Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 41 + Aðalheiður Sig- geirsdóttir fæddist á Fáskrúðs- firði 9. október 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 28. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Siggeir Ólafur Jónsson, útgerðar- maður á Fáskrúðs- firði, f. 25. septem- ber 1890, d. 17. ágúst 1944 og kona hans Anna Bjarna- dóttir, húsfreyja, f. 26. júlí 1886, d. 27. maí 1983. Eftirlifandi systir Aðalheiðar er Sigurbjörg Siggeirsdóttir, f. 27. Mér er það ljúft og kært að minn- ast með fáum orðum tengdamóður minnar Aðalheiðai- Siggeirsdóttur sem andaðist 28. september síðastlið- inn og verður á morgun til moldar borin. Það vai- fyrii- rúmum aldarfjórð- ungi að kynnum okkar Aðalheiðar bar saman. Það var að haustlagi þegar ég ásamt yngsta syni hennar kom ak- andi frá Akureyri og við þáðum veit- ingar hjá henni eftir ferðalagið. Hún kom mér fyrir sjónii- sem glæsileg kona er lagði sig fram um að sýna hlýju og gestrisni og veitingamar sem hún bauð uppá voru svo fallega fram bomar að unun var á að horfa. Eg átti eftir að læra á þeim 25 árum sem við höfum verið samferða, að móttökur hennar þetta haustkvöld vom ekki einn einstakur viðburður, heldur einfaldlega hennar stfll. Stór og ef til vill mest áberandi þáttur í fari Aðalheiðar var vandvirkni og fágun í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Eitt að því sem vakti aðdáun mína í fari Aðalheiðar var hversu auðvelt hún átti með að ræða við ungt fólk. Það reyndi ég á sjálfri mér er ég kynntist henni þá átján ára gömul, og varð svo vitni að þegar hún ræddi við systkini mín og vini og svo seinna við barnaböm sín. Alltaf var hún full af áhuga fyrir því sem unga fólkið var að segja og gera. Fordómalaust tók hún þátt í áhyggjulausri og lífsglaðri umræðum þess. Predikanir og umvandanir lét hún öðmm eftir. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á mörg- um hlutum brá aldrei skugga á vin- áttu okkar og trúnað. Mikil umskipti urðu í lífi Aðalheið- ar er hún missti eiginmann sinn Sverri Jóhannesson fyrir aldur fram. Við þessi erfiðu kaflaskil í lífi sínu sýndi Aðalheiður mikinn styrk. Hún seldi húseign sína að Silfurteig 1 og bjó sér fallegt heimili að Kaplaskjóls- vegi 61. Aðalheiður fór að vinna utan heimilis og er fram liðu stundir gafst henni tími til að sinna áhugamálum sínum. Aðalheiður naut þess í ríkum mæli að ferðast bæði innanlands og út um hinn stóra heim. Gafst henni oft tæki- færi til þess og ekki síst á seinni hluta ævi sinnar. Atvikin komu því þannig fyrir að lengst af vomm við fjölskyld- an búsett fjan-i henni. Fyrst í Banda- ríkjunum og síðar á Akureyri. Hún lét það ekki aftra sér heldur var dug- leg að heimsækja okkur þó svo að heimsálfur skildu okkur að. Var það ekki síst barnabörnum hennai- mikils virði að fá ömmu Heiðu í heimsókn. Það var ekki fyrr en heilsan var farin að gefa sig að ferðalögin urðu stopul. Eg er þakklát fyrir þær stundir sem við fjölskyldan fengum að hafa hana hjá okkur. Góð kona er gengin og komið að kveðjustund. Guð blessi minningu Aðalheiðar Siggeirsdóttur. Guðríður Elísa Vigfúsdóttir. Nú við andlát tengdamóður minn- ar, Aðalheiðar Siggeirsdóttur, langar mig að minnast hennar með nokkmm orðum. Það eru nú liðin um 15 ár síð- an ég kynntist Aðalheiði móður Önnu nóvember 1918. Árið 1939 giftist Aðalheiður Sverri Jó- hannessyni, hús- gagnasmíðameistara, f. 1. september 1912, d. 22. júní 1970. For- eldrar hans voru hjónin Jóhannes Ein- arsson, sjómaður í Stykkishólmi, f. 3. október 1864, d. 10. mars 1953 og kona hans Guðbjörg Jóns- dóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1873, d. 5. jan- úar 1958. Aðalheiður og Sverrir bjuggu allan sinn bú- skap í Reykjavík og lengst af á Silfurteigi 1. konu minnar. Aðalheiður var mynd- arlegkona, metnaðarfull ogglaðlynd. Þær em margar og hlýjar minning- amar sem tengjast henni og ánægju- legum stundum sem við Anna og börn okkar beggja áttum með henni. Minningarnar era svo fjölmargar, bæði hér heima og erlendis, sem koma upp í hugann. Ég fann oft hlýhuginn hjá Aðalheiði, síðustu árin, þegar við rifjuðum upp allar gleði- stundirnar og minningarnar sem við eignuðumst, á ferðalögum, á heimili hennar, sem og þær óteljandi stundir sem við áttum þegar hún kom og heimsótti okkur. Samband Önnu konu minnar við móður sína var mjög náið og hjálpuð- ust þær að í hvívetna. Þær vom ekki síður innilegar vinkonur, en mæðgur. Enda studdu þær hvor aðra heilshug- ar. Anna ól mikla önn fyrir móður sinni og var sú önn endurgoldin af Aðalheiði, átti hún þess kost. Eigum við henni fjölmargt gott að þakka. Fyrir réttum 30 áram missti Aðal- heiður mann sinn Sverri Jóhannes- son fyrir aldurfram. Missirinn var mikill og myndaðist stórt tómarúm í lífi hennar við fráfall hans. Þetta tómarúm var aldrei fyllt og söknuð- inn bar hún í hjarta sínu, alla tíð. Þó mér hafi ekki hlotnast sú gæfa að kynnast Sverri, þá er mér ljóst að hann hafi verið mikill mannkosta- maður, ástkær eiginmaður og faðir og fullur mannkærleika. Sérstaklega bera börn þeirra, Jón Þór og Anna þess merki hvaða mann hann hafði að geyma. Þær em ófáar sögumar sem ég hef heyrt um æsku þeirra og hve bernskuárin á heimili Aðalheiðar og Sverris vom ánægju- og gleðirík. Sverrir var lífsglaður og söngelskur maður, sem söng í kirkjukór Laugar- nesskirkju. Þau hjón vora vinamörg og vinsæl. Sérstaklega er mér ljúft að geta þess sem vinur minn og frændi, Gunnar Friðriksson, fyrrverandi for- seti Slysavamafélagsins, hefur sagt mér frá um vinskap þeirra hjónanna. I löngum samræðum okkar minntist hann oft Aðalheiðar og Sverris og ánægjulegra stunda sem hann og eig- inkona hans, Unnur Halldórsdóttir heitin, áttu saman. En Unnur og Að- alheiður vora stöllur og skólasystur. Nú þegar Aðalheiður hefur kvatt þennan heim, eftir erfiða og langa sjúkdómslegu, er mér efst í huga, þakklæti til hennar, góðai’ minningar og hlýhugur. Ekki síst hlýnar mér um hjartarætumar við þá tilhugsun að upp er mnnin sú langþráða stund er hún fær aftur notið samvista með elskulegum eiginmanni sínum, sem hún hefur saknað áratugum saman. Nú hafa þau sameinast á ný, handan móðunnar miklu og eignast saman hlutdeild í eilífðinni. Blessuð sé minn- ing þeirra. Bjarni Elíasson. Á fögmm haustdegi þegar náttúr- an skartar sínum fallegu litum kvaddi elskuleg amma mín þetta jarðneska iíf. Ég vissi alltaf að það yrði erfitt að kveðja en hvfldin var henni kærkom- in. Það er margs að minnast en saman áttum við svo margar góðai’ stundir. Þegar heilsan leyfði fóram við stund- um í góðar gönguferðir. Ömmu þótti Börn Aðalheiðar og Sverris eru: 1) Siggeir, f. 13. mars 1941, kona hans er Elín Sigurþúrsdóttir, f. 16. júlí 1944 og eiga þau þrjú börn: Sigrúnu Erlu, f. 3. núvember 1961, Elínborgu Önnu, f. 9. maí 1966 og Siggeir Þúr, f. 25. septem- ber 1979. 2) Anna, f. 16. oktúber 1945. Anna giftist Aad Groene- weg. Þau slitu samvistum. Börn Önnu eru: Sverrir Ágústsson, f. 22. maí 1965, Harold Groeneweg, f. 8. aprfl 1973 og fris Anna Groeneweg, f. 15. ágúst 1979. Sambýlismaður Önnu er Bjarni Elíasson. 3) Jún Þúr, f. 6. desem- ber 1950, kona hans er Guðríður Elísa Vigfúsdúttir, f. 9. september 1956. Böm þeirra eru Elísabet, f. 6. oktúber 1975, Sverrir, f. 30. desember 1978 og Hrafnhildur Aðalheiður, f. 4. september 1984. títför Aðalheiðar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. oktúber og hefst athöfnin klukkan 13.30. alltaf svo gott að ganga um Ægisíð- una og njóta útsýnisins þar í góðu veðri. Eftir góða göngu var haldið heim á Kaplaskjólsveginn, hellt upp á kaffi og amma bakaði sínar góðu pönnukökur. Amma var mér ávallt svo góð og á milli okkar var óijúfanlegur streng- ur. Okkar síðasta samtal undirstrik- aðiþað og gleymi ég því aldrei. Ég kveð þig elsku amma mín með þökk fyrir allt, þú átt alltaf sérstakan stað í mínu hjarta. Guð geymi þig. Núleggégaugunaftur. 0 Guð, þinn náðarkraftur mínverivðmínótt. Æ.virstmigaðþértaka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þín sonardóttir og vinkona, Sigrún. Nú hefur þú kvatt okkur, elsku amma mín, og fengið friðinn eftir erf- iða tíma. Mér þykir gott að vita að afi Sverrir, sem þér þótti svo vænt um, tekur á móti þér. Þú tókst alltaf á móti mér með hlýju og væntumþykju. Þegar ég fékk að sofa hjá þér um helgar og við skemmtum okkur saman við spil. Það var svo gaman þegar þú kenndir mér að spila tveggja manna vist og við borðuðum ávexti frameftir kvöldum. Það var svo gott og hlýtt að fá að kúra hjá þér, elsku amma mín. Svo leið mér eins og prinsessu, þegar þú færðir mér morgunmatinn í rúmið. Þú varst svo ung í anda og skemmti- leg. Það er af svo mörgu að taka. Göngutúrarnir okkar í Vesturbæn- um, leikirnir á skólalóð Melaskólans og heimsóknirnar til hennar Lilju vinkonu þinnar. Eins gleymast aldrei Frágangur a fmælis- og minn- ingar- greina, MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minmng@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fyig>- Um hvern látinn einstakling bii’tist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). AÐALHEIÐ UR SIGGEIRSDÓTTIR sunnudagsheimsóknirnar með fjöl- skyldunni minni til þín og pönnukök- umar þínar. Enginn getur bakað pönnsur eins og þér var lagið. Eins var þegar við bjuggum hjá þér á tímabili, hvað mér leið vel og við vor- um miklar vinkonur. Þessar minning- ar em bara brot af öllu því góða, sem ég á í hjarta mínu um þig, frá Kapló. Ég veit ekki hvernig næstu jólin okkar verða án þín. Égman eingin jól án þess að þú værir hjá okkur. Ég er hrædd um að við finnum mest fyrir því á jólunum, hvað við söknum þín mikið. Þótt það hafi verið erfitt síð- ustu jólin, þá komstu samt og við fengum að hafa þig hjá okkur. Eg kveð þig elsku amma mín, með hlýju og söknuði. Ég þakka þér sam- vemstundirnar og allt það góða sem þú hafðir að gefa mér. Minningin um þig lifir í hjarta mínu. Megi góður Guð geyma þig og varðveita um alla eilífð. Þín íris Anna. Á morgun, 9. október, verður elskuleg amma okkar borin til grafar en hún hefði orðið 84 ára einmitt þann dag. Amma Heiða sem alltaf var svo blíð og góð, amma Heiða sem alltaf var svo falleg og fín. Amma Heiða var líka mikill sælkeri rétt eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. Því brást það ekki er við komum til hennar á Landakot eða í Skógarbæ að hún átti mola í munninn og naut hún þeirra ekki síður en við. Minni okkar nær að takmörkuðu leyti til þess tíma er amma Heiða bjó á Kaplaskjólsveginum en oft höfum við heyrt talað um fínu kaffiboðin þar sem amma skartaði blúndudúkum og sparistelli. Amma Heiða var hógvær og fáguð kona og afar smekkleg enda bar hún og umhverfi hennar vott um það. Elsku amma við kveðjum þig í bili og vitum að nú ertu komin til afa Sverris eftir ríflega þrjátíu ára að- skilnað. Það er gott að vita að hann tekur á móti þér og faðmar þig. Þegar við horfum til himins og sjá- um stjömumar skína þá vitum við a cT þar em þið afi að dansa og leika á skýjunum. Égfelíforsjáþína, Guð faðir, sálu mína, þvínúerkominnótt Um ljósið lát mig dreyma ogljúfaenglageyma öll böm þín svo blundi rótt. (MatthíasJoch.) Við biðjum Guð að varðveita þig og gæta en við munum varðveita minn- ingu þína. Þín elskuleg langömmubörn, Anna Katrín, Erla Steina og Styrmir Steinn. OSwALDS simi 551 3485 ÞJONUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AiMLSTKÆTI 4B* 101 KLVKJAVIK Dnvíð Ingev Ólnfnr Utjhivirstj. Útftivnstj. Olfhivirstj. LÍKKISTUVINNUSrOfA EYVINDAR ÁRNASONAR Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. UTFARARSTOFAISLANDS v Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is -Jt J LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.