Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 23 Sön«1ón- leikar Joan La Barbara í Salnum SÓPRANSÖNGKONAN, tón- skáldið og hljóðlistamaðurinn Joan La Barbara heldur söng- tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld og hefj- ast þeir kl. 20. Tónleikamir eru haldnir í tengslum við samkomu sem útgáfufyrir- tækið Smekk- leysa stendur fyrir og ber yfirskriftina „Orðið tónlist". Miðaverð er 1.500/ 1.000 kr.. Minningarsjóður Björgvins Guðmunds- sonar tónskálds NÝLEGA var stofnaður í Reykjavík Minningarsjóður Björgvins Guð- mundssonar tónskálds. Að sjóðnum standa nokkrir áhugamenn um tón- list Björgvins og er tilgangurinn sá að stuðla að útgáfu, flutningi og kynningu á verkum hans. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að leita stuðnings lista- manna, velunnara, útgáfufélaga og annarra. Björgvin fæddist á Rjúpnafelli í Vopnafirði 26. apríl 1891. Hann flutt- ist ungur til Kanada og bjó þar og starfaði um 20 ára skeið. Tónlist- arnám stundaði hann við Royal College of Music í London. Árið 1931 fluttist hann til Akureyrar ásamt eiginkonu sinni og dóttur og stjórn- aði þar Kantötukómum meðal ann- arra starfa. Þekktust verka Björg- vins era líklega íslands lag og Þei, þei og ró, ró en hann lét eftir sig mik- ið safn tónsmíða og hefur aðeins hluti þeirra verið gefinn út. Meðal nýrri útsetninga á lögum eftir Björgvin má nefna Þei, þei og ró, ró sem Guð- mundur Ingólfsson útsetti og kom út á geisladiski fyrir nokkram árum. Hinn 26. apríl á næsta ári verða liðin 110 ár frá fæðingu Björgvins og því hefur komið til tals að minnast þessara tímamóta með útgáfu geisla- disks með tónlist eftir hann. Á ferli sínum sem tónskáld, flytjandi og hljóðlistamaður hefur Joan La Barbara (f. 8. júní 1947) einbeitt sér að mannsröddinni sem fjölbreyti- legu hljóðfæri og gengið langt út fyrir öll hefðbundin mörk í verkum fyrir raddir, hljóðfæri og gagnvirka tækni. Hún hefur verið kölluð „einhver mesti raddsnillingur okkar tíma“ (San Francisco Examiner) og er mikilvirkur brautryðjandi í nútíma klassískri tónlist og hljóðlist. Hún á að baki einstak- an feril hvað varðar tilraunir og útvíkkun raddtækni, þar á meðal „multiphonics" (hljóð sem framleidd eru samtímis á tveim eða fleiri tónsviðum), hringsöng, spangól og radd- bandasmelli, sem era eins kon- ar vöramerki hennar. Á meðal þeirra verka sem flutt verða er verkið „Voice Windows“ sem La Barbara hef- ur unnið í samvinnu við ís- lensku tón- og myndbandslista- konuna Steinu Vasulka. Sýningu Olafar Birnu að ljúka MÁL VERKASÝNIN GU Ólafar Birnu Blöndal lýkur í Galleríi Reykjavík þriðjudaginn 10. október. A sýningunni er röð landslags- mynda og er inntak verkanna sótt til Mýrdals- og Möðrudalsöræfa með áherslu á birtu og litaskil í nátt- úrunni. Myndefni þetta hefur verið listakonunni hugleikið og veitt henni ómældan innblástur. Hæg eru heimatökin því Ólöf Birna er búsett á Egilsstöðum, segir í fréttatilkynn- ingu. Gallerí Reykjavík er opið virka daga kl. 13 til 18.1 dag, sunnudag, er opið frá kl. 14-16. 0 X M-2000 Sunnudagur 8. október LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚSIÐ Café9.net 12-12.30: Naked, dansdagskrá þar sem dansarar leitast viö aö finna upphaf hreyfingarinnar í tilfinn- ingu dansins. Flytjendur: Jóhann Freyr Björgvinsson, Sveinbjörg Þór- hallsdóttirog Kristján Eldjárn. Bún- ingahönnuöur Hildur Hafstein. 14-15: IVCP Language. Dagskrá í umsjón Haralds Karlssonar þar sem heimatilbúin hljóöfæri í Reykjavík, Heisinki og Brussel eru notuö til að móta og bjaga myndir og hljóð í öflug- um mynd- og hljóögervlum. Þessi at- burður er mikið sjónarspil. í Reykja- vík mun sjónlistaþingmaöurinn Bjarni Þórarinsson flytja gjörning þar sem hann kyrjar og stýrir sjónarspil- inu meö hreyfingum sínum meö þrýstinæmri plötu sem hann stendur á og Ijósnæmum kanónum sem staösettar veröa allt í kringum hann. www.cafe9.net Mánudagur 9. október LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚSIÐ Café9.net 16-18: Gestgjafar kynna verkefni og hjálpa gestum viö aö setja inn efni. www.cafe9.net Kínversk list í Ash- molean- safninu FUGL og lótusblóm er verk kúi- verska listamannsins Li Kuchan (1898-1983), og er meðal rúmlega þúsund verka kfnverskra Iista- manna sem finna má í Ashmolean- safninu f Oxford á Englandi. Ashmolean-safnið er hið fyrsta í Englandi sem tileinkar sérstök húsa- kynni kmverskri myndlist. „Mörg verkanna hafa aldrei verið sýnd áð- ur af þeirri einföldu ástæðu að það hefur ekki verið neitt rými til að sýna þau,“ sagði safnvörðurinn Shel- agh Vainker, en Kínadeild safnsins verður opnuð nk. miðvikudag. Orð í mynd á Netinu VERKIÐ Orð í mynd er unnið með styrk frá Lýðveldissjóði. Það á erindi við alla áhugamenn um íslenska tungu, kvikmynda- unnendur, sjónvarpsáhorfendur og þeirra sem vilja fást við þýð- ingar. Það er aðeins gefið út á Netinu og fjallar um þýðingar fyrir myndmiðla á Islandi í víðu samhengi. Rakin saga textunar Rakin er saga textunar í bíói allt frá tímum þöglu myndanna til útgáfu mynda á DVD-diskum og gerð grein fyrir mismunandi leiðum til að þýða myndefni. Megináhersla er þó lögð á sögu íslenska textans á skjánum frá því útsendingar Sjónvarpsins hófust 30. september 1966. Hlutfall erlends efnis á íslensk- um ljósvakamiðlum er skoðað með tilliti til umfangs þýðinga, en á tímabilinu 1986 til 1998 átt- faldaðist magn erlends efnis í sjónvarpi með tilkomu einkarek- inna stöðva. Verkið hefur að geyma leið- beiningar til þeirra sem vilja leggja fyrir sig skjátextagerð, drög að vinnureglum og fjölda raunveralegra dæma. Höfundar eru Jóhanna Þrá- insdóttir, Ólöf Pétursdóttir og Veturliði Guðnason. Bókhaldskerfi KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFENI 11. s. 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ . www.mbl.is Haust á Mallorca -glæsilegar verslunar og skemmtiferðir Mánai á netinn (E) fH IS Miðað er við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman. innifalið: Flug, gisting á Pil Lari Playa í 1 viku, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. 41.970b Miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting á Pil Lari Playa í 1 viku, ferðirtil og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. BEEŒBEECIj Urifn #c- A7R innn I/mIwifliinatoifiT • C AD1 1 f Cfl Blönduós • S: 452 4168 Borgames • S: 437 1040 DaMk'S: 466 1405 ísafjörður • S: 456 5111 Sauðárkrókur • S: 453 6262/896 8477 Akureyri* S: 462 5000 nom • o. h/o iuuu Egitsstaðir • S: 471 2000 Selfoss • S: 482 1666 vosnnannaoyjar *o.wi i*»ou Keflavík»S: 421 1353 Grindavík• S: 426 8060 Sbluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hliðasmára 15 • 200 Kópavogur Sími 535 2100 • Fax 535 2110 •Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is FERÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.