Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 60
(J0 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Grettir Ljóska ESÆUAAÐFETAI FÓTSPOR PÍN, SKREF FYRIR SKREF MIS LAN6AR TTL A6 V£RÍ)A ALVESEINS06 PU PESAR ES VERt) STÓR HVENÆR ÆTLARÖU At) FLYTJA ÚT? Smáfólk I CMOPPEP UP 50ME CABBAGE, A FEU) CARROT5, A COUPLE OF ONION5,ANP MIXEPIN 50ME PRE55IN6... F0R6ET ITÍ I NEVER EAT ANYTMIN6 THAT J4A5 TO BE EXPLAlNEP/ s— Látum ekki blekkjast Frá Friðjóni Guðmundssyni: ÉG SÉ ekki betur en að utanríkis- málastefna Halldórs Asgrímssonar sé komin á alvarlegt stig. Hugsjónir hans um inngöngu Islands í ESB virðast orðnar að trúarbrögðum. Af þeirri ástæðu meðal annars er orðið varhugavert fyrir íslensku þjóðina að hafa hann áfram í stöðu utanríkis- ráðherra. Mér þykir líklegt að flokksmenn Halldórs sjái þetta og því muni ekki allir vera ánægðir. Þetta sést einnig á fylgistapi hans í skoðanakönnunum. Sem vænta má tel ég því að daður Halldórs við stjórnmálamenn innan ESB sé al- varleg staðreynd sem veldur mörg- um áhyggjum. Ef ekki verður unnið gegn þessum hugmyndum um inn- göngu íslands í Evrópusambandið af fullri einurð getur það haft mjög al- varlegar afleiðingar fyrir framtíð ís- lensku þjóðarinnar. Það er tilgangs- laust að loka augunum fyrir því að ESB hefur að meginmarkmiði að sameina Evrópuþjóðirnar í eitt ríki. Að minnsta kosti í eina ríkjasam- steypu. Þetta verðum við að gera okkur Ijóst í tæka tíð því ef við látum glepjast er fullveldi þjóðarinnar hrunið. Það er talað um að ísland geti gert sérsamninga við ESB um stjóm fisk- veiða í íslensku efnahagslögsögunni þótt það gangi í ESB En menn verða að gera sér grein fyrir því að þegar Island er komið inn í ESB þá er landið okkar ekki lengur sjálfstætt þjóðríki heldur hluti af Evrópusam- bandinu. Það verður því væntanlega mjög erfitt fyrir ísland að standa á slíkum samningi til lengdar og með tímanum myndi hann eflaust úreld- ast og falla úr gildi. Svipaða sögu má segja um land- búnaðinn. Innganga í ESB myndi tvúnælalaust kreppa enn meir að bændastéttinni en orðið er og hinum dreifðu byggðum við sjáivarsíðuna. Nefna má Finnland þessu til stuðn- ings. Eftir að það gekk í ESB hefur orðið stórfellt byggðahmn í norður- hémðum landsins. ísland hefur sér- stöðu sem eyland, langt frá öðmm Evrópuþjóðum. Það hefur ekki fulla samkeppnisaðstöðu í landbúnaðar- framleiðslu til jafns við hlýrri lönd á meginlandi Evrópu. AJlt réttlæti mælir með því að þetta sé haft í huga þegar lagt er mat á framleiðslu á landbúnaðarvömm. En á því er mik- ill misbrestur. Innganga í Evrópu- sambandið yi-ði því reiðarslag fyrir íslenskan landbúnað. Búseta í sveit- um landsins hangir nú á bláþræði. Því verður með fullum rökum haldið fram að innganga í ESB myndi rústa enn frekar búsetu á stómm svæðum í sveitum, og einnig við sjávarsíðuna, því þegar sveitimar em komnar í eyði fellur byggðin við sjóinn um leið. Er það þetta sem menn vilja? EES samningurinn skilaði skertu fullveldi. Með inngöngu í Evrópu- sambandið mun þetta skerta full- veldi falla. Látum ekki blekkjast. Hingað og ekki lengra! FRIÐJÓN GUÐMUNDSSON, bóndi, Sandi. Að bíta höfuðið af skömminni Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: HÁTTVIRTUR þingmaður Pétur Blöndal fer mikinn fyrir alþjóð, og ræðir um óreglu varðandi bág kjör þeirra er tapað hafa heilsu eða vegna öldrunar, mega lifa af bótum al- mannatrygginga, og telur þar að finna hina einu sönnu útskýringu á bágum kjömm hluta landsmanna. Háttvirtur þingmaður ! Ég vil skora á yður að athuga ögn betur heild- stæða mynd þessara hópa, t.d fólks er varð fyrir læknamistökum áður en lög um sjúklingatryggingu tóku gildi árið 2000, og bendi í því sam- bandi á skýrslu Ríkisendurskoðunar er kom út fyrir jólin 1997. Ég vil einnig benda yður á að kynna yður lífeyrisréttindi bændakvenna um sjötugt á Islandi, en konur bænda gleymdist að telja með sem launþega hjá Lífeyrissjóði bænda, þar til árið 1983, þrátt fyrir setu þingmanna á þingi við lagasetningu. Eg vil einnig benda yður á aldraða og unga öryrkja á íslandi í dag sem aldrei hafa öðlast nein lífeyrisrétt- indi, en einnig örorkubótaþega er mega búa við það að maki þeirra þræli sér út og tapi jafnvel heilsunni til þess að brúa fjárhagslegt bil í af- komu heimila, sökum skattalegrar refsingar. Það er nefnilega fjölmargt á að líta, háttvirtur þingmaður, ef sannur vilji er fyrir hendi, en ef vilj- ann vantar, þá vantar nokkuð mikið. Pólitískt séð geta samflokksmenn yðar, háttvirtur þingmaður, reynt að fleyta erfiðum málum framhjá almenningsálitinu fram að kosning- um og kennt um samstarfsflokki í ríkisstjórn þegar á líður kosninga- baráttu, en eftir stendur hver þar axlar sína raunverulegu ábyrgð snemma og seint, en samflokksmenn yðar standa ekki í erfiðum mála- flokkum. Því svo kann að fara að hin- ir síðustu verði fyrstir og hinir fyrstu síðastir. Vestrænt samfélag, er stát- ar af velmegun, grætur almennt innra með sér, er aldraðir og sjúkir standa á torgum til óska um bætt kjör sín, og þeir hinir sömu mega þurfa að hlýða á vitundarleysi kjör- inna fulltrúa sinna í fjölmiðlum, sem „Bakkabræðra með sól í húfum“ rétt einu sinni enn. Það er ekki nógu gott, háttvirtur þingmaður. Mál er að linni. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, í stjórn Samtakanna Lífsvog og ritari Samtaka gegn fátækt, Herjólfsgötu 18, Hafnarfirði. Langar þig í svolítið hrásalat með kvöldmatnum? > Ég skar smá hvítkál, nokkrar gulrætur, Gleymdu því! Ég ét aldrei neitt sem fáeina lauka og blandaði svo salatsósu þarf skýringa við saman við... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.