Morgunblaðið - 10.10.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 10.10.2000, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Að breyta þekk- ingu í verðmæti ÞEKKINGARSTJÓRNUN Mvl er að þekk- ingarstjórnun staðið telja María Amm- endrup og Eggert Oddur Birgisson að hún geti verið leið fyrir fyrirtæki til að ná og halda forskoti á keppinautana. FYRIRTÆKI og stofnanir byggja afkomu sína og framtíð að miklu leyti á þekkingu og reynslu starfs- manna. Markmið þekkingarstjórn- unar er að breyta þekkingu starfs- manna í auðlind sem síðan verður að auknum verðmætum í meðhöndlun heildarinnar. Stór hluti þekkingar er einungis til í vitund starfsmanna og því má segja að megnið af þekk- ingu fyrirtækis og þar með verð- mætum þess gangi út með starfs- mönnum í lok vinnudags. Með tíðum starfsmannaskiptum er hætta á að ••• þekking glatist alfarið út úr fyrir- tækinu, oft yfir til keppinauta. Hvað er þekkingarstjórnun? KPMG skilgreinir þekkingar- stjórnun sem tæki til að skapa, finna, meta, flokka, kortleggja, varðveita, auka, mæla og miðla þekkingu innan fyrirtækis. Þekk- ingarstjórnun veitir fyrirtækjum stjórn á og yfirsýn yfir þau þekking- arbrot sem máli skipta fyrir árang- ur, breytir þeim í nothæfar upplýs- ingar og miðlar þeim til þeirra starfsmanna sem á þurfa að halda. Þekkingu má skipta í mótaða þekkingu, t.d. samninga, bréfa- skriftir og skýrslur, og ómótaða þekkingu, t.d. reynslu, hugmyndir og samskipti. Mörg fyrirtæki eru byrjuð að taka á mótaðri þekkingu, NÁIMSAÐSTOÐ í stærðfræði, eðlis- og efnafrædi fyrir grunnskóia, framhaidsskóla og háskóla. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. Brautarholti 4, sími 551 5593 en færri hafa áttað sig á vaxandi mikilvægi þess að koma ómótaðri þekkingu á miðlunarhæft form, en þar liggja oft þau verðmæti sem geta ráðið úrslitum um afkomu fyr- irtækis. Kostir þekkingarstjórnunar KPMG kannaði nýlega notkun þekkingarstjórnunarkerfa meðal um 400 fyrirtækja í Bretlandi, á meginlandi Evrópu og í Bandaríkj- unum. Ríflega 80% svarenda segjast hafa nú þegar innleitt, eða séu að hugleiða innleiðingu þekkingar- stjórnunarkerfa. Flest fyrirtækin líta á þekkingarstjórnun sem mikil- vægt tæki til að ná samkeppnisfor- skoti og telja að hún leiði til raun- verulegs ábata. Þrír fjórðu svarenda sem þegar hafa slíkt kerfi telja að ákvörðunartaka hafi orðið markvissari, um 70% fá skjótari svör við lykilspurningum og V-i telja sig veita betri þjónustu. Með því að taka upp árangursríka þekkingar- stjómun öðlast stjómendur tæki sem gerir þeim m.a. kleift að: • Fá betri stjórnendaupplýsing- ar og yfirsýn • Nýta markvissar hæfileika, þekkingu, reynslu og innsýn starfs- manna Sía burt gagnslausar upplýs- ingar • Stytta tíma við upplýsingaleit • Halda mikilvægri þekkingu innan íyrirtækis • Bæta ákvörðunartöku • Skapa þekkingargrunn sem leyfir nýsköpun og framþróun • Bregðast tímanlega og með ör- uggum hætti við utanaðkomandi Eggert Oddur Birgisson samkeppni og breytingum • Bæta starfsmannastjórnun • Bæta samskipti á vinnustað • Skapa aðlaðandi vinnuum- hverfi og viðhalda stöðugleika í starfsmannahaldi • Bæta ímynd fyrirtækis • Bæta þjónustu við viðskipta- vini. Innleiðing þekkingarstjórnunar Mörg fyrirtæki hafa stigið fyrstu skrefin í innleiðingu þekkingar- stjórnunar, en ná ekki fullnægjandi árangri vegna vanmats á heildaram- fangi hennar. Fyrirtæki fjárfesta gjarnan í hópvinnukerfum og dýram tölvubúnaði sem oft er vannýttur þar sem starfsmenn fá hvorki nauð- synlega kennslu né hvatningu til að nota hann. Því þarf víða gagngera hugarfarsbreytingu til að taka upp árangursríka þekkingarstjórnun. Stjórnendur verða að leita svara við nokkram lykilspurningum: • Hvar er fyrirtækið statt í dag, hvernig og hversu vel er þekkingu stjórnað, hvaða þekking er til, hver er þörfin og hvernig er þekking not- uð? • Hvert er framlag þekkingar til starfseminnar og hvernig má há- marka það? • Hver era helstu tækifæri til úr- bóta? • Hvaða lausnir þarf að innleiða til að markmið í þekkingarstjórnun nái fram að ganga? Til þess að inn- leiðing geti tekist vel þarf að huga að eftirfarandi atriðum: • Marka þarf stefnu um þekking- arstjómun sem fellur að heildar- stefnu og viðskiptalegum markmið- um fyrirtækis. Stuðningur æðstu stjómenda og markviss upplýsinga- miðlun til starfsfólks er nauðsyn. • Meta þarf framlag þekkingar og þekkingarstjórnunar eins og hvern annan þátt í rekstri fyrir- tækja. • Taka þarf mið af fyrirtækja- •jr BEDCO & MATHIHSEN EHF Bæjarhraun 10 - Sími 565 1000 • S1& Iðnbúð 1,210 Garðabæ sími 565 8060 Collection brag og mannlega þættinum. • Tæknileg atriði þarf að leysa á full- nægjandi hátt og tryggja verður getu og kunnáttu til að nýta þau verkfæri sem eru fyrir hendi. • Áhersla verður að vera á að bæta við- skiptaferli. • Styðja verður við allan feril þekkingar- vinnslu. • Líta verður á María þekkingarstjórnun Ammendrup sem tæki til að auka tekjur eða draga úr kostnaði, en ekki sem takmark í sjálfri sér. Vert er að hafa í huga að form og umfang þekkingarstjórnunar verð- ur að mótast af þörfum hvers fyrir- tækis. Það sem vill gleymast Eins og fyrr segir er oft einblínt á tæknilegar lausnir, t.d. hópvinnu- kerfi, við innleiðingu þekkingar- stjórnunar og mannlegi þátturinn vanmetinn. Vilji starfsmanna til að skrá og miðla þekkingu fer að miklu leyti eftir fyrirtækjabrag hverju sinni. Ef fyrirtækjabragur hvetur ekki til upplýsingamiðlunar, starfs- þróunar, nýsköpunar og teymis- vinnu er ekki von á góðum árangri, t.d. af uppsetningu hópvinnukerfa. Þekking starfsmanna stjórnar á vissan hátt stöðu þeirra innan fyrir- tækis og oft hafa starfsmenn hvorki áhuga á né tóm til að koma þekk- ingu sinni á það form að hún sé til hagsbóta fyrir samstarfsmenn og fyrirtækið í heild sinni. Innleiðing þekkingarstjórnunar verður því að taka mið af samskiptaháttum í fyrir- tækinu til að ná góðum árangri. Að lokum Þekkingarstjórnun er annað og meira en nýjasta tískuorðið í stjórn- unargeiranum. Ef vel er að henni staðið er hún leið fyrir fyrirtæki til þess að ná og halda forskoti á kepp- inautana. Hinar öru breytingar sem einkenna viðskiptaumhverfi nútim- ans leiða af sér að viðbragðstími inn- an fyrirtækja styttist sífellt. Fyrir- tæki sem hefur innan sinna vébanda upplýst, áhugasamt og virkt starfs- fólk verður fyrst til að bregðast með réttum hætti við breyttum aðstæð- um. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta einmitt það sem þekkingar- stjórnun snýst um: Að tryggja með tækni, skipulagi, ferlum og upplýs- ingamiðlun að stjórnendur og starfsfólk fyrirtækis hafi nauðsyn- legar upplýsingar til þess að bregð- ast við breyttum aðstæðum og taka þær ákvarðanir sem þarf að taka, fyrirtækinu til hagsbóta. Eggert Oddur starfar við ráðgjöfí upplýsingatækni á ráðgjafarsviði KPMG. María starfar við ráðgjöfí starfs- mannamálum á ráðgjafarsviði KPMG. o o o Corolla bíla var að renna í htað Nánarí upplýsingar fást á www.toyota.is Við hjá Toyota - betri notuðum bilum höfum fengið fjöldann allan af góðum og traustum Toyota Corolla á sölu á Nýbýtaveginum. Bítarnir, sem altir eru mjög nýlegir og koma frá Bílateigu Ftugteiða, hafa fengið gott og reglulegt eftirlit og eru altir í ábyrgð. TOYOTA Betn notaðir bílar Sími 570 5070

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.