Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AP Bretar hafa nú staðfest Mannréttindasáttmála Evrópu en í Bretlandi hafa margir áhyggjur af hugsanlegum áhrifum þess. Ys og þys út af engu? „Ein mesta umbylting síðan á dögum Jóhanns land- lausa.“ Þannig hefur því verið lýst þegar Mannrétt- indasáttmáli Evrópu er innleiddur í breskan rétt um jessar mundir. Páll Þórhallsson veltir því fyrir sér hvers vegna Bretar gera meira veður út af lögleiðingu sáttmálans en Islendingar árið 1994, VIÐ það að fletta bresku blöðunum undanfarnar vikur mætti halda að stjómarfarsleg bylting væri í að- sigi: Allt vald í hendur dómurun- um? Mega samkynhneigðir ganga í hjóna- band? Hvað verður um lífsýnabanka lögreglunnar? Hindúar og múslimar í við- bragðsstöðu! Dómstólar búa sig undir flóð- bylgju kærumála! Tilefnið er þó ekki annað en það að Mannréttindasáttmáli Evrópu hef- ur verið lögfestur frá og með 2. október síð- astliðnum. Sáttmálinn varð til fyrir réttum fimmtíu árum og lengi framan af stóðu flest aðildar- ríki í þeirri trú að réttindi þau sem sáttmál- inn mælti fyrir um væru vel tryggð heima fyrir. Það hefur þó komið betur og betur í ljós að jafnvel rótgróin lýðræðis- og réttar- ríki geta lent í því að vera dæmd fyrir brot á sáttmálanum. A tíunda áratugnum tóku Norðurlöndin sig til hvert á fætur öðru og festu sáttmálann í lög, síðast Norðmenn árið 1999. Nú sigla Bretar í kjölfarið og er þá ír- land eina Evrópuráðslandið þar sem sáttmál- inn hefur ekki gildi innanlands. Þessi þróun er litin með velþóknun í Strassborg, þó ekki sé nema vegna þess að hún felur í sér að að- ildarríkin sjálf axli ábyrgð á því að sáttmál- anum sé framfylgt sem léttir vissulega undir með evrópsku eftirlitsstofnunum, þótt auð- vitað sé það engin trygging fyrir því að aldrei framar verði ríkin dæmd brotleg. Hitamál Lögfesting mannréttindasáttmálans hefur verið lengi til umræðu í Bretlandi og hefur andstaða verið öflug. Auk landlægrar tor- tryggni gagnvart öllu evrópsku er málið sér- lega viðkvæmt vegna þess að engin stjórnar- skrá er í Bretlandi (sem breytir því ekki að til eru óskráðar stjómskipunarhefðir). Þar hafa dómstólar heldur ekki haft það hlutverk að endurskoða ákvarðanir löggjafans. Mann- réttindasáttmálinn er hins vegar í eðli sínu mælikvarði á sett lög eins og á aðrar aðgerð- ir stjórnvalda. Lögleiðingu sáttmálans hlýtur því að fylgja að dómstólar færi sig upp á skaftið og taki sér meira vald gagnvart löggjafanum og framkvæmdavaldinu en fyrr. Helstu rökin fyrir lögfestingu hafa hins vegar verið þau að þannig megi stemma stigu við áfellisdómum á hendur Bretlandi í Strassborg, það þurfí að „færa réttindin heim“, eins og það hefur verið kallað. Bresk- ir dómstólar séu þá ekki lengur með bundnar hendur við að leysa úr málum sem varða grundvallarréttindi og tilefni gefist síður til að leita réttar síns erlendis. Sumir dómar sem fallið hafa á hendur Bretlandi hafa vissulega sviðið sárt vegna þess að þar hafa verði í húfi rótgrónar hefðir og viðhorf sem hefði kannski verið viðurhlutaminna að laga að breyttum tímum á heimavelli. Lögleiðingin hefur ofan á ailt annað orðið að flokkspólitísku ágreiningsefni.Verka- mannaflokkurinn tók málefnið upp á arma sína fyrir síðustu þingkosningar. Eftir kosn- ingasigurinn var málið drifið í gegnum þingið og hlaut þar mjög rækilega umfjöllun, meðal annars gerðu þingmenn um eitt hundrað breytingartillögur við frumvarp stjórnarinn- ar sem voru reyndar fæstar samþykktar. Voru lögin um lögfestinguna (Human Rights Act) samþykkt árið 1998 með gildistöku 2. október 2000. Hefur aðlögunartíminn verið notaður til fræðslustarfs meðal annars í röð- um dómara. Má sjá á blaðaumfjöllun að enn- þá eimir eftir af flokkspólitískri togstreitu um þetta málefni. Þannig hefur eiginkona forsætisráðherrans, sem nýverið opnaði málflutningsskrifstofu sem mun helga sig málum er snerta sáttmálann, sætt hörðum árásum fyrir að blanda sér opinberlega í um- ræður um lögfestinguna. Fer ekki hjá því að rifjist upp lögtaka sátt- málans á íslandi árið 1994. Engin opinber umræða skapaðist um það efni svo heitið geti. Engin pólitísk átök urðu um það hvern- ig standa ætti að lögfestingunni. Ein breyt- ingartillaga kom fram á þingi og var hún samþykkt. Fólst hún í því að fella niður til- vísun til frumtextanna, ensku og frönsku. Má reyndar deila um hvort sú tillaga var til bóta. Breskt hugmyndaflug Leið sú sem farin var í Bretlandi til að lög- festa sáttmálann er um margt athyglisverð. Má fullyrða að óvíða, þar sem sáttmálinn hefur verið tekinn í lög, hafi áhrif þessa ver- ið ígrunduð jafn rækilega og jafn margslung- nar ráðstafanir gerðar til að sáttmálinn smylli inn í það réttarkerfi sem fyrir var, kerfi sem grundvallast á fullveldi þingsins. Er fróðlegt að gera samanburð, þótt lausleg- ur sé, á bresku aðferðinni og þeirri íslensku. Samkvæmt bresku lögunum eru einungis efnisákvæði sáttmálans lögfest, þ.e. einungis þau ákvæði sem kveða á um tiltekin réttindi. Þannig er í raun lagt mat á hvaða ákvæði sáttmálans það eru nákvæmlega sem eiga er- indi í innanlandsrétt. í íslensku lögunum hins vegar var sáttmál- inn í heild lögfestur. Það má auðvitað segja að það saki ekki. Það er sjálfsagt líka al- gengari aðferðin. Hvað með dóma Mannréttinda- dómstólsins? Eitt helsta álitaefnið við lögfestingu er það hvaða vægi dómar Mannréttindadómstólsins eigi að hafa við skýringu á sáttmálanum. Nú er það auðvitað svo að sáttmálinn og þýðing hans nútildags verður ekki skilinn án þess að áratuga dómaframkvæmd sé höfð til hlið- sjónar. Á hinn bóginn er það ekki endilega freistandi að skuldbinda dómstóla til að fara eftir fordæmum frá Strassborg sem enginn veit hvernig eiga eftir að þróast. Niðurstaðan í bresku lögunum varð ákveð- in málamiðlun. Þar segir að dómstólar eigi, í málum þar sem sáttmálinn á við, að „taka til- lit til“ dóma Mannréttindadómstóls Evrópu og annarra eftirlitsstofnana með sáttmálan- um. Þeir verða sem sagt ekki að fylgja dóm- unum í einu og öllu en mega heldur ekki líta fram hjá þeim. Ekki er tekið á þessu í íslensku lögunum. I greinargerð er að finna ummæli sem benda í sömu átt þó heldur séu þau varfærnari. „Ef frumvarpið yrði að lögum væru það eingöngu orð þessara samninga sem væru orðin hluti af íslenskum landsrétti. Fordæmi frá mann- réttindanefnd og Mannréttindadómstóli Evrópu um skýringu þessara orða væru ekki þar með orðin landslög. Á hinn bóginn má telja sjálfsagt að reikna með að íslenskir dómstólar og stjómvöld hefðu slík fordæmi til leiðsagnar þegar reyna kynni á skýringu einstaka ákvæða laganna." í þessu sambandi er rétt að minnast á að í íslensku lögunum er ákvæði um að úrlausnir eftirlitsstofnananna séu ekki bindandi að landsrétti. Við fyrstu sýn er eins og þarna sé verið að afneita fordæmisáhrifum úrlausn- anna. Þetta ákvæði hefur verið gagnrýnt og tekið sem dæmi um heldur óvinsamlega af- stöðu gagnvart sáttmálanum og eftirlitskerf- inu í Strassborg. Af greinargerð er hins veg- ar Ijóst að ákvæðið gerir ekki annað en að segja hið augljósa að dómar í Strassborg í ís- lenskum málum hnekkja ekki sjálfkrafa inn- lendum ákvörðunum. Staða sáttmálans gagnvart innlendum lögum Þegar horft er yfir sviðið hjá 41 aðildarríki Evrópuráðsins er misjafnt hvaða sess sátt- málinn hefur fengið gagnvart innlendri lög- gjöf. Víða hefur verið reynt að tryggja að sáttmálinn víki almennum lögum til hliðar ef á reynir. Sums staðar, eins og í Austurríki, er hann jafngildur stjórnarskránni. í Frakk- landi eru alþjóðasamningar, þar á meðal mannréttindasáttmálinn, ofar lögum en rétt- lægri en stjórnarskráin. I norsku lögunum segir að rísi vafi þá víki lög fyrir sáttmálan- um. Nefndin sem undirbjó lögfestingu á ís- landi vék að því að það kynni að vera æski- legt til langframa að veita reglum sáttmálans stöðu stjórnskipunarlaga. Ekki var þó gengið lengra en að lögleiða hann sem almenn lög. Vegna þess hve fullveldi þingsins er mikil- vægt í augum Breta kom ekki til greina að sáttmálinn fengi stöðu ofar lögum. Til þess hins vegar að draga úr líkum á því að lög verði sett sem brjóti gegn sáttmálanum, seg- ir í bresku lögunum að ráðherra beri, þegar frumvarp er lagt fram á þingi, að gefa yfir- lýsingu um hvort það samræmist sáttmálan- um. Hafi slík yfirlýsing verið gefin geta dóm- stólar gengið út frá því við skýringu laganna að ætlunin hafi ekki verið að brjóta gegn sáttmálanum. Það skapar svigrúm til að sveigja texta laganna ef þörf krefur. Með þessu fyrirkomulagi er ríkisstjómin jafn- framt þvinguð til að leggja spilin á borðið ef til stendur að setja lög sem stríða gegn sátt- málanum. Það mun auðvitað reynast erfitt pólitískt séð. Engu sambærilegu kerfi var komið á lagg- irnar þegar íslendingar lögtóku sáttmálann. Hins vegar gerist það auðvitað iðulega án þess að það sé skylt þegar frumvörp eru lögð fram sem tengjast grundvallarréttindum manna að tekið sé fram í greinargerð hverj- ar séu kröfur mannréttindasáttmálans á því tiltekna sviði. Auðvitað getur þrátt fyrir alla varnagla komið fyrir að dómstólar standi frammi fyrir ósamræmi milli laga og sáttmálans, þó ekki sé nema vegna allra þeirra laga sem fyrir hendi eru áður en sáttmálinn var lögfestur. Hvað eiga dómstólar þá að taka til bragðs? Segir í bresku lögunum að æðstu dómstólum landsins sé heimilt, komist þeir að því að lög stríði gegn sáttmálanum, að lýsa slíku ósam- ræmi yfir. Slík yfirlýsing hefur ekki áhrif á gildi laganna. Hún heimilar hins vegar ráð- herra að bæta úr með reglugerð án þess að þurfi að koma til kasta þingsins. Á Islandi hins vegar geta dómstólar geng- ið lengra. Þeir geta bókstaflega vikið til hlið- ar eldri lögum sem stangast á við sáttmál- ann. Hvað yngri lög varðar gegnir hins vegar öðru máli þ.e. ef svo ólíklega vildi til að Alþingi ákvæði að setja lög í bága við sáttmálann. Sérstakur varnagli hefur þó ver- ið sleginn síðan lögin voru sett því íslensku stjómarskránni var breytt til samræmis við mannréttindasáttmálann árið 1995. Hvað næst? Lögtaka sáttmálans hefur reynst þýðing- armikil á Islandi þótt ekki ylli hún neinum ágreiningi. Lögfestingin er enn stærra skref fyrir Breta því sáttmálinn fyllir í skarð þar sem engin stjórnarskrá var fyrir. En það má ímynda sér hvellinn sem á eftir að heyrast ef ný réttindaskrá Evrópusambandsins verður að veruleika á næstu vikum því þar er í raun gengið mun lengra en i mannréttindasátt- málanum, meðal annars á sviði félagslegra réttinda. Meira um það síðar. Höfundur er starfsnmður mannréttindadeildar Evrópuráðsins. Skoðanir sem settar eru fram í þessarigrein eru alfarið á ábyrgð böfundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.