Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 22
22 SUKN UDAGIJR 8. OKTÓHEK 2000
MOK(iUNBLAi)U)
LISTIR
Borgarleikhúsið í Rostov þar sera alþjóðlega barnaleikhúshátíðin var haldin.
Pétur Eggerz og Stefán Örn Arnarsön á
tröppum borgarleikhússins í Rostov.
„Huga þarf vel að næstu skrefum í rúss-
nesku lcikhúsi, “ segir Galina Kolosova.
Leiklistin
breytist í
breyttu
samfélagi
✓
A alþjóðlegu barnaleikhúshátíðinni í Rostov í Rússlandi sýndi
Möguleikhúsið Völuspá dagana 2.-4. október. Hávar Sigurjdns-
son fylgdist með og ræddi við Galinu Kolosovu, forseta Rúss-
landsdeildar Assitej, alþjóðlegu barnaleikhússamtakanna.
Morgunblaðið/Hávar
Þessir rússnesku drengir voru glaðbeittir eftir sýningu á Völuspá.
LANGT suður í Rússlandi á sléttun-
um umhverfis ána Don stendur
borgin Rostov, með höfn að
Azovhafi, innhafi úr Svartahafinu.
Þarna hefur verið haldin á 2 ára fresti
barnaleikhúshátíð með þátttöku leikhópa
víða að úr veröldinni. Að þessu sinni var
Möguleikhúsinu á íslandi boðið að taka þátt
og sýna Völuspá sem frumsýnt var á Lista-
hátíð í Reykjavík í vor. Var sýningunni firna-
vel tekið og þótti hinum rússnesku gestgjöf-
um mikill fengur að sýningunni og að þar
væri sett fram flókið efni á skýran og
skemmtilegan hátt. Var leikið þrisvar á litla
sviði borgarleikhússins í Rostov, sem er 250
manna salur og var fullt útúr dyrnum á öll-
um sýningum. Helst hefðu Rússarnir viljað
hafa leikhópinn út hátíðina í tvær vikur en
því varð ekki við komið vegna skuldbindinga
Möguleikhússins heima fyrir.
Rostov stökk á hugmyndina
Barnaleikhúshátíðin í Rostov var síðast
haldin 1996, en hún féll niður fyrir 2 árum
vegna fjárskorts. Að sögn Rússanna var
lengi tvísýnt hvort tækist að halda hátíðina í
ár en loks fengust nauðsynlegir fjármunir,
bæði frá opinberum aðilum og einnig með
stuðningi einkaaðila og þá var lagt til atlögu
þrátt fyrir að skammur tími væri til stefnu.
Þetta varð svo aftur til þess að sumir þeirra
erlendu leikhópa sem Rússarnir höfðu auga-
stað á að bjóða til sín gátu ekki komið því við
með svo stuttum fyrirvara. Erlendu gestirnir
voru því nokkru færri en ella en það kom
ekki að sök; því hátíðina sóttu rússneskir
leikhópar frá bæði Pétursborg og Moskvu og
hlutur heimamanna var umtalsverður, enda
er löng hefð fyrir rekstri sérstaks leikhúss
fyrir börn í Rostov.
Galina Kolosova er forseti Rassitej, Rúss-
landsdeildar Assitej, alþjóðasamtaka barna-
leikhúsa, og átti ég samtal við hana á þriðju-
dagsmorguninn, rétt áður en hún sá sýningu
Möguleikhússins á Völuspá. Galina sagði að
hugmyndin að alþjóðlegri barnaleikhúshátíð
hefði fæðst á skrifstofu samtakanna í
Moskvu fyrir einum 15 árum. „Við sendum
öllum leikhússtjórum barnaleikhúsa í Sovét-
ríkjunum fyrrverandi bréf þar sem við ósk-
uðum eftir undirtektum. Skemmst er frá því
að segja enginn sýndi þessu nokkurn áhuga
nema leikhússtjórinn hér í Rostov, hann
skrifaði um hæl og sagði gerum þetta.
Fyrsta hátíðin var haldin 1989 og síðan hefur
þetta verið fastur viðburður hér í borginni."
Áhersla á leiklist fyrir börn
Að sögn Vladimirs Chigishev stjórnanda
hátíðarinnar hefur hún ætíð notið velvilja
borgaryfirvalda og nú er svo komið að borg-
in leggur áherslu á að hátíðin sé haldin með
sem mestum glæsibrag. „Fjárskortur háir
okkur auðvitað talsvert en það er vandi sem
nánast öll félög og stofnanir glíma við í
Rússlandi.“
Galina hefur stjórnað skrifstofu Rassitej
um þriggja áratuga skeið og er greinilega
öllum hnútum kunnug í barnaleikhúsmenn-
ingu Rússlands og þar áður Sovétríkjanna.
„Strax eftir byltinguna 1918 var lögð mikil
áhersla á að efla leiklistarstarfsemi og nýta
leikhúsin í þágu stefnu stjómvalda. I Rúss-
landi var sterk hefð fyrir leikhúsi og yfirvöld
sáu í hendi sér að leikhúsið var kjörið tæki
til að uppfræða almenning um ýmis málefni
og þar skipti ekki síst máli að hafa áhrif á
yngstu áhorfendurna. Þetta var skipulagt
strax á þriðja og fjórða áratugnum og sett
upp net leikhúsa sem höfðu það eitt að
markmiði að sýna ungum áhorfendum leik-
list. I þessu sambandi er mikilvægt að gera
sér grein fyrir að ekki var eingöngu um
barnaleikrit að ræða heldur var líka lögð
áhersla á að kynna hinum ungu áhorfendum
sígild leikverk. Gagnvart listafólkinu sjálfu,
leikurum og leikstjórum sérstaklega, skipti
gríðarlega miklu máli að fjölmiðlar og gagn-
rýnendur tóku starf barnaleikhúsanna alveg
jafn alvarlega og annarra leikhúsa, um sýn-
ingar þeirra var fjallað af sömu alvöru og
gerðar til þeirra sömu kröfur. Þetta hafði
þau áhrif að listamennirnir sóttust ekki síður
eftir því að vinna í yfirlýstum barnaleikhús-
um.“
Ekki fínt að leika fyrir börn
Galina segir að eftir fall Sovétríkjanna
hafi þetta kerfi riðlast og leikhúsin séu orðin
bæði færri og njóti minni virðingar. „Það
þykir ekki lengur fínt að leika fyrir börn.
Leikstjórar flengjast ekki og leikarar vilja
ekki leika dýr eða grænmeti allan sinn feril.
Þetta er í sjálfu sér eðlilegt þó enginn efist
um nauðsyn þess að bjóða börnum og ungu
fólki upp á góða leiklist. Tilhneigingin síðast-
liðinn áratug hefur verið sú að leggja sífellt
meiri áherslu á söngleiki og alls kyns tónlist-
arsýningar, skemmtigildið hefur æ meiri vigt
enda byggja leikhúsin afkomu sína nær ein-
göngu á aðsókn, opinber stuðningur hefur
dregist saman um nær 100% í sumum tilfell-
um.“
Galina nefnii- sem dæmi að í Moskvu séu
rekin 4 barnaleikhús sem njóti opinbers
stuðnings. „Það leikhúsanna sem verst er
sett fær einungis stuðning sem nægir fyrir
launum leikaranna, en mánaðarlaun leikara
eru um 2.500 íslenskar krónur. Leikhúsin
verða að afla fjár fyrir sýningarkostnaði með
öðrum hætti. í borgum utan Moskvu er
þetta ástand dæmigert."
Galina fórnar höndum og segir að þrátt
fyrir þetta svartagallsraus þá sé staðreyndin
engu að síður sú að í Moskvu séu nú fleiri
leikhús og leikhópar en nokkru sinni fyrr.
„Hvernig þeir fara að því að fjármagna
starfsemi sína er mér hulin ráðgáta. Þetta er
því mótsagnakennt ástand sem við búum við
og erfitt að geta sér til um hvernig fram-
haldið verður. En svona er Rússland í dag.“
Hún segir að enn sé lítið um að einkaaðilar
styrki leikhús eða aðra listastarfsemi. „Það
stafar að hluta til af því að fyrirtækin sjá sér
lítinn hag af því. Skattaívilnanir eru engar
og auglýsinga- og markaðssetning er mun
styttra á veg komin en í Vestur-Evrópu.“
Leikhús í stað kirkju
í Rússlandi hefur leikhúsfólk löngum notið
virðingar og samtök þeirra eru með hinum
elstu í heimi. Rússneska leiklistarsambandið
var stofnað fyrir 200 árum og var í fyrstu
hugsað sem hagsmuna- og stéttarfélag leik-
ara. Þegar líða tók á 19. öldina varð það öfl-
ugra og hafði mikil áhrif á sovéttímanum.
Starfsemi sína hefur sambandið fjármagnað
að miklu leyti með framleiðslu á leikhúsfarða
og öðru slíku. Að sögn Galinu gengur þessi
rekstur illa núna og ekki útséð hvort honum
verði haldið áfram lengi úr þessu. „Sú kenn-
ing var á lofti hér í Rússlandi að leikhúsin
væru tilbeiðslustaðir fólksins. Kirkjan var að
sjálfsögðu ekki sýnileg og einhvers staðar
varð fólk að fá útrás fyrir dýrkunarþörfina.
Leikarar, leikskáld og leikstjórar hafa notið
mikillar virðingar og á þá hefur verið hlustað
þegar þeir hafa tekið til máls. Nú þurfa þeir
að byrsta sig til að eftir þeim sé tekið.
Fyrstu 2-3 árin eftir hrun Sovétveldisins
gengu leikhúsin í gegnum mikla kreppu. Að-
sókn var bókstaflega engin, leikhúsin stóðu
tóm. Nú hefur þetta snúist á þann veg að
ekki er hægt að fá miða nema með löngum
fyrirvara á vinsælustu sýningarnar í
Moskvu. En eðli rússnesks leikhúss hefur
breyst. Skemmti- og afþreyingarsýningar
eru orðnar meira áberandi og satt að segja
er alls kyns rusl í gangi sem er harla lítils
virði. Leikhúsin hafa ekki farið varhluta af
því að þjóðinni hefur verið slengt inni í hið
kapitalíska markaðssamfélag án þess að
nokkur tími hafi gefist til umhugsunar. Við
erum þar stödd að gamla hugmyndafræðin
er hrunin en við höfum ekki fundið okkur
sjálf í hinu nýja umhverfi. Fjöldamenningu
og skemmtiðnaði eins og Vesturlandabúar
þekkja hana var haldið niðri með harðri
hendi af stjórnvöldum á Sovéttímanum. Nú
hefur hendinni verið sleppt af öllu og við vit-
um ekki hvernig við eigum að haga okkur.
Ég held þó að það sé orðið ljóst að til að við-
halda því rússneska leikhúsi sem er einhvers
virði þá verði ríkið að koma til móts við leik-
húsin, styðja þau með einhverjum hætti.
Ekki dugir að segja að markaðurinn sjái um
sína þó eðlilegt sé að leikhúsið breytist með
breyttu samfélagi. Við óttumst ekki framtíð-
ina en það er nauðsynlegt að huga að þeim
skrefum sem tekin verða á næstu árum.“