Morgunblaðið - 11.10.2000, Síða 37
36 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 37
fltofgtittMijfrife
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
DREIFÐ EIGNARAÐILD
/
UMRÆÐUM á Alþingi í fyrra-
dag sagði Valgerður Sverris-
dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, að skoða bæri af alvöru hvort
hægt væri með einhverjum hætti að
tryggja dreifða eignaraðild að ríkis-
bönkunum tveimur þegar að því kem-
ur að þeir verði einkavæddir. Ráð-
herrann upplýsti, að unnið hefði verið
að því að undanförnu í ráðuneyti
hennar að safna saman gögnum um
hvernig eignaraðild að bönkum væri
háttað í öðrum löndum og tengdist sú
vinna stefnumörkun um sölu banka í
eigu ríkisins.
Þessar umræður spunnust í tilefni
af umræðum um frumvarp, sem
Vinstri grænir hafa lagt fram um
þetta efni og lýsti Steingrímur J. Sig-
fússon þeirri skoðun, að ákvæði þess
ættu ekki síður að tryggja dreifða
eignaraðild að hinum stóra einka-
banka Íslandsbanka-FBA en ríkis-
bönkunum.
Eins og menn muna hvatti Davíð
Oddsson forsætisráðherra til þess
þegar Vinstri grænir lögðu fram
frumvarp sama efnis fyrir ári, að það
fengi rækilega skoðun í þingnefnd.
Það er ástæða til að fagna þessum
ummælum Valgerðar Sverrisdóttur
nú, ekki sízt vegna þess, að ráðherr-
ann er mun jákvæðari í garð löggjafar
til þess að tryggja dreifða eignaraðild
að bankakerfinu en flokksbræður
hennar voru fyrir einu ári. Er það
vonandi vísbending um, að víðtæk
samstaða geti tekizt í þinginu um
slíka löggjöf á þessum vetri.
Dreifð eignaraðild að bankakerfinu
hefur verið mjög til umræðu síðustu
misseri.Upphaf þeirra umræðna má
rekja til viðtals sem Morgunblaðið
birti við Davíð Oddsson sumarið 1998
þegar nokkuð hafði verið rætt um
sölu ríkisbanka. Þá þegar lýsti for-
sætisráðherra þeirri skoðun, að
ástæða væri til að takmarka eignar-
hlut einstakra aðila og tengdra aðila
við ákveðinn lágmarkshlut í bönkum.
Rökin fyrir því að dreifð eignarað-
ild að bönkum sé tryggð með löggjöf
eru augljós. Bankastofnanir eru svo
mikilvægur þáttur í viðskipta- og at-
vinnulífi okkar sem og annarra þjóða,
að óheppilegt er að eignaraðild að
þeim sé of þröng auk þess sem telja
má líklegt að það sé óhagkvæmt fyrir
bankana sjálfa. Möguleikar þeirra til
að ná til breiðs hóps viðskiptamanna
verði meiri ef eignaraðild að þeim er
dreifð.
Nú má gera ráð fyrir, að ríkis-
stjórnin taki senn ákvarðanir um
frekari sölu á hlutabréfum í ríkis-
bönkunum tveimur en meiri hluti rík-
isins í FBA var seldur seint á síðasta
ári.
Þess vegna er eðlilegt að umræður
um dreifða eignaraðild hefjist á ný
þegar komið er að ákvarðanatöku í
þessum efnum. Það er mikilvægt að
ríkið taki ákvarðanir um frekari sölu
á hlutabréfum í ríkisbönkunum nú.
Það hefur alltaf verið um tvo kosti að
ræða. Selja bréfin í Landsbanka og
Búnaðarbanka og láta síðan nýja eig-
endur og markaðinn um að taka frek-
ari ákvarðanir um framhaldið. Eða
sameina bankana og selja bréfin þeg-
ar sú sameining væri farin að skila
einhverjum árangri. Rökin fyrir því
að fara síðari leiðina hafa gjarnan
verið þau, að með því móti myndi rík-
ið fá meira fyrir sinn hlut í bönkunum.
Það er hins vegar mikil spurning
hvort tímamörkin séu ekki liðin hjá-
varðandi síðari leiðina og að úr því
sem komið er sé skynsamlegast að
selja hlutabréfin í bönkunum og láta
nýja eigendur um framtíðina.
Fleira er að gerast á fjármálamark-
aðnum sem getur haft áhrif á þá fram-
tíð. Kaupþing er að fara á markað og
þótt helztu eigendur þess hafi gert
með sér hluthafasamkomulag, sem
tryggi þeim yfirráð yfir fyrirtækinu
enn um skeið, má gera ráð fyrir, að
breyting verði á eignarhaldi á fyrir-
tækinu þegar fram líða stundir. Þá
hlýtur að koma að því að sparisjóðirn-
ir geri upp hug sinn um hvert þeir
sjálfir vilja stefna.
Það má því búast við miklum um-
brotum á fjármálamarkaðnum á
næstu mánuðum og misserum og mik-
ilvægt að Alþingi setji traustan
ramma utan um þá þróun, m.a. með
löggjöf um dreifða eignaraðild að
bönkum.
UNGIR SJALFSTÆÐISMENN
OG ÞJÓÐNÝTING
AMÁLEFNAÞINGI Sambands
ungra sjálfstæðismanna um
síðustu helgi var samþykkt ályktun
þar sem tillögum auðlindanefndar
var hafnað og þær taldar miða að
þjóðnýtingu auðlindarinnar og í
þeim fælist sósíalismi.
Hugmyndir ungra sjálfstæðis-
manna ársins 2000 um þjóðnýtingu
eru óskiljanlegar. Samkvæmt lands-
lögum er þjóðin eigandi auðlindar-
innar í hafinu. Ganga má út frá því
sem vísu, að ungir sjálfstæðismenn
telji eðlilegt að aðrir, hvort sem er
einstaklingar eða fyrirtæki, hafi
tekjur af eignum sínum. Hvað er at-
hugavert við það að rúmlega 270
þúsund núlifandi einstaklingar á
Islandi sem samkvæmt lögum eru
sameiginlegir eigendur auðlindar-
innar vilji hafa tekjur af þeirri eign?
Myndi ungum sjálfstæðismönnum
líða betur ef þjóðin færði þessa eign
sína í nýtt rekstrarform og myndaði
um hana hlutafélag, sem þá yrði
fjölmennasta hlutafélag á Islandi?
Væntanlega myndu ungir sjálfstæð-
ismenn ekki halda því fram, að í því
fælist þjóðnýting eða sósíalismi.
Væntanlega viðurkenna þeir rétt
þessara rúmlega 270 þúsund ein-
staklinga til að mynda slíkt hlutafé-
lag um eignir sínar. Eða hvað? Eru
hlutafélög bara fyrir hina fáu í aug-
um ungra sjálfstæðismanna?
Hvað vill Samband ungra sjálf-
stæðismanna gera við auðlindina?
Vilja samtökin selja hana? Væntan-
lega dettur engum innan samtak-
anna í hug að gefa hana?
Erlendum
ríkisborgur-
um fjölgar
Stór hluti þeirra útlendinga, sem hingað
koma til starfa, velur að setjast hér að til
frambúðar eins og Rúnar Pálmason komst
að raun um. Þessum nýju íbúum landsins
mun að öllum líkindum fjölga enn frekar á
næstu árum.
Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson
Við byggingu Smáralindar hafa Portúgalar, Svíar, Hvít-Rússar, Pól-
verjar og Danir unnið við hlið Islendinga.
Hlutfall fólks með erlent ríkisfang af íbúafjölda
sveitarfélaga þar sem það er 6% eða hærra
8 10 12 14 16 %
Tálknafjarðarhreppur
Skeggjastaðahreppur
Þórshafnarhreppur
Vesturbyggð
Súðavíkurhreppur
Eyrarsveit
Gerðahreppur
Stöðvarhreppur
Bolungarvík
Breiðdalshreppur
ísafjarðarbær
Hrunamannahreppur
Skeiðahreppur
Grýtubakkahreppur
Hvolhreppur
Skýrsla um áhrif jarðskjálftanna í júní sl. var kynnt í gær
Endurmeta þarf hönnun-
arforsendur bygginga
Morgunblaðið/Sverrir
Ragnar Sigbjörnsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Há-
skóla íslands í jarðskjálftaverkfræði, gefur yfirlit yfir Suðurlands-
jarðskjálftana í júní sl., á fundi sem haldinn var á Hótel Sögu í gaer.
SPURN eftir erlendu
vinnuafli hefur verið mikil
og stöðug undanfarið. Á
þessu ári er útlit fyrir að
félagsmálaráðherra gefi út um
3.500 tímabundin atvinnuleyfi.
Reynslan sýnir að um 40% þeirra
sem fá slík atvinnuleyfi ílengjast
hér á landi. Því má ætla að um
1.400 af þeim sem fengu tíma-
bundin atvinnuleyfi á Islandi á
þessu ári setjist hér að til fram-
búðar.
Um síðustu áramót voru erlend-
ir ríkisborgarar hér á landi um
7.300 eða um 3% landsmanna. í
mörgum byggðarlögum á lands-
byggðinni eru útlendingar nú um
7-8% af íbúum.
Pólverjar
fjölmennastir
Erlent vinnuafl á íslandi eru
þeir erlendu ríkisborgarar sem
hafa fengið atvinnuleyfi á grund-
velli laga um atvinnuréttindi út-
lendinga og þegnar EES-landa
sem hafa samkv. EES-samning-
num atvinnuréttindi í öllum aðild-
arlöndum samningsins. Þeir sem
hafa fengið íslenskan ríkisborgara-
rétt en eru fæddir erlendis og eru
illa talandi á íslensku, en í þeim
flokki eru m.a. flóttamenn og er-
lendir makar íslendinga, teljast
ekki til erlends vinnuafls en eiga
engu að síður margt sameiginlegt
með þeim sem teljast til erlends
vinnuafls.
Fjöldi erlenda ríkisborgara, sem
búsettir eru hér á landi, var um
síðustu áramót 7.271. Pólverjar
eru þeirra fjölmennastir, eða um
1.200 og eru nú talsvert fleiri en
Danir sem löngum voru fjölmenn-
astir útlendinga hér á landi. Ef
þeim sem eiga útlenda foreldra en
hafa hlotið íslenskan ríkisborgar-
rétt er bætt við má áætla að um
4% íbúa landsins séu af erlendu
bergi brotin. Víða í byggðarlögum
á landsbyggðinni eru þeir þó 7-8%
íbúa og í Tálknafjarðarhreppi eru
þeir rúmlega 16% íbúanna.
Þeir sem eru ríkisborgarar
landa utan EES þurfa að fá at-
vinnuleyfi sem félagsmálaráðherra
veitir, ýmist útlendingnum sjálfum
eða atvinnurekanda. Um leið og
viðkomandi hlýtur atvinnuleyfi fær
hann lögheimili hér á landi. At-
vinnuleyfið gildir í eitt ár en hægt
er að veita tveggja ára framleng-
ingu. Óbundið atvinnuleyfi veitir
mönnum ótímabundinn rétt til at-
vinnu á íslandi. Til þess að hljóta
það þarf viðkomandi að hafa átt
lögheimili í landinu samfellt í þrjú
ár og hafa áður fengið tímabundið
atvinnuleyfi.
Vinna Iægst
launuðu störfin
Kristín Njálsdóttir, forstöðu-
maður Miðstöðvar nýbúa, sagði í
erindi sínu á ársfundi Vinnumála-
stofnunar fyrir skömmu að samkv.
upplýsingum frá Hagstofunni
væru konur um 60% erlendra rík-
isborgara á íslandi. Það mætti
ætla að þær væru í svipuðum hlut-
föllum á vinnumarkaðnum. Hún
segir flestar þessara kvenna vinna
lægst launuðu störfin s.s. við fisk-
vinnslu, umönnun aldraðra, þrif á
hótelum og sjúkrastofnunum.
Fyrir skömmu fór Kristín á
Snæfellsnes en þar eru nú búsettir
rámlega 200 útlendingar, aðallega
Pólverjar, Filippseyingar og Júgó-
slavar. „Einn stór vinnuveitandi
sagði að í 25 ára rekstri hefði fyr-
irtæki hans alltaf byggt hluta af
mannafla á erlendu vinnuafli og
það hefðu eingöngu verið konur
þangað til nú síðustu árin þá hefði
það færst í vöxt að fyrirtækið
hefðu ráðið pör og hjón.“ í vor
störfuðu hjá fyrirtækinu 27 er-
lendir starfsmenn, 19 konur og 8
karlar en þau störfuðu öll sem
verkamenn í lægst launuðu störf-
unum. Þannig var það einnig hjá
mörgum öðrum vinnustöðum á
Snæfellsnesi. „Utlendingarnir sem
þar eru í vinnu eru í flestum tilvik-
um konur í lægst launuðu störfun-
um,“ sagði Kristín. Einn viðmæl-
andi hennar hafði á orði að þessar
konur ynnu störf sem íslendingar
væru hættir að vilja vinna. Hins
vegar hefði það verið mál manna
að í þessu fólki byggi kraftur og
áræði því talsvert átak þyrfti til að
yfirgefa heimahagana og hefja
störf á íslandi.
Nýr undirmálshópur?
Kristín vísaði í skýrslu Rachel
Paul frá árinu 1996 til
Norðurlandaráðs þar sem Paul
kemst að þeirri niðurstöðu að inn-
flytjendur á Islandi séu ekki við-
urkenndir og á vissan hátt ósýni-
legir. Það birtist m.a. í stefnuleysi
stjórnvalda gagnvart þeim. Asísk-
ar konur sem eru giftar íslenskum
INGIBJÖRG Hafstað, kcnnslu-
ráðgjafi fyrir nýbúafræðslu hjá
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur seg-
ir að ekki sé nægjanlega vel stað-
ið að grunnskólakennslu nýbúa
hér á landi. Ef ekkert verði að
gert megi búast við því að
nýbúar með litla menntun myndi
nýjan undirmálshóp í samfélag-
inu sem sæki í lægst launuðu
störfin sem krefjast lítillar
menntunar. Hún segir mörg börn
nýbúa standa illa að vígi þar sem
lítil íslenskukunnátta valdi þeim
námserfiðleikum. „Þau hafa sum
hver ekki nægan orðaforða á
neinu tungumáli til að afla og
meðtaka nýjar upplýsingar," seg-
ir Ingibjörg. Mörg dæmi séu um
það að barn nýbúa sem hafi
fæðst og alist upp hér á landi
hafi í lok grunnskólanáms ekki
næga kunnáttu í íslensku til að
taka grunnskólapróf. Námið er
oft slitrótt vegna ónógrar kunn-
áttu í íslensku og þau scm hafa
dvalið stutt á íslandi skilja ekki
fyrirmælin. „Við vitum hvað þarf
að gera til að breyta þessu en við
gerum það ekki vegna þess að
það er of dýrt,“ segir Ingibjörg.
Hátt í 2000 börn þurfa
á aðstoð að halda
Ingibjörg segir hátt í 2000
börn á landinu öllu þurfa aðstoð
Heildarfjöldi útgefinna
atvinnuleyfa 1996-99
og áætlaður fjöldi 2000
1996 1997 1998 1999 2000
vegna þess að þau geta ekki
stundað sjálfstætt nám í íslensk-
um skólum vegna ónógrar ís-
lenskukunnáttu. Á þessu ári hafa
grunnskólar í Reykjavík sótt um
aðstoð fyrir 700 nemendur.
Fjöldi þeirra hefur margfaldast á
síðustu árum en til samanburðar
var sótt, um aðstoð fyrir 50 börn
veturinn 1993-1994. Ingibjörg
segir afar mikilvægt að þessi
börn fái stuðning. Hún segir ný
viðhorf hafa rutt sér tilrúms
varðandi tungumálakennslu þess-
ara barna. „Foreldrunum er oft
talin trú um að það sé best að
tala íslensku við börnin. Islenska
foreldranna er hinsvegar ekki
móðurmál þeirra og því ekki
nægilega rík til að verða góð
tungumálaleg fyrirmynd barn-
anna í máltöku þeirra. Þar af
leiðandi verður máltaka barn-
anna skökk og þau hefja nám
með alltof lítinn orðaforða," seg-
ir Ingibjörg. Ef börn hafa lélegan
orðaforða á sínu eigin móðurmáli
eigi þau mjög erfitt með að til-
einka sér orðaforða annars
tungumáls. „Börn sem kunna sitt
eigið móðurmál vel en enga ís-
lensku eru miklu betur sett en
þau sem kunna hrafl í íslensku en
hafa aldrei náð fullum tökum á
sínu eigin móðurmáli," segir
Ingibjörg. „Það er því afskaplega
körlum séu stór hluti „ósýnilegra"
innflytjenda. Konurnar væru síður
teknar alvarlega í samfélaginu,
þær væru ekki álitnar ógnandi eða
hættulegar á þann hátt að þær
tækju „góð“ störf frá íslendingum.
Kristín segir innflytjendur á Is-
landi verða fyrir talsverðum for-
dómum sem oft séu duldir. Þeir
birtast m.a. í lélegri þjónustu,
hranalegri framkomu og andúð,
jafnvel hjá opinberum starfsmönn-
um. Hún taldi erfitt að meta hvort
ákveðnir hópar innflytjenda yrðu
fyrir meiri fordómum en aðrir
enda hefði það ekki verið kannað.
Hún hefði það hinsvegar á tilfinn-
ingunni að þeh- útlendingar sem
mikilvægt að báðir foreldrar tali
sitt eigið inóðurmál, eða það
tungumál sem þeir hafa best vald
á, við barnið sitt strax frá upp-
hafi,“ segir Ingibjörg.
Fjárskortur háir
grunnskólum
Ingibjörg segir grunnskóla illa
í stakk búna til að koma til móts
við þessa nemendur. Fjárskortur
hái þeim og eftir að sljórn grunn-
skólans færðist, frá menntamála-
ráðuneytinu yfir til sveitarfélaga
sé erfiðara að koma á fót e.k.
miðlægri tungumálakennslu. Það
sé ekki ha>gt; að ætlast til að litlir
grunnskólar á Iandsbyggðinni
geti sinnt kennslu á mörgum
tungumálum. Fjarkennsla gæti
leyst vandann að hluta.
Ingibjörg segir það almennt
viðhorf að börn kunni málið um
leið og þau fari að tala það. Það
sé hinsvegar tvennt ólíkt að tala
tungumál og hafa næga færni í
því til að geta stundað nám á
málinu. Til þess að geta tekist á
við námsefni þurfa nemendur að
geta lesið og skilið textann. Nem-
andi sem hefur gott vald á móð-
urmáli sínu á auðveldara með að
skilja ýmis hugtök og heiti held-
ur en sá sem hefur aðeins yfir-
borðsþekkingu á íslensku og
móðurmáli sínu.
væru frábrugðnir íslendingum í
útliti yrðu meira fyrir barðinu á
fordómum. Kristín sagði löngu
tímabært að stjórnvöld mörkuðu
sér stefnu í málefnum útlendinga
og hvernig hægt væri að tryggja
að allir tækju virkan þátt í samfé-
laginu. Fyrirbyggjandi starf gegn
fordómum væri þar þungamiðjan.
Kristín bendir á að útlendingum á
Islandi fylgi um 1.000 börn á
grunnskólaaldri. „Það eitt er eftir-
tektarvert og ætti að hvetja okkur
til umhugsunar sérstaklega hvað
varðar vanbúið menntakerfi okkar
sem er engan veginn er í stakk
búið til að sinna þeim nýju mennt-
unarþörfum sem fylgja þessum
bömum.“ Kristín segir það ljóst að
íslenskt þjóðfélag verði æ háðara
erlendu vinnuafli í náinni framtíð.
Hún sagði stjórnvöld ekki hafa
brugðist nægilega hratt við þessari
þróun og yrði ekkert að gert þá
mun myndast hér undirmálshópur
innflytjenda í láglaunastörfum.
Breytingar á lögunum
fyrirhugaðar
Núgildandi lög um atvinnurétt-
indi útlendinga voru sett árið
1994. Sigríður Lillý Baldursdóttir,
skrifstofustjóri í félagsmálaráðun-
eytinu, sagði á ársfundi
Vinnumálastofnunar að fáir hefðu
séð fyrir hina miklu aukningu á
erlendu vinnuafli. Ótrúlegar breyt-
ingar hefðu átt sér stað frá því
lögin voru sett. Þegar hefði reynst
nauðsynlegt að gera tvær breyt-
ingar á lögunum og frekari breyt-
ingar væru fyrirhugaðar. Á síðasta
þingi var lögunum breytt þannig
að ekki þarf lengur að sækja um
atvinnuleyfi fyrir maka íslendinga.
Sú breyting hafi þótt sjálfsögð
enda talið fráleitt að makar Is-
lendinga byggju við lakari rétt en
t.a.m. makar Svía eða Þjóðverja.
„Það er e.t.v. til marks um það
hve löggjöf um atvinnurétt er við-
kvæm að eftir þessa breytingu má
sjá nýjan leik í mannlífi útlendinga
hér á landi. Á skömmum tíma hafa
fjórir hælisleitendur gifst, eða
kvænst Islendingum og þar með
fengið atvinnuleyfi án þess að hafa
fengið dvalarleyfi," sagði Sigríður.
Vilji löggjafans hefði þó varla ver-
ið að leiða hælisleitendur umvörp-
um í hjónabönd með íslendingum.
Sigríður sagði augljóst að kanna
þyrfti allar leiðir til að koma í veg
fyrir hugsanlega misnotkun. Önn-
ur breyting laut að atvinnuréttind-
um þeirra útlendinga sem koma
fram á næturklúbbum, þ.e.a.s.
nektardansmeyja en þær geta
ekki lengur nýtt sé undanþágu í
lögunum um atvinnuréttindi út-
lendinga sem kveður á um að
listamenn þurfi ekki atvinnuleyfi
ef þeir starfa ekki lengur en fjórar
vikur á ári hér á landi.
Sigríður segir enn unnið að end-
urskoðun laganna. Meðal þess sem
yrði tekið til athugunar væri staða
fólks sem hefði dvalarleyfi og lög-
heimili hér á landi án þess að hafa
atvinnuleyfi. „Að óbreyttu er
þessu fólki, lögum samkvæmt,
gert ókleift að framfleyta sér með
vinnu og þannig þvingað til að
leita sér fjárhagsaðstoðar sveitar-
félaganna." Félagsmálaráðherra
mun á næstunni skipa nefnd til að
kanna aðstæður útlendinga með
dvalarleyfi á landinu.
Sigríður sagði allar líkur á því
að útlendingum með atvinnuleyfi
hér á landi muni enn fjölga á
næstu árum. Við þessu þyrftu ís-
lendingar að bregðast. Utlending-
unum yrði að vera gert kleift að
viðhalda eigin móðurmáli og
menningu en um leið að aðlagast
hinu nýja samfélagi og læra
tungumálið. íslendingar þyrftu
sjálfir að líta í eigin barm, losa sig
við fordóma og temja sér virðingu
og þolinmæði gagnvart annars
konar viðhorfum, siðum og gildum.
Vestrænar reglur um réttindi ein-
staklinga yrðu þó alltaf að virða.
„Við flytjum inn vinnuafl en fáum
fólk með öllu því sem fólki fylgir.
Þetta fólk kemur úr öllum heims-
ins hornum og frá öllum menning-
arkimum. Það býr um allt land og
víða er það orðið hátt hlutfall íbúa
á svæðinu. I minni bæjum, þar
sem sérhver einstaklingur skiptir
máli, skreytir þetta fólk mannlífið
sterkum litum.“
BRÝN ástæða er til að
þróa mismunandi jarð-
skjálftastaðla fyrir
byggingar og önnur
mannvirki eftir landsvæðum og
jarðskjálftahættu, segir í nýútkom-
inni skýrslu Rannsóknamiðstöðvar
Háskóla íslands í jarðskjálftaverk-
fræði um áhrif jarðskjálftanna á
Suðurlandi 17. og 21. júní sl., sem
kynnt var í gær á fundi með sveit-
arstjórnarfólki, stjórnmálamönn-
um, verkfræðingum og tækni-
mönnum. Nefnist hún
„Jarðskjálftar á Suðurlandi 17. og
21. júní 2000“, og er unnin af Ragn-
ari Sigbjörnssyni, Jónasi Þór
Snæbjörnssyni, Símoni Ólafssyni,
Bjarna Bessasyni, Gunnari I.
Baldvinssyni og Óðni Þórarinssyni.
Var þetta fyrsta skref Rannsókna-
miðstöðvarinnar í að kynna niður-
stöður umfangsmikilla mælinga,
gagnaöflunai' og úrvinnslu á vegum
hennai- í kjölfar jarðskjálftanna.
Við rannsóknirnar var stuðst við
jarðskjálftamælingar, vettvang-
skannanir og úrtakskannanir, en
allai- mælingar voru stundaðar með
sérstökum samningum við Landsv-
irkjun, Vegagerðina, Reykjavíkur-
borg, Hveragerði og Árborg.
Fundurinn, sem haldinn var í
þingsal B á Hótel Sögu í Reykjavík
og stóð frá kl. 14.00-15.30, hófst
SAMKEPPNISRÁÐ hefur
beint þeim fýrirmælum til
Veiðimálastofnunar að
hún tryggi að jafnræði ríki
milli samkeppnisrekstrar stofnun-
arinnai’ og keppinauta hennar varð-
andi aðgang að þeim gögnum og
upplýsingum sem stofnunin hafi
aflað í skjóli lögbundinna verkefna.
„í þessu felst m.a. að keppinaut-
ar skulu fá þessar upplýsingar á
sams konar formi og samkeppnis-
rekstur Veiðimálastofnunar og
gegn sambærilegu endurgjaldi, ef
við á,“ segir í úrskurði samkeppnis-
ráðsins og er því bætt við að ráðið
mæli fyrir um fjárhagslegan að-
skilnað frá áramótum á milli þess
hluta rekstrar Veiðimálastofnunai’,
sem annast lögboðin verkefni stofn-
unarinnar, og þess hluta stofnunar-
innar, sem annast rannsóknir og
önnur verkefni á starfssviði stofn-
unarinnar fyrir einstaklinga, félög
og stofnanir gegn endurgjaldi.
Ákvörðun þessa tók Samkeppn-
isráð vegna erindis Jóns Kristjáns-
sonar fiskifræðings, sem kvartaði
yfir samkeppnisstöðu sinni gagn-
vart Veiðimálastofnun.
Taldi stofnunina misnota
aðstöðu sina
Nefnir Jón í erindinu þrjú verk-
efni, sem hann hafi verið fenginn til
að vinna og álítur samskipti og að-
komu Veiðimálastofnunar að þeim
lýsa því hvernig stofnunin misnoti
aðstöðu sína.
I úrskurðinum segir að kjarninn í
erindi Jóns lúti að meintum tengsl-
um embættis veiðimálastjóra og
Veiðimálastofnunar og því hvernig
stofnunin hafi beitt stöðu sinni til að
ná til sín þjónustuverkefnum, með-
al annars frá Jóni.
,Að mati samkeppnisráðs á
kvörtunin við ýmis rök að styðjast,“
segir í ákvörðuninni. „Bæði virðist
hin lagalega umgjörð sem
Veiðimálastofnun er sköpuð og
með ávarpi Sólveigar Pétursdóttur
dómsmálaráðherra. Kvað hún um-
rædda skýrslu gefa landsmönnum
mynd af því hvernig þeir stæðu
gagnvart jarðskjálftavá og jafn-
framt vísbendingar um til hvaða
ráða eigi að grípa, til að vera betur
undirbúnii- fyrir slíkar hamfarir í
framtíðinni. Sagði hún þetta verð-
mætar upplýsingar, og hrósaði og
þakkaði Rannsóknamiðstöðinni
fyrir vel unnin störf.
Á eftir ráðherra tók Ragnar Sig-
björnsson, forstöðumaður Rann-
verkefnaleg, húsnæðisleg og
rekstrarleg tengsl stofnunarinnar
og embættis veiðimálastjóra vera
til þess fallin að skapa tortryggni
um að jafnræðis sé ekki gætt með
því sem stunda þjónustustörf á því
sviði sem lög um lax- og silung-
sveiði taka til. Veiðimálastofnun
annast rannsóknir fyrir opinbert fé
jafnframt því sem stofnun starfar
sem verktaki fyrir ýmsa aðila við
ráðgjöf og rannsóknir. Auk þess
annast stofnunin matsgerð fyrir
embætti veiðimálastjóra. Ekki er
að sjá að skörp skil séu á milli þess-
ara þátta í starfi stofnunarinnar,
hvorki fjárhagsleg né stjórnunar-
leg.“
I úrskurði samkeppnisráðs segir
að ljóst sé af dæmum að stofnunin
hefur boðist til að vinna verk fyrir
þá, sem ráðið hafi kvartanda til
verka, meðal annars á þeim for-
sendum að stofnunin búi yfir gögn-
um, sem hún hafi aflað í skjóli lög-
bundinna starfa eða vegna
verkefnalegra tengsla við veiðimál-
astjóra, og um leið neitað að af-
henda slík gögn. Vitnað er í bréfa-
skriftir Veiðimálastofnunar, bæði
til Hönnunar, sem fékk Jóni eitt
verkefnanna, og til Jóns þessu til
stuðnings.
Allnáin tengsl við
veiðimálastjóra
Segir í ákvörðuninni að
Veiðimálastofnun sé ráðandi á
þeim markaði, sem Jón starfi á,
enda búi hún við þá aðstöðu að vera
opinber A-hluta stofnun, sem ríkis-
sjóður beri ótakmarkaða ábyrgð á
og vegna þess aðgangs að gögnum,
sem stofnunin búi að: „Auk þess
starfar stofnunin í allnánum
tengslum við embætti veiðimála-
stjóra, bæði á grundvelli laga og að
öðru leyti. Þar sem húsnæði og
símaþjónusta stofnunarinnar og
veiðimálastjóra eru samnýtt eru
líkur á að stofnunin frétti á undan
sóknamiðstöðvarinnar, til máls og
gaf yfirlit yfir jarðskjálftana í júní.
Þegar hann hafði lokið máli sínu
flutti Símon Ólafsson stutt erindi
um mat á eðlisstærðum jarðskjálft-
anna og síðan greindi Jónas Þór
Snæbjörnsson frá áhrifum jarð-
skjálftanna á mannvirki. f lokin
dró Jónas Elíasson, prófessor o^
stjórnarformaður Verkfræðistofn-
unar Háskóla íslands, helstu nið-
urstöður skýrslunnar saman.
Að erindum loknum voru nokkr-
ar fyrirspurnir og umræður.
keppnautum af fyrirhuguðum
framkvæmdum er leita þarf með til
embættis veiðimálastjóra og fái
þar með vitneskju sem gefi stofn-
uninni forskot í samkeppni við aðra
sem nýta vildu gögn stofnunarinn-
ar og veiðimálastjóra á sambæri-
legan hátt og stofnunin."
Síðan er bætt við: „í samkeppn-
isrétti hvílir sérstök skylda á þeim*
sem eru í markaðsráðandi stöðu.
Þeim er óheimilt að misnota stöðu
sína og hafa þar með skaðleg áhrif
á samkeppni í skilningi samkeppn-
islaga [ ]. Þessi skylda hvílir jafnt á
fyrirtækjum og stofnunum hvort
sem um einkarekstur eða opinber-
an rekstur er að ræða.“
Fram kemur að stofnunin hafi að
mati samkeppnisráðs með hátt-
semi sinni í tilgreindum dæmum
misbeitt aðstöðu sinni á markaðn-
um í skilningi samkeppnislaga og
aðgerðir hennar hafi verið til þess
fallnar að viðhalda stöðu hennar á
markaðnum og halda keppinauti
frá honum. Einnig telur sam-
keppnisráð að meðferð Veiðimála^
stofnunar á upplýsingum og rann-
sóknargögnum orki tvímælis.
Ekki sýnt fram á
íjárhagslegan aðskilnað
Samkeppnisráð telur einnig að
Veiðimálastofnun hafi ekki tekist
að sýna fram á að rekstur þess
hluta stofnunarinnar, sem sé í sam-
keppni, sé fjárhagslega aðskilinn
annarri starfsemi. Það er því nið-
urstaða ráðsins að Veiðimálastofn-
un beri að tryggja að jafnræði ríki
milli samkeppnisrekstrar stofnun-
arinnar og keppinauta um aðgang
að þeim gögnum og upplýsingum,
sem stofnunin hafi aflað í skjóli lög-
bundinna verkefna, auk þess sem
mælt er fyrir um fjárhagslegan
skilnað þess hluta rekstrar stofn-
unarinnar, sem annast lögboðin
verkefni og önnur verkefni og
rannsóknir.
Ekki nægjanlega vel staðið
að grunnskólakennslu nýbúa
Samkeppnisráð mælir fyrir um fjárhagslegan aðskilnað
lögboðinna og annarra verkefna Veiðimálastofnunar
Stofnunin tryggi jafnræði *
milli sín og keppinauta í
samkeppnisrekstri