Morgunblaðið - 10.10.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.10.2000, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Helga Guðrún ásamt Magnúsi Ólafs Hanssyni, formanni knattspyrnu- ráðs, og Kat.rínu Gunnarsdóttur úr foreldrafélagi yngri flokka UMFB. Tólf ára yngismær knattspyrnumaður ársins Bolungarvík - Helga Guðrún Magnúsdóttir var valin knatt- spyrnumaður ásins 2000 hjá Ung- mennafélagi Bolungarvíkur. Helga Guðrún, sem er 12 ára, hefur verið ötul við æfingar og sýnt mikla framför og sérstak- lega mikla og góða leikni í íþrótt sinni. Helgu Guðrúnu var aflient- ur veglegur bikar á upp- skeruhátíð knattspyrnufólks í Bolungarvík sem fram fór í kjöl- far vígslu nýs íþróttasvæðis um sl. helgi. Uppskeruhátíð í Víðihlíð Hvammstanga - Umhverfisverk- efnið „Fegurri sveitir" var stofnað á liðnu hausti að frumkvæði land- búnaðarráðheri'a, Guðna Agústs- sonar.og fengust til samstarfs Bændasamtök íslands, Samband ísl. sveitarfélaga, Kvenfélagasam- band íslands og umhverfisráðu- neytið. Formaður verkefnisins er Níels Árni Lund og verkefnisstjóri Ragnhildur Sigurðardóttir. I lok fyrsta starfsárs var sl. föstudag boðað til uppskeruhátíðar í Víðihlíð í V-Hún. Óddviti Húna- þings vestra, Guðmundur Haukur Sigurðsson, bauð gesti velkomna og sagði m.a. frá viðleitni sveitar- félagsins til að vinna að bættum umhverfismálum. Þá var farið í skoðunarferð með leiðsögn um sveitina, m.a. að Kolugljúfri og í Borgarvirki. Að því loknu héldu Níels Árni og Ragnhildur erindi og sögðu frá reynslu af verkefninu á fyrsta starfsári. Þátttakendur í verkefn- inu eru bæði sveitarfélög, fyrir- tæki og félagasamtök ásamt fjölda bænda vítt um land. Verkefnið hefur góð tengsl við Staðardag- skrá 21, sem er umhverfisverkefni á grunni samstarfs sveitarfélaga. Góður árangur fyrsta starfsárið Verkefnisstjóri hefur leitast við að heimsækja sem flesta þátttak- endur og framfylgja hvatningu um fegrun mannvirkja og bætta um- gengni. Mikinn árangur má sjá Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Þátttakendur í Borgarvirki. þegar á þessu fyi-sta starfsári. Geta má, að all- ar málningarverksmiðjur landsins gefa þátttakend- um ríflegan afslátt af ut- anhússmálningu, sum sveitarfélög beita sér fyrir söfnun brotamálma og önnur auðvelda bænd- um aðgengi að möl og jarðvegi til fegrunar á sveitabæjum. Ymsir héldu erindi um umhverfismál og voru hlutar framsögu manna í bundnu máli og jafnvel sungnar. Landbúnaðarráðherra þakkaði samstarfsfólki og þátttak- endum vel unnin störf og veitti mörgum þátttakendum viðurkenn- Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Guðni Ágústsson, Ragnhildur Sigurðardótt- ir og Níels Árni Lund með viðurkenningar- skjöl, sem þau afhentu. ingar. Lýsti hann eindregnum vilja sínum til að vei’kefnið héldi áfram á næstu árum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Nýr umdæmisstjóri Rarik á Vesturlandi Stykkishólmi - Um mánaðamótin urðu umdæmisstjóraskipti hjá Raf- magnsveitum ríkisins á Vestur- landi. Þá lét af störfum Erling Garðar Jónasson og við tók Björn Sverrisson. Umdæmisskrifstofa Rarik er í Stykkishólmi. Erling Garðar hefur gegnt starfi sínu hér í 7 ár en Björn Sverrisson, sem tek- ur við, hefur starfað hjá Rarik í Stykkishólmi sem tæknistjóri í 12 ár. Björn er því öllum hnútum kunnugur og þekkir vel til starfs- ins. Að sögn Björns er framtíðin í starfi Rafmagnsveitna ríkisins frekar óljós um þessar mundir. Miklar breytingar eiga eftir að verða á rekstri fyrirtækisins á allra næstu árum. En hver hún endan- lega verður er ekki vitað enn. Til stendur að koma á samkeppni á ís- lenskum raforkumarkaði í sam- ræmi við tilskipun ESB og hafa ís- lendingar frest til febrúar árið 2002 Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Björn Sverrisson, nýráðinn um- dæmisstjóri hjá Rafmagnsveit- um ríkisins á Vesturlandi. að festa ákvæðið í lög. RARIK hef- ur þegar hafið vinnu við endur- skipulagningu til að vera viðbúið væntanlegum breytingum sem taka mið af aðskilnaði á bókhalds- og stjórnunarlegum þáttum fram- leiðslunnar, flutnings, dreifingar og sölu á raforku. Bjöm segir því liggja fyrir að einhverjar breyting- ar verði hjá Rarik á næstu misser- um sem tengjast nýjum raforkulög- um sem iðnaðarráðherra mun leggja fyrir Alþingi í vetur og taka til fyrrgreindrar tilskipunar ESB. Þannig ætti orkuverð til notenda að lækka í komandi framtíð en það er í sjálfu sér sígilt markmið og fær vonandi staðist. Björn sagðist vona að umdæmis- skrifstofan í Stykkishólmi yrði efld á næstu árum með því að fela henni aukin verkefni. Alls eru 13 stöðu- gildi hjá Rarik í Stykkishólmi en á Vesturlandi er 31 stöðugildi og starfsmenn 35. Sjómenn sækja björgunarskóla Vestmannaeyjum - Björgunarskóli Slysavarnafélags íslands var haldinn um borð í Sæbjörgu, skipi Slysavarnaskólans, í Vestmanna- eyjum nú á dögunum. Jafnan er góð þátttaka sjómanna í skólanum og nú eins og áður lauk skólanum með æfíngu björgunarþyrlu Land- helgisgæslunnar. Það er óhætt að segja að æfíngar þyrlunnar veki alltaf jafn mikla athygli þeirra sem leið eiga um hafnarsvæðið þegar æfíngarnar fara fram og dást menn að fími flugmanna þyrlunnar við æfingarnar og menn sjá með eigin augum hvers- lags kraftaverk þessi tæki eru og hvað menn eru færir um. Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Guðmundur Runólfsson útgerðarmaður og eiginkona hans Ingibjörg Kristjánsdóttir. Guðmundur Runólfs- son áttræður Grundarfírði - Síðastliðinn laugar- dag var haldið upp á áttræðisaf- mæli Guðmundar Runólfssonar út- gerðarmanns í Grundarfirði. Fyrirtæki hans hefur verið þorpinu mikil lyftistöng í nokkra áratugi. Fyrirtækið er nú undir stjórn sona Guðmundar og rekur þijá togara ásamt frystihúsi í Grundarfirði. Guðmundur fæddist í Eyrarsveit og hefur alið allan aldur sinn í Grundarfirði. Hann hóf útgerð árið 1947 þegar hann keypti bátinn Runólf í félagi við nokkra aðra. Báturinn var út tré og þótti mjög stór, en hann var 39 smálestir. Guðmundur stýrði bátum sínum allt fram til ársins 1975. Þá keypti hann skuttogarann Runólf SH 135, sem var alla tíð mikil happafleyta, en honum stjórnaði Runólfur, elsti sonur Guðmundar. Um svipað leyti hóf Guðmundur fiskverkun, sem alla tíð hefur verið ein af undir- stöðum atvinnulífs í Grundarfirði. I afmælisveislunni var mikið fjölmenni enda Guðmundur vina- margur og ófáir eru þeir er hafa komist til manns undir handleiðslu hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.