Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 11 inn hópur feiminn við að koma í verslunina. Smám saman hafa við- skiptin í gegnum netverslunina ver- ið að aukast og nema núna um 25% af heildarviðskiptunum.“ Hvað þróun netverslunar varðar segist Þór hafa orðið var við að viðskiptavinir hafi farið að kaupa fleiri vörur í einu á Netinu. „Áður var fólk að kaupa eina og eina vöru. Núna er oftar verið að kaupa meira í einu. Hægt er að velja á milli þessa að greiða með gíróseðli eða greiðslukorti. Við höfum yfir að ráða sérstakri dulkóðunartækni til að koma í veg að aðrir komist í kortanúmerin. Jafnframt er ófrá- víkjanleg regia að kennitala og númer korthafa stemmi sarnan." HEIL VERSLUN Á NETINU Þorsteinn Baldur Friðriksson, vefstjóri BT, segir að netverslun hafi verið opnuð árið 1996. „Fyrst eftir að netverslunin var opnuð var ýmiss konar afþreyingarefni vin- sælast, t.d. geisladiskar, tölvuleikir, myndbönd og dvd-geisladiskar. Með tímanum fóru stærri tæki að seljast betur og er þar hægt að nefna geislaspilara, myndbönd og dvd-spilara. Eins og eðlilegt hlýtur að teljast hafa stærri hlutirnir aðal- lega farið út á land. íbúar á höfuð- borgarsvæðinu kjósa heldur að koma í verslunina. Án þess að hafa nokkrar tölur sýnist mér að viðskiptavinirnir séu frekar í yngri kantinum. Á kennitölunum sést að aðeins lítill hópur viðskiptavina netverslunarinnar er í eldri aldurs- hópunum. Hins vegar virðist eng- inn munur á hlutföllum karla og kvenna.“ Þorsteinn segir að nýjunga sé að vænta í netversluninni. „Núna erum við að breyta versiunarkerf- inu og stefnum að því að opna breytta netverslun í byrjun nóvem- ber. Eftir breytinguna verður hægt að fá allar vörur í BT-versluninni í gegnum netverslunina og auðvelt verður að sjá hvað eftir er á lager hverju sinni. Eins og áður verður verðið eins og í versluninni fyrir ut- an sérstök nettilboð. Nettilboðin hafa ætíð notið mikilla vinsælda enda um umtalsverða verðlækkun að ræða.“ Þorsteinn segir að fyrir verslun með tæknivörur sé netverslun nærtækur vettvangur. „Netverslun- in hefur reynst okkur ágætlega og viðskiptin hafa farið vaxandi síð- ustu árin. Engu að síður er ekki um hátt hlutfall af viðskiptunum að ræða. BT hefur lagt áherslu á að gaman sé að koma í verslunina. Sú áhersla virðist hafa skilað sér ágætlega. Að sama skapi er auð- vitað aðalvandinn við netverslun- ina fólginn í upplifuninni. Þó mynd- irnar í netversluninni séu góðar er enn betra að fá tækifæri til að sjá og skoða vöruna í versluninni," segir Þorsteinn og tekur fram að viðskiptavinir netverslunarinnar geti í langflestum tilvikum valið um að greiða fyrir varninginn með greiðslukorti eða í póstkröfu. „Eina skilyrðið er að stórir hlutir séu greiddir með greiðslukorti enda viljum við vera vissir um að sitja ekki uppi með kostnaðinn við dýra flutninga út á landsbyggðina. Með nýju netversluninni verður síðan boðið upp á þriðja kostinn, þ.e. netgreiðslur með beinni millifærslu af bankareikningum." MATVARA NÆST Á DAGSKRÁ Þór Curtis er verkefnisstjóri raf- rænna viðskipta hjá Hagkaupi. Hann segir að hægt sé að rekja rafræn viðskipti á vegum fyrirtæk- isins allt aftur til ársins 1995. „Hag- kaup hieypti af stokkunum net- verslun með matvöru árið 1995. Netverslunin lagði því miður upp laupana tveimur árum síðar. Helsta ástæða þess var að netað- gangur almennings var ekki orðinn jafn almennur og hann er í dag. Þröngur hópur viðskiptavina náði ekki að halda viðskiptunum uppi. Fyrirtækið hélt síðan tímabundið uppi netverslun með ýmiss konar sérvöru í samvinnu við visir.is fyrir jólin 1998 og 1999. Nokkur tíma- mót urðu við opnun netverslunar- innar hagkaup.is í febrúar á þessu ári. Netverslunin býður upp á ýms- ar sérvörur sem margar hverjar eru undir almennu verslunarverði, t.d. eru snyrtivörur seldar á fríhafnar- verði í netversluninni. Ofan á vöru- verðið bætist heimsendingarkostn- aður og sér íslandspóstur um þjónustuna. Nú verður opnuð ný netverslun hjá hagkaup.is, þ.e. hagkaup.is - matvara, um miðja vikuna. Þar verður boðið upp á rúmlega 5.000 vörutegundir. Verð- ið verður eins og í Hagkaupsversl- ununum og verður viðskiptavinun- um boðið að sækja vörurnar í afgreiðslu netverslunarinnar í Hag- kaupi við Smáratorg. Fyrst um sinn verður aðeins heimsendingar- þjónusta í Kópavog. Fljótlega verð- ur hægt að bjóða upp á heimsend- ingarþjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Aðalvandinn við að selja matvöru á Netinu hefur falist í því að koma matnum nægi- lega ferskum heim að dyrum við- skiptavinarins á fyrirfram ákveðn- um tíma. Þess vegna verður matvörunum keyrt heim til fólks í sérstökum kælibílum. Mikil áhersla verður lögð á að velja aðeins fyrsta flokks vörur til að viðskipta- vinir geti verið öruggir um að fá áv- allt ferskustu vörurnar," sagði Þór og fram kom að heimsendingin kostaði 500 kr. Þór segir að viðskiptavinir greiði ekki fyrr en rukkanirnar fara að berast. Eins eru þess dæmi að hingað berist færslur á kort sem korthafar kannast ekkert við. Slíkar færslur eru þá bakfærðar, en því fylgir mikil vinna." Andri sagðist telja að fáir sem misnotuðu kortanúmer á Netinu hafi komist yfir þau þar. Honum þykir margir, ekki síst hinir yngri, kærulausir með kortnúmerið sitt. „Menn taka ekki greiðslukortakvitt- anir eða jafnvel henda þeim á al- mannafæri. Þetta býður þeirri hættu heim að þetta einkanúmer þeirra fari í umferð." REYNT AÐ TRYGGJA ÖRYGGI Varðandi hættur í netviðskiptum sagði Andri að viðskipti á milii að- ila, sem ekki þekktust og gætu ekki gengið úr skugga um trúverð- ugleika hvors annars, eins og ai- gengt er á Netinu, hlytu að bjóða upp á nokkra áhættu. Ef ekki vært stuðst við nein öryggistæki væri sú hætta fyrir hendi að kaupandi fengi ekki vöru afhenta eða seljandi enga greiðslu. Hann sagði að greiðslukortafyrir- tækin væru langstærst í miðlun greiðslna vegna vefverslunar og þeirra sem eiga í viðskiptum. Andri sagði að SET-staðallinn væri tvímælalaust öruggasta verk- færið til að tryggja greiðslukorta- viðákipti á Netinu. Búnaðurinn hafi því miður ekki náð þeirri útbreiðslu sem vonast var eftir. Líklega hafi hann verið of dýr fyrir kaupmenn og of fyrirhafnarsamur fyrir við- skiptavini. A næsta ári er von á nýrri útgáfu af SET-búnaði, sem væntanlega verður vistaður á miðlara hjá Visa, í stað þess að búnaðurinn sé vist- aður á tölvum seljenda og kaup- enda. Þannig á nýja útgáfan að verða notendavænni. ÖR VÖXTUR VEFVIÐSKIPTA Andri segir engum vafa undir- orpið að viðskipti á Netinu vaxi ört. Nú þegar séu nokkur íslensk fyrir- tæki orðin umsvifamikil á þessu sviði. Hann nefndi til dæmis farm- iðasölu hjá Flugleiðum og viðskipti með getraunaseðla á borð við 1X2 og Lengjuna. „Það eru margir í startholunum og ætla sér stóra hluti hér. Nú þeg- ar hafa um 100 aðilar gert við okk- ur sérstaka þjónustusamninga um netviðskipti," sagði Andri. Til marks HAGKAUP OPNAR MATVÖRUVERSLUN Á NETINU UM MIÐJA VIKUNA. fyrir varning á Netinu með greiðslukorti. Með sérstöku örygg- iskerfi sé tryggt að greiðslukorta- númerið berist ekki annað. „Hing- að til hafa rafræn viðskipti ekki verið hátt hlutfall af viðskiptum Hagkaups. Engu að síður hafa við- skiptin verið að aukast mjög hratt og eiga án alls vafa eftir að marg- faldast með tilkomu matvörunnar. Hingað til hefur verið nokkuð jöfn skipting á milli viðskiptavina á höf- uðborgarsvæðinu og landsbyggð- inni. A hinn bóginn hafa konur ver- ið nokkuð fjölmennari en karlar. Eins er athyglisvert að aldurhópur- inn hefur verið talsvert breiðari en almennt gerist á Netinu þar sem stærsti hópurinn hefur verið á aldr- inum 25 til 34 ára. Okkar við- skiptavinir hafa flestir verið á bilinu 25 til 50 ára.“ VEFVIÐSKIPTI EKKI HÆTTULAUS Andri V. Hrólfsson, forstöðumað- ur fyrirtækjasviðs hjá Visa (slandi, taldi að vefverslun milli aðila hér á landi hafi almennt reynst örugg og að mestu laus við svik og pretti. Þess væru þó mörg dæmi að ís- lenskir korthafar Visa hafi verið hlunnfarnir í viðskiptum við erlenda vefaðila. „Það er til dæmis algengt að menn skoði útlendar vefsíður og gefi upp kortanúmer til að fá upp- lýsingar. Hins vegar átta þeir sig ekki á því að þar með eru þeir orðnir áskrifendur að þjónustu, - Visa hafi sett sér það markmið að tryggja öryggi slíkra viðskipta. Ým- islegt hafi verið reynt í því skyni. Einfaldasta aðferðin er sú að menn kynni sér vöru og þjónustu á Netinu og geri svo út um viðskiptin með aðstoð síma eða símbréfs. Ekki ósvipað símasölu. í eiginlegri vefverslun, þar sem gert er út um viðskiptin á Netinu, er algengast að kaupandi gefi upp númer á greiðslukorti og gildistíma þess. Margir hafa tortryggt þá að- ferð og talið að óprúttnir eigi of greiða leið að upplýsingum um kortanúmer, gildistíma og nafn korthafa. Svonefndur SSL-búnaður (Secure Sockets Layer) hefur til þessa verið einna algengastur til að tryggja öryggi slíkra viðskipta. Hann kóðar upplýsingar, t.d. um númer greiðslukorts, og eiga þær ekki að vera aðgengilegar öðrum en kaupanda og seljanda hverju sinni. SKJÁVESKI Visa ísland hefur um nokkurt skeið boðið viðskiptavinum svo- nefnt skjáveski, eða SET-búnað (Secure Electronic Transaction). SET-búnaðurinn virkar þannig að sá sem miðlar greiðslunni, t.d. greiðslukortafyrirtækið, vottar að kaupandi og seljandi séu í raun þeir sem þeir segjast vera og hefur milligöngu um að miðla greiðslunni frá kaupanda til seljanda, án þess að greiðslukortsnúmerið fari á milli um hina öru þróun sagði Andri að fjöldi slíkra samninga hafi tvöfald- ast á tímabilinu frá júní og fram í október á þessu ári. Þar vó þungt tilkoma vefverslunar Strik.is, sem er einskonar verslanaklasi. í þessum samningum skuld- binda söluaðilar sig m.a. tii að setja upp SET-búnað og taka öll Visa-greiðslukort gild þegar upp- lýsingar um greiðslur eru sendar með SET-hugbúnaði. Eins eru heimiluð greiðslukortaviðskipti þeirra, sem ekki hafa SET, séu þau brengluð samkvæmt SSL- staðlinum. Hins vegar ábyrgist Visa ísland ekki greiðslu til söluað- ila vegna vefverslunar nema SET- staðallinn sé notaður. í reynd er þó varan greidd hafi hún verið afhent með sannanlegum hætti. Andri sagði að auk þeirra sem gert hefðu sérstaka þjónustusamninga við Visa um vefviðskipti stunduðu margir vefviðskipti með aðstoð greiðslukorta líkt og um venjulega símsölu væri að ræða, en slíkt er ekki heimilt. Umsvif vefverslunar- innar væru því mun meiri en ætla mætti af umfangi vefviðskipta- samninga. NETGREIÐSLA - STAÐGREIÖSLA íslensku bankarnir hafa boðið viðskiptavinum sínum upp á svo- nefndar netgreiðslur. Þar er um að ræða staðgreiðslu vöru eða þjón- ustu á Netinu án þess að gefnar séu viðkvæmar upplýsingar, t.d. um kortanúmer og gildistíma. Þessi viðskipti fara um heima- banka viðskiptavina. Þegar þeir ákveða að kaupa einhverja vöru hjá verslun, sem er í netgreiðslu- samstarfi við bankann, verður til reikningur sem sendur er til kaupa- ndans. Þegar hann greiðir reikn- inginn í heimabankanum berast upplýsingar um það til seljandans og varan er send. AUKNING í HEIMSENDINGUM Reynir Árnason, sölu- og þjón- ustustjóri íslandspósts hf., sagði að mikið væri leitað tii íslands- pósts varðandi dreifingu á seldum varningi frá vefverslunum. íslan- dspóstur er með dreifikerfi sem nær til allra landsmanna. Einnig hefur fyrirtækið byggt upp heima- ksturskerfi fyrir stærri sendingar, þar sem bögglum er ekið heim til viðtakenda, og nær það til um 90% landsmanna. „Við hjá íslandspósti höfum merkt aukningu í vefverslun á und- anförnum mánuðum," sagði Reyn- ir. Hann sagði að margar vefversl- anir hafi sprottið upp fyrir síðustu jól og gerði ráð fyrir mikilli aukn- ingu það sem eftir er af árinu. Stór hluti vefviðskiptanna væri hjá rót- grónum verslunarfyrirtækjum sem nýttu Netið til að auka aðgengi við- skiptavina að vörum sínum. En hvaða vörur eru algengastar í bögglunum? „Það er allt frá bókum og upp í húsgögn. Ég held að vöruúrvalið á Netinu sé orðið mjög fjölbreytt og hægt að nálgast næstum hvað sem er þar,“ sagði Reynir. Sendingarnar eru ekki síður tii viðtakenda á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi. „Fólk sem stundar heimaverslun vill einfaldlega losna við að fara út, vill heldur sitja heima og finna vöruna þar - og fá svo vöruna heim að dyrum.“ Reynir sagði að margar vefversl- anir væru í fyrirtækjaþjónustu hjá íslandspósti. Þá eru póstsending- arnar sóttar í fyrirtækin. Pósturinn er flokkaður á kvöldin og honum ekið út um land á nóttinni. Póst- sendingum er svo dreift til viðtak- enda daginn eftir, í fyrirtæki á vinnutíma og til einstaklinga á tímabilinu frá kl. 17 til kl. 22. Reynir sagði að töluvert væri um póstsendingar frá útlendum vef- verslunum. Hann nefndi sérstak- lega bókaverslunina Amazon.com, sem hafi verið ein fyrsta vefverslun sem eitthvað kvað að. Að sögn Reynis verður á næstu vikum farið að aka sendingum frá útlendum vefverslunum heim til viðtakenda og gefst þeim kostur á að greiða þar aðflutningsgjöld, í stað þess að þurfa að sækja erlendar send- ingar á pósthús eins og verið hef- ur. Að sögn Reynis eru mjög góð skil á sendingum frá vefverslunum, ekki síst eftir að heimakstur var tekinn upp. NEYTENDAVERND AUKIN Af samtölum við stjórnendur net- verslana er greinilegt að ákveðinn kippur er að koma í rafræn við- skipti. Netverslanir eru að þróast og viðskiptin að aukast með al- mennari netaðgangi. Hins vegar er að ýmsu að hyggja eins og kemur fram í grein Valgerðar Sverrisdótt- ur, iðnaðarráðherra, undir yfirskrift- inni Stór skref í átt til aukinnar neytendaverndar á íslandi í Morg- unblaðinu 20. maí í vor. Valgerður minnir á að einkenni viðskipta með fjarsölusamningi séu að neytand- inn hafi ekki haft tækifæri til að skoða vöruna með sama hætti og í verslunum. Fram kemur að með lögum um hússölu- og fjarsölu- samninga sé réttarvernd neytenda stórlega bætt. í lögunum sé sór- staklega tekið á upplýsingaskyldu seljanda í fjar- og húsgöngusölu. Jafnframt er neytanda veittur 14 daga skilafrestur þegar kaup eru gerð með framangreindum hætti. Neytendinn getur fallið frá kaup- samningnum innan þess tíma og ber að endurgreiða honum án nokkurs kostnaðar þær greiðsiur sem hann kann að hafa innt af hendi. Lögin stemma einnig stigu við notkun ýmissa fjarskiptaað- ferða við fjarsölu, t.d. símbréfa, tölvupósts o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.