Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 08.10.2000, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Vefverslun er einn angi hins nýja hagkerfis. Svo viróist sem þessi versl- unarmáti hafi slitiö barnsskónum hérá landi ogveröi stórstígari meö hverjum degi. Anna G. Ólafsdóttir og Guðni Einarsson kynntu sér hvaö er í boöi á þessum markaði, öryggi í vefvið- skiptum og rétt neyt- enda. MARGAR leiðir liggja á verslunargötur Netsins. Hér á landi má nefna verslanasíður hjá www.leit.is og www.- gulalinan.is. Nýlega var fyrsta ís- lenska netverslanamiðstöðin opn- uð hjá Strik.is, slóðin þangað er www.verslun.strik.is. MEIRA EN 100 BÚÐIR Að sögn Sveins Eylands, versl- unarstjóra Strik.is, eru verslanirnar í miðstöðinni þegar orðnar 35 tals- ins. Búið er að gera 64 samninga og stefnt að því að heildarfjöldi verslananna í miðstöðinni verði orðinn yfir 100 fyrir áramót. Þessi tækni er undirorpin örum breyting- um og því algengt að einstökum verslunum sé lokað tímabundið meðan breytingar eru gerðar á við- móti eða vöruúrvali. Að sögn Sveins kaupa netversl- anir aðgang að verslanamiðstöð Striks.is, sem er samstarfsverkefni íslandsnets hf. og Nýherja hf. Þær fá aðgang að forsíðu verslanamið- stöðvarinnar, njóta góðs af sam- eiginlegri markaðssetningu og hafa aðgang að tæknilegri þjónustu. Að sögn Sveins er stuðst við svo- nefnda SSL-tækni til að tryggja ör- yggi netviðskiptanna. Bæði Visa Island og Europay hafa yfirfarið viðskiptahættina og samþykkt þá. Þegar ný SET-öryggistækni kemur á næsta ári verður hún tekin í gagnið. Viðskipti í verslanamiðstöð Strik.is eru beint við viðkomandi verslun hverju sinni, en ekki mið- stöðina sem slíka. Komi upp óánægja með viðskiptin þurfa við- skiptavinir því að snúa sér til við- komandi verslunar. Að sögn Sveins gildir yfirleitt 10 daga skila- réttur á vöru og almennar reglur um skil á gallaðri vöru. VIÐSKIPTAVINIR BREYTI BÓKUNUM Sigmundur Halldórsson, vefstjóri Flugleiða, segir að Flugleiðir hafi rekið netverslunina icelandair.is frá árinu 1997. „Fyrirtækið hefur boðið upp á heildstæða ferðaþjónustu frá upphafi ef frá eru taldar pakkaferð- ir og hópferðir. Netklúbbur með óseldum sætum í stakar ferðir á niðursettu verði bættist við árið 1998. Smám saman hefur þjónust- an verið að þróast og hægt er að nefna að búið er að bæta við kort- um með staðsetningu hótela. Núna er ýmislegt á döfinni til hag- ræðis fyrir viðskiptavini, t.d. í tengslum við breytingar á bókun- um. Viðskiptavinur getur setið á fundi í Kaupmannahöfn og breytt bókuninni á fluginu heim í gegnum WAP-símann sinn um leið og hann áttar sig á því að fundurinn er að dragast á langinn. Önnur nýjung felst í þjónustu við erlenda ferða- menn. Með auðveldum hætti geta ferðamenn sett sjálfir saman draumaferðina um ísland og borg- að á Netinu." Sigmundur segir að stöðug aukning hafi verið á netviðskiptum fyrirtækisins. „Fyrsta árið fór um 0,1% af farmiðasölu fyrirtækisins í millilandaflugi fram í gegnum Nét- ið. Hlutfallið var komið upp í 1% árið eftir og 3% í fyrra. Núna stefn- ir í að hlutfallið nái upp í 6 til 7% á árinu. Stígandinn gefur til kynna að viðskiptavinir fyrirtækisins kunni vel að meta að versla á Netinu. Kostirnir eru augljósir því netversl- unin er fljótleg og opin allan sólar- hringinn. Á móti skilar hagræðing hjá fyrirtækinu sér í lægri verðlagn- ingu. Aðalvandinn felst í því hve tæknin er ung. Sumir kunna ekki almennilega á hugbúnaðinn og eru því til viðbótar óvanir rafrænum viðskiptum. Eins er ekki óalgengt að fólki þyki einkennilegt að þurfa sjálft að sækja sér upplýsingar í tengslum við ferðirnar á Netinu.“ Sigmundur segir að ekki komi á óvart að flestir viðskiptavinirnir séu undir 40 ára aldri. „Ekki heldur að öllu fleiri eru á höfuðborgarsvæð- inu en úti á landsbyggðinni. Skýr- ingin er væntanlega að tölvu- notkunin er meiri á því svæði. Hins vegar virðist enginn munur vera á hlutfalli karla og kvenna í viðskipt- um við okkar á Netinu," segir Sig- mundur og fram kemur að greitt sé fyrir alla þjónustu með greiðslu- korti. „Eins og annars staðar gerir kerfið ráð fyrir því að staðfesting sé innsigluð með greiðslu. Ekki eru því aðrar leiðir færar en greiðslukort." UNAÐSVÖRUR Á NETINU Þór Mýrdal, einn af eigendum verslunarinnar Rómeós og Júlíu, segir að netverslun hafi verið hleypt af stokkunum árið 1995. „Við vorum á meðal frumkvöðlanna í rafrænni verslun á sínum tíma. Smám saman hefur netverslunin verið að þróast og þriðja útgáfa romeo.is var sett á stofn í apríl í vor. Sú útgáfa er að bandarískri fyrirmynd og ákaflega fullkomin. Netverslunin er aðgengileg og auðveld í rekstri, t.d. þarf aðeins að gefa einfalda skipun um tíma- bundna afslætti og tölvan sér um afganginn. Lengst af var verðið í netversluninni heldur lægra en í versluninni í Fákafeni. Ekki alls fyr- ir löngu var síðan tekin ákvörðun um að lækka verðið í versluninni til samræmis við verðið á Netinu. Hins vegar sér netverslunin sjálf um að bjóða góðum viðskiptavin- um sínum sérstaklega hagstæð kjör.“ Þór segir að sérstakur metnaður sé lagður í að sinna netversluninni. „Við höfum ekki aðeins hugað að því að bæta reglulega inn nýjum vörum og taka niður pantanir. Reglulega eru settar inn ábyrgar upplýsingar í tengslum við varning- inn. Aldurstakmarkið er 18 ár og stærsti hópur viðskiptavinanna er upp í 40 ára. Hinir eldri virðast síð- ur hafa vald á tækninni. Hins vegar virðist ekki vera munur á hlutfalli karla og kvenna. Hlutföllin á milli þéttbýlis og strjálbýlis virðast að sama skapi svipuð,“ segir hann og tekur fram að viðskiptin hafi verið að aukast jafnt og þétt. „Við veðj- uðum á netverslun fyrir 5 árum. Rafræn viðskipti virtust henta ágætlega sölu á unaðsvörum ást- arlífsins. Enn er því miður ákveð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.