Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Lára Margrét Ragnarsdóttir var fulltrúi í sendinefnd Evrópuráðsins er kannaði ástandið í Tsjetsjníu Jákvæð teikn en ástandið enn óviðunandi Lára Marerét Raemarsrlnttir a1hirtcríqrnQ3nT» er nýkomin úr ferð sérlegrar eftirlitsnefnd- ar Evrópuráðsþingsins til Tsjetsjníu og _ i Moskvu. I samtali við Auðun Arnórsson segir hún ástandið á þessum stríðshrjáðu sióðum enn hrikalegt en viss merki um að rússneskir ráðamenn vilji koma á raunveru- legum friði og lögum og rétti á svæðinu gefí þó veika von um að til betri vegar horfí. Lára Margrét Ragnarsdóttir var fulltrúi í sendinefnd Evrópuráðsins sem á dögunum kannaði ástand niaiii írél I - indamála í Tsjetsjníu. Hér rseðir hún við tsjetsjneskar konur. í NYRRI ályktun Evrópuráðsþings- ins eru rússnesk stjórnvöld enn á ný hvött til að grípa til skjótra aðgerða svo tryggt verði að mannréttindi sak- lausra borgara í Tsjetsjníu verði virt. Eru rússnesk stjórnvöld jafnframt hvött til að tryggja að menn sem gerzt hafa sekir um stríðsglæpi og önnur mannréttindabrot verði teknir höndum og leiddir fyrir dóm. Þessar og fleiri ályktanir tengdar ástandinu í Tsjetsjníu, sem Evrópu- ráðsþingið samþykkti í Strassborg fyrr í mánuðinum, byggðust að veru- legu leyti á skýrslu sérlegrar sendi- nefndar þingsins sem fór til Moskvu og á vettvang í Tsjetsjníu í síðasta mánuði. Meðal sendinefndarmanna var Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþing- ismaður og formaður íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og varaforseti þess. í innleggi sínu í umræðurnar á Evrópuráðsþinginu um Tsjetsjníu- málið lagði Lára Margrét á það mikla áherzlu að brýnast væri að koma hjálpargögnum til hinna fjölmörgu sem eiga um sárt að binda í kjölfar átakanna í Tsjetsjníu. Sagði hún að ástandið væri þannig, nú þegar vetur nálgaðist, að þörfin á matvælum, klæðum og lyfjum væri mjög mikil. I ljósi þess hve margir saklausir borg- arar hefðu þegar látið lífið í átökun- um yrðu Evrópumenn sér til ævar- andi skammar ef ekki yrði brugðizt skjpttvið. í samtali við Morgunblaðið segir Lára Margrét að fulltrúar óháðra hjálparsamtaka hefðu tjáð sér að vegna þess slæma aðbúnaðar sem flóttamenn í Tsjetsjníu byggju við gæti svo farið að allt að helmingur þeirra lifði ekki komandi vetur af. Sendinefnd Evrópuráðsþingsins, sem hinn brezki Judd lávarður fór fyrir, sótti flóttamannabúðir í Zna- menskoye heim, en það er bær á sléttunni sem Rússar hertóku til tölu- lega snemma og bardagalítið í innrás- inni sl. haust. „Fólkið hírist í þunnum tjöldum qg á varla á sig einföldustu spjarir. Á gólfinu eru fjalir lagðar beint á moldina. Einangrun er eng- in," segir Lára Margrét. „Það er skortur á öllu - fæði, fatnaði, hús- næði, lyfjum. Engir skólar fyrir börn- in, allt þetta vantar." í ræðu sinni í umræðunum á Evrópuráðsþinginu sagði Lára Margrét að það væri á ábyrgð þeirra sem sætu á þinginu að sjá tíl þess að hjálparstarf yrði virkt, bæði af hálfu Rússa og alþjóðlegra aðila. Hún lýsti einnig yfir miklum áhyggjum af því hve miMl og neikvæð áhrif átök undanfarinna missera hafa haft á komandi kynslóðir í Tsjetejníu og hvatti Evrópuráðið til að leggja sitt af mörkum til uppbyggingar menntamála, sem væru í rústum í héraðinu. Mikilvægt að koma upp dómskerfi í Tsjerjsníu Lára Margrét segir að þegar nefndin kom til Moskvu frá Tsjetsj- níu hafi hún rætt við ýmsa rússneska ráðamenn, m.a. dómsmálaráðherra landsins og ríkissaksóknara. Lára Margrét segir fundina með dóms- málaráðherra og ríkissaksóknara Rússlands hafa valdið sér vonbrigð- um þeir hefðu séð öll tormerki á því að koma upp dómskerfi á ný í Tsjetsj- níu á næstu viku eða mánuðum, sem íbúarnir þar myndu sjálfir viður- kenna. Slíkt dómskerfi felur í sér að dómararnir yrðu að vera innfæddir. Lög og regla og einhvers konar „eðli- legt líf' fyrir almenning geti ekki komizt á nema þetta sé gert, er sann- færing Evrópuráðsþingmannanna. Ráðamenn í Moskvu hins vegar virt- ist skorta nægan vilja eða getu til þess á næstunni, og vísuðu ýmist til valds hersins eða innanríkisráðuneyt- isins. „Flestir þeir agnúar sem nefnd- ir voru á því að koma upp dómskerfi á nýjan leik voru í mínum huga smá- mál, s.s. að finna húsnæði, húsgögn og tækjabúnað. Þá sögðu þeir einnig að þeir dómarar sem áður hefðu starfað í Tsjetsjníu hefðu ekki starfað í mörg ár og því þyrftu þeir aðlögun áður en þeir gætu tekið til starfa á nýjan leik. Við spurðum á móti hvort ekid væri mögulegt að löglærðir full- trúar störfuðu með þeim því að án dómskerfis verður hvorki lög né regla í framkvæmd." Hún segir nefndar- menn hafa gengið mjög hart eftir því að fá svör á þessum fundum um ýmis málefni en oftar en ekki hafi svörin sem fengust verið loðin og fátækleg. „Eins og ég sagði áður var ýmist vís- að til hersins eða innanríkisráðuneyt- isins og því voru það okkur mikil von- brigði að ekki varð af fundi með innanríkisráðherranum, líkt og áformað var en hann varð að fara í flýti til Tsjetsjníu vegna ástandsins. Meðal annars reyndi ég að fá svör við því hvort reynt yrði að finna fjölda- grafir í Tsjetsjníu, sem orðrómur er um en stöðugt fengust þau svör að það væri flókið. Mér var tjáð af einum viðmælanda að ekki mætti opna slík- ar grafir án þess að viðstaddir væru læknar og fulltrúar jafnt hersins sem aðstandenda. Það getur hins vegar verið erfitt að finna fulltrúa aðstand- enda ef ekki er vitað hverjir eru í til- tekinni fjöldagröf." Einstakur fundur í Dúmunni Rússneska þingið, Dúman, ákvað að halda sérstaka þingyfirheyrslu um málefni Tsjetsjníu, sem fulltrúum Evrópuráðsins gafst einnig kostur á að taka þátt í. „Þessi fundur var opinn ölJum þingmönnum og öðrum áhuga- mönnum um ástandið í Tsjetsjníu. Það kom okkur í nefndinni mjög á óvart, hve opinskátt þetta fólk var sem tjáði sig á fundinum; það dró ekkert undan í að segja okkur frá reynslu sinni og skoðunum á ástand- inu í Tsjetsjníu. Fundinum var útvarpað og sjónvarpað og var öllum heimÚt að tjá sig. Kom það flestum mjög á óvart hversu opið þetta var og ég tel að þetta hafi á margan hátt ver- ið merkilegur fundur." Lára Margrét segir greinilegt að þeir sem skipulögðu þennan fund hafi verið mjög áhugasamir um að sem flestar skoðanir kæmu fram. Má nefna sem dæmi að flogið var sér- staklega með konu, sem er skólastjóri í Gudermes, annarri stærstu borg Tsjetsjníu, til Moskvu í þessum til- gangi. Rússnesku þmgmennirnir Al- exander Tkachev, sem á sæti á þingi Evrópuráðsins og Dmitrí Rogosín, sem er formaður utanríkisnefndar Dúmunnar og formaður rússnesku sendinefndarinnar til Evrópuráðsins, hefðu verið helstu hvatamennirnir að þessum yfirheyrslum. Segir Lára Margrét þá vera að leika erfiðan leik; annars vegar að bera fram réttmæta gagnrýni á stjórnina og hins vegar að styðja stjórnina í þeim uppbyggilegu aðgerðum sem þó er verið að gera. Þessar uppbyggilegu aðgerðir seg- ir Lára Margrét ekki síst vera starf það sem Kalamanov, sérskipaður fulltrúi Vladimírs Pútíns forseta í Tsjetsjníu, hefur yfirumsjón með, en það felst aðallega í því að hafa uppi á týndu fólki, sem áætla er að sé að minnsta kosti 18.000 manns. Raun- veruleg tala sé eflaust mun hærri en taka muni langan tíma að fá heildar- mynd af ástandinu. Evrópuráðið hef- ur lagt til starfsfólk til að sinna þessu erfiða upplýsingasöfnunarstarfi og sendir það þær upplýsingar, sem það afiar, beint til Evrópuráðsins. Kalamanov segir Lára Margrét að sé maður sem virðist hafa raunveru- legan vilja til að ná árangri, en vanda- málið sé að svo lengi sem ekki hefur tekizt að byggja upp réttarkerfi á ný á hinu striðshrjáða svæði verði þar áfram lögleysuástand með tilheyr- andi þjáningum fyrir óbreytta borg- ara. Krashennikov, sem stjórnvöld í Moskvu skipuðu yfirmann borgara- legrar stjórnsýslu Tsjetsjníu, á við ramman reip að draga þar sem her- inn er sem ræður í raun öUu enn sem komið er. Herinn er með eftirlitsstöðvar á fjölmörgum stöðum um alla Tsjetsj- níu og segir Lára Margrét nefndar- menn hafa heyrt af því að tekið væri gjald af þeim sem reyndu að fara þar í gegn, jafnvel allt upp í fimmtíu rúbl- ur. Það væri gróf skerðing á ferða- frelsi. „Ennfremur heyrist að þeir sem fari um þessar eftirlitsstöðvar séu stundum fangelsaðir og jafnvel sögð dæmi um að ekki hefur heyrst af sumum þeirra meir." Kerfisbundið ofbeldi gegn konum Lára Margrét sagði að óhæfuverk og mannréttindabrot sem framin hefðu verið af öllum stríðandi aðilum í Tsjetsjníu hefðu viðgengizt allt of lengi og sagði jafnframt að enn sem komið væri hefði enginn tekið á sig ábyrgð vegna þessa. Sagði hún að það væri á ábyrgð Rússa, sem aðila að Mannréttindasáttmála Evrópu, að leita raunverulegra leiða til að koma á stöðugleika og lögum. Hvatti hún að lokum rússnesk stjórnvöld til að tryggja dreifingu hjálpargagna, koma á lögum og reglu og leita leiða til að koma til móts við málefni kvenna, en konur í Tsjetsjníu hefðu sætt kerfisbundnu ofbeldi. „Konur í Tsjetsjníu klaga ekki nauðg- un," segir Lára Margrét. Trúar- brögðin sjá til þess. Segir hún sér hafa verið tjáð að þær konur sem orðið hefðu fyrir slíku „leystu það á sinn hátt". Þó er músl- ímum líka innrætt að sjálfsvíg séu ófyrirgefanleg synd. Ræðu sinni á Evrópuráðsþinginu að þessu sinni lauk Lára Margrét á að hvetja til þess að rússnesk stjórnvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja að komandi kynslóðir íbúa Tsjetsjníu gætu axlað þá pólitísku ábyrgð að sjá um stjórn eigin mála. Rætt á ný í janúar í samþykkt Evrópuráðsþingsins um Tsjetsjníu-málin var - auk þess sem að ofan var rakið - kveðið á um að málefni Norður-Kákasushér- aðanna yrðu aftur metin í janúar á næsta ári og vonast þingið til að staða mála í Tsjetsjníu verði þá á þann veg að Rússar geti á ný notið fullrar aðild- ar að Evrópuráðinu, en þátttökurétt- indi þeirra voru skert er Tsjetsjníu- málin voru síðast tekin fyrir á Evrópuráðsþinginu snemma á þessu ári, eftir að önnur sendinefndarferð þess - sem Lára Margrét tók hka þátt í - leiddi til harðrar gagnrýni á stöðu mannréttindamála á svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.