi kom saman sl. mánudag. Skv. frumvarpinu verður tekjuafgangur á ríkissjóði 30,3 millj- arðar kr., meiri en nokkru sinni fýir og svarar til 4% af landsframleiðslu. Lánsfjárafgangur ríkisins verður 34,7 milljarðar ef áætlanir frumvaipsins ganga eftir. Fjármálaráðherra sagði að áfram yrði fylgt aðhaldssamri stefnu í ríkisfjármálum og batnandi afkoma yrði einkum nýtt til að greiða niður skuldir. Tekjur eru áætlaðar 15 milljörðum hærri en í ár og heildar- gjöld aukast um 11 milljarða. Meðal tillagna ei'u aukin framlög í Fæðingar- orlofssjóð um 630 milljónir kr. og hækkun bamabóta um 600 milljónir. Hátt framlag í sjóði Evrópusambandsins DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra gerði hugsanlega aðikl að ESB að um- talsefni í stefnuræðu sinni á Alþingi á þriðjudagskvöld. Vakti hann athygli á því að skv. skýrslu um kosti og galla aðildar að ESB kæmi fram að líklegt framlag Islands til sjóða ESB væri orðið rúmir 8 milljarðar kr. á ári ef Is- land yrði aðili að bandalaginu og fram- lag Islands á mann yrði með því hæsta sem þekktist innan ESB. 4% verðbólgu spáð á næsta ári SAMKVÆMT nýrri þjóðhagsáætlun sem lögð hefur verið fram á alþingi og efnahagssforsendum fjárlagafrum- varpsins er spáð því að verulega dragi úr vexti þjóðarútgjalda og hagvexti á næsta ári. Gert er ráð fyrir 4% verð- bólgu og að viðskiptahallinn muni lítið breytast frá því sem verið hefur á yfir- standandi ári. Bylting í Belgrad EFTIR nokkurra daga fjöldamótmæli tók stjómarandstaðan völdin í Belgrad á fimmtudag. Milljón manns safnaðist saman í miðborginni og krafðist af- sagnar Slobodans Milosevics. Mann- fjöldinn lagði undir sig þinghúsið og ríkissjónvarpið, málpípu Milosevics, og eftir stutta mótspymu gáfust lög- reglumenn upp eða gengu til liðs við mótmælendur. Vojislav Kostunica, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosn- ingunum og sigurvegari þeirra, tók við stjórnartaumum og var búist við að hann myndi sverja eið á laugardag. Stjórnlagadómstóll Júgóslavíu stað- festi sigur Kostunicas í forsetakosn- ingunum á föstudag og síðar um dag- inn játaði Milosevic sig sigraðan. Hann tilkynnti afsögn sína í sjónvarpsút- sendingu og flykktust þúsundir út á götu til að fagna yfirlýsingunni. Ríkisstjómir víða um heim fögnuðu falli Milosevics og óskuðu Kostunica til hamingju. Evrópusambandið tilkynnti að það hygðist, frá og með mánudegi, hætta refsiaðgerðum gegn Júgóslavíu smám saman. Rússnesk stjórnvöld, sem lengi vom tvístígandi viðurkenndu Kostunica sem forseta Júgóslavíu á föstudag og ígor ívanov utanríkisráðherra átti fund með Kostunica í Belgrad. Átök á Vestur- bakkanum og Gaza MANNSKÆÐ átök geisuðu á Vestur- bakkanum og Gaza-svæðinu alla vik- una. Á níunda tug em látnir. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestfnuaraba hittust í París í vikunni til að reyna að binda enda á blóðbaðið. Árangur af fundinum, sem stjórnað var af Mad- eleine Albright, utanríkisráðherra Bandaiíkjanna, reyndist lítill sem eng- inn. Stefnu ísraela var mótmælt í arabalöndunum og víða í Evrópu. ► HALDIÐ var upp á tíu ára sameiningarafmæli Þýskalands á þriðjudag. Hundruð þúsunda manna túku þátt f hátíðarhöldun- um í Berlín og Dresden. Ræðumenn þökkuðu Helmut Kohl, „kanslara sameiningarinnar“ fyrir hans hlut en Kohl var ekki viðstaddur hátiðarhöldin. ► LANDSFUNDUR breska Ihaldsflokksins var haldinn í vikunni. Stjúm- málaskýrendum þútti um- ræður þingsins einkennast af togstreitu um stefnu flokksins sem hafði það að marki fyrir þingið að höfða til breiðs húps kjúsenda. ► BANDARÍSKU Nash- hjúnin völdu sér bam að undangenginni erfðarann- súkn til að koma í veg fyrir að það yrði haldið erfða- sjúkdúmi. Nokkur egg úr konunni vom frjúvguð og því rétta komið fyrir í legi konunnar. Bamið, sem nú er 5 vikna, gæti bjargað lífi systur sinnar sem haldin er sjúkdúmnum. ► SÍFELLT fleiri þjúðir hunsa nú flugbann SÞ gegn Irak. Óeining er í ör- yggisráði SÞ um refsiað- gerðir gegn írak. Banda- ríkjamenn og Bretar vilja halda þeim áfram en Frakkar og Rússar benda á að þær koma einkum niður á aimenningi. ► AL GORE, forseta- frambjúðandi demúkrata, og George W. Bush, for- setaframbjúðandi repúblikana, skildu nokk- uð jafnir eftir fyrstu sjún- varpskappræður þeirra. FRÉTTIR Formaður Skotveiðifélags íslands segir rjúpnaskyttur óánægðar með umhverfísráðuneytið Veiðibann í Eyja- fírði tilkynnt seint RJÚPNAVEIÐIN hefst 15. október næstkomandi og stendur til 22. des- ember. Að þessu sinni verður veiði bönnuð á tveimur svæðum, sam- kvæmt ákvörðun umhverfisráðu- neytisins. Annars vegar í nágrenni Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, líkt og í fyrra, og hins vegar við utanverð- an Eyjafjörð, austan megin. Þar standa yfir víðtækar rannsóknh' Náttúrufræðistofnunar á vetraraf- föllum ijúpna. Við höfuðborgarsvæð- ið var veiðin bönnuð árin 1999-2001 á 730 ferkilómetra svæði sökum ofveiði. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags íslands, Skotvís, sagði við Morgunblaðið að rjúpna- skyttur væru almennt ánægðar með að rannsóknimar í Eyjafirði færu fram, en félagið hefði gert alvarlegar athugasemdir við ráðuneytið um hversu veiðibannið var tilkynnt seint, eða tveimur vikum fyrir veiðitímabil- ið. Vinnubrögðin væru ekki góð. „Margir eru búnir að skipuleggja sinn tíma, fresta sumarleyfum og jafnvel lána sínar veiðilendur. Það eru mistök að hafa ekki tilkynnt veiði- mönnum þetta fyrr. Annars er rann- sóknin mjög brýn og áætlunin góð,“ sagði Sigmar en á næsta ári stendur til að loka svæðum vestanmegin í Eyjafirði vegna sömu rannsókna á stofhinum, sem kenndur hefur verið við Hrísey, en umrædd veiðisvæði hafa þótt eftirsóknarverð. 120-140 þúsund rjúpur veiddar Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu hafa talningar Náttúru- fræðistofnunar leitt í ljós að rjúpna- stofninn er undir meðallagi í flestum landshlutum, að Norðvesturlandi og Austurlandi undanskildum. Sigmar sagðist því ekki reikna með að vertíð- in núna yrði almennt góð. Þetta yrði svæðabundið eins og svo oft áður. „Annars er ómögulegt að segja til um þetta. Rjúpnastofninn var sagður slæmur á Vesturlandi en við vorum að fá fregnir um að mikið væri af fugli í Dölunum. Menn eru ánægðir með að snjór er víða kominn í fjöll þannig að þetta verður ekki eins og í fyrra þeg- ar menn voru að skjóta töluvert á auðu. Það er vont fyrir rjúpuna," sagði Sigmar. Lokatölur um veiði síðasta tímabils liggja ekki fyrir, að sögn Sigmars, en talið er að 120-140 þúsund ijúpur hafi verið veiddar. Hann sagði könnun Skotvís benda til að árleg neysla landsmanna á rjúpum væru 100 þús- und stykki. Kjalarnes /vatn S Crimarsfell Húsmúll Vífilsfell Kollafiörður \ / K> Teil >7V nei iMieiw? Innan þessa svæðis X ftkS* } (# - Æ J er rjúpa friðuð -■■■- < X :-7y" / r ^ árin 1999 til 2001 Blat|allahorn Litla-Saridfejl' lOkmA Innan þessa svæðis er rjúpa friðuð 2000 í Kaldbakur ys . /■ Sýslumörk táautar Bqrm^adhanúm marhadunan. Pertunni Opið all daga vikunnar frá kl. 10.00 -19.00 t+l SLYSflVflRNAFÉLfiGIÐ LfiNDSBJÖRG Nýtt merki Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar NÝTT merki Slysavarnafélagsins Landsbjargar var afhjúpað á Hellu í gær og kynnt meðlimum félags- ins, samstarfsaðilum og velunnur- um. Á fundinum á Hellu í gær voru einnig kynntar nýjar merkingar á björgunartæki og nýr einkennis- fatnaður. Jafnframt var nýrri heimasíðu félagsins hleypt af stokkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.