Morgunblaðið - 10.10.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 10.10.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 37 LISTIR Sinfóníuhljómsveit fslands í Winnipeg Morgunblaðið/Jón Einarsson Gústafsson Sinfóníuhljómsveit Islands á æfingu í tónleikahöllinni í Winnipeg. Feðgin áferð KVIKMYNmR Háskólabíó ABERDEEN ★★I/2 Leikstjóri: Hans Petter Molland. Handrit: Molland og Kristin Amundsen. Aðalhlutverk: Stellan Skarsgárd, Lena Headley, Ian Hart, Charlotte Rampling. Noregur/Bretland. KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK Nær 2.000 manns á tónleikum NÆRRI 2.000 manns komu á tón- leika Sinfóníuhljómsveitar Islands í Winnipeg á fimmtudagskvöld. Sin- fónían lék á als oddi og undirtektir áheyrenda voru mjög góðar, að því er fram kemur í frétt frá aðalræðis- skrifstofu Islands í Winnipeg. Tónleikarnir voru þeir fyrstu í tónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar- innar í Norður-Ameríku. Rico Saccani stjórnaði hljómsveitinni en tónleikarnir voru í Aldarhöllinni þar (Manitoba Centennial Concert Hall). Honum var vel tekið. Hið ÞRIÐJUDAGUR Bíóborgin KJ. 15.40 Cosi Ridevano Kl. 15.50 Buena Vista Social Club Kl. 17.50 The Straight Story Kl. 17.55 The Loss of Sexual Innocence Kl. 20.00 The Loss of Sexual Innocence, Buena Vista Social Club sama er að segja um einleikarann Judith Ingólfsson. Icerapp 2000 eft- ir Atla Heimi Sveinsson var frum- flutt við fagnaðarlæti áheyrenda, segir ennfremur í fréttinni. Tónleikarnir á fimmtudagskvöld era fjölmennasta samkoma íslend- ingasamfélagsins í Winnipeg á há- tíðarárinu. Tónleikarnir eru einnig fyrsti atburðurinn í röð viðburða í októbermánuði. I þessum mánuði, eða 21. október, eru liðin 125 frá því að Islendingar námu land við Winnipegvatn í Gimli. Eftir tónleik- ana efndu þau Svavar Gestsson, sendiherra og Guðrún Ágústsdóttir, kona hans, til móttöku fyrir tón- listarfólkið og forsvarsmenn ís- lenska samfélagsins. Þar þakkaði Svavar tónlistarfólkinu, Neil Bardal ræðismaður flutti ávarp og Davíð Gíslason, formaður kanadíska ár- þúsundanefndarinnar, sagði fáein orð. Þá þakkaði Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar fyrir móttökurnar í Winnipeg. ABERDEEN er norsk/bresk vegamynd um feðgin sem ferðast frá Noregi til Aberdeen í Skotlandi og lenda í ýmsu misjöfnu á leiðinni. Pabbinn vann einu sinni á olíubor- palli úti fyrir Skotlandi en er nú drykkjuræfill. Dóttirin er að vinna sig upp í heimi viðskipta í Bretlandi og er kókaínræfill. Hún hefur stór- kostlegan ama af föður sínum og hann vildi helst ekki vera traflaður við bjórdrykkjuna en til Aberdeen verða þau að fara áður en móðir hennar og fyrram sambýliskona hans deyr. Eins og alkunna er í vegamyndum verður nöturleg ferðin að öðra samhliða ferðalagi inn í samband ferðalanganna, fortíð þeirra og tilfinningar hvors til annars. Ur því vinna leikstjórinn Hans Petter Moland og handritshöfundurinn Kristin Amundsen kaldranalega og eymdarlega sögu um fólk sem missti sjónar hvort af öðra einhvers staðar á lífsleiðinni og hikar mjög við að lappa upp á snautlegt sambandið. Það á ekkert sameiginlegt lengur nema deyjandi konu í Aberdeen. Lena Headley leikur dótturina af miklum fítonskrafti án þess að hleypa okkur nokkurn tíma mjög nærri henni. Ian Hart kemur henni til aðstoðar á miðri leið og Charlotte Rampling fer vel með lítið hlutverk móðurinnar á spítalanum. En það er Stellan Skarsgárd sem heldur þess- ari mynd uppi að mestu með safa- ríkri lýsingu á fyllibyttu sem er í senn aumkunarverð og óþolandi. Arnaldur Indriðason Stjörnur á morgunhimni Kl. 22.00 The Straight Story Kl. 22.05 Cosi Ridevano Háskólabió Kl. 17.40 Aberdeen Kl. 18.00 Une Liaison pomo- graphique Kl. 20.00 Une Liaison porno- graphique, Jing ke ci wang Regnbog'inn Kl. 16.00 Onegin, Un Pont entre deux Rives, Princess Mononoke, Crouching Tiger, Hidden Dragon Kl. 18.00 Onegin Kl. 20.00 Coy dens, Crouching Tiger, Hidden Dragon Kl. 22.00 Ride with the Devil Laugarásbíó Kl. 20.00 Legend of 1900 Kl. 22.10 Legendof 1900 Síðustu sýningar SÝNINGIN Stjörnur á morgun- himni eftir Alexander Galin sem frumsýnd var í Iðnó í lok síðasta árs kveður fjalirnar um næstu helgi. Sýningin hefur verið sýnd fyrir nær fullu húsi frá frumsýningu bæði í Iðnó og á Akureyri. Áð sögn Magn- úsar Geirs Þórðarsonar hjá Leikfé- lagi íslands þarf sýningin nú að víkja vegna anna í húsinu, en framundan era tvær nýjar framsýningar. „Stjörnur á morgunhimni er í senn fallegt og átakanlegt. Sögusviðið er Moskva við setningu ólympíuleik- anna árið 1980. Fylgst er með pers- ónum á botni samfélagsins sem era sviknar um þátttöku í ólympíugleð- inni og dæmdar til þess að húka í köldum kumbalda þegai- ólympíueld- urinn fer hjá. Á einni nóttu kynn- umst við vonum, ástum og þrám sjö sjálfstæðra einstaklinga sem standa andspænis sameiginlegum og örlög- um en bregðast við á ólíkan hátt,“ segir í fréttatilkynningu Leikfélags íslands. Leikarar era Sigrún Edda Björns- dóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Margrét Ákadóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Nanna Kristín, Gunnai- Hansson og Stefán Jónsson. Þýðing er eftir Árna Bergmann og leikstjóri Magnús Geir Þórðarson. Höfundur leikmyndar og búninga er Snoni Freyr Hilmarsson. Lýsing er eftir Þórð Orra Pétursson en tónlist er eftir Skárren ekkert. Allra síðustu sýningar verksins verða föstudaginn 13. október og sunnudaginn 15. október í Iðnó. Odýrir stranfríir satíndúkar Allar stærðir - Margir litir Álnabuðin °pið lausardagkL 1014 Miðbæ v/Háaleitisbraut ♦ sími 588 9440 HUG RÆKTARNÁMSKEIÐ GUÐSPEKIFÉLAGSiNS hefst fimmtudaginn 12. október nk. ki. 20.30 í húsakynnum félagsins í Ingólfsstræti 22. Námskeiðiö verður vikulega á sama tíma í átta skipti í október og nóvember 2000 og níu skipti í janúar, febrúar og mars 2001 og er í umsjá Jóns L. Arnalds (3), Sigurðar Boga Stefánssonar (2), Bjarna Björgvinssonar (3), Önnu S. Bjarnadóttur (2), Birgis Bjarnasonar (4) og Jóns Ellerts Benediktssonar (3). Fjallað verður um mikilvæga þætti hugræktar, hugleiðingar og jóga. Námskeiðið er öllum opið og fer skráning fram við upphaf þess. Námskeiðið er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar í heild kr. 2.700 fyrir utanfélagsmenn. Upplýsingar í síma 899 4729. Guðspekifélagið Frá Guðspeki- félaginu Ijigólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 Léttur og nieðfærilegur GSM posi með innbyggðum prenlara ®point sem notuð eru á Islandi. Hiíðasmára 10 [ Er með lesara fyrir ■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Sfmi 544 5060 [ snjallkort og segulrandarkort. Fax 544 5061 Hraðvirkur hljóðlátur prentari. Fasteignir á Netinu (gjmbl.is kr. 890. Súpa og salat kr 1.190. ASKUR. Hádegishlaðborð + súpa og salatbar alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.