Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000 35 I I I i varlegar þjóðfélagslegar afleiðingar í þessum löndum. Terminator-tækn- in felur í sér að þrjú gen eru grædd í fræin sem síðan eru meðhöndluð með sýklalyfjum. Plöntur sem vaxa upp frá þessum fræjum verða síðan ófrjóai’. Vísindamenn hafa einnig áhyggjur af því að frjóduft frá þess- um ófrjóu plöntum geti borist í plönt- ur í umhverfinu og gert þær ófrjóar. Líftæknifyrirtæki hafa reynt að komast yfir tæknina, og nú hefur bandaríska landbúnaðarráðuneytið veitt samþykki fyrir notkun hennar. Ahugi á þessari tækni er mikill, hún myndi gera líftæknifyrirtækjum kleift að ná inn því fjármagni sem þau hafa lagt í þróun á erfðabreyt- ingum í plöntum. Einkaleyf! flöskuháls Líftækni í landbúnaði hefur verið nefnd sem eitt öflugasta vopn sem fært hefur verið í hendur rannsak- enda í landbúnaði og eru erfðabætur á grjónum sem þróuð hafa verið í Evrópu sagðar vera gott dæmi um góðan árangur. I Science (11. ágúst) er rakin barátta Inge Potrykus, sem kom hingað til lands, við að koma erfðabreyttum A-vítamínbættum grjónum í hendur bænda í þróunar- löndunum. Barátta hans hefur verið við handhafa einkaleyfis á tækniað- ferðum sem hann hefur notað við þróun á hinum gullnu grjónum. Potr- ykus segist hafa eytt ári í að semja við einkaleyfishafa erfðatækninnar. Monsanto, sem hefur einkaleyfi á ákveðnum þáttum í genaflutningi, hefur ákveðið að gefa eftir einkaleyf- isþóknun sína. Haft er eftir Potrykus að hann vonist til að aðrir einkaleyf- ishafar geri slíkt hið sama innan tveggja mánaða. I greininni er bent á hvernig einkaleyfisréttur getur verið eins og flöskuháls þegar koma á af- rakstri líftækniþróunar á markað, en það getur þurft 26-70 einkaleyfis- skyldar tækniaðferðir til að koma á genaflutningi. Framtíðin dyós I dag veit enginn hvernig líftækni í landbúnaði mun þróast í framtíðinni. Talsmenn líftæknifyrirtækja full- yrða að öllum reglum sé fylgt og þeir tryggi víðtækar prófanir á öllum erfðabreyttum matvælum. Ferlið sé allt byggt á vísindum og endurskoð- að af fjölda sérfræðinga, innlendra sem erlendra. Kerfið hafi staðist væntingar og það hafi komið í veg fyrir möguleg vandamál og er brasil- íuhnetan nefnd sem dæmi, í hana hafði verið grætt gen úr sojabaun- um, en hún reyndist síðan valda of- næmi. Evrópudómstóllinn hefur ákveðið að lönd innan sambandsins geti ekki einhliða ákveðið að hafna erfðabreyttum matvælum hafi þau áður verið samþykkt af ESB. Helm- ingur innfluttra sojabauna til Japan er erfðabreyttur og nú hafa jap- anskir neytendur þrýst á innlend fyrirtæki um að nota aðeins soja- baunir sem ekki eru erfðabreyttar í matvæli eins og tofu. Margar Asíu- þjóðir, þar á meðal Indverjar, hafa lýst því yfir að þeir muni bjóða upp á sojabaunamjöl sem ekki hafi verið erfðabreytt og verði það rannsakað áður en vottorð verða gefin út. Kórea hefur ákveðið að aðeins 3% af mat- vælum megi verða erfðabreytt. Stofnuð hafa verið alþjóðasamtök um öryggisstaðla fyrir erfðabreytt matvæli. Samtökin héldu fund í Jap- an í mars sl. með þátttöku 33 ríkja og 24 áhugamannahópa og var þar sam- þykkt að reynt yrði fyrir árið 2003 að þróa aðferðir til að meta áhættu af erfðabættum matvælum. Umræðunni um erfðabreytt mat- væli er ekki lokið, hún er ef til vill rétt að hefjast. Hcimildir: 1. Bette Hilemann, „Clash over biotech food policies“, Chemical & Engineering News, 13. des. 1999. 2. Michael Heylin, „A Biotech’s Promise clouded by consumer fear“. Chemical & Engineering News, 16. des.1999. 3. Dennis Normile, „Monsanto donates its share of golden rice“, Science, 11. ágúst 2000. „Task force meets on GM food risks“, Inform, júní 2000. 4. Les G. Firbank og Frank Forcella, „Genet- ically modifíed crops and farmland bio- versity", Science, 1. sept. 2000. 6. Vefsíðan PubMed, „Safety evaluation and risk assessment of the herbicide Roundup and its active ingredient, glyphosate, for humans“. Vefsíða Organic Gardening: „Roundup kills more than weeds“. 6. „USA to commercialize terminator techno- logy“, Science, 4. ágúst 2000. Golfferðir — Sólarlandaferðir Samið um ráðgjöf við kræklingarækt SKRIFAÐ var í fyrradag undir sam- starfssamning til fimm ára milli Dýralæknaháskólans á Prince Edwai’d-eyju í Kanada og Veiði- málastofnunar í Ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu. Auk fulltrúa samningsaðila skrifuðu Guðni Ágústsson landbúnaðaiTáðherra og kanadíski þingmaðurinn Chester Gillan undir samninginn sem vottar. „I samningnum kemur m.a. fram að Kanadamenn veiti ráðgjöf, að- stoði við þjálfun og standi að nám- skeiðahaldi fyrir kræklingaræktend- Tölulegar aðgerðir við forgangs- röðun AÐGERÐARANNSÓKNAFÉLAG Islands heldur fund miðvikudaginn 11. október um notkun tölulegra að- ferða við að forgangsraða opinberum framkvæmdum. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum frá kl. 16.15 en dagskráin sjálf hefstkl. 16.30. Fund- urinn verður haldinn í Tæknigarði við Dunhaga. „Snjólfur Ólafsson, prófessor í við- skipta- og hagfræðideild, segir frá reiknilíkani sem lokið var við að þróa árið 1998 en það lá til grundvallar hafnaráætlunar fyrir árin 1999-2002 sem samþykkt var af Alþingi í árs- byrjun 1999. Páll Jensson, prófessor í verkfræðideild, ræðir um mögu- leika á að beita tölulegum aðgerðum (m.a. svokallaðri AHP aðgerð) sem lið í því að forgangsraða rirkjunar- möguleikum en mikil vinna er hafin við það þótt hún sé stutt á veg kom- in,“ segir í fréttatilkynningu. ur hér á landi. Þeir munu einnig taka á móti íslendingum sem hafa áhuga á að kynna sér kræklingarækt í Kan- ada. Jafnframt hafa Kanadamenn boðist til að taka við íslenskum há- skólanemum í framhaldsnám í rækt- un og líffræði skeldýra. Þá er stefnt að alþjóðlegri ráðstefnu á íslandi um skeldýrarækt í samvinnu við Kan- adamenn. Verkefni Veiðimálastofn- unar á sviði kræklingaræktar eru m.a. unnin í samvinnu við Hafrann- sóknastofnun og felast í upplýsinga- öflun, miðlun og ráðgjöf til áhuga- manna um kræklingarækt. Nánari upplýsingar um þessi verkefni er að finna á heimasíðu Veiðimálastofnun- ar. Verið er að vinna að skýrslu um úttekt á kræklingarækt á Islandi sem gefin verður út í lok ársins. Fyrr á þessu ári var farið til Prince Edward-eyju í Kanada til að kynna sér kræklingarækt, en þar hafa menn náð góðum tökum á rækt- un kræklings og hafa þeir staðið vel að uppbyggingu kræklingaræktar, sem nýta má sem fyrirmynd til að byggja upp þessa atvinnugrein á ís- landi,“ segir í fréttatilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu. um ferðir til Kanarí Skoðunarferð á fimm stjörnu hótel. Golf og hvíld á frábærum stað í Purerto Rico, Kanaríeyjum, í eina til tvær vikur. Þeir sem hafa áhuga, hafið samband við golfvöruverslunina HAGA ehf., Malarhöfða 2a., símar 587 1565, 898 6405, 699 3380 og 698 8721. vf>mbl.is LLTAf= dTTH\//K-CJ A/Ý / / ------*-+-*------ Kynning'ar- fundur ITC Hörpu ITC-DEILDIN Harpa heldur þriðjudaginn 10. október kl. 20 í Reykjavík kynningarfund í Sóltúni 20. Þangað eru allir velkomnir sem vilja kynna sér starfsemi ITC sem miðast að því að gera félögum sín- um kleift að tjá sig af öryggi og æfa sig í skipulögðum vinnubrögðum í félagsstarfi á skemmtilegan og ódýran hátt, segir í fréttatilkynn- ingu. ITC Harpa fundar 2. og 4. hvern þriðjudag í mánuði í Sóltúni 20, kl. 20. Fundir eru öllum opnir án skuld- bindinga. Heimasíða ITC Hörpu er http://members.xoom.com/itcharpa/ -----------f->-4------ Valin vinsæl- asta dansparið DANSPARINU ísaki N. Halldórs- syni og Helgu Dögg Helgadóttur, Dansíþróttafélaginu Hvönn, Kópa- vogi, hlotnaðist sá heiður að vera boðin þátttaka í tveimur dansmótum á dögunum. Það íyrra var haldið í Austurríki um helgina og það síðara verður í Þýskalandi í lok október. Fyrri keppnin var haldin í Austur- ríki og var danspörum frá 12 þjóðum boðin þátttaka. Keppt var í fjórum borgum á fjórum dögum. Fyrsta keppnin fór fram í borginni Babliz og kepptu þau þar í sígildu dönsunum. Þar höfnuðu þau í 4. sæti. Næsta dag var keppt í Linz í 10 dönsum saman- lögðum og var þetta aðalkeppnin. Þar höfnuðu þau einnig í 4. sæti. Á laugardeginum var keppt bæði í suð- ur-amerísku dönsunum og sígildu dönsunum í St. Pölten. Þau kræktu sér í bronsverðlaun í suður-amerísku dönsunum og 4. sætið í þeim sígildu. Ásamt því voru þau kosin vinsælasta dansparið af áhorfendum. Keppninni lauk síðan í Böhlerwerk á sunnudag með keppni í suður-amerísku döns- unum og höfnuðu þau þar í 5. sætinu. Tilbúinn á riúpuna? Fleece peysur frá kr. 3.990, GPS staðsetningartæki frá kr. 15.330,' Sjónaukar frá kr. 2.440,- Attaviti kr. 1.890,- Haglabyssur frá kr. 8.990,- Margar gerðir. Gönguskór, Meindl Island kr. 17.900,- Nærfatnaður, bolur og buxur frá kr. 6.270,- Rjúpnavesti kr. 7.980,- Gore-Tex jakki kr. 29.980,- Rjúpnaskot 36 gr. 25 stk. frá kr. 480,- Skotbelti frá kr. 1.650,- Vettlingar, grifflur frá kr. 720,- Rjúpnakippur, leður frá kr. 720,- Utanyfirbuxur. Mikið úrval. Gore-Tex legghlífar, frá kr. 5.290,- Göngusokkar frá kr. 990,- Sjúkrapúðar frá kr. 1.680,- Neyðarblys frá kr. 1.490,- Skotveiðimenn, sýnum aðgát við meðferð skotvopna og látum vita af ferðum okkar. Göngum vel um landið og tínum upp tóm skothylki. Berum virðingu fyrir bráðinni og afkomu stofnsins. Njóttu útilífsins með búnaði frá okkur. UTILIF Munið eftir fríkortinu! GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is EINN. TVEIROG ÞRÍR 179.032
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.