Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 44
MORGUNBLABIÐ 44 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 ,í,. ......... i ......'... UMRÆÐAN Jeppaforstjóiar, lífeyris- þegar o g ríkisstjórnin ÞEGAR Alþingi var sett mótmæltu aldrað- ir kjörum sínum og átakshópur öryrkja hélt baráttufund á Borginni til að vekja athygli á erfiðri fjár- hagsstöðu. -j'í’etta er ekki í fyrsta sinn á þessum velsældartímum að líf- eyrisþegar vekja rækilega athygli á að þeir hafi verið hlunn- farnir í góðærinu. Hversu oft og lengi eiga þeir að þurfa að mótmæla, svo að stjórnvöld hlusti og geri eitthvað í að leiðrétta kjör þeirra? Loforð og vanefndir Rétt fyrir kosningar í fyrra sendi ríkisstjórnin frá sér fréttatilkynn- ingu um traustar undirstöður efna- Ijagslífsins þar sem lofað var að koma til móts við kröfur lífeyris- þega um bætt kjör, sem yrðu sam- bærileg við kjör annarra. Nú er liðið eitt og hálft ár og hverjar eru efndirnar? Misskipt- ingin hefur aukist í samfélaginu. Ríkissjóður skilar miklum tekjuafgangi og enn breikkar bilið milli trygginga- greiðslna og almennra launa. Staðreyndin er að lífeyrisgreiðslur al- mannatrygginga hafa dregist aftur úr þróun lágmarkslauna og launavísitölu. Aldraðir og öryrkjar eru hlunnfarnir. Það er staðreynd, þó svo að forsætisráðherra hafi haldið öðru fram í stefnuræðu sinni. Upphæðirnar tala sannanlega sínu máli. Staðreyndirnar tala Grunnlífeyrir og tekjutrygging er nú rúmar 48 þúsund krónur, en lágmarkslaunin 72 þúsund krónur. Skattleysismörkin hafa staðið í stað svo að lífeyrisþegi sem býr einn og nýtur eingöngu bóta lendir í að greiða af þeim skatt, sem aldrei hefur viðgengist fyrr en í tíð þess- arar ríkisstjórnar. A sama tíma og laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um þús- undir og tugi þúsunda króna, hafa Aldraðir Afnám þessarar órétt- látu reglu, segír Ásta R. Jdhannesdóttir, kostar ríkissjóð jafnmikið og ríkisstjórnin rétti jeppa- forstjórunum með lækk- un jeppaskattsins í vor. öldruðum og örykjum verið skammtaðir hundraðkallar. Eftirlaunamaðurinn og öryrkinn fengu 606 króna hækkun á lífeyri sinn um síðustu áramót, 157 krónur 1. apríl og 123 krónur 1. september. Lífeyrisþeginn hefði kannski get- að leyft sér eitthvað smáræði fyrir þessar smánarupphæðir, ef leigan hefði ekki hækkað, fasteignagjöldin hækkað, matvörur hækkað, fram- færslan almennt hækkað og þá ekki síst lyfin. Rándýr fátæktarstefna Á sama tíma og lífeyrir og tekju- trygging hækkuðu um 23%, hækk- aði hlutur sjúks gamals fólks og ör- yrkja í lyfjakostnaði um 120%. Nú berast fréttir af gömlu og sjúku fólki sem ekki getur leyst út lyfin sín. Hjá lífeyrisþegum á lágmarks- bótum ríkir örvænting. Það er langt frá því að endar nái saman og margir missa lífslöngunina við þessar aðstæður. Sú hungurlús sem ríkisstjórnin skammtaði þessu fólki úr hnefa hefur verið tekin öll til baka og meira en það, með auknum álögum. Það er samfélaginu dýrt að halda öldruðum og öryrkjum í fátækt eins og nú er. Það er rándýr fá- tækt. Aldraðir og öryrkjar, sem ekki geta tekið þátt í samfélaginu, brotna niður, halda ekki heilsu og valda heilbrigðiskerfinu miklum út- gjöldum. Börn öryrkja eru félags- lega útundan og afskipt. Þessi fá- tæktarstefna er aðskilnaðarstefna. Fátækt er útilokun frá þátttöku, skerðing á mannréttindum og þjóð- félagið fer á mis við framlag þess fólks sem við hana býr. Kostar sama og lækkun jeppaskattsins Ekki hefur verið vilji hjá ríkis- stjórninni til að afnema þá siðlausu Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir reglu sem tenging tekjutryggingar við laun maka er. Menn fá laun óháð tekjum maka síns, fá atvinnu- leysisbætur óháð tekjum maka, en ef menn verða óvinnufærir eða hafa lokið starfsævinni þá eru launin tengd tekjum maka. Þessi niður- lægjandi regla hefur unnið gegn fjölskyldum og gegn hjónabandi líf- eyrisþega. í tvígang hafa stjórn- völd þó minnkað þessa tengingu, sem er hænufet í rétta átt. En hvers vegna er hún ekki afnumin? Afnám þessarar óréttlátu reglu kostar ríkissjóð jafnmikið og ríkis- stjórnin rétti jeppaforstjórunum með lækkuninni á jeppaskattinum í vor. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur greinilega meiri skilning á þörfum jeppaforstjóranna en lífeyr- isþeganna. Aukinn símakostnaður Eg trúi því ekki að ríkisstjórnin ætli ekkert að gera annað til að rétta hlut þessa fólks en að hækka tryggingagreiðslurnar um 4% um áramótin. Það dugar ekki til. Þess- ar fjárhæðir duga ekki til lágmarksframfærslu og 4% duga ekki einu sinni fyrir þeim aukna símakostnaði sem samgönguráð- herra hefur lagt blessun sína yfir að leggja á lífeyrisþega á næstunni. Kjör þessa hóps verður að bæta. Það er þjóðarskömm að fara svona með fatlaða og gamalt fólk. Otrúlegs sinnuleysis gætir hjá ríksstjórninni gagnvart þessu fólki, en ég trúi því að dropinn holi stein- inn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar i Reykjavík. Hirðir VÍS örorkulífeyri og tekj utryggingu við bótauppgjör? HINN 13.09. 2000 kærði ég Vá- tryggingafélag fs- lands hf., Armúla 3, Reykjavík, fyrir þjófn- að á örorkulífeyrí og tekjutryggingu minni að upphæð um 700.000 kr. VÍS rangnefnir í uppgjöri til mín og segir þetta dagpen- inga frá Trygginga- stofnun ríkisins. Þetta er ekki rétt því ég iþafði bara um 100.000 kr. í dagpeningum og það er upphæðin sem VÍS hafði rétt á að mínusa við bótaupp- gjörið. Kærunni var vísað frá, það gerði sýslumaðurinn í Hafnarfírði með vísan til 1. ml. 1. mgr. 76. gr. laga nr. 19/1991. Þar segir orðrétt. „Lögreglan vísar frá kæru um brot ef ekki þykja efni til að byrja rann- sókn út af henni.“ Enginn rökstuð- ningur kom frá henni með frávís- uninni, en í 21. gr. stjórnsýslulaga segir. Úrskurðum í kærumálum skal ávallt fylgja rökstuðningur. Það sem mér fínnst alvarlegast í þessu er það að rannsóknar- lögreglan getur vísað málum frá sér án nokkurs rökstuðnings. Vísað þeim frá að eig- in geðþótta, það er fáránlegt. En ég hafði rétt á að kæra þessa frávísun til ríkissak- sóknara og þangað kærði ég strax og þar er hún enn er þetta er skrifað. Lögmaður minn rit- aði VÍS bréf áður en ég kærði til rannsókn- arlögreglunar í Hafn- arfirði. Þar bendir hann VIS á að ég hafi sjálfur leitað upplýsinga frá Tryggingastofnun ríkisins um dag- peningagreiðslur og á grundvelli hjálagðs yfirlits, þar sem fram kemur að dagpeningagreiðslur eru þar mun lægri en nemur frádrátt- arfjárhæð. Eg tel mig því hlunn- farinn í uppgjörinu. Þá var óskað eftir því við VÍS að það legði fram gögn til staðfestingar þeim dag- Guðmundur Ingi Kristinsson Smiðjuvegi 9 • S. 564 1475 Tryggingar * Hvað gerir VIS, spyr Guðmundur Ingi Krist- insson, við þennan lífeyri minn? peningagreiðslum sem dregnar voru frá bótauppgjöri og rökstuðn- ing fyrir því að taka örorkulífeyri og tekjutryggingu mína frá. Svarbréf kom frá Þóri E. Gunn- arssyni, tjónadeild VIS. Þar segir meðal annars að samkvæmt skatta- framtölum hafi ég notið greiðslna frá TR og þær því með réttu dregnar frá og þar fylgt fastri venju við afgreiðslu slíkra mála, sem byggist á ákvæðum 2. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1993. Þar segir: Frá skaðbótum skal draga laun í veik- inda- eða slysaforföllum, dagpen- inga og aðrar bætur frá opinberum tryggingum fyrir tímabundið at- vinnutjón. Dagpeninga. Ekki ör- orkulífeyri og tekjutryggingu sem eru langtímagreiðslur. Af hverju sendi VIS ekki til lögmanns míns sönnun fyrir því að þeir væru að mínusa dagpeningagreiðslur frá TR? Það var vegna þess að þeir höfðu engin gögn um það og voru því að taka vísvitandi örorkulífeyri og tekjutryggingu mína og fölsuðu/ rangnefndu í bótauppgjörinu þetta sem dagpeninga? Ef VIS þarf að leggjast svo lágt við gróðaöflun að taka örorkulífeyri og tekjutrygg- ingu alvarlega slasaðra örorkulíf- eyrisþega og rangnefna það sem aðra greiðslu, til þess að bótaþegar átti sig ekki á því, þá fer VIS varla lægra í aðgerðum sínum, er það? Hvað um hin tryggingafélögin, gera þau þetta einnig? Fara þau eins að og VÍS? Svar óskast og ef ekkert svar kemur er þögn tekin sem samþykki. Á einni tjónskvittun minni frá VIS stendur orðrétt. Vextir reikn. á örorkubætur hámark 4 ár. Þarna gæti maður haldið að um stórvexti væri að ræða? Upphæðin 710.910 kr. er vegna vinnuveitandatrygg- ingu ekki frá Tryggingastofun rík- isins og vextir eru 22.052 kr. Þetta eru heildarvextir fyrir um 6 ár, það er um 6.000 kr. þau 4 ár er ég fékk vexti og um 2 ár ekki krónu í vexti. 1% vextir af heildarupphæð er rúmlega 7.000 kr. Þannig fékk ég minna en 1% vexti og VIS því of- raun að borga þessa svimandi háu vexti lengur en í 4 ár? Á sama tíma ávaxtaði VIS eigið fé sitt og fjár- muni bótasjóðsins um tugi prós- enta. Segjum 20% vexti af heildar- upphæðinni. Þá fengu þeir í vexti fyrsta árið rúmlega 140.000 kr. og á 6 árum um 840.000 kr. Þá eiga þeir höfuðstólinn og vel rúmlega það eftir, er það ekki? Ég fékk 2% é Slð) Iðnbúð 1,210Garðabæ Collection sími 565 8060 vexti af fjárhagsörorkubótunum frá þeim og ekki krónu í dráttar- vexti fyrir þau 6 ár er VIS var með stóran hluta af bótum mínum á fullum vöxtum í bótasjóðnum og því hafa þeir þar sennilega verið með góðan höfuðstól inni eftir upp- gjör við mig? Nei, þetta var ekki viðunandi hjá þeim, örorkulífeyrinn og tekjutrygginguna mína vildu þeir einnig fá og það vill Trygging- astofnun ríkisins líka. Ég fæ nú 0 kr. í örorkulífeyri og 0 kr. í tekju- tryggingu frá Tryggingastofnun núna í eitt ár eins og réttur TR er. En VIS á ekki þennan rétt og því tvíborga ég lífeyri og tekjutr. mína. Hvað gerir VÍS við þennan lífeyri minn? Er hann í bótasjóði þeirra að mala gull fyrir þá og kemur hvergi fram á skjölum og því ekki til? Það er ekki hægt að vita um það, fyrr en opinberlega er sýnt fram á hvað fer inn í bótasjóð- ina og hvað fer út. Hagnaður VIS var um 300 milljónir króna á ári síðustu 4 árin, sem er yfir 1.000 milljónir og það er ekki nægilegt fyrir þá? Eignir þeirra hafa hækk- að um nærri 2.000 milljónir á sama tíma. Hvað mikið og hvar í þessum tölum er örorkulífeyrir og tekju- trygging þeirra alvarlega og mikið slasaðra bótaþega er VIS hefur tekið af þeim ólöglega? Vill for- stjóri Vátryggingafélags Islands svara því og leggja fram gögn um dagpeningagreiðslur mínar? Það kostar 350 þúsund til milljón kr. að fara í mál við tryggingafélag og þau eiga fimmta hvert mál í héraðsdómi. Þetta kom fram í grein í DV í apríl 2000. Með her af lögfræðingum sjá tryggingafélögin um að tjónþolar þurfi oftast að fara með öll sín mál fyrir dómstóla. Með þessu aðgerðum þeirra og oft með aðstoð stjórnsýslunnar gefast tjónþolar upp. Tjónþolar hafa ekki heilsu, orku eða fjárhagslega getu til að berjast og sigurinn er þeirra heilbrigðu og fjársterku og hvað fá þeir stoltir að launum og í bónus? VÍS veit þetta og rangnefnir því í mínu máli og vonar að með hjálp rannsóknarlögreglu og hugsanlega fl. gefist ég upp. Drullupyttir laga- og reglugerðabrota tryggingafé- laga og stjórnsýslu eru gerðir í þeim eina tilgangi að fá þá sem eiga löglegan rétt til að gefast upp. En það mun ég aldrei gera. Því ég trúi því allir séu jafnir fyrir lögum og því mun ég vinna þetta mál. Höfundur er öryrki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.