Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Lífleg
hrúta-
sýning í
Flóanum
Gaulverjabæ - Tími hrútasýninga
á Suðurlandi er um þessar mund-
ir. Fé hefur mjög' fækkað hér í
Flóanum og þvf ekki alltaf marg-
menni á hrútasýningum sem
haldnar eru í hverjum hreppi. En
fjölmenn hrútasýning fór eigi að
síður fram á bænum Tóftum í
Stokkseyrarhreppi hjá bændunum
Bjarkari Snorrasyni og Sigur-
finni, syni hans, fyrir skömmu.
Byrjað var inni í bæ með
rammíslenskri kjötsúpu og til-
heyrandi sem yfir 30 manns
gerðu góð skil. Gestir voru sýn-
endur hrúta og einnig starfsmenn
og stjórnendur saltfisk-
vinnslunnar Hólmarastar á
Stokkseyri.
Að lokinni máltíð kvaddi Björn
Ingi Bjamason, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, sér hljóðs.
Eftir óvissuferð sem endaði á
hrútasýningu fyrir ári þar sem
menn heilluðust af sýningarhald-
inu var ákveðið að mæta aftur að
Tóftum og lýsti Björn Ingi á
glettinn hátt stofnun Hrútavinafé-
lagsins „Örvar“. Hefur félags-
skapurinn margvísleg markmið
og koma stjórnarmenn víða að.
Til dæmis að breyta orðinu „hrút-
leiðinlegur" í hrútskemmtilegur
og fleira. Björn tók síðan til við
að hengja veglega verðlaunapen-
inga á fólk fyrir ýmislegt sem Iýt-
ur að sauðfjárrækt. Loks upp-
hófst kröftugur söngur. Var m.a.
sungið lag við ljóð hins kunna
Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson
Einar Jóelsson með verðlaunahrútinn Bauk frá Brautartungu. Hann veitti einnig viðtöku bikar sem sauðíjár-
sæðingastöð Suðurlands gaf.
Guðmundar Inga Kristjánssonar
„Þér hrútar“ ásamt fleiru.
Fylgdust gestir síðan and-
aktugir með sýningarhaldinu úti í
fjárhúsi. Þar dæmdi og mældi Jón
Vilmundarson frá Búnaðarsam-
bandi Suðurlands fjölda hrúta og
útskýrði helstu markmið í rækt-
unarstarfinu. Er nú lögð áhersla
á vöðvamikla gripi á kostnað fitu.
Notar Jón m.a. ómsjá sem gefur
nákvæma mælingu á gripum.
1. verðlaun hlaut hrúturinn
Baukur frá Brautartungu, en eig-
andi hans er Einar Jóelsson.
Einnig veitti hann viðtöku bikar
sem sauðfjársæðingastöð Suður-
lands gaf sauðQárræktarfélagi
Stokkseyrarhrepps en félagið
hefur átt marga hrúta sem unnið
hafa til fyrstu verðlauna þótt
fjárstofn sé ekki stór.
Morgunblaðið/V aldimar Guðjónsson
Björn Ingi Hilmarsson veitti verðlaunapeninga á báða bóga. Hér hefur
Bjarkar Snorrason á Tóftum tekið við einum.
Myndverkið Dynjandi af-
hjúpað við höfuðstöðvar OV
Ljósmynd/Hlynur Þór Magnússon
Þorsteinn Jóhannesson, stjórnarformaður OV, afhjúpaði verkið á flöt-
inni við aðsetur Orkubús Vestfjarða á Stakkanesi.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Gaman að
sulla
Fagradal - Þessi litli snáði heitir
Þór Jónsson og hefur hann óskap-
lega gaman af því að sulla. Þór var í
smalamennsku í haust uppi á Arn-
arstakksheiði þegar hann rakst á
holu í kletti sem var full af vatni og
var grastoppur þar í eins og sést á
myndinni. Þór er naskur að fínna
polla til að sulla í, hvort sem það er
f Vík í Mýrdal þar sem hann býr eða
upp til fjalla.
Ísafírði - Dynjandi heitir myndverk
eftir Jón Sigurpálsson myndlistar-
mann, sem afhjúpað var kl. 16 á mið-
vikudag á flötinni framan við höfuð-
stöðvar Orkubús Vestfjarða á
Stakkanesi á ísafirði. Verkið rís úr
grasflötinni án þess að sitja á stalli.
Kveikjan að því er vatn, að sögn
listamannsins. Nafnið Dynjandi er
mjúkt en þrungið orku og tengslin
eru augljós: Dynjandi í Arnarfirði er
mesti foss á Vestfjörðum og einn
fegursti foss landsins. Fjölmargir
boðsgestir voru viðstaddir, auk lista-
mannsins sjálfs og fjölskyldu hans
og starfsmanna Orkubús Vestfjarða,
þegar Þorsteinn Jóhannesson,
stjómarformaður fyrirtækisins, af-
hjúpaði verkið. Kristján Haraldsson
orkubússtjóri ávarpaði viðstadda og
greindi frá verkinu og tilurð þess.
Þetta framtak er liður í því að fegra
umhverfi höfuðstöðvanna og gefa því
svip. Orkubú Vestfjarða hefur jafnan
verið í fararbroddi og til fyrirmynd-
ar hvað snyrtimennsku og góða um-
gengni varðar. Mannvirki fyrirtæk-
isins hafa fyrr og síðar fengið
viðurkenningar bæjaryfirvalda fyrir
slíkt, þar á meðal aðsetur þess á
Stakkanesi.
Myndverkið Dynjandi er háreist
og mikið, rúmlega þrír metrar á hæð
og nærri hálfur annar metri breið-
ast. Efnin gler og stál skírskota til
vatns og klakabanda. Verkið er hlað-
ið úr meira en 200 liggjandi glerplöt-
um, gegnsæjum að nokkru. Þegar
horft er í djúpgrænan enda glerstafl-
ans sést umhverfið og hreyfing fyrir
handan og til hliðar. í hverja plötu
miðja er gat og plötunum smokrað
upp á jarðfastan stálöxul, sprautað-
an útmarínbláu glanslakki. Fjórir
jarðfastir stálöxlar skorða glerið og
ramma það inn og festa stálplötu
sem sveipar það að hluta. Stálið er
sandblásið svo að áferðin er djúpgrá
og mött. Platan lokar glerinu að ofan
og stálöxlarnir eru boltaðir við hana í
toppinn. Komið hefur verið upp
ljósabúnaði til að lýsa verkið upp
þegar skyggja tekur.
Grágrípur við tjaldstæðið
á Höfn í Homafirði.
Ovenju
mikið af
grágrípum
Höfn-Aldrei fyrr hafa sést jafn-
margir grágrípar (Muscicapa
striata) hér á landi á einu ári. Nú í
haust hafa fundist að minnsta kosti
átján fuglar og einn fannst í byrjun
júní. Óvenjustór ganga kom til
landsins haustið 1981 en fram að því
höfðu einungis sést nítján fuglar. Að
jafnaði sáust tveir fuglar á ári á tíma-
bilinu 1982 til 1997.
Grágrípur er spörfugl, heldur
minni en þúfutittlingur, eða um 14 til
15 sentimetrar að lengd. Hann er al-
gengur varpfugl um alla Evrópu og
austur til Asíu með vetursetu suðm- í
Afríku er fremur sjaldséður flæk-
ingsfugl hér á landi.
Fuglinn er að mestu grár að lit
eins og nafnið gefur til kynna; hvítur
með gráum langrákum á kverk og
bringu og hvítur á kvið. Frekar áber-
andi svartar rákir eru frá enni og
upp á koll, fætur, nef og augu eru
svört. Fjaðrir á efri hluta vængjanna
eru með ljósum jöðrum og sést það
nokkuð vel ef fuglinn situr á grein
eða tijátoppi á stuttu færi. Grágríp-
ar eru frekar þægilegir fuglar til
skoðunar því þeir sjást oftast sitj-
andi efst í trjátoppum; fljúga upp í
loftið og grípa þau skordýr sem
fljúga hjá og setjast svo aftur á trjá-
topp stutt frá. Einng sjást þeir oft á
girðingum eða í lágum gróðri eins og
til dæmis á njóla.
Fyrsti fuglinn sást
21. september
Fyrsti fuglinn í haust sást 21.
september á Höfn í Homafirði en þá
var búin að vera nokkuð snörp suð-
austanátt. Síðan hafa sést grágrípar
frá Berufirði og vestur að Seljalandi
undir Eyjafjöllum. Þá hefur einn
sést úti í Heimay. Fimmta október
sáust fjórir grágrípar saman við
tjaldstæðið á Höfn og einn sást
stuttu síðar í litlum lundi rétt innan
við Höfn.
Tvær aðrar tegundir grípa hafa
sést á íslandi og eru það flekkugríp-
ur ogpeðgrípur.
Frá því um 20. september hafa
verið ríkjandi suðaustanáttir hér á
landi og hafa þær borið mikið af er-
lendum flækingsfuglum til landsins.
Aðallega er þar um að ræða ýmis-
konar söngvara og er algengt að
þessir fuglar leiti í garða hjá fólki því
þar er yfirleitt nægt æti að finna. Fá-
ir af þessum fuglum geta lifað hér á
landi á þessum árstíma og týna því
fljótt tölunni. Fuglamii- eru á far-
flugi suður á bóginn þegar þeir lenda
í sterkum suðaustanvindunum sem
feykja þeim til íslands.
Ef fólk verður vart við einkenni-
lega fugla í görðum hjá sér ætti það
að leita til fuglaáhugamanna á hverj-
um stað eða hafa samband við Nátt-
úrufræðistofnun íslands.
Þrisvar sinnu
Bókaðu í síma 570 3030 og 456 3000
ffð 9.930kr. meífluyvallarsköttum
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Fax 570 3001 • websales@ainceland.is •www.flugfelag.is
I
1
■
L
u