Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um stefnu íslands í alþ.jóðasamskiptum Leysum ekki ein og óstudd vandamál sem steðja að full- valda ríkjum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að ísland gæti ekki eitt og óstutt leyst ýmis þau vanda- mál sem steðja að fullvalda ríkjum nú á tímum. Hann sagði að íslendingar ynnu best að hagsmunum sínum með því að vera í samstarfi við aðrar þjóðir og gagnrýndi þess vegna harðlega þingsályktunartillögu Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs, sem Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir í gær, um stefnu íslands í alþjóðasamskiptum. Tillaga vinstri grænna gerir ráð fyrir að Alþingi álykti _að hags- muna Islands sé best gætt með því að ísland standi utan efnahags- bandalaga og ríkjasambanda en hafi við þau sem besta samvinnu með sérsamning- um án aðildar. Þannig verði sjálfstæði og óháð staða landsins nýtt til að treysta samskiptin við ríki og markaði beggja vegna Atlantshafsins og við aðra heimshluta. Ennfremur að leitast verði við að þróa EES- samninginn í átt til tvíhliða samn- inga um viðskipti og samvinnu. Steingrímur J. Sigfússon gerði umræður um aðild að Evrópusam- bandinu raunar að sérstöku um- talsefni í framsöguræðu sinni í gær og sagði hann mikilvægt að eyða allri óvissu um stöðu íslands í þeim efnum. Ekki verið að afsala fullveldi með samstarfi við aðrar Halldór Ásgrímsson var hins vegar ómyrkur í máli og sagði til- lögu vinstri grænna ganga full- komlega gegn núverandi stefnu ís- lands í utanríkismálum. Kvaðst hann hafa orðið undrandi þegar hann las tillöguna enda hefði utan- ríkisstefna Islands grundvallast á þátttöku í ríkjasamböndum. Benti hann á það sem hann taldi mót- sögn, nefnilega að talað væri um ríkjabandalög og ríkjasambönd í tillögugrein- inni en Norð- urlandaráð væri hins veg- ar ríkjabanda- lag, Öryggis- og samvinn- ustofnun Evrópu (ÖSE) væri það einn- ig, sem og Sameinuðu þjóðirnar. Kvaðst hann því skilja tillöguna svo að vinstri grænir vildu ekki taka þátt í al- þjóðavæðingunni, þeir vildu ein- angrunarstefnu. Halldór sagði íslendinga hafa barist fyrir fullveldi til þess að geta verið fullir þátttakendur í samfélagi þjóðanna. „Hvers virði er fullveldi ef við munum einangr- ast frá öðrum ríkjum í stað þess að vera stoltir þátttakendur í sam- starfi fullvalda ríkja, eins og við höfum verið?“ spurði Halldór. „Er það ekki það sem við viljum? Er það ekki hins vegar alveg ljóst að miðað við alþjóðavæðinguna þá er- um við ekki fær um það sem full- valda þjóð, ein og óstudd, að leysa þau vandamál sem steðja að full- valda ríki nú á tímum. Eg held að það sé alveg ljóst að miðað við að- stæðurnar í dag þá getum við ekki leyst ýmis vandamál nema í sam- starfi og samvinnu við aðrar þjóð- ir.“ Tók utanríkisráðherra hins vegar fram að með því værum við ekki að afsala okkur fullveldi okk- ar. „Við erum að styrkja fullveldi okkar. Og við erum að vinna að hagsmunum okkar fólks og það ALÞINGI gerum við best í samstarfi með öðrum þjóðum.“ Talsmenn Sam- fylkingar slógu á sömu strengi og utanríkisráðherra í umræðunni í gær. Sighvatur Björgvinsson sagði rétt að vinstri grænir drægju til- lögu sína til baka og umorðuðu hana ef það væri svo, að fyrst og fremst væri verið að ræða um standa utan ESB en ekki annarra ríkjabandalaga, svo sem SÞ, eins og ráða mætti af orðalaginu. Þór- unn Sveinbjarnardóttir gagnrýndi einnig harkalega það sem hún taldi vera algera einangrunar- stefnu vinstri grænna. Raunar væri undrunarefni að tillaga sem þessi væri flutt því þróunin hefði verið í þá átt undanfarin ár að ríki ykju samstarf sitt. Þórunn velti jafnframt fyrir sér hversu líklegt það eiginlega væri að tvíhliða samningar tækjust við öll aðildar- ríki ESB, líkt og tillagan legði til að yrði meginstefnan. Kom síðar fram í máli utanríkisráðherra að hann teldi þá leið ekki framkvæm- anlega. Utanríkisráðherra sakaður um að veikja stöðu Islands Steingrímur J. Sigfússon varðist ásökunum um einangrunarhyggju í umræðunni í gær. „Til þess að það sé alveg á hreinu,“ sagði hann. „Þá er þessi tillaga ekki um það að við segjum okkur úr Sameinuðu þjóð- unum. Hún er ekki um að við segj- um okkur úr Norðurlandaráði, hún er ekki um að við segjum okkur úr Evrópuráðinu, hún er ekki um að við hættum þátttöku í starfi Stofn- unarinnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Þar viljum við einmitt að þátttaka íslands sé öflug og mynd- ug vegna þess að það er það form á samstarfi ríkja sem við höllumst að. Og í þeim skilningi erum við ekki lakari alþjóðasinnar en allir aðrir.“ Steingrímur gagnrýndi ut- anríkisráðherra ennfremur harð- lega fyrir það hversu mjög hann hefði lagt sig eftir því að lýsa þeirri skoðun sinni að ýmis vanda- mál væru uppi í sambandi við Morgunblaðið/Þorkell Þingmenn tókust á í umræðum á Alþingi í gær. Hér virðist sem Sverrir Hermannsson, for- maður Frjálslynda flokksins, eigi eitthvað vantalað við Jó- hönnu Sigurðardóttur, þing- mann Samfylkingarinnar. Vilja skýrslu um meðferð- arstofnanir EES-samninginn. Taldi hann utan- ríkisráðherra með þeim málflutn- ingi sínum mjög grafa undir trú- verðugleika núverandi grundvelli samskipta íslands við ESB. Með því væri staða Islendinga aðeins gerð veikari. Tómas Ingi Olrich, formaður ut- anríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks, kom Steingrími J. til aðstoðar í umræðunni í gær en hann sagðist ekki geta skilið til- lögu vinstri grænna á þann hátt, sem fyrri ræðumenn hefðu gert. Taldi hann skýrt að verið væri að ræða um ESB og ekkert annað. Tómas var heldur jákvæður í garð tillögunnar en sagðist henni þó ekki hlynntur enda beindist hún gegn EES-samningnum, sem að hans mati hefði sannað gildi sitt. Tómas lét þess reyndar getið að hann teldi það ekki geta gengið upp að menn annars vegar héldu því fram að EES hefði sannað gildi sitt, og hins vegar að vægi samningsins væri að minnka. TÍU þingmenn úr fjórum stærstu þingflokkunum hafa lagt fram á Al- þingi beiðni um skýrslu frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra um meðferðarstofnanir. Er gert ráð fyrir að Alþingi ákveði nú á mánu- dag hvort beiðnin verður heimiluð en ekki er ástæða til að ætla að því verði hafnað. Þingmennimir sem standa að beiðninni eru Einar K. Guðfinnsson, Gunnar Birgisson, Kristján Pálsson og Pétur H. Blöndal úr Sjálfstæðis- flokki, Lúðvík Bergvinsson, Guðrún Ögmundsdóttir og Ásta R. Jóhann- esdóttir úr Samfylkingu, Hjálmar Ámason úr Framsóknarflokki og Þuríður Backman og Jón Bjamason úr Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Fara flutningsmenn fram á að í skýrslu heilbrigðisráðherra komi fram ítarlegar upplýsingar um framlög til meðferðarstofnana á landinu, hvaða stofnanir sinni sam- bærilegum verkefnum án stuðnings hins opinbera, hvar meðferðarstofn- anir em á landinu og hvers konar meðferð sé veitt á viðkomandi stofn- unum, svo fátt eitt sé nefnt. Samgönguráðherra við utandagskrárumræðu á AlJjingi í gær Hafnar því að stefnuleysi ríki í samgöngumálum STJÓRNARANDSTÆÐINGAR sögðu stefnu- leysi ríkja í samgöngumálum í utandagskrár- umræðu um innanlandsflug sem fram fór á AI- þingi í gær. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði stefnuna hins vegar alveg skýra. Lögð væri áhersla á að efla flug til þeirra staða sem standa vel undir sér og styrkja áætlunar- flugleiðir út frá þeim stöðum, eins og gert sé með útboðum á vegum ríkisins. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar, hóf umræðuna í gær. Hann sagðist til þess knúinn og ástæðan væri augljós, flugfélögin væru að hætta flugi til ýmissa staða, m.a. vegna þess hve stefnumótun samgönguráðuneytisins og undirbúningur útboðs hefði tekið langan tíma. Kristján sagði að í þrengingum flugfélag- anna væri það algjör óhæfa að ríkisstjórnar- flokkarnir skyldu samþykkja nýjan skatt á flugfarþega í innanlandsflugi, skatt sem eigi að skila ríkissjóði 50-60 milljónum króna á næsta ári. Kristján sagði það grundvallaratriði að ríkis- valdið tæki ákvörðun um framtíð innanlands- flugsins. „Ákvörðunina þarf að taka út frá skýrri stefnu um það hvernig á að standa að uppbyggingu á grunni samgöngukerfisins í landinu þannig að íbúum á landsbyggðinni verði sköpuð samkeppnishæf skilyrði til búsetu og at- vinnustarfsemi. Markaðsöflin ein eiga ekki að ráða uppbyggingu samgöngukerfis okkar ís- lendinga." Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði innanlandsflugið lengi hafa verið í mikilli kreppu og að það væri ábyrgðarleysi að láta sem sú staða kæmi mjög á óvart nú. Hann sagðist ekki hafa talið vera forsendur fyrir því að styrkja flug til Húsavíkur vegna þess hversu góðar samgöngur væru við Akureyri um land- veg og átta flugferðir daglega frá Akureyri til Reykjavíkur. Aftur á móti hefði hann talið rétt að hafa Siglufjörð í útboðinu, með vali um hvort flogið yrði frá Akureyri eða áfram um Sauðár- krók. „Þetta breytir þó engu um að við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að gríðarlegar fjárhæðir hafa verið, og munu verða, lagðar í að bæta samgöngur á landi - og bættar samgöng- ur á landi hljóta að hafa mikil áhrif á samgöng- ur í lofti,“ sagði Sturla. Bætti hann því við að ekki væri eðlilegt að krefjast bæði betri vega og ætlast til þess um leið að haldið sé uppi rík- isstyrktu flugi til staða sem geta verið í góðu vegasambandi við áætlunarflugvöll, svo sem eigi við um Húsavík. Sagði hann ennfremur að flugmiðagjaldið svokallaða hefði ekki haft nokk- ur áhrif á innanlandsflugið. Engin áform væru uppi um að hækka þetta gjald. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR hefst í Alþingi í dag kl. 13.30. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Verkefni sem unnt er að sinna á landsbyggðinni, fyrirspurn til iðnaðarráðherra. 2. Samkeppni olíufélaganna, fyrrspurn til viðskiptaráðherra. 3. Alþjóðleg viðskiptafélög, fyr- irspurn til viðskiptaráðherra. 4. Stefna íslands í alþjóðasam skiptum. Frh. fyrri umræðu. (Atkvæðagreiðsla.) 5. Endurskoðun viðskiptabanns á írak. Frh. fyrri umræðu. (Atkvæðagreiðsla.) 6. Réttarstaða sambúðarfólks, beiðni um skýrslu. Hvort leyfð skuli. 7. Afnám skattleysissvæða. Fyrri umræða. 8. Aðlögunarstuðningur við líf- rænan landbúnað. Fyrri um- ræða. 9. Uppsagnir eða inismunun í starfi vegna aldurs. Fyrri umræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.