Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 23
Sön«1ón-
leikar Joan
La Barbara
í Salnum
SÓPRANSÖNGKONAN, tón-
skáldið og hljóðlistamaðurinn
Joan La Barbara heldur söng-
tónleika í Salnum í Kópavogi í
kvöld og hefj-
ast þeir kl. 20.
Tónleikamir
eru haldnir í
tengslum við
samkomu sem
útgáfufyrir-
tækið Smekk-
leysa stendur
fyrir og ber yfirskriftina „Orðið
tónlist". Miðaverð er 1.500/
1.000 kr..
Minningarsjóður
Björgvins Guðmunds-
sonar tónskálds
NÝLEGA var stofnaður í Reykjavík
Minningarsjóður Björgvins Guð-
mundssonar tónskálds. Að sjóðnum
standa nokkrir áhugamenn um tón-
list Björgvins og er tilgangurinn sá
að stuðla að útgáfu, flutningi og
kynningu á verkum hans.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná
með því að leita stuðnings lista-
manna, velunnara, útgáfufélaga og
annarra.
Björgvin fæddist á Rjúpnafelli í
Vopnafirði 26. apríl 1891. Hann flutt-
ist ungur til Kanada og bjó þar og
starfaði um 20 ára skeið. Tónlist-
arnám stundaði hann við Royal
College of Music í London. Árið 1931
fluttist hann til Akureyrar ásamt
eiginkonu sinni og dóttur og stjórn-
aði þar Kantötukómum meðal ann-
arra starfa. Þekktust verka Björg-
vins era líklega íslands lag og Þei,
þei og ró, ró en hann lét eftir sig mik-
ið safn tónsmíða og hefur aðeins hluti
þeirra verið gefinn út. Meðal nýrri
útsetninga á lögum eftir Björgvin má
nefna Þei, þei og ró, ró sem Guð-
mundur Ingólfsson útsetti og kom út
á geisladiski fyrir nokkram árum.
Hinn 26. apríl á næsta ári verða
liðin 110 ár frá fæðingu Björgvins og
því hefur komið til tals að minnast
þessara tímamóta með útgáfu geisla-
disks með tónlist eftir hann.
Á ferli sínum sem tónskáld,
flytjandi og hljóðlistamaður
hefur Joan La Barbara (f. 8.
júní 1947) einbeitt sér að
mannsröddinni sem fjölbreyti-
legu hljóðfæri og gengið langt
út fyrir öll hefðbundin mörk í
verkum fyrir raddir, hljóðfæri
og gagnvirka tækni. Hún hefur
verið kölluð „einhver mesti
raddsnillingur okkar tíma“
(San Francisco Examiner) og
er mikilvirkur brautryðjandi í
nútíma klassískri tónlist og
hljóðlist. Hún á að baki einstak-
an feril hvað varðar tilraunir og
útvíkkun raddtækni, þar á
meðal „multiphonics" (hljóð
sem framleidd eru samtímis á
tveim eða fleiri tónsviðum),
hringsöng, spangól og radd-
bandasmelli, sem era eins kon-
ar vöramerki hennar.
Á meðal þeirra verka sem
flutt verða er verkið „Voice
Windows“ sem La Barbara hef-
ur unnið í samvinnu við ís-
lensku tón- og myndbandslista-
konuna Steinu Vasulka.
Sýningu
Olafar
Birnu að
ljúka
MÁL VERKASÝNIN GU Ólafar
Birnu Blöndal lýkur í Galleríi
Reykjavík þriðjudaginn 10. október.
A sýningunni er röð landslags-
mynda og er inntak verkanna sótt
til Mýrdals- og Möðrudalsöræfa
með áherslu á birtu og litaskil í nátt-
úrunni. Myndefni þetta hefur verið
listakonunni hugleikið og veitt
henni ómældan innblástur. Hæg eru
heimatökin því Ólöf Birna er búsett
á Egilsstöðum, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Gallerí Reykjavík er opið virka
daga kl. 13 til 18.1 dag, sunnudag,
er opið frá kl. 14-16.
0 X M-2000
Sunnudagur 8. október
LISTASAFN REYKJAVÍKUR
- HAFNARHÚSIÐ
Café9.net
12-12.30: Naked, dansdagskrá þar
sem dansarar leitast viö aö
finna upphaf hreyfingarinnar í tilfinn-
ingu dansins. Flytjendur: Jóhann
Freyr Björgvinsson, Sveinbjörg Þór-
hallsdóttirog Kristján Eldjárn. Bún-
ingahönnuöur Hildur Hafstein.
14-15: IVCP Language. Dagskrá í
umsjón Haralds Karlssonar þar sem
heimatilbúin hljóöfæri í Reykjavík,
Heisinki og Brussel eru notuö til að
móta og bjaga myndir og hljóð í öflug-
um mynd- og hljóögervlum. Þessi at-
burður er mikið sjónarspil. í Reykja-
vík mun sjónlistaþingmaöurinn
Bjarni Þórarinsson flytja gjörning þar
sem hann kyrjar og stýrir sjónarspil-
inu meö hreyfingum sínum meö
þrýstinæmri plötu sem hann stendur
á og Ijósnæmum kanónum sem
staösettar veröa allt í kringum hann.
www.cafe9.net
Mánudagur 9. október
LISTASAFN REYKJAVÍKUR -
HAFNARHÚSIÐ
Café9.net
16-18: Gestgjafar kynna verkefni og
hjálpa gestum viö aö setja inn efni.
www.cafe9.net
Kínversk
list í Ash-
molean-
safninu
FUGL og lótusblóm er verk kúi-
verska listamannsins Li Kuchan
(1898-1983), og er meðal rúmlega
þúsund verka kfnverskra Iista-
manna sem finna má í Ashmolean-
safninu f Oxford á Englandi.
Ashmolean-safnið er hið fyrsta í
Englandi sem tileinkar sérstök húsa-
kynni kmverskri myndlist. „Mörg
verkanna hafa aldrei verið sýnd áð-
ur af þeirri einföldu ástæðu að það
hefur ekki verið neitt rými til að
sýna þau,“ sagði safnvörðurinn Shel-
agh Vainker, en Kínadeild safnsins
verður opnuð nk. miðvikudag.
Orð í mynd á Netinu
VERKIÐ Orð í mynd er unnið
með styrk frá Lýðveldissjóði.
Það á erindi við alla áhugamenn
um íslenska tungu, kvikmynda-
unnendur, sjónvarpsáhorfendur
og þeirra sem vilja fást við þýð-
ingar. Það er aðeins gefið út á
Netinu og fjallar um þýðingar
fyrir myndmiðla á Islandi í víðu
samhengi.
Rakin saga textunar
Rakin er saga textunar í bíói
allt frá tímum þöglu myndanna
til útgáfu mynda á DVD-diskum
og gerð grein fyrir mismunandi
leiðum til að þýða myndefni.
Megináhersla er þó lögð á sögu
íslenska textans á skjánum frá
því útsendingar Sjónvarpsins
hófust 30. september 1966.
Hlutfall erlends efnis á íslensk-
um ljósvakamiðlum er skoðað
með tilliti til umfangs þýðinga,
en á tímabilinu 1986 til 1998 átt-
faldaðist magn erlends efnis í
sjónvarpi með tilkomu einkarek-
inna stöðva.
Verkið hefur að geyma leið-
beiningar til þeirra sem vilja
leggja fyrir sig skjátextagerð,
drög að vinnureglum og fjölda
raunveralegra dæma.
Höfundar eru Jóhanna Þrá-
insdóttir, Ólöf Pétursdóttir og
Veturliði Guðnason.
Bókhaldskerfi
KERFISÞRÓUN HF.
FÁKAFENI 11. s. 568 8055
http://www.kerfisthroun.is/ .
www.mbl.is
Haust á
Mallorca
-glæsilegar verslunar og skemmtiferðir
Mánai
á netinn
(E) fH IS
Miðað er við að 2 fullorðnir og 2 börn 2ja-11 ára ferðist saman.
innifalið: Flug, gisting á Pil Lari Playa í 1 viku, ferðir til og frá
flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn.
41.970b
Miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman.
Innifalið: Flug, gisting á Pil Lari Playa í 1 viku, ferðirtil og frá
flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn.
BEEŒBEECIj Urifn #c- A7R innn I/mIwifliinatoifiT • C AD1 1 f Cfl
Blönduós • S: 452 4168 Borgames • S: 437 1040 DaMk'S: 466 1405 ísafjörður • S: 456 5111 Sauðárkrókur • S: 453 6262/896 8477 Akureyri* S: 462 5000 nom • o. h/o iuuu Egitsstaðir • S: 471 2000 Selfoss • S: 482 1666 vosnnannaoyjar *o.wi i*»ou Keflavík»S: 421 1353 Grindavík• S: 426 8060
Sbluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hliðasmára 15 • 200 Kópavogur
Sími 535 2100 • Fax 535 2110 •Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is
FERÐIR