Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 55 + Ái'ni Sig-urjóns- son fæddist í Vestmannaeyjum 27. september 1925. Hann lést á heimili sínu 1. október síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Hall- grímskirkju 10. október. Elsku afi. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn frá okkur. Þetta gerðist allt svo fljótt. Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég taldi mig bara trú um að þér mundi batna og allt vera í besta lagi. Ég man þegar þú varst alltaf að vinna á lögreglu- stöðinni. Ég kom stundum í heim- sókn til þín. Það var rosalegt sport að fá að fara inn á lögreglustöðina og sjá allt þar. Þú fórst mjög oft til útlanda á fundi og hitta frægt fólk. Þótt þú færir oftast bara í tvc til þrjá daga komstu alltaf með eitt- hvað handa okkur barnabörnunum, þótt við værum svona mörg. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til þín og ömmu um helgi svaf ég inni hjá ykkur. Þú sagðir mér alltaf sögur um Trygg eða löggusögur sem þú hafðir lent í. Það var alltaf svo gaman í heimsókn hjá ykkur. Þegar ég og Ami Grétar komum bæði yfir helgi til ykkar fórum við fjögur eitthvert saman á laugardögum. Það var alltaf svo gaman hjá okkur. Svo ætlaðir þú að keyra ömmu í lagningu til mín þegar ég væri búin að læra aðeins meira í hárgreiðsl- unni en nú verð ég bara að sækja hana sjálf. Síðasta skiptið sem ég hitti þig var hér heima hjá mér. Þegar þú varst að kveðja sagðir þú mér að fara að koma í heimsókn til ykkar yfir helgi, því það væri svo langt síðan ég gerði það síðast. Ég fékk ekki tækifæri til þess því stuttu seinna veiktist þú. Elsku afi minn, ég mun sakna þín rosalega mikið. Eg mun passa ömmu mjög vel fyrir þig. Þín Karólína Björg. Elsku afi okkar! Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við viljum kveðja þig með bæn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfí Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Asmundur Eiríksson.) Guð geymi þig, afi okkar. Megi góði Guð styrkja ömmu. Elísabet Sara og Auðunn Snorri. Það var hringt í mig síðdegis fyrsta október með þeirri frétt, að Ami bróðursonur minn væri veik- ur. í fregninni lá einnig að líklega ætti hann langa og stranga veik- indabaráttu fyrir höndum. Snemma næsta morguns var aftur hringt. Hann Árni var dáinn. Hann hafði hnigið örendur niður heima hjá sér. Snöggt og óvænt kom kallið. And- látsfregnin var eins og högg fyrir brjóstið - en þó, hvað var ég að hugsa? Myndi hann Árni ekki hafa óskað sér og verið sáttur við að fá að fara strax og án máski langrar vonlítillar veikindabaráttu? Hann var áreiðanlega tilbúinn að ganga inn í framhaldslífið með sinn hreina skjöld eftir að hafa innt af hendi ágætt ævistarf út á við í almanna þágu og inn á við sem traustur og góður heimilisfaðir. Eigandi indæla fjölhæfa konu og mikilhæf efnis- börn, sem þau samhent hjónin bjuggu ágætt heimili, gáfu gott uppeldi og komu til manns og mennta af mestu prýði. En velvild og umhyggja Árna náðu til miklu fleiri. Hann hélt stöðugu og góðu sambandi við systkini sín og fleiri nána ættingja, og það þó ekki væru þeir allir bú- settir í kringum hann á höfuðborgarsvæðinu. Árni sinnti Utlend- ingaeftirlitinu og átti því margar ferðir til Seyðisfjarðar í sam- bandi við komu Nor- rænu þangað. Býsna oft lagði hann þá lykkju á leið sína til að heilsa upp á mig, föð- ursystur sína í Lóninu. Þarna birtist hann í ayrunum, þessi stóri, góðlegi maður, mér til óblandinnar gleði. Það var bæði hressandi og ánægjulegur andblær sem fylgdi honum. Svo að þótt viðdvölin væri oft stutt gladdi koma hans mig innilega. Stöðugu símasambandi hélt hann bæði við systkini sín og fleiri skyld- menni. Elsta bróður sinn, sem búinn er að vera veikur nokkur síð- ustu árin, bar hann mjög fyrir brjósti og heimsótti hann æði oft. Árni sinnti miklu trúnaðarstarfi þar sem var útlendingaeftirlit og fleiri löggæslustörf og kynntist þannig gegnum það býsna mörgu og mörgum. Þá kom sér oft vel að hann var gæddur sérstöku innsæi, sem fáum er gefið og vissi í næmi sínu margt sem ekki lá í augum uppi venjulegs fólks. Þannig gat hann oft komið í veg fyrir að illa færi. Nú er ný framtíð runnin upp fyr- ir Árna. Hann hefur stigið þau spor sem allra bíða. Sannfærð er ég um að þar hefur verið við hann sagt: „Gott, þú góði og trúi þjónn; yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Matt. 25, 21“. Vertu kært kvaddur með þakk- læti fyrir alla þína góðu frændsemi og vinsemd. Guðs blessun fylgi þeir á björtum framtíðarbrautum. Sigurlaug Árnadóttir, Hraunkoti, Lóni. Ég vil með fáum orðum minnast Árna Sigurjónssonar. Ég kynntist Árna fyrir um ári síðan á heimili þeirra Obbu. Ég kom þangað með Árna Grétari unnusta mínum (barnabarni hans). Mér finnst eins og ég hafi þekkt Árna alla mína ævi. Hann var alltaf að segja mér frá því þegar hann hitti allt fræga fólkið úti í heimi, frá vinnunni í lög- reglunni og ævi sinni. Hann sýndi mér mikið af orðunum sínum og viðurkenningarskjöl sem hann hef- ur fengið, þó svo að hann hafi aldrei viljað bera orðurnar sínar. Árni var alltaf að spyrja okkur Árna Grétar hvenær við ætluðum að gifta okkur, því miður varð það ekki áður en kallið kom. En ég veit að þú verður með okkur þegar það gerist. Ég átti yndislegar stundir með honum. Ég vil þakka ykkur Obbu fyrir alla hjálpina þegar Auð- unn Snorri var á sjúkrahúsinu, að leyfa okkur Árna Grétari að gista hjá ykkur. Elsku Árni minn, ég veit að þú munt kynnast Auðuni Lárusi og passa hann fyrir okkur þarna hin- um megin. Megi Guð vera með þér Árni minn. Elsku Obba, Þóra, Nonni, Krissi, Þórunn, Auður og aðrir aðstan- dendur, megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Eg votta ykkur mína dýpstu samúð. Unnur Helga. Elsku afi! Mér finnst erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okk- ur. Það er eins og þú sért erlendis á fundum vegna vinnunnar eins og í gamla daga. Það er eins og við séum að bíða þess að þú komir heim. Ég vil með nokkrum orðum minnast þín. Ég gleymi aldrei þeg- ar ég var yngri og kom til þín upp á lögreglustöð. Þú áttir alltaf coca-cola í gler- flösku í skápnum þínum. Ég man vel eftir öllum helgunum sem ég var hjá ykkur ömmu. Ég reyndi alltaf að gera eitthvað, þvo bílinn, taka til í skúrnum eða mála fyrir ykkur. Svo varð ég eldri og stærri. Ég varð meira að segja stærri en þú, þú vildir aldrei viðurkenna að barnabarnið væri orðið stærra en afi. Oft baðstu mig um að hjálpa þér að gera hitt og þetta. Álltaf reyndi ég að koma um leið og ég gat. Ég komst kannski ekki eins og skot en reyndi að koma sem fyrst. Ég og Unnur erum búin að kaupa húsið. Því miður getur þú ekki séð það, en ég veit að þú munt alltaf vera hjá okkur. Því miður fékkst þú ekki að vera lengur hjá okkur til að Unnur, Elísabet Sai-a og Auðunn Snorri gætu kynnst þér eins og ég gerði. Elsku afi, ég mun hugsa vel um ömmu fyrir þig og gera allt til að hjálpa henni. Ég mun segja börn- um mínum og barnabörnum sög- umar um Trygg og fleiri sögur sem þú sagðir mér. Ég bið guð um að hugsa vel um þig og þú hugsar vel um Auðun Lárus þangað til við hittumst aftur uppi á himnum. Elsku amma, mamma, Þóra, Nonni, Krissi, Auður og aðrir að- standendur, ég votta ykkur mína- dýpstu samúð og bið góðan guð að styrkja ykkur á þessari miklu sorg- arstund. Þinn dóttursonur og nafni, Ámi Grétar. Fyrir rúmum fjörutíu og þremur árum kom saman álitlegur hópur fólks í Kópavogi, sumir komnir á miðjan aldur, en aðrir rétt komnir af gelgjuskeiði. Þessi hópur stofn- aði eitt af þeim félögum, sem settu svip sinn á Kópavog um árabil og átti með hléum sín blómaskeið. Félagið er enn starfandi og ber nafnið Leikfélag Kópavogs. Enginn af þeim sem að stofnun þess stóðu hafði leiklistarlega menntun, en sumir bættu úr því er árin liðu. Þetta var litríkur hópur, einstaklingar úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins. Á þessum útmánuðum 1957 hóf- ust kynni okkar Árna Sigurjónsson- ar þegar fyrsta leikrit Leikfélags Kópavogs, Spanskflugan, var sett á svið í Kópavogsskóla. Báðir unnum við þá bak við tjöld- in og eitt er víst að á svið hefði Ár- ni aldrei tekið í mál að stíga fæti eftir að leiksýning var hafin. En hvað er það sem dró Árna inn í þennan hóp sem stofnaði leik- félag, mann sem var svo fjarri því að vilja leika eða standa á sviði? Eftir áralöng farsæl kynni við Árna er mér fullljóst hvað stóð þar að baki. Það var sterk framkvæmdaþrá, mikil orka, en ekki síst félagsskap- urinn, það sem á hátíðlegum stund- um er kallað að vera félagsvera. Eftir að hafa starfað árum saman í áhugamannafélagi í leiklist er mér fullljóst að vissulega eru þeir nauð- synlegir sem á sviðinu standa, það dafnar ekkert leikhús án leikara. En þessir ágætu leikarar væru illa staddir ef ekki væri jafn fjöl- menn hersveit að tjaldabaki, þeir skapa ekki síður leiksýningu en þeir sem áhorfandinn sér og minn- ist, vonandi jákvætt. Árni Sigurjónsson var einn af þessum einstaklingum sem aldrei sáust en voru samt svo ómissandi í leikhúsinu. Um árabil var hann í stjórn Leikfélags Kópavogs og for- maður þess um árabil og á þeim tíma þurfti að róa lífróður til að slíkt félag héldi lífi. Á þeim árum voru sviðsett ís- lensk klassísk verk svo sem Maður og kona og Lénharður fógeti, ýmis gamanleikrit einnig, en eitt verk stendur þó upp úr. Það var Leikfé- lag Kópavogs sem fnimflutti á ís- landi undir formennsku Árna eitt þekktasta barnaleikrit allra tíma, Línu langsokk eftir Astrid Lind- gren. Árni vann ekki aðeins að félags- málum í Leikfélagi Kópavogs, hann var í forystusveit Slysavarnafélgs Kópavogs og vann ötullega að því að Félagsheimili Kópavogs yrði það sem því var ætlað í upphafi, ein- faldlega að vera félagsheimili. Um lífsstarf Árna sem lögreglu- manns veit ég minna, það var ekki á dagskrá þegar við áttum skemmtilegar samverustundir Og unnum að okkar áhugamálum. Veit þó að þar var hann mikils metinn, en aðiir en ég kunna þar betur frá að segja. Að leiðarlokum þökkum við, sem að stofnun Leikfélags Kópavogs stóðum, Árna fyrir samstarfið og þær mörgu ánægjustundir sem við áttum saman, en sá hópur er nú að verða þunnskipaður. Eftiriifandi eiginkona Árna, Þor- björg Kristinsdóttir, stóð ætíð þétt við hlið bónda síns og tók einnig þátt í starfi Leikfélags Kópavogs. Henni eru færðar samúðarkveðj- ur, svo og börnum þeirra og fjöl- skyldunni allri. Sigurður Grétar Guðmundsson. Bjarki Elíasson hringdi til mín að kvöldi 1. október sl. og tjáði mér að mágur hans og samstarfsmaður okkar til margra ára væri látinn. Hugulsamt af Bjarka en fréttin kom mér á óvart þar sem ég hafði hitt Árna á förnum vegi eigi alls fyrir löngu. Þótt við vitum öll á hverju er von koma vistaskiptin alltaf á óvart. Mér er ljúft að minn- ast Árna með nokkrum kveðjuorð- um á blaði enda hollt að hugsa hlýtt til látins vinar. Mér finnst að ljóðlínur Hannesar Péturssonar skálds eigi við hér: Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfír. Ég sakna vinar eins og gefur að skilja en samstarf okkar Árna fólst í því að hittast nær daglega á morgunfundum hjá lögreglustjóra um þrjátíu ára skeið. Þama var unnið úr daglegum verkefnum lög- reglu og lögð á ráðin um lögreglu- störfin í borginni. Við sem þarna nutum samvistar áttum oftast ánægjulegar og lærdómsríkar vinnustundir saman. Þeir starfs- menn sem þannig komu saman í áratugi bundust eðlilega vináttu- og tryggðaböndum sem ná út yfir gröf og dauða. Þægilegt viðmót Arna smitaði út frá sér og ég fann til ör- yggis í návist hans. Slíkt er eðli vináttu. Árna Sigurjónssyni var sýndur margvíslegur sómi á starfsferli sín- um og hans mun minnst sem eins af merkari fulltrúum lögreglu sinn- ar tíðar. Aidrei verður þakkað svo sem vert er allt það góða sem gert er, því færi ég Árna kærar þakkir fyrir ánægjuleg kynni í samstarfi og einstaklega hlýtt viðmót í minn garð. Ég hitti hann alltof sjaldan af kringumstæðum sem erfitt var að ráða við eftir að ég lét af störfum fyrir tíu árum. Eiginkonu hans, Þorbjörgu Kristinsdóttur, börnum þeirra hjóna og fjölskyldum, sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Guðmundur K. Hermannsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Við þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför BÖÐVARS ARA EGGERTSSONAR, Selvogsgrunni 13, Reykjavík. Guðjón Böðvarsson, Guðríður Sveinsdóttir, Sigrún Böðvarsdóttir, Lúðvík Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs sonar míns, föður, bróður og mágs, SIGURÐAR FRfMANNS REYNISSONAR SKAGAN. Eyrún Auðunsdóttir, Aníka Eyrún Sigurðardóttir, Auðbjörg Reynisdóttir, Einar Gautur Steingrímsson, Viktor Þór Reynisson, Anna Kristín Kristófersdóttir, Jóhann Reynisson, Ingibjörg Stefánsdóttir. t Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna fráfalls GUÐJÓNS JÓNATANSSONAR vélvirkjameistara, Melabraut 29, Selfjarnarnesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjartadeildar B-7 á Landsþítalanum í Fossvogi. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Bára Vestmann. ARNI SIGURJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.