Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 39 MINNINGAR Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna, Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þinn tengdasonur, Óskar Gísli. Við fráfall ástkærs tengdaföður á borð við Vilhelm Guðmundsson hlað- ast upp endurminningar í ríkari mæli en hægt að greina frá nema að tak- mörkuðu leyti. Kynni okkar hófust íyrir um hálf- um öðrum áratug er við Kidda dóttir hans hófum sambúð sem síðan leiddi til hjónabands. Aldrei hefur fallið skuggi á samband okkar og tengda- foreldra minna síðan, sem fyrst og síðast er að þakka hjartalagi þeirra beggja. Það sem mér fannst bera hæst í fari Villa var hvað hann setti aðra ávallt í fyrirrúm og vék ekki að sjálf- um sér fyrr en hann var orðinn úr- kula vonar um að aðrir þyrftu á hjálp hans að halda. Skipti þá engu hvort um var að ræða nákomna ættingja eða aðra alls óskylda. Hann var ekki einn um þessa lífs- sýn því hann naut fyllsta stuðnings Óldu konu sinnar í þessu hjálpar- stai-fi í þá rúma fjóra áratugi sem þau voru samvistum. Þessi náungakær- leikur er að vísu uppistaðan í krist- inni trú en ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar kynnst annarri eins ræktar- semi á þessu sviði. Fyrir Villa og Öldu var þetta hinsvegar jafn eðlileg- ui' þáttur í daglegu lífi og að draga andann. Villi var einstaklega duglegur og eljusamur maður sem aldrei féll verk úr hendi meðan hann lifði. Hann og Alda bjuggu fjölskyldu sinni fallegt heimili þótt launin væru lág og komu fimm góðum bömum sínum til manns. Þetta þætti mikið afrek út af fyrir sig þótt ekki kæmi til „stóriðja" þeirra hjóna í hjálpsemi sinni við aðra eins og raun bar vitni. Fyrir nokkrum mánuðum ákváðu þau Villi og Alda að hægja aðeins ferðina og seldu húsið sitt í Ljárskóg- um og keyptu sér rúmgóða íbúð á Barðastöðum í Grafarvogi og hugðu nú á náðuga daga á efri árum enda virtist heilsan í góðu lagi og þægilegt ævikvöld framundan. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er því þau voru tæpast búin að taka upp úr kössum þegar Villi veikt- ist. Veikindastríðið stóð hinsvegar skamman tíma og tók snögglega enda 2. október síðastliðinn. Ég veit að Guð almáttugur skipar Villa veglegan sess á himnum eftir öll góðverkin í jarðlífinu. Það verður okkur sem eftir lifum huggun í því mikla tómarúmi sem hann skilur eftir sig. Guð blessi minningu hans. Atli Edgarsson. Elsku afi Villi. Okkur langar til að þakka fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, ferðimar niðui- á tjörn, í Kolaportið, á höfnina og fleira. Það var alltaf gaman þegar við vorum hjá ykkur ömmu. Þegar við fórum snemma á fætur og færðum ömmu morgunmat í rúmið og fengum okkur síðan „súllepo" sem er sérstök blanda af morgunmat sem þú fannst upp og nefndir. Við lofum því að passa vel upp á ömmu og halda áfram að gera skemmtilega hluti með henni. Okkur þótti svo vænt um þig og söknum þín svo mikið en sem betur fer eigum við mikið af fallegum minningum sem við varðveitum. Við vitum að þú situr núna með Guðlaugu frænku í fanginu og fylgist með okkur og verndar. Láttu nú ljósið þitt, logaviðrúmiðmitt. Hafðuþarsessogsæti, signaðiJesúsmæti. (Höf. ók.) Hvíl í friði, elsku afi. Þín bamaböm, Alda Guðlaug, Bryndís Ósk, Ragnar Bjöm og Hanna Liv. Elsku Villiminn. Aldrei gmnaði mig að kveðju- stundin kæmi svona fljótt. Þú varst alltaf sérstakur frændi í huga mínum þar sem þú varst alltaf svo góður við mig. Ég vil þakka þér fyrir árin sem ég ólst upp með þér hjá ömmu í Granaskjólinu. Ég á margar góðar minningar þaðan sem ég geymi í hjarta mínu nú þegar þú ert farinn. Þetta eru minningar um þann góða dreng sem þú hafðir að geyma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Kg umveQi blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þótt þú sért horfinn úr heimi. ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir umókomnatíð. (Þórunn Sig.) Elsku Alda, Kidda, Mummi, Ragna, Linda og Halldór og aðrh- aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan guð að styrkja ykkur á þessum sorgartíma. Þín frænka, Erla. Það var fyrsti dagur í sumarvinnu fyrir 45 árum. Væntanlegir vinnufé- lagar í blikksmiðju JBP voru misvel upplagðir þennan morgun, sumir með stírur í augum, aðrir skapstirðir eins og gengur en flestir þögulir og fremur skeytingarlitlir um þennan renglulega fimmtán ára skólastrák. Einn skar sig þó úr hópnum er hann bauð óvart góðan daginn með nokkuð hvellri en þó vingjarnlegri rödd. Ég leit sem snöggvast upp úr feimninni og á laglegan, myndarleg- an, vingjarnlegan, skælbrosandi og svo ofboðslega rauðhærðan mann að ekki þurfti annan ljósgjafa í verk- smiðjusalnum. Þetta var hann Villi sem hafði lag á því að blása burt alla feimni og láta öllum líða vel í návist sinni enda fyrir- fannst ekki svo daufleg tilvera að hann lífgaði ekki upp á hana án fyrir- hafnar hvað þá að vita af því. Af þeim ástæðum fyrst og fremst á ég afskap- lega góðar minningar um þennan vinnustað. Blikksmíði er afar krefjandi iðn- grein þar sem orðtækið „í upphafi skal endinn skoða“ á betur við en um flestar aðrar greinar. Hún gerir að auki miklar kröfur til djúprar þekk- ingar á efni og tækjum auk ná- kvæmni í vinnubrögðum svo ekki sé minnst á tilfinningu fyrir flatarmáli og mmfræði. Það fór ekki fram hjá neinum að Villi var afburða fagmaður og þurfti því engan að undra að hann væri kall- aður til að kenna iðgrein sína í Iðn- skólanum í Reykjavík um ái'atuga skeið en á þeim vettvangi áttum við gott samstarf enn á ný um nokkra hríð. Mér hlýnaði þessvegna mjög um hjartarætur þegar Atli sonur minn gekk að eiga Kristínu Sólveigu dóttur Villa og Öldu hans ágætu eiginkonu. Hjónaband Villa og Öldu, baj'nalán þeirra og samheldni í blíðu og stríðu var með fádæmum. Fráfall Villa átti sér ekki langan aðdraganda. Alda horfir nú skyndi- lega á bak ástríkum eiginmanni, börn og tengdabörn eftir umhyggjusöm- um föður, tengdaföður og vini og barnabörnin fá ekki lengur að sitja í fanginu á þessum öndvegisafa. Þeirra söknuður er mikill og einlægur enda var allur æviferill hans hlaðinn góð- mennsku, tillitssemi og umhyggju. Við Hanna flytjum Öldu og afkom- endum þeirra hlýjar samúðarkveðjur á þessum sorgartímum. Edgar Guðmundsson. Elsku Villi frændi! Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér íyrir allt það góða sem þú hefur alltaf sýnt mér og fjölskyldu minni. Alltaf varstu léttur í lund og gerðir oft góðlátlegt grín að ýmsu sem um dagana hafði drifið og árin sem þú varst ungur drengur vestur á Þing- eyri við Dýrafjörð. Síðar fluttust þið amma á Fálkagötuna og var ég þar mikið, enda stutt að fara er ég bjó hjá foreldrum mínum á Reynimelnum. Ég man hvað þú varst duglegur að byggja nýja húsið þitt í Granaskjól- inu. Þú varst nýfluttur inn er ég missti móður mína ung að aldri og tókstu mér opnum örmum ásamt Öldu eiginkonu þinni og ömmu. Ég hefði ekki getað fengið betra heimili. Hjá ykkur var mér var sýnd mikil ást og væntumþykja og fann ég ávallt hlýhug ykkar til mín. Er þú starfaðir í Blikksmiðju J.B.P. við Vesturgötuna voru ófá skiptin sem ég kom þangað til að vera þér samferða heim úr vinnunni. Mik- ill smiður varstu og hafðir gaman að gera fallega hluti. Ég man hvað þú varðst ánægður þegar þú byrjaðir að kenna í Iðnskólanum og hvað þú hafðir gaman af að kenna syni mínum og vinum hans suðu og smíði er þeir voru við nám í vélaverkfræðideild Háskólans. Einnig vil ég þakka ykkur Öldu hve góð þið voruð alltaf að hugsa um ömmu og hafa hana á heimilinu öll ár- in sem hún lifði, enda vildi hún hvergi annarsstaðar vera en hjá ykkur og segir það sína sögu. Kveð ég þig með sámm söknuði og þakka þér fyrir allt elsku Villi. Ég og fjölskylda mín senda samúð- arkveðjur til Öldu, barna og barna- barna og megi góður guð gefa þeim styrk í sorg sinni. Helga Vallý. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan \ W-Í5 _ * sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. + Ástkær unnusti minn, sonur okkar, tengda- sonur, bróðir og mágur, ÁGÚST ÞÓR ÞÓRSSON, Sogavegi 109, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 10. október kl. 15.00. Erla Rut Kristínardóttir, Helga Hallbjörnsdóttir, Egill Ólafsson, Þór Ottesen, Brynhildur Ólafsdóttir, Kristín Viðarsdóttir, Jónas Rútsson, Hallbjörn Eðvarð Þórsson, Anna María Magnúsdóttir, Fjóla Helgadóttir, Einar Rúnar Friðbjörnsson, Anna Lovísa, Áslaug, Brynja, Bjarki, Kristinn Viðar og Heiða Björg. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AUÐUR GUÐRÚN ARNFINNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áðurtil heimilis í Lönguhlíð 19, andaðist miðvikudaginn 4. október. Útför hennar verður gerð frá Háteigskirkju fimmtudaginn 12. október kl. 13.30. Karen Guðmundsdóttir, Guðmunda Gunnur Guðmundsdóttir isfeld, Ingþór isfeld, Auður Inga Ingvarsdóttir, Guðjón Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, AAGE R. L'ORANGE, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju mánu- daginn 9. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. Anna S. L'Orange, Emilía L'Orange og fjölskyldur. + Þökkum öllum þeim, er sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs unnusta míns, sonar okkar, bróður, mágs, frænda og tengdasonar, KRISTJÁNS BJÖRNSSONAR löggilts fasteignasala, Langholtsvegi 186, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Helga Berglind Valgeirsdóttir, Sigrún Oddgeirsdóttir, Björn B. Kristjánsson, Oddgeir Björnsson, Rósa I. Jónsdóttir, Matthías Björnsson, Anna E. Gunnarsdóttir, Birna Rún Björnsdóttir, Hildur Rún Björnsdóttir, Hallur G. Hilmarsson, systkinabörn, Soffía R. Ragnarsdóttir, Valgeir Ingi Ólafsson, Kristín Anný Jónsdóttir, Jón Ómar Valgeirsson. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför SIGURVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, dvalarheimilinu Kjarnalundi, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimiiis- ins Kjarnalundar og starfsfólks lyflækninga- deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Svava Ásta Jónsdóttir, Guðmundur Örn Árnason, Haukur Árnason, Þórunn Árnadóttir, Svava Árnadóttir, Guðjón Steinþórsson, Sólveig Runólfsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Tómas Agnar Tómasson, Jón Guðnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.