Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
VIGNIR
VIGNISSON
+ Vignir Vignisson
fæddist á Akur-
eyri 1. febrúar 1961.
Hann lést á Akureyri
1. október síðastlið-
inn. Vignir var sonur
Önnu Pálu Sveins-
dóttur, húsmóður, f.
20. október 1925, og
Vignis Guðmunds-
sonar, blaðamanns,
f. 6. október 1926, d.
3. október 1974. Þau
s skildu. Systkini hans
eru: 1) Sigrún Vign-
isdóttir Reilly, fé-
lagsráðgjafi, f. 6.
október 1947, gift Dermont Reilly,
félagsráðgjafa, f. 6. nóvember
1953. Börn Sigrúnar og fyrri eig-
inmanns hennar Philips Jenkins, f.
24. mars 1940, eru Richard Gísli
og Phoebe Anna. 2) Guðbjörg
Vignisdóttir, forstöðumaður, f. 8.
september 1949, gift Kristjáni Ár-
mannssyni, skrifstofumanni, f. 17.
maí 1944. Dætur þeirra eru: Sig-
rún, Anna Pála og
Eva. 3) Arnbjörg
Vignisdóttir, húsmóð-
ir, f. 14. desember
1950, gift Sigmundi
Brynjari Sigurgeirs-
syni, blikksmið, f. 23.
maí 1958. Synirþeirra
eru: Brynjar Þór og
Baldur Arnar. 4) Guð-
rún Sigríður Vignis-
dóttir, hjúkrunar-
fræðingur, f. 11. apríl
1954, gift Ásmundi
Jónassyni, lækni, f. 20.
júlí 1957. Þeirra synir
eru: Jónas og Tómas
Vignir. Sonur Guðrúnar með fyrri
manni sínum Snorra Baldurssyni,
f. 17. maí 1954, er Heimir. 5) Anna
Pála Vignisdóttir, matvælafræð-
ingur, f. 4. október 1957, gift Páli
Loftssyni, líffræðingi, f. 15. nóv-
ember 1959. Börn þeirra eru: Jó-
hanna Katrín, Jón Bragi og Leifur.
Hálfbróðir Vignis er Snorri Vignir
Vignisson, f. 28. desember 1961.
Hinn 2. september 1989 kvænt-
ist Vignir eftirlifandi eiginkonu
sinni Þóru Jónu Jónatansdóttur,
leikskólakennara, f. 28. september
1961 á ísafirði. Þeirra börn eru:
Jónatan, f. 20. janúar 1990 í Upp-
sölum í Svíþjóð, og Kolbrún Anna,
f. 26. desember 1991 í Uppsölum.
Foreldrar Þóru Jónu eru: Jónatan
Arnórsson, f. 23. júní. 1932, og
Þóra Benediktsdóttir, f. 25. októ-
ber 1931.
Vignir varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1982.
Hann starfaði hjá Mjólkursam-
sölunni í Reykjavík 1982-1984, hjá
Miklagarði 1984-1986 er hann
flutti búferlum til Uppsala í Svf-
þjóð. Þar var hann við nám og
störf til ársins 1996 er hann flutti
ásamt fjölskyldu sinni til Akureyr-
ar. Hóf hann þá störf sem sölumað-
ur hjá Kjörís og starfaði þar þar til
hann lést. Vignir var virkur í fé-
lagsstarfi, var í stjórn Islendinga-
félagsins í Uppsölum, í stjórn
handknattleiksdeildar KA ásamt
ýmsum öðrum félagsstörfum
tengdum íþróttum.
Vignir verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 9.
október og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Elsku Viggi minn!
Eg ætla að skrifa þér nokkrar lín-
ur þótt ég viti ekki hvort þú getur
Tesið þær. Okkar nánustu geta alla-
vega lesið þær og séð hvemig ég
man þig.
Lítill - stór nokkurra mánaða
drengur liggur í hjónarúmi mömmu
og pabba. Eg, rétt að verða sjö ára,
stend og horfí á mömmu skipta á
þér. Þú varst yngstur af börnum
mömmu og eini strákurinn. Ég stóð
þarna og dáðist að þér og fannst þú
svo óendanlega flottur. Svo spurði
ég mömmu hvort strákar pissuðu
öðruvísi í bleyju en stelpur og hún
•svaraði neitandi. Þetta ásamt svo
mörgu öðra gerði þig öðruvísi en
okkur stelpuraar.
Manstu er við vorum í bílaleik og
við lékum bílahljóðin sem matchbox-
bflamir gáfu frá sér. Auðvitað vissir
þú nöfnin á bflunum betur en ég og
oft reyndi ég að vera jafn klár, en
tókst það sjaldan.
Aumingja gangurinn og ljósa-
krónan í Löngumýrinni er þú lékst
þér í handbolta. Stundum varst þú
einn og oft með Stebba vini þínum.
Boltanum var oftast kastað inn í
fatahengið eða þá í eldhúsdyrnar.
Það kom fyrir að ég var með, en
handbolti var ekki mín sterkasta
hlið. Þú varst aftur á móti hand-
boltagaur. Einnig man ég er þú
varst að fara á æfingar lengst niður
í íþróttahöll og var sama hvemig
veðrið var, alltaf fórst þú.
Þegar þú fermdist og varst í
brúnu flauelsjakkafötunum þínum,
þeim fyrstu sem ég man eftir að þú
eignaðist. Ég tók myndir af þér í
stofunni heima og ég man að mér
fannst þú ótrúlega fallegur og glað-
ur.
Ein jólin eftir að ég flutti suður
kom ég um jól og þú varst svo
breyttur. Þú varst orðinn stærri en
ég, gelgjubólur í andlitinu, nefíð
stækkað; þú varst að verða að
manni. Ég man að mér fannst þetta
svo ótrúlegt, þú varst ekki lengur
litli bróðir minn nema í orði.
•* í Kópavoginum bjóst þú hjá okk-
ur Ása í eitt ár eftir að þú varðst
stúdent og þá urðum við fullorðins-
vinir. Þú kynntist Þóru Jónu og ég
man er þú komst með hana heim til
okkar og þar var manneskja sem
var ekki bara falleg heldur var hún
líka góð og vel gerð.
I Svíþjóð bjuggum við í klukku-
tíma akstursfjarlægð frá hvort öðru
í fimm ár. Við hittumst oft og töluð-
um einnig oft saman í síma. Þú
fékkst að heyra allt hvað ég var að
gera og einnig hugsa. Við vorum svo
jmiklir vinir að við gátum auðveld-
Iega verið saman og talað lítið, en
samt vitað hvort um sig hvemig
hinu leið. Næmleiki þinn á tilfinn-
ingar annarra, sérstaklega þeirra
sem þú þekktir, var ótrúlegur.
Mikið óskaplega var ég hamingju-
söm er þið Þóra Jóna ákváðuð að
koma heim til íslands eftir langa
-j|Nöl í Svfþjóð. Akureyri varð ykkar
heimabær og fannst mér það yndis-
legt. Þá gat maður hitt þrjú systkini
sín í gamla bænum sínum auk
mömmu.
Síðasta sinn er ég hitti þig varst
þú í Reykjavík ásamt fjölskyldu
þinni. Þetta var um fyrstu helgi
septembermánaðar síðastliðins. Síð-
búið afmæliskaffi yngsta sonar míns
var sett á þessa helgi, því þið voruð
að koma suður. Ég ákvað að plata
ykkur systkinin í sund áður en við
færum að drekka afmæliskaffið og
fór ég með mína fjölskyldu, þú með
þína og svo stóra systirin hún
Gudda. Anna og Palli mágur voru
ásamt börnum austur í sumarbústað
og ætluðu að koma í kaffið. í sund-
inu var spjallað, teknar myndir í
pottinum og hlegið saman. Við synt-
um í lauginni og börnin fóru í leiki
og það var gaman. Á eftir drukkum
við afmæliskaffi með kökum og til-
heyrandi. Anna systir og Palli ásamt
börnum mættu einnig í Aspargrund-
ina.
Þennan sunnudagseftirmiðdag
sátum við og spjölluðum um allt
milli himins og jarðar, hlógum,
skiptumst á skoðunum og vorum
saman. Þetta var okkur öllum svo
mikilvægt og er það enn.
Elsku „litli“ bróðir minn. Ég
þakka þér svo fyrir að hafa átt þig
sem bróður og vin í öll þessi ár og ég
ætla að segja þér að ég varð betri og
skilningsríkari manneskja vegna
þín. Minningin um þig er björt og
góð og þakka þér samfylgdina.
Þín systir,
Guðrún.
Far þú í friði,
Mður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þegar ég minnist mágs mín, Vign-
is eða Vigga, eins og hann var oftast
kallaður, er margt sem kemur upp í
hugann. Það sem stendur upp úr er
áhugi hans á íþróttum. Þegar við
hittumst var aðalumræðuefnið
íþróttir og á því sviði náðum við vel
saman. Þar kom í Ijós yfirgripsmikil
þekking hans, sama hvaða íþrótta-
greinar það voru; handbolti, fótbolti,
skíði eða frjálsíþróttir. Alltaf var
hann með öll úrslit á hreinu og það
fór ekkert framhjá honum í þeim
efnum. Það kom því engum á óvart
sem til hans þekkja að hann var
kallaður til starfa í stjórn hand-
knattleiksdeildar KA. Hann var
vandvirkur svo eftir var tekið og
leysti þau störf sem hann var ráðinn
til með afbrigðum vel.
Viggi var stór og stæðilegur mað-
ur. Hann var sérlunda, en ljúfur og
fjölskyldan var honum allt. Tók þátt
í leik og starfi bamanna sinna, Kol-
brúnar Önnu og Jónatans, af mikilli
ástúð og umhyggju. Hann var stolt-
ur faðir. Ég minnist þess hve stoltur
hann var yfir frammistöðu Þórsliðs-
ins á Shellmótinu í Vestmannaeyj-
um í sumar. Þar var hann í essinu
sínu sem liðsstjóri og fagnaði sigri
ásamt syni sínum og félögum. Það
fengu allir að vita af því.
Það var gott að koma á heimili
hans og Þóru Jónu. Fékk ég og fjöl-
skylda mín þess notið bæði úti í Sví-
þjóð á sínum tíma og á Akureyri
undanfarin ár. Við gistum síðast hjá
þeim sl. vor og þá var vel tekið á
móti okkur eins og alltaf. Viggi var
yfirleitt búinn að fara í bakaríið og
dekka borð þegar aðrir fóru á stjá.
Hann passaði upp á að allir færu
mettir frá borði og naut þess að
stjana við okkur. Þannig var Viggi.
Það kom öllum á óvart þegar
fréttir bárust af því sl. sunnudag að
Viggi væri horfinn á braut, farinn
frá litlu fjölskyldunni sinni sem
hann unni svo heitt. Það gat ekki
verið satt. Spurningar hrannast upp
í huga mér, en þeim verður aldrei
svarað. Sjálfir verða menn að ráða
örlögum sínum. Viggi hefur valið sér
reit á láréttum vegi þar sem minn-
ingin um góðan dreng er í bak-
grunni.
Elsku Þóra Jóna, Kolbrún Anna
og Jónatan, missir ykkar er mikill.
Megi góður guð veita ykkur styrk til
að takast á við þessa miklu sorg.
Valur B. Jónatansson.
Þegar ég frétti lát mágs míns
Vignis Vignissonar þutu minninga-
brotin um hugann og spurningarnar
hrönnuðust upp.
Leiðir okkar lágu saman þegar ég
fór að verða tíður gestur á Hamars-
stígnum á Akureyri að heimsækja
Guðbjörgu systur hans. Þar bjó
móðir þeirra með þremur dætrum
sínum og Vigni eða Vigga, eins og
hann var kallaður, sem var yngstur
sex systkina og eini karlmaðurinn í
fjölskyldunni. Foreldrar þeirra slitu
samvistir skömmu eftir að hann
fæddist og vegna veikinda móður
þeirra þurfti Guðbjörg oft að sinna
móðurhlutverkinu gagnvart litla
bróður.
Viggi var ákaflega þægur og góð-
ur sem lítill drengur, hægur og
hljóðlátur og gat dundað sér einn í
bflaleik tímunum saman. Oft mátti
halda að fjöldi manns væri að leika
sér því hann talaði mikið við sjálfan
sig og aðra ímyndaða þátttakendur í
leiknum. Guðbjörg fylgdi bróður
sínum gjaraa að og frá barnaheimil-
inu og hafði það fyrir sið að skoða að
ég held alla bíla á vegi þeirra og
segja honum af hvaða tegund og
gerð þeir væru. Var það með ólík-
indum hvað lítill drengur kunni um
bflategundir og ég man að ég hætti
fljótlega að reyna að gera mig breið-
an á þessum vettvangi þeirra, svo
langt að baki var þekking mín á
þessum farartækjum.
Árið 1970 flytjum við frá Akur-
eyri til Kópaskers og kom Viggi oft
til okkar og dvaldi hjá okkur þar.
Hann fór hefðbundna skólagöngu á
Akureyri og lauk stúndentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri. Eftir
stúdentsprófið fer hann til Reykja-
víkur þar sem hann kynnist konu
sinni, Þóru Jónu. Þau ákveða að
flytja til Svíþjóðar þar sem þau
bjuggu í tíu ár og eignuðust yndis-
legu börnin sín tvö, Jónatan og Kol-
brúnu.
í Svíþjóð var Viggi í góðum
tengslum og nágrenni við Guðrúnu
systur sína og Ásmund mág sinn,
sem einnig bjuggu í Svíþjóð á þess-
um tíma, og var samband hans og
Guðrúnar mjög náið.
Tengsl okkar urðu að sjálfsögðu
minni meðan þau voru í Svíþjóð en
ég minnist heimsóknar til þeirra þar
sem þau höfðu búið sér fallegt heim-
ili.
Viggi flytur á heimaslóðir til Ak-
ureyrar árið 1996 og nú með fjöl-
skylduna. Vorum við þá einnig flutt
þangað aftur og m-ðu samveru-
stundimar fleiri eftir það.
Dætur okkar þrjár litu mjög upp
til Vigga frænda og Sigrúnu elstu
dóttur okkar var hann sem bróðir.
Já minningabrotin eru mörg og
ég minnist þess þegar Viggi fór með
okkur í sumarfrí til Ítalíu, þá 21 árs,
og við sátum saman og ræddum
málin eftir að kvenfólkið var farið í
háttinn og hann sagði mér frá fram-
tíðaráformum sínum.
Árið 1998 flytjum við í Kópavog-
inn og aftur er orðið lengra á milli,
en Viggi hafði oft samband og þau
systkinin Guðbjörg og Viggi ræddu
oft saman í síma um lífið og tilver-
una. Einnig stóð heimili þeirra okk-
ur ávallt opið ef við vorum fyrir
norðan á ferðalögum og var okkur
alltaf tekið opnum örmum.
Þegar Viggi kom sem stjórnar-
maður handknattleiksdeildar KA
með handboltaliði þeirra til keppni í
Reykjavík bauð hann mér gjarnan á
leikina til að íylgjast með og hvetja
norðanmenn, en Viggi hafði mjög
mikinn metnað fyrir hönd hand-
knattleiksins á Akureyri.
Elsku Þóra Jóna, Jónatan og Kol-
brún, megi guð styrkja ykkur og
gæta í sorginni.
Kristján Ármannsson.
Ég fékk þá harmafregn að kvöldi
sunnudags fyrir viku að Vignir mág-
ur minn væri látinn. Vignir var vel
gefinn maður, vel inni í öllum málum
og hafði ákveðnar skoðanir, en hann
var jafnframt sanngjarn og með
sterka réttlætiskennd. Nú hefur
hann, ungur fjölskyldufaðir, verið
hrifsaður burt í einu vetfangi frá
fjölskyldu og ástvinum. Því er mér
ljóst að Vignis hefur beðið stærra
hlutverk annars staðar en hér á
jarðríki.
Vignir var hávaxinn, fríður og
áberandi hvar sem hann fór. íþróttir
voru hans aðaláhugamál og kom sá
áhugi fram með ýmsum hætti. Hann
ræktaði líkama og sál af kappi, var í
stjórn handknattleiksdeildar KA og
óþreytandi að fylgja börnum sinum
eftir í fótbolta, á skíði og fleira.
Vignir lagði foreldrastarfi lið sitt
þannig að eftir var tekið, t.a.m. á
Shellmótinu í Vestmannaeyjum síð-
asta sumar. Vignir og Jónatan sonur
hans horfðu mikið saman á íþróttir
og var ansi gaman að fylgjast með
samræðum þeirra feðga þegar við
horfðum saman á EM í sumar. Þeir
þekktu nánast hvem einasta leik-
mann og hans feril. Þá var Vignir
Leedsari eins og ég og ræddum við
oft um frammistöðu liðsins okkar.
Vignir hlustaði mikið á tónlist og
dáðist ég að góðu plötusafni hans og
vönduðum tónlistarsmekk.
í gegnum tíðina hef ég margoft
verið gestkomandi hjá Vigni og
Þóru Jónu, í Reykjavík, Uppsölum
og á Akureyri. Við höfum átt marg-
ar góðar stundir saman, hvort held-
ur sem var á skíðum í Svíþjóð, í
sundi á Akureyri eða eitthvað allt
annað. Alltaf voru móttökurnar frá-
bærar og aldrei neitt mál að hýsa
einn mann eða fjögurra manna fjöl-
skyldu, þótt ekki væri plássið alltaf
mikið. Elsku Þóra Jóna, Jónatan og
Kolbrún Anna, megi Guð veita ykk-
ur allan þann styrk sem þið þurfið á
þessum erfiðu tímum.
Rúnar Már Júnatansson.
Alltaf skal maður taka allt sem
sjálfsögðum hlut, allir nákomnir
manni eiga að vera óhultir á sínum
stað. Það eru bara einhverjir sem
maður þekkir ekki sem deyja. En
því miður er lífið ekki þannig og það
kemur að því að einhver nákominn
manni fellur frá. Það var mér mikið
áfall þegar ég frétti að Viggi frændi
minn, sem var litli bróðir hennar
mömmu minnar, væri dáinn. Mér
fannst hann eiginlega ekki bara vera
litli bróðir mömmu heldur var hann
alveg eins og stóri bróðir minn sem
ég hafði alltaf óskað mér. Fyrstu
minningarnar um Vigga eru frá því
ég var lítil og fékk að skríða upp í
rúm til hans og hann las fyrir mig
Andrés og fleiri sögur. Það var svo
gaman þegar hann las fyrir mig og
aldrei var hann pirraður á litlu
frænku sinni, hann var ótrúlega þol-
inmóður og góður við mig. Við fjöl-
skyldan bjuggum á Kópaskeri og
þegar ég var lítil kom Viggi oft og
dvaldi hjá okkur og var hann bara
eins og einn af fjölskyldunni. Árið
sem Viggi varð stúdent fórum við
fjölskyldan í sumarfrí til Italíu og
hann kom með okkur í þá ferð. Ég,
unglingurinn, var svo stolt af
frænda mínum, hann var svo hár og
myndarlegur og mér fannst ekki
leiðinlegt að spóka mig með honum
þaraa á Italíu og var hann óþreyt-
andi að leyfa mér að koma með sér
allt sem hann fór, sem var nú ekkert
sjálfsagt.
Ég man þegar Viggi kynntist
henni Þóru sinni, hann var svo stolt-
ur enda mátti hann vera það, þau
pössuðu svo vel saman og voru ein-
staklega samhent hjón. Viggi og
Þóra fluttu til Svíþjóðar og bjuggu
þar í nokkur ár og þar eignuðust
þau gimsteinana sína, þau Jónatan
og Kolbrúnu. Eins og eðlilegt er var
sambandið minna á meðan þau
bjuggu erlendis en svo þegar þau
fluttu heim til Islands árið 1996 vildi
svo skemmtilega til að Viggi fékk
vinnu við fjölskyldufyrirtæki
mannsins míns. Sem varð til þess að
við höfðum mikið samband og kom
Viggi oft til okkar og gisti þegar
hann var á ferð fyrir sunnan vegna
vinnunnar. Mér þykir svo vænt um
það að Viggi var í einni slíkri ferð í
vikunni áður en hann dó svo það var
stutt síðan við höfðum hist. Það var
einmitt svo skemmtilegt í þeirri ferð
að hún litla dóttir mín elti Vigga um
allt og vildi sýna honum allt dótið
sitt og spjalla við hann um allt og
ekkert. Það er mjög sérstakt því alla
jafna er hún ekki vön að laðast
svona að fólki, en þetta minnir mig
óneitanlega á það þegar ég var lítil.
Þetta lýsir Vigga svo vel, hann var
rólegur og þægilegur og hafði sig
lítið í frammi til þess að laða fólk að
sér heldur gerðist það bara
áreynslulaust. Hann var góður faðir
og góður eiginmaður enda mikill
fjölskyldumaður og voru þau hjónin
samhent í því að ala upp börnin sín
og búa sér fallegt heimili.
Það er sárt að missa góðan
frænda sinn en sárastur er þó missir
elsku Þóru hans og bamanna þeirra,
Jónatans og Kolbránar. Elsku Þóra
Jóna, Jónatan, Kolbrán, amma,
mamma, frænkur og annað skyld-
fólk, ég bið góðan guð að styrkja
okkur og styðja í þessari miklu sorg.
Megi minningin um góðan dreng
lifa.
Sigrún Krisljánsdóttir.
Elsku frændi minn, að það skuli
vera ég sem er að skrifa minningar-
grein um þig er óraunverulegt. Ég
er að kveðja þig og óska þér góðrar
ferðar. Ég vona að þú fáir að fylgj-
ast með okkur og að það sé hægt að
hlæja mikið - þar sem þú ert. Þú
lagðir niður sverðið eftir langt stríð
og kvaddir Jónatan, Kolbránu og
Þóru Jónu í seinasta skiptið. Ég var
svo heppin að fá að kynnast þér og
Þóru Jónu í Uppsölum. Þó svo að ég
hafi verið vandræðaunglingur í upp-
hafi voruð þið Þóra Jóna hjón sem
ég gat alltaf leitað til. Hvernig þið
horfðuð hvort á annað og voruð eitt.
Þessi ást og virðing ykkar á milli var
mér meira virði en ég gat skilið.
Þegar ég fór að lifa „venjulegu" lífi
tók ég það næstum sem sjálfsagðan
hlut að íyrirmyndarparið - Viggi og
Þóra Jóna - væru til staðar. Ég