Morgunblaðið - 10.10.2000, Page 50

Morgunblaðið - 10.10.2000, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2000 > MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hvers virði er ég? ÞAÐ er óhætt að segja að ég hefi ekki verið virkur í samfélaginu síð- astliðin 7 eða 8 ár. Þann tíma hef ég verið meira og minna inn á stofnun- um og á þann hátt verið baggi á samfélaginu. Þrátt fyrir að ég hefi verið sjúkdómsgreindur af læknum og verið til meðferðar á spítölum þá hefur oft ekki verið um alvöru að ræða þegar litið er til meðferðar, einhvern veginn hefur mér fundist að geðsjúkdómar teljist ekki með- ferðarhæfir og reynt hefur verið að halda í horfinu í stað þess að stefna 'að bata. Við þekkjum öll fréttir af lokunum deilda og fjárskorti sem beint og óbeint kemur niður á sjúkl- ingum, jafnvel stuðlað að eða flýtt fyrir dauða eða varanlegu heilsu- tjóni. Það að vera haldinn geðsjúk- dómi sem ekki fer og kemur til með að fylgja þér til dauðadags er þung- ur dómur ef svo má segja og það er ekki ailtaf vlst að fólk standi undir þeim dómi. Sum okkar fyrirfara sér og önnur enda inni á spítala hálf- rænulaus um lífið og tilveruna og gleymd af þeim sem úti eru. En ekki ég. Allavega ekki eins og GOjU-RYU KARATE méit Karatedeild Fylkis Byrjendanámskeiðin eru hafin Stundaskra: Bðm byrjendur: Mán. ogFöstud.kl. 18:15 Fullorðnir byrjendun Mán., mið. og Föstud. kl. 19:15 Upplýsingar í síma: 896 3010 eða 567 6467 Geðheilbirgði Klúbburinn Geysir, segir Einar Björnsson, er hluti af þeim grunni sem ég er að reisa undir mína framtíðarbyggingu. er, það væri fáránlegt af mér að ætla að ég sé sloppinn úr viðjum þess sjukdóms sem stýrt hefur mínu lífi síðastliðin ár en ég sé einhvern ár- angur. Eg hef öðlast von um að geta komist út í lífið á „eðlilegan" hátt að geta notað þá reynslu sem ég hef öðlast í gegnum árin og það sem ég er að tileinka mér í dag til að verða fullgildur aðili í íslensku atvinnulífi. Klúbburinn Geysir er hluti af þeim grunni sem ég er að reisa undir mína framtíðarbyggingu og með að- stoð klúbbsins Geysis er ég kominn í nám sem gengur ágætlega og verð- ur vonandi til þess að ég fái vinnu við mitt hæfi. Vinnan er eitt það mikilvægasta sem einstaklingur hefur, að vera ekki fær um að vinna er ávísun á niðurbrot einstaklingsins og rýrir gildi hans í íslensku samfélagi að verulegu marki. Fyrir mig var það hræðileg reynsla að vera svo illa á mig kominn að ég gat ekki lesið eða skrifað, ég mundi ekki hvað ég var að gera þegar ég var búinn að ganga nokkur skref og ég var ekki hæfur til að halda uppi samræðum. Enda var það svo að ég eyddi nokkrum ár- um svo að segja inni á spítala. Það var svo sem ekki mikið sem boðið var upp á og þar var ekki um neitt að ræða sem ég gat fellt mig við. Mér fannst ég ekki geta málað postulín eða smíðað dúkkuhúsgögn né heldur var ég tilbúinn að fara í niðurgreidda öryrkjavinnu. Mér fannst ekki neitt vera við mitt hæfi í iðjuþjálfun á þeim spítala sem ég var á lengi vel. Alltaf er þó von, það komu til starfa iðjuþjálfarar sem buðu upp á fleiri möguleika sem höfðuðu meira til mín og ég fór að opna augun fyrir því sem ég gat gert frekar en að líta á það sem ég gat ekki gert. Ég komst að því að ég bjó enn yfir getu til að framkvæma og ég gat tekið frekari stjórn á lífi mínu. Þar kom klúbburinn Geysir til sögunnar. Ég hafði heyrt um þenn- an klúbb í langan tíma en tók með fyrirvara því sem ég heyrði, af reynslu gerði ég mér helst þær hug- myndir að klúbburinn Geysir væri einhverskonar stofnun og eins og hinar; ópersónuleg og árangurslaus. Reyndin var önnur. Frá fyrsta degi fannst mér ég passa hér inn, það var tekið vel á móti mér og ég komst fljótlega inn í það sem var að gerast, sem þátttakandi en ekki áhorfandi. Þegar ég fann að ég stóð undir þeim kröfum sem voru gerðar til mín þá jókst kjarkurinn og ég fór að hugsa til framtíðar. Ég ákvað að fara í skóla og láta reyna á þar hve góður bati minn er, hvort ég sé tilbúinn og finna mér stað í samfélaginu. Ég er viss um að klúbburinn Geysir á eftir að verða hluti af mínu lífi og mér finnst gott að vera allavega viss um það!! Höfundur er félagi í Geysi. Hann fékk annað líf „Sonur minn greindist með sykursýki og þarf að fá insúlín tvisvar á dag um ókomna framtíð. Segja má að insúlínið hafi gefið honum annað líf. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvernig væri komið fyrir okkur, ef þessi lyf væru ekki til.“ Lyf skipta sköpum! Samtök verslunarinnar, sími: 588 8910 Fræðsluhópur iyfjafyrirtækja Austurbakki hf. • Delta hf. • Farmasía ehf. • Glaxo Wellcome ehf. • Gróco ehf. • ísfarm ehf • Lyfjaverslun íslands hf. Medico ehf. • NM Pharma ehf. • Omega Farma ehf. • Pharmaco hf. • Thorarensen Lyf ehf. AGORA- markaðstorg í Laugardalshöll AGORA - alþjóðleg fagsýning þekkingar- iðnaðarins verður opn- uð miðvikudaginn 11. október og stendur til föstudagsins 13. októ- ber í Laugardalshöll. Um er að ræða stærstu fagsýningu þekkingar- iðnaðarins sem haldin hefur verið á íslandi. AGORA er opin öllum sem hafa áhuga á að kynna sér viðfangsefni þekkingariðnaðarins. AGORA-fagsýning- unni má líkja við mark- aðstorg hugmynda þar sem þekking, hugvit og atvinnulíf mætast á sama stað. Meira en 130 þekkingarfyrirtæki, bæði inn- lend og erlend munu kynna starf- semi sína og framtíðarsýn. Samhliða fagsýningunni efnir AGORA til mál- þings um framtíðarsýn í upplýsinga- tækni og líftækni. Málþingið veitir öllum áhugasömum einstakt tæki- færi til að hlýða á marga af fremstu sérfræðingum á sínu sviði. Þannig vill AGORA stuðla að miðlun þekk- ingar til þeirra sem hafa áhuga á að kynna sér hugmyndir um þekkingar- þróun sem breyta munu lífsvenjum okkar í náinni framtíð og hugsanlega umbylta lífsviðhorfum. „Þekkingar- þráin er okkur í blóð borin.“ Þannig hefst Frumspekin eftir Aristóteles, hinn forn-gríska heimspeking, sem talinn er þriðji í röð stærstu hugsuða fornaldar á eftir þeim Sókratesi og Platoni. Forn-Grikkir voru rétt um 300 þúsund á 4. öld f. Kr. eða álíka margir og við Islendingar er- um nú. Afrek þeirra eru því dálítil ráðgáta í því ljósi. Hvað var það í umhverfi þeirra sem ýtti undir hið mikla framfaraskeið á nær öllum sviðum mannlífs- ins? Vafalaust má finna ótal skýringar á því en tvennt er augljóst. Al- mennt ríkti skilningur á mikilvægi menntunar og þekking var álitin dyggð. Miðpunktur þekkingarsköpunar- Sýning Nýting hugvits og þekk- ingar, segir Sæmundur Norðgörð, er í höndum atvinnulífsins. innar var á Agora-torginu undir hlíð- um Akrópólis. Þangað komu menn saman því að þeir vissu að hugvit og þekking öðlast einungis líf og afl í samfélagi fólks sem ræðir hugmynd- Sæmundur Norðljörð Elizabeth Arden kynning í Hygea í Kringlunni í dag og á morgun Sértilboð: CERAMIDE 24. stunada rakakrem (50 ml), hreinsimjólk (50 ml), andlitsvatn (50 ml) og ampúlur, allt í einni öskju. Tilboðsverð: 3.600 kr. Sérmerktar gjafavörur r Okeypis bæklingur íslenski Póstlistinn sírni 557 1960 www.postlistinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.