Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Vefverslun er einn angi hins nýja hagkerfis. Svo viróist sem þessi versl- unarmáti hafi slitiö barnsskónum hérá landi ogveröi stórstígari meö hverjum degi. Anna G. Ólafsdóttir og Guðni Einarsson kynntu sér hvaö er í boöi á þessum markaði, öryggi í vefvið- skiptum og rétt neyt- enda. MARGAR leiðir liggja á verslunargötur Netsins. Hér á landi má nefna verslanasíður hjá www.leit.is og www.- gulalinan.is. Nýlega var fyrsta ís- lenska netverslanamiðstöðin opn- uð hjá Strik.is, slóðin þangað er www.verslun.strik.is. MEIRA EN 100 BÚÐIR Að sögn Sveins Eylands, versl- unarstjóra Strik.is, eru verslanirnar í miðstöðinni þegar orðnar 35 tals- ins. Búið er að gera 64 samninga og stefnt að því að heildarfjöldi verslananna í miðstöðinni verði orðinn yfir 100 fyrir áramót. Þessi tækni er undirorpin örum breyting- um og því algengt að einstökum verslunum sé lokað tímabundið meðan breytingar eru gerðar á við- móti eða vöruúrvali. Að sögn Sveins kaupa netversl- anir aðgang að verslanamiðstöð Striks.is, sem er samstarfsverkefni íslandsnets hf. og Nýherja hf. Þær fá aðgang að forsíðu verslanamið- stöðvarinnar, njóta góðs af sam- eiginlegri markaðssetningu og hafa aðgang að tæknilegri þjónustu. Að sögn Sveins er stuðst við svo- nefnda SSL-tækni til að tryggja ör- yggi netviðskiptanna. Bæði Visa Island og Europay hafa yfirfarið viðskiptahættina og samþykkt þá. Þegar ný SET-öryggistækni kemur á næsta ári verður hún tekin í gagnið. Viðskipti í verslanamiðstöð Strik.is eru beint við viðkomandi verslun hverju sinni, en ekki mið- stöðina sem slíka. Komi upp óánægja með viðskiptin þurfa við- skiptavinir því að snúa sér til við- komandi verslunar. Að sögn Sveins gildir yfirleitt 10 daga skila- réttur á vöru og almennar reglur um skil á gallaðri vöru. VIÐSKIPTAVINIR BREYTI BÓKUNUM Sigmundur Halldórsson, vefstjóri Flugleiða, segir að Flugleiðir hafi rekið netverslunina icelandair.is frá árinu 1997. „Fyrirtækið hefur boðið upp á heildstæða ferðaþjónustu frá upphafi ef frá eru taldar pakkaferð- ir og hópferðir. Netklúbbur með óseldum sætum í stakar ferðir á niðursettu verði bættist við árið 1998. Smám saman hefur þjónust- an verið að þróast og hægt er að nefna að búið er að bæta við kort- um með staðsetningu hótela. Núna er ýmislegt á döfinni til hag- ræðis fyrir viðskiptavini, t.d. í tengslum við breytingar á bókun- um. Viðskiptavinur getur setið á fundi í Kaupmannahöfn og breytt bókuninni á fluginu heim í gegnum WAP-símann sinn um leið og hann áttar sig á því að fundurinn er að dragast á langinn. Önnur nýjung felst í þjónustu við erlenda ferða- menn. Með auðveldum hætti geta ferðamenn sett sjálfir saman draumaferðina um ísland og borg- að á Netinu." Sigmundur segir að stöðug aukning hafi verið á netviðskiptum fyrirtækisins. „Fyrsta árið fór um 0,1% af farmiðasölu fyrirtækisins í millilandaflugi fram í gegnum Nét- ið. Hlutfallið var komið upp í 1% árið eftir og 3% í fyrra. Núna stefn- ir í að hlutfallið nái upp í 6 til 7% á árinu. Stígandinn gefur til kynna að viðskiptavinir fyrirtækisins kunni vel að meta að versla á Netinu. Kostirnir eru augljósir því netversl- unin er fljótleg og opin allan sólar- hringinn. Á móti skilar hagræðing hjá fyrirtækinu sér í lægri verðlagn- ingu. Aðalvandinn felst í því hve tæknin er ung. Sumir kunna ekki almennilega á hugbúnaðinn og eru því til viðbótar óvanir rafrænum viðskiptum. Eins er ekki óalgengt að fólki þyki einkennilegt að þurfa sjálft að sækja sér upplýsingar í tengslum við ferðirnar á Netinu.“ Sigmundur segir að ekki komi á óvart að flestir viðskiptavinirnir séu undir 40 ára aldri. „Ekki heldur að öllu fleiri eru á höfuðborgarsvæð- inu en úti á landsbyggðinni. Skýr- ingin er væntanlega að tölvu- notkunin er meiri á því svæði. Hins vegar virðist enginn munur vera á hlutfalli karla og kvenna í viðskipt- um við okkar á Netinu," segir Sig- mundur og fram kemur að greitt sé fyrir alla þjónustu með greiðslu- korti. „Eins og annars staðar gerir kerfið ráð fyrir því að staðfesting sé innsigluð með greiðslu. Ekki eru því aðrar leiðir færar en greiðslukort." UNAÐSVÖRUR Á NETINU Þór Mýrdal, einn af eigendum verslunarinnar Rómeós og Júlíu, segir að netverslun hafi verið hleypt af stokkunum árið 1995. „Við vorum á meðal frumkvöðlanna í rafrænni verslun á sínum tíma. Smám saman hefur netverslunin verið að þróast og þriðja útgáfa romeo.is var sett á stofn í apríl í vor. Sú útgáfa er að bandarískri fyrirmynd og ákaflega fullkomin. Netverslunin er aðgengileg og auðveld í rekstri, t.d. þarf aðeins að gefa einfalda skipun um tíma- bundna afslætti og tölvan sér um afganginn. Lengst af var verðið í netversluninni heldur lægra en í versluninni í Fákafeni. Ekki alls fyr- ir löngu var síðan tekin ákvörðun um að lækka verðið í versluninni til samræmis við verðið á Netinu. Hins vegar sér netverslunin sjálf um að bjóða góðum viðskiptavin- um sínum sérstaklega hagstæð kjör.“ Þór segir að sérstakur metnaður sé lagður í að sinna netversluninni. „Við höfum ekki aðeins hugað að því að bæta reglulega inn nýjum vörum og taka niður pantanir. Reglulega eru settar inn ábyrgar upplýsingar í tengslum við varning- inn. Aldurstakmarkið er 18 ár og stærsti hópur viðskiptavinanna er upp í 40 ára. Hinir eldri virðast síð- ur hafa vald á tækninni. Hins vegar virðist ekki vera munur á hlutfalli karla og kvenna. Hlutföllin á milli þéttbýlis og strjálbýlis virðast að sama skapi svipuð,“ segir hann og tekur fram að viðskiptin hafi verið að aukast jafnt og þétt. „Við veðj- uðum á netverslun fyrir 5 árum. Rafræn viðskipti virtust henta ágætlega sölu á unaðsvörum ást- arlífsins. Enn er því miður ákveð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.