Morgunblaðið - 08.10.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Söguspegill
dansks
samfélags
__Danska blaðakonan og rithöfundurinn Lise_
N^rgaard, sem meðal annars er höfundur hinna vin-
sælu sjónvarpsþátta Matador, kom í heimsókn hingað
til lands í tilefni af útkomu bókar hennar „Bara
stelpa“ á íslensku. Hæfíleikinn til að segja sögur
víkur aldrei langt frá henni og í samtali við Fríðu
Björk Ingvarsdóttur um danskan raunveruleika í
fortíð og samtíð sagði hún meðal annars sögur af sér
og vinkonu sinni Tove Ditlevsen.
LISE N0rgaard er hlutverk sagnaþul-
arins greinilega í blóð borið, allt
verður henni tilefni til lítillar sögu,
meira að segja það hvemig hún kvef-
aðist fyrr í vikunni. Verk hennar hafa náð mikl-
um vinsældum í Danmörku og víðar, enda líta
sumir á þau sem söguspegil dansks samfélags
og tíðaranda.
Lise segir þá skoðun eiga rætur sínar að
rekja til sjónvarpsþáttanna Matador og
tveggja binda ævisögu hennar „Bara stelpa“,
en fyrra bindi hennar kom út á íslensku í sum-
ar. Kvikmynd sem gerð var eftir bókunum var
aukinheldur sýnd í sjónvarpinu í síðustu viku.
„Ég vona að seinna bindið komi fljótlega út
hérna, því bækurnar eru svo ólíkar kvikmynd-
inni,“ segir hún. „Sumt er alveg sannleikanum
samkvæmt í myndinni en annað er ólíkt raun-
veruleikanum. Faðir minn var til dæmis ekki
svona mikill kjáni. Hann var auðvitað karl-
remba eins og allir karlmenn í hans tíð, fyrr-
verandi eiginmaður minn vai- það líka enda
höfðu mæður þeirra kennt þeim að vera þann-
ig. En faðir minn var jafnframt endurreisnar-
maður, hann hafði yndi af mat, víni og gleð-
skap. Hann var gáfaður og skemmtilegur og
brá oft á leik. Hann fór með okkur í óperuna
frá unga aldri og kenndi okkur um tónlist og
góðar bókmenntir. Ég á honum svo margt að
þakka að ég er eilítið vonsvikin yfir því að sjá
hann leikinn eins og gamlan kjána.“
„Ég vissi þó að þetta gæti gerst, því ég hef
sjálf unnið við kvikmyndir. Leikstjóri getur
breytt svo mörgu án þess að breyta textanum,
eins og t.d. í enda myndarinnar þar sem hann
túlkar barnfóstruna eins og fangavörð úr þýsk-
um útrýmingarbúðum. Bamfóstran sem við
höfðum var yndislega manneskja. Þó textinn í
handritinu sé eins og hann á að vera þá er and-
rúmsloftið í myndinni óvinsamlegt, fóstran
tekur harkalega á börnunum þó línurnar sem
hún hefur gefi ekki tilefni til þess. Börnin mín
voru sár þegar myndin var sýnd, þau voru
aldrei yfírgefin með þessum hætti,“ segir Lise.
„Sjálf óskaði ég þess að ég hefði verið fallin frá,
eins og Kennedy og Malcolm X og Mata Hari,
þegar gerðar voru myndir um ævi þeirra,“
heldur hún áfram og hlær. „Samt er kvikmynd-
in ágæt, sérstaklega ef maður þekkir ekki til
þeirra staðreynda sem hún byggir á. Og við
leikstjórinn erum ágætir vinir.“
Hægt að flakka hvert sem er á pappír
Mörgum finnst eins og hið sögulega sam-
hengi sem er svo áberandi í „Bara stelpa“ hafa
glatast í myndinni. Lise segir það fyrst og
fremst eiga sér tæknilegar ástæður. „Bækur
eru þess eðlis að það er hægt að ferðast hvert
sem er á pappímum, ímyndunaraflið getur
flakkað um heima og geima. Öðru máli gegnir
um kvikmyndir, kostnaðurinn fer fram úr öllu
hófi ef maður leyfir sér slíkt. Pess vegna er
manni þrengri stakkur sniðinn, því miður. Það
var einmitt út af þessu sem við hættum með
Matador, sögupersónumar vom komnai- út um
hvippinn og hvappinn eins og gengur í lífinu og
það var orðið of flókið og fjárfrekt að halda
framleiðslunni áfram í samræmi við það hvern-
ig sagan þróaðist."
Lise er af þýskum ættum og lýsir þeirri arf-
leifð fjölskyldu sinnar af miklu næmi í „Bara
stelpa“. í stríðinu var Danmörk hersetin af
Þjóðverjum og margir áttu um sárt að binda af
þeirra völdum. Lise tekst samt sem áður að
lýsa því ástandi þannig að manni virðist sem
hún gæti fyllsta hlutleysis. „Auðvitað vildu allir
að þeh- hyrfu á brott,“ segir hún alvarleg í
bragði, „og dagurinn sem þeir fóra var yndis-
legur, því það var svo mikill léttir fyrir alla. En
seinna þegar ég kom til Hamborgar og sá af-
leiðingar stríðsins, hversu grimmilega það
leikur siðmenninguna og almenning sem hefur
ekkert brotið af sér, þá kemst ég að því að sig-
urinn er ekki eins sætur og maður heldur. Það
eru engir sigurvegarar í stríði." Bækur Lise og
sjónvarpsþættir spanna miklar þjóðfélagsleg-
ar breytingar, meðal annars fall gamalla borg-
aralegra gilda og breytta stöðu kvenna. „Það
er alveg hægt að horfa fram hjá þessum breyt-
ingum en ég vildi ekki gera það. Þegar ég var
ung var allt í svo föstum skorðum. Konur
sinntu hefðbundnum hlutverkum og reyndu að
gifta sig vel innan sinnar stéttar. Karlmenn
fetuðu í fótspor feðra sinna og héldu sig sömu-
leiðis innan sinnar stéttar. Svo gerist það allt í
einu að þetta fór að raskast, sumir misstu þá
þjóðfélagsstöðu sem þeir höfðu, en aðrir unnu
sig upp. Fólk hafði allt í einu tækifæri til að
vera sinnar eigin gæfu smiðir, allt í einu varð
fólki ljóst að það hafði val sem það hafði
kannski ekki velt fyrir sér áður,“ segir hún og
brosir. „Og það átti ekki síst við um konurnar.“
Mér þótti ákaflega vænt um Tove
Þegar Lise er spurð að því hvort hún finni til
skyldleika við aðra fræga danska kvenrithöf-
unda svo sem Karen Blixen eða Tove Ditlevsen
verður hún vandræðaleg í hógværð sinni og
segist ekki vera nein Karen Blixen. „Ég kynnt-
ist verkum hennar ung og var ákaflega hrifin,
en ég get ekki borið mig saman við hana.“
En hvað þá um Tove Ditlevsen sem einnig
skrifaði bók um uppvöxt sinn, „Götu bernsk-
unnar“, þó það hafi verið út frá allt öðru sjónar-
horni? „Hún var mikil vinkona mín,“ segii' Lise
hljóðlega „og mér þótti ákaflega vænt um
hana. Hún var svo viðkvæm manneskja og auð-
særanleg. Ég held einnig að hún hafi verið
betri rithöfundur en ég vegna þess að hún
þorði að skrifa um sínar verstu tilfinningar,
hún fleygði sér fram af hæstu stöllum án þess
að hika. Eg er dálítið smeyk við slíka leikfimi,“
segir hún og hlær við. „Mér finnst Tove frá-
bær, og það er mikil skömm að því að hún skuli
ekki hafa fengið bókmenntaverðlaun dönsku
akademíunnar. Við dáðum hana öll í minni fjöl-
skyldu. Þjóðfélagslegur bakgrannur hennar
uppvaxtarsögu er ólíkur því sem ég skrifa um í
„Bara stelpa“ en hún er samt að fjalla um sömu
vandamálin í uppvexti stúlkubarns."
„I kringum Tove, sem átti við andleg vanda-
mál að stríða, var iðulega skemmtilega „klikk-
að“ andrúmsloft, hún var mjög hvatvís og
snögg upp á lagið,“ heldur Lise áfram og fer að
rifja upp sögur af henni. „Við áttum báðar al-
nöfnur í Kaupmannahöfn sem við vissum af.
Einu sinni skrifaði nafna mín, sem var mikill
kommúnisti, grein í blöðin um framtíðarríki ör-
eiganna. Allir héldu að ég, sem starfaði þá sem
blaðamaður, væri gengin af göflunum því ég
hefði aldrei skrifað svona grein. Nafna Tove
var með sýfílis og Tove var alltaf að fá kvaðn-
ingar í póstinum um að mæta í skoðun á kyn-
sjúkdómadeild eins sjúkrahússins. Við
skemmtum okkur oft yfir þessum konum. En
einu sinni þegar Tove var langt niðri dvaldi
hún á geðdeild ríkissjúkrahússins. Seint eitt
kvöld hringdi síminn hjá mér og þá var það
Tove. Hún hringdi til að segja mér að rétt í
þessu hefði verið komið með nöfnu mína á
deildina hjá henni. „Hún er alveg kolrugluð,“
sagði Tove og við hlógum mikið að þessu. Hún
glataði aldrei kímnigáfunni," segir Lise.
Konur þurfa að íhuga valkosti sína vel
„Nokkra seinna bað hún mig að hitta sig á
veitingahúsi til að skoða það sem hún hafði
keypt á útsölum. Hún hafði ekki mikið vit á
klæðnaði en var ákaflega vel vaxin svo það
skipti ekki máli. Þegar Tove kom, ákaflega
hróðug, hafði hún ekkert keypt nema loga-
gyllta skó. Fólkið á veitingahúsinu var svona
dæmigert viðskiptafólk í hádegishléi, en auð-
vitað þekktu hana allir. Skórnir gegnu manna á
milli á veitingahúsinu svo allir gætu dáðst að
þeim. Þeir voru það eina sem henni fannst sig
vanhaga um og valið á skónum lýsti persónu
hennar svo vel. Stuttu seinna fór ég til Noregs
á skíði og á meðan ég var þar fór Tove út í skóg
og íýrirfór sér.“
Talið berst að því hversu mikið staða kvenna
hafi breyst frá því þær Lise og Tove vora að al-
ast upp í fastmótuðu umhverfi sem markaðist
af tíðaranda fortíðarinnar. Eins og fram kemur
í endurminningum Lise var það enginn hægð-
arleikur að brjótast út úr því hlutverki sem
henni var ætlað.
„í dag býðst konum menntun,“ segir Lise,
„og ef þær hafa köllun þá þurfa þær ekki að
sætta sig við að standa í skugga karlmanna.
Þetta er mikilvæg framför, konur eiga að
stefna hátt. Ef kona hefur köllun til þess að
vera læknir, af hverju á hún að sætta sig við að
vera hjúkrunarkona? Og ef konu langar til að
vera hjúkranarkona þá þarf hún ekki að sætta
sig við að vera sjúkraliði. En það sem konur
þurfa að læra er að íhuga valkosti sína í lífinu
betur. Það er allt í lagi að búa með slæpingja á
meðan engin börn era í spilinu, en um leið og
þau fæðast verður konan undir ef enginn er til
að deila með henni vinnunni. Það er líka mikil-
vægt fyrir börnin að hafa góðar fyrirmyndir
hvað varðar jafnrétti í uppeldi sínu. Konur hafa
stundum tilhneigingu til að kenna körlum um
allt sem miður fer, en þær eiga sjálfar valið og
verða að meta sína forgangsröð í lífinu. Konur
eiga að velja sér jafnoka sinn sem lífsföranaut,
þannig er þeim betur borgið."
Fannst allir vera að skrifa
ævisög-ur sínar
Lise hefur á sínum langa ferli ekki einungis
unnið við blaðamennsku og skriftir, heldur
einnig við sjónvarpsþáttagerð og kvikmyndir.
Hún segir þetta allt álíka skemmtilegt, þó
vinnan sé í eðli sínu ólík. vVinnan við Matador
var virkilega áhugaverð. Ég skrifaði alla þætt-
ina sjálf og samstarfið við leikstjórann var eitt-
hvað það skemmtilegasta sem ég hef fengist
við um ævina.“
„En ég hef líka mikla ánægju af því að skrifa
bækur, útgefandinn minn í Danmörku var allt-
af að spyrja mig af hverju ég skrifaði ekki um
mitt eigið líf. Ég sagði honum að mér fyndust
allh' vera að skrifa um líf sitt og að ég skildi
ekki hverjir vildu lesa svona ævisögur,“ segir
Lise. Hún endurskoðaði þó afstöðu sína
nokkra seinna þegar við henni blasti heilt ár án
fastra verkefna af því að hún hafði hætt við að
skrifa handrit að 12 sjónvarpsþáttum fyrir
danska sjónvarpið þar sem efnið höfðaði ekki
til hennar. „Ég vissi að ég gæti ekki skrifað
þessa þætti þannig að ég væri sátt við þá. Svo
ég ákvað að láta slag standa og draga mig út úr
þessu og reyna við ævisöguna. Fyrra bindi
„Bara stelpu" var skrifað á sjö eða átta mánuð-
um, en seinna bindið á rúmu ári, enda hafði ég
þá einnig öðrum verkefnum að sinna.“
Það kemur í ljós að Lise er með tvær hug-
myndir að nýjum bókum í höfðinu en annarri
þeirra vill hún ekki flíka. „Ég skal segja þér frá
hinni,“ segir hún og hlær, „og ég vona að mér
vinnist tími til að koma henni á bók. Ég hef
dvalið á hótelum um allan heim um ævina og
þau hafa verið af öllum gerðum. A þessum hót-
elum hef ég oft lent í ótrúlegustu ævintýrum,
hótel era svo skrýtnir staðir. Mig langar til að
skrifa bók sem heitir einfaldlega „Hótel“. Það
er t.d. athyglisvert að að velta því fyrir sér
hvernig sum hótel líta á gestina, stundum era
jafnvel herðatrén föst á slánum eins og gest-
h-nir muni annars stela þeim,“ segir Lise og
hlær. „Ég hef heldur aldrei komið á hótel þar
sem speglarnir eru í réttri hæð, þeir eru stað-
settir af karlmönnum svo ég sé aldrei nema
ennið á mér og nefið í þeim, enda ekki há í loft-
inu. Svona mætti lengi telja. Hugsaðu líka þér
bara lýsinguna á hótelherbergjum, það er
aldrei gert ráð fyrir einföldum hlutum eins og
því að maður lesi í rúminu!" segir Lise Nor-
gaard og er greinilega komin á flug með næstu
bók. í „Bara stelpa“ rakti hún sviptingar átta
áratuga síðusta aldar og virðist ætla að halda
ótrauð inn í þá næstu.