Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Pétur er kominn heim og líður vel Pétur Karl Guðmundsson, fyrrverandi at- vinnumaður í NBA, Argentínu og Englandi, er þjálfari hjá nýliðum Vals/Fjölnis í úrvals- deildinni og þrátt fyrir að eiga að baki lang- an feril sem atvinnumaður er hinn hávaxni miðherji að takast á við nýtt og spennandi verkefni sem tengist íþróttinni. Sigurður Elvar Þórólfsson ræddi við Pétur um gang mála í körfunni í viðum skilningi. Morgunblaðið/Golli Pétur Guðmundsson fbygginn á svip í hlutverki þjálfara úrvals- deildarliðs Vals/Fjölnis í körfuknattleik. Eg fór tíl Bandaríkjana árið 1994 af persónulegum ástæðum eftir að hafa leikið í þrjú ár hér á landi, tvö tímabil með Tindastóli og eitt með Breiðabliki. í Bandaríkjunum hvíldi ég mig aðeins á körfuboltanum og sneri mér að öðrum hlutum. Það blundaði samt alltaf í mér að fara að þjálfa og miðla af minni reynslu og mér líður mjög vel að vera kominn heim á nýjan leik,“ sagði Pétur er hann var spurður um ástæður þess að hann hefði ákveðið að taka að sér þjálfun á íslandi. Pétur er eins og áður segir þjálfari Vals/Fjölnis ásamt því sem hann starfar við sölu á ýmiskonar atvinnu- húsnæði á fasteignasölu í Hafnar- firði. Hvernig upplifír þú íslenskan körfuknattleik í dag ef við miðum við árín 1991-1994, hafa orðið miklar breytingar? „Fyrir það fyrsta er mesti munur- inn að upplifa leikinn frá hliðarlín- unni sem þjálfari en ekki sem leik- maður inni á vellinum. Eg er að átta mig betur á því hverju maður getur stjórnað sem þjálfari og hvernig maður getur komið því sem best til skila. Þegar ég lék með Tindastól og Breiðablik á árunum 1991-1994 var ákveðið agaleysi í leik flestra ís- lenskra liða og menn komust upp með meira frjálsræði en ég átti að venjast frá Bandaríkjunum. Mér sýnist að lítið hafi breyst hvað varðar heildarsvipinn á körfuboltanum en það eru komnir fleiri góðir einstakl- ingar á borð við Jón Amór Stefáns- son og Loga Gunnarsson.“ Hvað er það sem er einkennir ís- lenskan körfuknattleik mest? „Það hefur alltaf verið mikið af skyttum á Islandi og ég sem mið- herji hef oft tautað í hljóði yfir því hve illa okkur tekst að nýta þá eigin- leika sem stóru íslensku leikmenn- imir hafa. Flest lið fá sér stóra er- lenda leikmenn og þannig fá hávöxnu íslensku leikmennirnir oft minni leiktíma og þroskast seinna en ella sem leikmenn. Það hefur einnig loðað lengi við okkur á íslandi að stóla meira á ein- staka leikmenn en liðsheildina og það skýrir kannski best þann fjölda erlendra leikmanna sem hefur komið og farið á undanförnum ámm. Við höfum ekki þolinmæði tíl að byggja upp og viljum ná fram breytingum strax og þá er auðveldast að skipta um erlendan leikmann." Hvernig fínnst þér til hafa tekist með nýju reglubreytingunum, styttrí skotklukku ogfjóra leikhluta? „Við fyrstu sýn em litlar breyting- ar á leiknum. Islensk lið hafa aldrei átt í vandræðum með að klára sóknir á stuttum tíma og 24 sekúndna skot- klukka breytir sáralitlu að mínu mati. Reyndar er stutt síðan þessi breyting var gerð og kannski tekur þetta einhvern tíma hjá leikmönnum að átta sig á breytingunum." Finnst þér áhugi á íþróttum hafa minnkað meðai almennings á ís- landi? „Ég tel að allar íþróttir séu af hinu góða og það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst að markaðs- setja vörana sem við emm að fá fólk til að stunda og horfa á. Það er margt í boði fyrir almenning í dag og áhuginn er mikill t.d. ef tekið er mið af sjónvarpsáhorfi en við verðum að ná til yngri kynslóðarinnar og fá fleiri böm og unglinga til að stunda íþróttir. Það var virkilega gaman að fylgj- ast með okkar fólki á Ólympíuleikun- um og afrek þeirra sem stóðu sig best skila sér vonandi með fleiri iðk- endum og það er jákvætt fyrir íþróttalífið á Islandi." Einstaklingsf ramtakið í háveg- um haft í NBA-deildinni Þú minnist á Ólympíuleikana, er forskot Bandaríkjanna að minnka eitthvað íkörfuknattleiknum ? „Bandaríkin byggðu leik karlalandsliðs síns á einstaklings- framtaki líkt og þekkist í NB A-deiId- inni. Litháen og Frakkland vom lið með sterka liðsheild og það sýndi sig í þeim leikjum þar sem Bandaríkja- menn áttu í vandræðum að leikmenn liðsins em frábærir íþróttamenn sem geta stokkið hátt og hlaupið hratt, en þeir vinna ekki vel saman. Ég gæti alveg trúað því að keppnin á næstu Ólympíuleikum verði enn erf- iðari fyrir Bandaríkjamenn þar sem sú kynslóð sem leikur í NBA-deild- inni í dag er gjörólík því sem við átt- um að venjast frá mönnum á borð við Larry Bird, Magic Johnson og Michael Jordan.“ Pétur Guðmundsson, fyrrverandi leikmaður með Los Angeles Lakers, opnaði það ekki möguleika fyrir þig á öðrum sviðum? „Ég er búinn að vera í Bandaríkj- unum í um 25 ár samanlagt og hef upplifað velgengni og mótlæti þar í landi. Mér stóð til boða að starfa áfram við körfuknattleik í gegnum ýmsa háskóla en ég þekki það af eig- in raun að það er ekki fyrir hvem sem er að kljást við öll vandamálin sem því fylgja. Þegar maður lítur til baka var ég ekki mikið fyrir það að koma sjálfum mér á framfæri þegar ég hætti að leika sjálfur í NBA-deild- inni. Ég kynntist mörgu fólki á þess- um tíma sem var áhrifamikið á mörgum sviðum fþróttarinnar en einhvern veginn var ég ekki tilbúinn að gefa mig í það á þeim tíma.“ Hvað varstu að gera í Bandaríkj- unum áður en þú komst heim isum- ar? „Ég flutti til San Antonio árið 1994 og bjó þar í eitt ár. Flutti síðan til Seattle þar sem ég hafði verið áður í háskóla og bjó þar í tæp fimm ár. Það tók mig lengri tíma en ég átti von á að finna hvað gæti verið heppi- legt framtíðarstarf hjá fyrrverandi atvinnumanni í körfuknattleik, ann- að en að starfa við þjálfun. A tímabili starfaði ég við að koma efnilegu náms- og íþróttafólki í samband við litla háskóla sem ekki höfðu fjár- magn til þess að auglýsa sína starf- semi. Þar sé ég mikla möguleika fyr- ir íslenskt íþróttafólk og hef áhuga á að þróa þau samskipti er fram líða stundir, það em gríðarlega margt hægt að gera til þess að sameina nám og íþróttir og má þar nefna sem dæmi mjúkbolta sem líkist hafna- bolta og er íþrótt sem hentar íslensk- um handboltakonum mjög vel ef þær hafa áhuga.“ Hvernig er eftirlaunamálum hátt- að hjá fyrrverandi NBA-leikmanni, ertu ekki vel staddur fjárhagslega? „Það hefur orðið mikil breyting á starfsemi félags sem stofnað var af fyrrverandi NBA-leikmönnum og sér um öll eftirlauna- og trygginga- mál. Ég er kominn í hóp þeirra sem fá eftirlaun þar sem ég var á mála hjá NBA-liðum í tilskilinn fjölda ára en það era engar stórar upphæðir sem um er að ræða. Þegar ég verð fimmtugur fæ ég mánaðarlega greiðslur úr eftirlaunasjóði NBA- deildarinnar í hlutfalli við þann tíma sem ég var í deildinni, þannig að ég fæ eitthvað minna en Kareem Abduhl Jabbar eða Robert Parish.“ Þú lékst með Portland, San Ant- onio, Lakers og bjóst síðan lengi í Seattle. Hvað er liðið þitt í NBA- deildinni? „Það er Los Angeles Lakers. Mér gekk best þar, á góðar minningar frá þeim tíma og margir af þeim sem störfuðu við félagið þá era þar enn og ég held ágætu sambandi við Lak- ers. Það hafa orðið meiri breytingar hjá Portland og San Antonio en áhangendur San Antonio muna vel eftir Islendingnum þar sem ekkert annað atvinnumannalið er í borginni og sérstök stemmning í kringum lið- ið. Ef eitthvað sérstakt kæmi upp á þá væri það lítið mál að þróa ein- hvers konar samstarf við þessi félög en það er bara að finna rétta flötinn á því samstaríi," sagði Pétur. Morgunblaðið/Jim Smart Ingi Sturla og Silja fara á HM í Chile. Tveimur boðið til Örgryte SÆNSKA knattspyrnufé- lagið Örgryte hefur boðið tveimur efnilegum íslend- ingum til sín til reynslu síðar í þessum mánuði. Það eru Magnús S. Þorsteinsson, 18 ára unglingalandsliðsmaður úr Keflavík, og Bjarni Hólm Aðalsteinsson, 16ára drengjalandsliðsmaður úr Hugin á Seyðisfírði. Magnús lék með Keflavík í efstu deild í sumar og skoraði eitt mark f 8 leikjum og Bjami lék með Hugin/Hetti í 3. deild. Jón Pétur Róbertsson þjálfar unglingalið Örgryte, 18 ára og yngri, og hann hafði milligöngu í málinu. Einn íslenskur leikmaður er í herbúðum Örgryte, Atli Sveinn Þórarinsson, fyrr- verandi KA-maður, sem leikur með unglingaliði og varaliði félagsins. Bjarki enn í vand- ræðum BJARKI Gunnlaugsson, leikmaður enska 1. deildar- liðsins Preston, á enn í vand- ræðum vegna nárameiðsla sem hafa hijáð hann frá því í sumar. Bjarki haltraði af velli eftir hálftíma í leik með varaliðinu í vikunni og útlit er fyrir að hann verði ekki leikfær enn um sinn. Bjarki hefur aðeins komið við sögu í einum leik með aðalliði Preston það sem af er tíma- bilinu, lék þá sem varamað- ur í 22 mínútur. Helgi og félagar áfram HELGI Jónas Guðfinnsson og félagar í belgfska félag- inu Ieper komust í fyrra- kvöld í 2. umferð Korac- Evrópukeppninnar í körfu- knattleik. Þeir sigruðu þá Donar Groningen frá Hol- landi, sem Helgi Jónas lék áður með, 76:72, á heima- velli sinum í Belgiu en Ieper vann fyrri leikinn í Holiandi, 88:70. Helgi Jónas skoraði 4 stig í leiknum í fyrrakvöld en hann gerði 8 stig íþeim fyrri. Ieper mætir Girona frá Spáni í 2. umferð keppn- innar síðar í þessum mánuði. Á HM ungl- inga í Chile TVEIR ftjálsíþróttamenn, Silja Úlf- arsdóttir og Ingi Sturla Þórisson, bæði úr FH, halda í dag til Santíago í Chile þar sem þau taka þátt í HM unglinga í frjálsum. Silja keppir þar í 200 og 400 metra hlaupi en Ingi Sturla í 110 metra grindahlaupi. Óð- inn Björn Þorsteinsson úr IR náði einnig lágmarkinu í kringlukasti en átti ekki heimangengt vegna anna í námi í Bandaríkjunum. Krakkarnir fara fyrst til Noregs og verða samferða frændum vomm til Chile og verða með Norðurlanda- búum í æfingabúðum í viku fyrir kegpnina. A meðan krakkarnir dvelja í Chila er ætlunin að þau sendi fréttir inn á heimasíðu Vífilfells, sem styrkir för þeirra, og er slóðin www.cocacola.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.