Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 68
68 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÍBÍCÓLABÍÓ
r
HASKOLABIO
Hagatorgi
www.haskolabio.is
simi 530 1919
Kvikmyndahátíð íReykjavík
Montenegro
Tuvalu
Sýnd kl. 10.
kS&.mf&fiífíft kyjríftj
ane O'dfcson
BJÖRK CATHERINE DENEUVE
■iftil—ón
NYTT OG BETRA'*»'|
SMArlf
ASfabakka 8, simi 58T 8900 og 587 8905
VINSÆLASTA GAMANMYNDIN A ISLANDI
WituzWl
Heuut tru venftðwv mnm mt< e«ra
(HntweiWí tím »lá vmttuesar aitíMsim
mmmni
Leyfð öllum aldurshópum en at-
riði í myndinni gætu vakið óhi
riði i myndinni gætu vakið óhug
Stórmyndin U-571 er byggð á sannsögulegum atburóum sem
átti sér stað í síöari heimsstyrjöldinni. í aóalhlutverkum
Matthew McConaughey, Harvey Keitel og Bill Paxton.
Sýnd kl. 3.50, 6, 8 og 10.15.
i.i.14 Vit nr. 133.
Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.15.
8.1.16 ára. VÍt OT. 129.
Sýnd kl
Synd kl. 4.
Isl. tal.
3.50.
fsi. tal.
Vitnr. 103
Sýnd kl. 4.15 og 5.45. íslenskt tal. Vit nr. 131.
Sýnd kl. 8.10 og 10.20. Enskt tal • Enginn textl.Vit nr. 145.
Kaupið miða í gegnum VITið. Nánari upplýsingar á vit.is
Er orðið tónlist?
r TONLIST
Hljóm/ljóðleikar
ORÐIÐ TÓNLIST
Orðið tónlist - hátíð talaðrar tónlistar í ís-
lensku dperunni, laugardag'inn 7. október
2000. Fram komu múm og Andri Snær, Ás-
gerður Júníusdóttir og Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir, Bragi Ólafsson, Þorvaldur Þor-
steinsson, Sjón og Curver, Linda Vilhjálms-
dóttir, Birgir Orn Steinarsson, Sverrir
Guðjónsson og Einar Kristján Einarsson,
Joan La Barbara, Erpur (Blazroca) Eyvindar-
son ásamt Sesar A og DJ Magic, Didda, Einar
Örn Benediktsson, Einar Már Guðmundsson
ásamt Kvartett Tómasar R., Elisabeth Belile,
Michael Pollock ásamt Þórdísi Claessen og
Daniel Pollock, Jóhamar og Einar Melax,
Hallgrímur Helgason, Berglind og Bibbi,
David Toop og Sigur Rós ásamt Steindóri
Andersen. Kynnir var Magga Stína.
SMEKKLEYSA sm/ehf ásamt Menningar-
borginni Reykjavík stóð fyrir ofangreindri
samkomu og var hugmyndin að sjá hvort
ljóðagerð og tónlist - tvö form sem hafa átt til
að nudda sér upp við hvort annað en kannski
enn oftar átt í stappi - gætu leiðst saman,
hönd í hönd, þetta kvöld. Hátíðin tókst mjög
vel og þrátt fyrir að dagskráin hafí verið með
_-lengra móti, um fimm klukkutímar með einu
tuttugu mínútna hléi, voru atriðin fjölbreytt,
úr mörgum og mismunandi áttum, og aldrei
leiddist manni þófíð. Skipulag tónleikanna
var og með afbrigðum gott og dagskráin rann
hratt og örugglega áfram. Fulltrúar og aðdá-
endur listformanna tveggja græddu vel á
þessu kvöldi (í menningarlegum skilningi
a.m.k.), fengu þarna innsýn í heima sem þeir
hefðu kannski aldrei lagt sig eftir að kynnast.
Múm og Andri Snær hleyptu kvöldinu af
stað en stutt innlegg Andra gufaði nokkurn
veginn upp í loftið, stemmningin á sviðinu og
í salnum virtist einhvern veginn ekki komin í
gang. Múm náði sér hins vegar ágætlega á
strik, spilaði fallegt, minimalískt lag og alltaf
taka krakkarnir sig jafn glæsilega út á sviði.
Ásgerður Júníusdóttir var næst og stóð sig
með prýði, leikræn tjáning í síðasta laginu
Var sérstaklega skemmtileg. Framlag Braga
Olafssonar var í áreynslulausara lagi en
skemmtileg tónlistin náði að ýta nokkuð und-
ir flutninginn. Þorvaldur Þorsteinsson las svo
eigin útfærslu af dæmisögum Esóps og tókst
vel upp, fyndið bæði og skemmtilegt.
Sjón og Curver spiluðu ljóð eftir Sjón sem
var búið að táknbinda í tóna og voru flottir á
að líta. Ég skildi samt ekki hvers vegna þeir
voru að endurtaka flutninginn.
Næst upp á svið var Linda Vilhjálmsdóttir.
Hún flutti ljóð sem voru svo sem ágæt en
tónlistin var víðsfjarri og engin tilraun virtist
vera gerð til að koma að þema kvöldsins. -
Skrýtið.
Birgir Örn Steinarsson settist næst upp á
svið með fartölvu sér til halds og trausts.
Hann skrifaði svo ljóð á hana „í beinni út-
sendingu“ við undirleik tónlistar og var inn-
slættinum varpað upp á tjald, með tilheyr-
andi innsláttarvillum. Tónlistin sem spiluð
var undir var fín, ljóðið sæmilegt en hug-
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
David Topp flutti ægilega heillandi verk.
myndin aftur á móti framúrskarandi.
Sverrir Guðjónsson söng ljóð eftir ísak
Harðarson við undirleik gítarleikara og það
atriði var vel heppnað, einfaldur gítarleikur-
inn var fallegur og undirstrikaði vel flutning
Sverris. Sérstaklega var flutningur á ljóðinu
„Hafboð" frábær. Síðust fyrir hlé var hljóð-
listakonan Joan La Barbara. Hinn vægast
sagt óvenjulegi söngstíll hennar er fallegur,
furðulegur og jafvel ógnvekjandi á stundum.
Atriði hennar var í lengra lagi og sumir
óstöðugir voru að ærast undir það síðasta.
Og þá var komið hlé.
Erpur „Blazroca" Eyvindarson henti
seinni hlutanum rækilega í gang með kröft-
ugu rappi og kom miklu stuði af stað. Á eftir
honum steig upp á svið ljóðskáldið Didda,
flutti ljóð sitt „0 Reykjavík" sem hljómsveit-
in Vonbrigði gerði ódauðlegt hér í eina tíð, og
flutningur hennar var ljómandi góður í ein-
faldleik sínum. Strax á eftir mætti Einar Örn
Benediktsson og flutti skemmtilegan sam-
hræring af ljóðum sínum, snöggt og
snaggaralega. Einar Már tróð svo upp ásamt
Kvartett Tómasar R. en ljóðadjass þeirra var
nánast pönkaður. Einar var stórskemmtilega
kærulaus uppi á sviðinu og ruddi Ijóðunum út
úr sér hratt og flausturslega.
Elisabeth Belile er bandarískt „beat“-
skáld sem flutti ögrandi en um leið fremur til-
gerðarleg og ófrumleg Ijóð. Pollockbræðurnir
Michael og Daniel ásamt Þórdísi Claessen
tróðu svo svipaða slóð.
Hápunktur kvöldsins var hiklaust er ljóð-
skáldið Jóhamar sneri aftur úr tíu ára útlegð
ásamt Einari Melax. Þeir komu, sáu og sigr-
uðu og var harmrænn (eins og Andri Snær
orðaði það) og kraftmikill flutningur Jóham-
ars ótrúlegur og salurinn var skilinn eftir í
losti. Hallgrímur Helgason kom svo og rapp-
aði, stóð sig með ágætum en stórsigur Erps
skyggði óneitanlega nokkuð á. Berglind og
Bibbi áttu svo sætasta atriði kvöldsins þar
sem Bibbi hoppaði um allt í kanínubúningi.
Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Dav-
id Topp las upp úr bók sinni Exotica við und-
irleik tónlistar. Það var eitthvað ægilega
heillandi við atriði Toop þótt það hafí verið í
það lengsta og mun betra hefði verið ef Toop
hefði verið framar í dagskránni.
Sigur Rós endaði svo samkomuna ásamt
rímnamanninum Steindóri Andersen og var
samneyti þeirra bæði fallegt og heillandi.
Arnar Eggert Thoroddsen
SKIPTA
ORÐIN MÁLI?
MALÞING
íslenska ópcran
ORÐIÐ TÓNLIST
Orðið tónlist, málþing haldið í Tjarnarbíói
laugardaginn 7. október. Þátttakendur
voru David Fricke, David Toop, Davíð
Ólafsson, Geir Svansson og Úlfhildur
Dagsdóttir.
HÁTÍÐIN Orðið tónlist var haldin í ís-
lensku óperunni sl. laugardag eins og fram
hefur komið, en í tengslum við hana var
málþing í Tjarnarbíói þar sem erlendir
gestir ræddu málin með íslenskum fræði-
mönnum. Gestirnir erlendu voru banda-
ríski tónlistargagnrýnandinn David Fricke
og breski rithöfundurinn og blaðamaðurinn
David Toop, sem komu hingað a vegum
Smekkleysu, Davíð Ólafsson sagnfræðing-
ur, Geir Svansson bókmenntafræðingur og
Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur,
öll frá Reykjavíkurakademíunni.
Davíð flutti skemmtilega tölu um sam-
band tónlistar og texta og sérstaklega voru
eftirminnileg dæmi sem hann lék með Tom
Waits og Sonny & Cher.
Einnig var erindi Úlfhildar áhugavert
þar sem hún hélt uppi vörnum fyrir ljóðlist
á íslandi. í erindi Geirs kom fram að hann
var nokkuð á annarri skoðun en Úlfhildur
um íslenska Ijóðlist, en reyndar sýnist
ágreiningurinn helst felast í því hvort rætt
væri um ljóðið eða Ljóðið. Erindi Geirs var
einskonar herhvöt til þess að menn gæfu
Ljóðinu spark í rassinn. (Blaz Roca gerði
revndar eftirminnilega út um þessar deilur
í Öperunni síðar um kvöldið þegar hann
sýndi að ljóðið er bráðlifandi þó Ljóðið sé
búið að lifa sitt fegursta.) Annars var erindi
Geirs hið fróðlegasta, ekki síst er hann tók
við að mæra Burroughs og fleiri bandarísk
beat-skáld, þótt hann hefði mátt geta betur
sterkra áhrifa sem tónlistarvinir gi-eina frá
djass og djassmönnum í ljóðagerð beat-
skáldanna, ekki síst jive-mállýsku og vout
Slims Gaillards.
David Fricke fjallaði nokkuð almennt um
samskipti sín við tónlistarmenn og það
hvort orðið skipti yfirleitt máli. Hann benti
á það að oftar en ekki séu menn að leggja
meiri merkingu í texta en vakað hafi fyrir
textahöfundinum, ekki síst þegar akadem-
ían kemst í málið. Einnig kom Fricke inn á
það að orðin skipti ekki alltaf máli, fjölmörg
dæmi séu um bulltexta sem séu þrungnir
merkingu engu að síður, eins og til að
mynda þegar Little Richard syngur „awop-
bop-a-loo-mop-alop-bam-boom“ í Tutti
Frutti. Víst er það bull, en þó skilja allir
setninguna og það sem hún faldi í sér á
þeim tíma og felur enn. Þar má því segja að
Morgunblaðið/Jim Smart
Bandarfski tónlistargagnrýnandinn
David Fricke.
orðið hafi breyst í tónlist. Eins gerði Fricke
að umtalsefni að tónlist getur verið ljóð og
einnig kallað fram ljóðræn áhrif.
David Toop er merkur tónlistar-
fræðingur en ekki var mikið að græða á er-
indi hans, sem var heldur sundur- og
stefnulaust. Ekki bætti úr skák þegar hann
spilaði tónlist eftir sjálfan sig við upplestur,
sem gaf ekki góðar væntingar fyrir kvöldið.
Hann var aftur á móti mun betri þegar
spurningum var beint til hans, svaraði þeim
skemmtilega og hnitmiðað. Páfagauks-
sagan sem hann sagði verður lengi í minn-
um höfð.
Eftir að mælendaskrá var tæmd var ósk-
að eftir fyrirspurnum úr sal. I salinn vant-
aði reyndar tónlistarmenn, gaman hefði
verið að hafa fleiri slíka á staðnum og fá
innlegg þeiiTa og ekki hefði síst verið gam-
an að hafa tónlistarmann meðal frummæl-
enda. Það var hinsvegar nóg af skáldum á
staðnum sem stóðu upp og sögðu sögur af
sjálfum sér sem skálda er siður. Jan
Sneum, frá danska ríkisútvarpinu, stóð
einnig upp og sagði sögur, en hann varpaði
einnig fram ágætri spurningu sem snerti
reyndar það sem David Fricke hafði áður
nefnt, þ.e. hve langt komast menn yfir
landamæri tungumálsins án þess að glata
merkingunni. Gaman hefði verið að velta
því fyrir sér og þá kannski hvort röddin
skipti meira máli en textinn þegar grannt
er skoðað.
Árni Matthíasson