Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Norskar kýr: Nei, nei, lambið mitt, hann er ekki dauður. Hann hugsar bara með hraða snigilsins. Andlát BJARNI EINARSSON BJARNI Einarsson handritafræðingur lést á líknardeild Land- spítalans síðastliðinn föstudag 83 ára að aldri. Bjami fæddist á Seyðisfirði 11. aprfl 1917, tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og lauk cand.mag.-prófi í íslenskum fræðum vor- ið 1943 frá Háskóla ís- lands. Hann var blaða- maður við Þjóðviijann á námsárum og frétta- maður við Rfldsútvarpið 1945-46. Bjarni fluttist til Kaupmannahafn- ar 1946 og varð fyrsti sendikenn- arinn í íslenskum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla. Eftir heimkomuna 1958 var hann ís- lenskukennari við Vélskóla íslands til ársins 1965 er hann réðst sem lektor í íslenskum fræðum til Oslóarhá- skóla. Þar varði hann doktorsritgerð sína um bókmenntalegar fyrirmyndir Egils sögu árið 1971. Arin 1972 til 1987 var Bjarni handritasér- fræðingur við Stofnun Árna Magnússonar á Islandi. Eftir Bjarna liggja margar fræðibækur og ritgerðir og á árinu gekk hann frá til út- gáfu grundvallarrann- sókn á öllum handritum Egils sögu á vegum Árnasafns í Kaupmanna- höfn. Bjami flutti þætti um íslenskt mál í Ríkisútvarpinu um árabil. Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Sigrún Hermannsdóttir hjúkrunar- fræðingur og eignuðust þau fimm börn. % f Eldhúsið 1 komið heim ÍSSS \og saman a,S'"?ají fyrir jól J -*«. i B R Æ Ð U R N I Lágmula 8 • Simi 530 2800 Bílstjórar funda með olíufélögunum Sumum spurning- um enn ósvarað FULLTRÚAR nokkurra samtaka avinnubílstjóra, ásamt FIB, hafa síðustu daga fundað með forráða- mönnum Skeljungs og Olíufélags- ins, til að fá skýringar á síðustu verðhækkunum og hvernig verð- myndunin er á eldsneytinu. Fund- urinn með Skeljungi fór fram á miðvikudag og síðdegis á fimmtu- dag buðu forráðamenn Olíufélags- ins til fundar. Svipaður fundur með forstjóra Olís er fyrirhugaður eftir helgi. Fundir sem þessir hafa ekki áður verið haldnir með þess- um hætti, en megintilefnið er sú harða mótmælaályktun sem sam- tök bílstjóra sendu frá sér í byrjun vikunnar. Framkvæmdastjóri Landssam- bands vörubifreiðastjóra, Unnur Sverrisdóttir, sagði við Morgun- blaðið að margt hefði skýrst á fundunum en enn væri nokkrum spurningum ósvarað. Unnur vildi ekki fara nánar út í þá sálma en ákvarðanir yrðu teknar að fundun- um loknum hvort bílstjórar grípi til einhverra mótmælaaðgerða. Á fundina hafa mætt fulltrúar vöru- bflstjóra, sendibílstjóra, rútubíl- stjóra, leigubílstjóra, vinnuvélaeig- enda, auk fulltrúa frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, tók undir með Unni að skýringar hefðu fengist á nokkrum atriðum. Hann sagði olíu- félögin hins vegar ekki hafa sann- fært sig af hverju flotaolía hefði ekki hækkað jafn mikið og dísilolía á bíla. Verð þessara tegunda hefði verið að þróast svipað á erlendum mörkuðum. Að sögn Runólfs lýstu Skeljungmenn því yfir að þeir væru tilbúnir að skoða möguleika á örari verðbreytingum en tíðkast hefði og styðjast þá við dagbundin verð í Roterdam en ekki meðalverð á mánuði. Ráðstefna um afþreyingu ungs fólks „Jeg tarf ekki sjuss“ Greipur Gíslason JEG tarf ekki sjuss“, er ráðstefna á veg- um Loftskipsins sem er forvarnaverkefni á vejg- um Ungmennafélags Is- lands og Islands án eitur- lyfja. Ráðstefnan verður haldin í Ráðhúsi Reykja- víkur 12. október nk. og hefst klukkan 16. Greipur Gíslason á sæti í undirbún- ingsnefnd fyrir þessa ráð- stefnu. Hann var spurður hvaða málefni bæri hæst í umræðum sem þar eiga að fara fram? „Við ætlum að einbeita okkur að starfi unglinga á menntaskólaaldri og af- þreyingu. Við ætlum að kynna fyrir hvert öðru ýmis verkefni sem verið er að vinna að víða um land á vegum unglinga og starfsfólks sem annast málefni unglinga á vegum sveitarfélaga. Einnig verð- ur kynnt starf ungmennahreyf- ingar Rauða krossins - URKI. Einnig verður kynnt starf Gamla apóteksins á Isafii’ði sem er kaffi- og menningarhús ungs fólks.“ - Fólk gæti haldið vegna nafns ráðstefnunnar, að hún ætti að fjalla uw áfengismál? „Það er fjarri lagi. Við ætlum að einblína á allt annað sem ungl- ingar eru að gera en drykkju og neyslu annarra vímuefna. Það er mín sannfæring að jákvæð af- þreying sé besta forvörnin á þess- um aldri. Ef fólk hefur nóg fyrir stafni er minni hætta á að það lendi í vandræðum vegna neyslu vímuefna. Ef fólk hefur nóg að gera hefur það ekki tíma til að sinna því slæma. Það er mín til- finning að á yngri árum geti for- eldrar og afstaða þeirra skipt sköpum í lífshlaupi fólks. En þeg- ar fólk kemst á menntaskólaald- urinn fara foreldrarnir að skipta aðeins minna máli, félagslífið tek- ur yfir og þá verður það að taka við unglingunum á ábyrgan og já- kvæðan hátt. Nafnið á ráðstefn- unni: „Jeg tarf ekki sjuss,“ segir allt sem segja þarf í þessum efn- um.“ - Hvers vegna völduð þið þetta nafrí! „Nafnið er tilvitnun í kvik- myndina Stella í orlofi, þar sem Stella drífur alkóhólistann og Svíann Salómon í veiðiferð, þar sem hún veitir honum jafnt af- þreyingu sem áfengi þangað til að honum verður Ijóst að hann þarf ekki á áfenginu að halda þar sem hann fær nóg „kikk“ úr laxveið- inni og þarf ekki á öðru að halda. Þetta er það sem við erum að benda á, ef fólk hefur nóg að gera þarf það ekki vímuefni." -En hvernig er staðan hjá unglingum landsins í þessum efn- um? „Ætla mætti af umræðum og umfjöllun í fjölmiðlum að stór hópur unglinga sé ekki í góðum málum, hópurinn er satt að segja ekki eins stór og ætla mætti. Langflestir eru á grænni grein og það viljum við benda á með ráðstefnunni. Við erum farin að óttast að hin neikvæða umræða sé til ills og geri ungl- ingum erfitt fyrir. Ráð- stefnan er haldin til að benda fjölmiðlafólki og sveitarstjómarmönn- um, sem og ráðamönnum þjóðar- innar, ásamt auðvitað ungling- unum sjálfum, á hvað ungt fólk er að gera og þar af leiðandi að hjálpa til við að fólk geti kynnst því sem hinir eru að gera í mál- efnum unglinga. Það er óþarfi að allir séu að „finna upp hjólið“, ► Greipur Gislason fæddist á ísafirði 12. júlí 1982. Hann lauk grunnskólaprófi 1998 og er nú nemandi í Menntaskólanum á ísafirði. Hann hefur unnið á sumrin við rekstur Morrans, sem er atvinnuleikhús ungs fólks í ísafjarðarba1. Hann er skátafor- ingi í skátafélaginu Einherjum- Valkyrjunni. Hann hefur einnig starfað í Litla leikklúbbnum á fsafirði og verið virkur í ýmsu öðru félagsstarfi. hver í sínu horni endalaust.“ - Hvað verður á dagskrá ráð- stefnunnar? „Það er aðeins ungt fólk sem kemur þar fram. Fyrst og fremst eru á dagskránni erindi sem ungt fólk víða af landinu flytur. Þar segir það frá starfi sínu og heima- byggð sinni. Auk erindanna verð- ur umfangsmikil skemmtidagskrá sem ungt fólk ber að sjálfsögðu veg og vanda af. Við ætlum að nota hverja einustu mínútu, hlé sem sjálfa ráðstefnuna, til þess að koma því að hvað ungt fólk er að gera í landinu." -Hvað verður helst skemmt- unar? „Unglingahljómsveitin Gleði- sveit kemur frá ísafirði til þess að skemmta í Ráðhúsinu, einnig kemur leikhópurinn Lago frá Grindavík og svo eru það kynn- amir tveir frá ísafirði sem tengja dagskrána á léttu nótunum. Og svo verður boðið upp á léttar veit- ingar eins og siður er á öllum góð- um ráðstefnum. Dagurinn endar með pallborðsumræðum þar sem í pallborði sitja þeir sem fluttu er- indi á ráðstefnunni ásamt fulltrú- um ungliðahreyfinga stjómmála- flokkanna. Ráðstefnan er öllum opin og menn hvattir til að mæta.“ - Hvað starf heldur þú að skili mestum árangri sem fyrirbyggj- andi vörn gegn vímuefnum? „Ég tel að íþróttir, skátastarf, hjálparstarf, tónlistarskólar og annað hefðbundið tómstundastarf fyrir unglinga skili sínu fólki á beinu brautina, en það þarf eitt- hvað fyrir hina sem finna sig ekki í þessu skipulagða starfi. Fyrir þá era t.d. staðir eins og Gamla apótekið á ísafirði kjörinn vettvangur. Ég tel mikilvægt að geta „hangið“ á góðum stað og spjallað við kunn- ingjana, án nokkurra hamlandi áhrifa eldra fólks, en þó samt þannig að séð sé til að ekki sé um að ræða vímuefnaneyslu á staðnum. Ég held að unglingar þurfi á stað að halda þar sem þeir geta „gert ekki neitt“ í félagsskap fólks á sínum aldri. Það er of lítið af slíkum stöðum. Vantar staði þar sem fólk getur„hang- ið“ eftir- litslítið og gert „ekkert“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.