Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 27 Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdðttir Platan í bókinni er frá 1991. Hún er verk Rögnu Sigurðardóttur frá sýningu sem hún tók þátt í þegar hún nam við Jan van Eyck Akademie. Einn starfsmaður stofnunarinnar notar plötuna sem bókamerki af því honum finnst hún svo skemmtilega gerð. stefna sé augljós í opinberum sýning- um þátttakenda og starfsmanna. Önnur forsenda námsáætlunarinnar er hinn alþjóðlegi blær umræðunnar. Þetta er tengt þeirri hugmynd að þjóðleg menning sé í vaxandi mæli háð menningarlegum margbreyti- og Ármúlaskóli en nemendur eru aðcins fjörutíu. Starfsfólkið, kennarar og aðrir, eru álika margir og nemendurnir. Skólinn er í raun ekki skóli í þeim skiln- ingi, heldur vinnustofur þar sem fólk hefur aðgang að aðstoð tæknimanna og prófessora. Það er svo undir nemandanum komið hvernig framvindan verður. Þarna hefur maður starf sem sjálfstæður myndlistarmaður. Ég var mjög ánægður þarna, Maastricht var rólegur, kaþólsk- ur bær. Lífið gekk hægt fyrir sig, öfugt við t.d. Amsterdam. Mér fannst ég þó alltaf vera meira miðsvæðis í Maastricht, það er styttra þaðan í allar áttir en frá Amsterdam. Maastricht er landamærabær, maður er fljótur til Þýskalands og hjólar í bakarí- ið í Belgíu. Mér fannst líka gott hvað mikill vinnufriður var þarna. Það var gott að koma lieim í rólegheitin í Maastricht eftir lielgarferðir til Amsterdam, Það hafa farið ansi margir ís- lendingar til Hollands í mynd- listarnám. Fyrstir fóru þeir bræður Sigurður og Krislján Guðmundssynir og Hreinn Frið- finnsson. Þeir Hreinn og Sigurð- leika. Menning þjóða er í auknum mæli að vefast saman, þrátt fyrir breytileika þjóðanna," segir Els Ku- ypers og sýnir mér inn í stúdió þar sem gerðar eru stuttmyndir og unnið með hljóðeffekta, hún sýnir mér fjöl- mörg önnur stúdíó og leiðir mig um ur hafa raunar lengst af búið í • Hollandi sfðan. í fótspor þeirra : fylgdu margir. Holland hafði • mjög mótandi áhrif á þá íslenska : listamenn sem þar voru við nám, • dvölin þar vfkkaði sjóndeildar- : hring þeirra, eins og nýtt um- • hverfi gerir jafnan. I Jan van Eyck Akademie var : tæplega helmingur efnis- • kostnaðar nemenda greiddur af : skólanum, þetta fannst manni • sérkennilegt en afskaplega þægi- j legt. * Eftir tveggja ára dvöl í þess- • um skóla varð ég að taka af- ; stöðu til þess hvort ég og fjöl- • skylda mín yrðum í Hollandi eitthvað áfram en niðurstaðan • varð að fara heim til fslands. Ég j hafði mjög mikið gagn af náms- ; dvöl minni í Jan van Eyck. Ég kenni myndlist núna og hvet nemendur mfna óspart til að • fara út og kanna nýjar slóðir. : Við það verða kaflaskipti, ný • lækifæri bjóðast og fólk fær : aðra sýn á líf og starf. Náms- ; dvöld af því tagi sem býðst í Jan ’ van Eyck mildar höggið sem óneitanlega bíður nemenda lista- • skóla að námi Ioknu - er þeir : koma út í veruleikann. langan gang þar sem á báðar hendur eru auðar vinnustofur sem bíða þess að starfið hefjist á ný. Hún segir mér loks að erfitt sé á stundum fyrir nemendur að fá hús- næði í Maastricht og sumii- verði að búa nágrannalöndum, t.d. Belgíu sem er skammt frá borginni. „íslendingamir sem voru héma fengu gott orð og við vildum gjaman fá fleiri, enn er mögulegt að sækja um dvöl héma,“ segir hún þegar hún kveður mig í anddyrinu. ÁHRIF HOLLENSKRAR LISTHEFÐAR Ég sest stundarkom í stigann áður en ég fer aftur út í sólskinið. Hér í þessum skóla, sem á rætur allt til miðalda, hafa íandar mínir orðið fyrir áhrifum hollenskrar listhefðar í bland við allt það nýja sem er að ryðja sér til rúms í listalífi samtímans. Fyrr á öldum vom hér við nám listhneigðir kaþólikkar en nú er af sú tíð, trúin skipar ekki lengur það hlutverk sem hún gerði í listsköpun. I Maastricht er elsta kirkja Hollands, reist á 6. öld en að mestu leyti endurbyggð á 11. til 15. öld og einnig er hér varðveittur mjög gamall bæjarkjami. Það er þó hvorki Jan van Eyck né hinar gömlu minjar sem menn hugsa til þegar þeir heyra þessa borg nefnda - heldur Maastricht-samkomulagið fræga sem hér var undirritað á dögunum. Það breytir ekki þeirri staðreynd að þýðing Jan van Eyck Akademie fyrir íslenskt listalíf hlýtur að vera umtalsverð, því margir af íslensku myndlistarmönnunum sem þar dvöldu frá 1977 hafa verið mjög áber- andi í menningarlífi okkar. Morgunblaðiö/Jim Smart Skóli að mínu skapi „Ég heyrði um Jan van Eyck- skólann fyrir tilviljun frá manni sem ég þekkti í Hollandi," segir Helgi Þorgils Friðjónsson mynd- listarmaður. „Ég var fyrsti Islend- ingurinn sem var þar við nám, kom þangað 1977. Þá hafði ég verið í skóla í Haag sem heitir Tevrije Akademie. Það var ung- verskur myndlistarmaður sem var í Jan van Eyck sem sagði mér frá skólanum. Þetta var Nikulous Urban sem er nokkuð nafiikennd- ur í Hollandi. Ég fór og hehnsótti skólann í Maastricht og sótti um skólavist þar í framhaldi af því. Mér leist strax vel á að fá eigin vinnustofu, auk þess fékk ég aðgang að öllum verkstæðum og skúmaskotum skólans. Ég fór að vori beint frá skólanum í Ilaag með gögnin mín þaðan, þar með var ég tekinn inn í skólann. Um sumarið var ég heima á fslandi og hóf svo námið í Maastricht um haustið. Fékk loks inni í húsi hjá borginni Það tók talsverðan tíma að fá húsnæði en ég fékk loks inni í hjá borginni. Á tímabili var ég að hugsa um að setjast að í Belgíu sem er sex kílómetra frá, þá hefði ég þurft að hjóla í skólann. Hús- næðið sem ég fékk að lokum var í húsi sem stóð til að rífa. Það varð þó bið á að það yrði rifið, því á eft- ir mér voru þarna margir Islend- ingar sem stunduð nám í skólan- um. Mér líkaði mjög vel í Jan van Eyck, þetta var einmitt skóli að mínu skapi. Ég vann við allt mögulegt af myndlistartagi sem ég hef svo seinna haldið áfram að þróa. Skólinn bar þá merki ’68 tímabilsins Ef ég ætti að gagnrýna eitthvað við skólann eftir á lenti ég þar í lq'ölfar ’68 stúdentauppreisnar- innar og var því nokkur lausung á náminu. Ég var þarna árin 1977 til 1979 og enn eimdi furðu mikið eftir af viðhorfum ’68 tímabilsins - þá var akademían frelsuð undan ábyrgð og sögulegum ramma. Ég var eini íslendingurinn fyrri veturinn en þann síðari fékk ég félagsskap af Birgi Andréssyni. Um leið og við vorum farnir komu margir Islendingar, a.m.k. sex. Meðal þeirra voru Ingólfur Am- arson, Eggert Pétursson og fleiri. Morgunblaðið/Jim Smart Úr þríþættu verki Helga Þorgils Friðjónssonar: Ferð hundanna til stjamanna, sem hann vann í Jan van Eyck-skólanum. Morgunblaðið/Jim Smart Helgi Þorgils Friðjónsson Um tuttugu Islendingar hafa stundað þarna nám og tiltölulega stór hópur þeirra hefur verið áberandi í íslensku myndlistarlífi, þannig að áhrif þessa skóla hefur ábyggilega haft talsverð óbein áhrif. Margir íslendingar sem áttu fyrst við hljóð og vídeó hér á landi hófu tilraunir í þá átt í þess- um skóla, eða það er hald mitt. Persónulega hafði Holland og það sem var að gerast þar mikil áhrif á mig. Ég hafði í skólanum tvo ágæta prófessora sem mátu það sem ég var að gera og það skilaði sér. Ég vann þama m.a. á fullkomnu prentverkstæði og það varð til þess að éghef gert meira af bóklist en ella. Ég málaði og teiknaði auk þess mikið í minni vinnustofu. Einnig gerði ég þarna stuttmyndir, það var ágæt að- staða til slíkrar vinnu í skólanum. Fórtil Amsterdam að sækja í listina Mér fannst gott að vera í Maast- rict en þar var þó enginn list- kjami þannig að maður fór til Amsterdam til þess að sækja í list- ina. Fyrir daga Maastricht- samkomulagsins var þetta fremur nafnlaus borg í Evrópu utan þess að í henni er gamall og vel þekkt- ur virkismúr, enda þýðir Maast- richt-virkið við Maas, sem er á sem rennur í gegnum borgina. Það sem aðallega vai- gott við Jan van Eyck skólann var félags- skapur af samnemendum og kennurum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.