Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
dansað og fíflast af hjartans lyst og
höfðingjarnir veifa úr opnum bíl-
um. Allt stefnir á sama stað, trjá-
garð bæjarins. Ræðuhöld fara fram
á sviði þar sem frístundamálarinn
og fyrrverandi bíóstjóri bæjarins,
Don Martin, af íslenskum ættum
þrátt fyrir nafnið, hafði málað ís-
lenskt landslag á baksviðið; þar töl-
uðu fjallkonan, bæjarstjórinn og
fylkisstjórinn, Kári Stefánsson og
forseti Islands. Eftir langar ræður
og margar, fögur orð um blóðbönd
íslensku þjóðarinnar og þeirrar
kanadísku, sungu Karlakór
Reykjavíkur og Diddú í sólarhit-
anum og voru klöppuð upp hvað
eftir annað. Síðan röngluðu menn
um og keyptu harðfisk á íslensku,
einhver heyrðist hrópa: „Have you
seen my amma?“ og eldra fólk
nálgaðist hikandi íslenska gesti og
kvaðst á ágætri íslensku vera ætt-
að úr Skagafirði og spurði hvað
væri að frétta að heiman.
Frá þessari undarlegu íslensku
sveit á miðri sléttu Kanada hélt
Karlakór Reykjavíkur suður yfir
landamæri Bandaríkjanna, fór um
kartöflusléttu Dakóta og gerði
stuttan stans við Þingvallakirkju
þar sem kímniskáldið Káinn er
grafinn, söng þar lútherskan sálm
honum til heiðurs. í Fargo við þá
sömu Rauðá og Winnipeg stendur
við var sungið í kirkju hinnar
lúthersku vonar. Þar er mikið nor-
rænt samfélag og öflugt Islend-
ingafélag enda bjó sá merki pró-
fessor Ríkharður Beck í þeirri
borg og var eflaust meiri íslend-
ingur en Bandaríkjamaður. Þennan
samsöng sóttu ekki aðeins afkom-
endur íslendinga heldur einnig
annarra norrænna innflytjenda og
viðtökur voru afskaplega góðar og
innilegar, kór og einsöngvari
klöppuð upp hvað eftir annað, öll
aukalög tínd til, hápunkturinn
„Hraustir menn“ í flutningi bass-
ans Björns en strax þar á eftir
hlátursöngur Diddúar og áheyr-
endur grétu af hrifningu“ og hlátri
„að glettnislegu látbragði hennar
og loks þá blíðlegu og fallegu þakk-
arbæn Valeríusar".
Næsti viðkomustaður var
stórborgin Minneapolis
þar sem skýjakljúfar úr
gleri spretta upp eins og gorkúlur
þessi árin.
Síðasti samsöngur ferðarinnar
fór fram í kirkju eins og oftast og
hún var nær fullsetin 500-600
manns. Þarna var betri hljómburð-
ur en á öðrum söngstöðum í þess-
ari ferð enda flísar á gólfi en ekki
teppi, sem víðast þekja gólf Norð-
ur-Ameríkumanna og mikill viður í
lofti, hljóðfærið auk þess betra en í
öðrum kirkjum. Þessi samsöngur
var líklega sá besti í ferðinni, við-
tökur áheyrenda ákafari en annars
staðar, þeir hrópuðu „bravó“, stóðu
upp hvað eftir annað milli laga,
klöppuðu og klöppuðu.
Þegar söngskráin var tæmd varð
klappið taktfast sem heyrist sjald-
an utan meginlands Evrópu, áhorf-
endur vildu meira og meira.
Og kórinn söng og söng þar til
öll tiltæk aukalög höfðu verið sung-
in, talsvert á þriðja tug laga alls á
þessum lokasamsöng Karlakórs
Reykjavíkur um Kanada og Banda-
ríkin.
Orn Arnarson, læknir og íslensk-
ur konsúll, brosti út að eyrum og
sagðist sofna brosandi og áreiðan-
lega vakna brosandi, svo glaður
væri hann eftir þennan samsöng.
Og til að auðsýna þakklæti sitt
bauð hann tónlistarfólkinu í garð-
veislu við sumarhús sitt, rétt fyrir
utan borgina, þar sem menn átu og
drukku, busluðu í vatninu þrátt
fyrir þrumuveður og sigldu um
vatnið þar til tími var kominn til að
halda af stað áleiðis til Winnipeg
aftur. Þar tóku ræðismannshjónin,
Svavar Gestsson og Guðrún
Ágústsdóttir, á móti söngfólkinu í
fögrum garði sínum og veðri eins
og best verður á kosið, buðu upp á
góðar veitingar og fluttu snjallar
tölur eins og þeim er lagið. Frá
þeirri veislu hélt Karlakór Reykja-
víkur úr enn einni söngför sinni
vestur um haf, með hinum silfraða
farkosti um háloftin til íslands far-
sælda fróns og borgarinnar við
nyrstu voga.
Karlakór Reykjavíkur á fslendingaslóðum í Ameríku
Islandssöngur
í vesturvegi
Karlakór Reykja-
víkur hélt nýverið til
Kanada og Banda-
ríkjanna á vegum
landafundanefndar.
Kórinn söng meðal
---------7----------
annars á Islendinga-
deginum í Gimli.
Þorgrímur Gestsson
var með í förinni.
ISLAND, ísland, eg vil syngja
um þín gömlu, traustu fjöll...“
Það varð hálfgert umferðar-
öngþveiti í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar þegar þetta lag Sigurðar
Þórðarsonar, stofnanda Karlakórs
Reykjavíkur, hljómaði óvænt frá 70
körlum á ýmsum aldri sem höfðu
raðað sér í hálfhring undir gler-
þakinu mikla.
Útlendinga rak í rogastans,
myndavélar fóru á loft og sendu frá
sér bláa blossa. Hvað var að ger-
ast? Einfaldlega þetta: Karlakór
Reykjavíkur var enn einu sinni ad
halda í vesturveg. Þannig hófust
söngferðir kórsins til útlanda á ár-
um áður, fyrstu áratugina við
skipshlið í Reykjavíkurhöfn og
hálfur bærinn kom til að kveðja og
hrópa húrra fyrir söngmönnum
sem voru á leið út í heim að út-
breiða íslenska tónlistarmennt, ís-
lenskan söng, íslensk ljóð. Það er
enn tilgangurinn með söngförum
kórsins til útlanda. En enginn
hrópar húrra lengur, sá siður er
löngu aflagður nema við setningu
Alþingis:
Svo sungu þeir „ísland, ögrum
skorið“ þarna í flugstöðinni, skildu
eftir loftið titrandi af krafti og til-
finningu og útlendinga sem kink-
uðu kolli, undrandi að heyra þessi
einkennilegu lög, en kórfélagar,
eiginkonur þeirra, Friðrik S. Frið-
riksson söngstjóri, söngkonan
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og
Anna Guðný Guðmundsdóttir und-
irleikari skutust upp í háloftin með
silfurgljáandi farkosti. Þau þutu
rakleitt til Winnipeg á ógnarhraða
að flytja afkomendum íslenskra
vesturfara þjóðlega, íslenska
sönglist.
Fyrsti samsöngurinn var
haldinn i kirkju í Winnipeg
sem kennd er við himnaför
Krists á sjöunda sunnudegi eftir
hvítasunnu og Davíð Gíslason,
bóndi á Svaðastöðum í Geysis-
byggð við Winnipegvatn, setti sam-
kunduna, klæddur nýja, íslenska
karlmannabúningnum, rétt eins og
kórfélagar sem biður þess að hefja
sönginn. Kirkjan var nær full og
fólkið fékk að heyra nokkrar gaml-
ar perlur eftir Kaldalóns og Sigfús
Einarsson. Svo gekk Diddú fram
og söng „Draumalandið", þetta
angurværa og fallega lag Sigfúsar
við ljóð Jóns Trausta: „O, leyf mér
þig að leiða til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng...“ og áheyr-
endur létu hrífast af feiknarlegri
sópranrödd hennar og heillandi
framkomu. Og stemmningin jókst
enn þegar Diddú og kórinn sungu:
„Sjá dagar koma“ eftir Sigurð
Þórðarson, stofnanda kórsins og
fyrrverandi stjórnanda hans og
Davíð frá Fagraskógi, úr Alþingis-
Ljósmynd/Karl Þórir Jónasson
Karlakór Reykjavíkur og Ólafur Ragnar Grfmsson, forseti íslands, við styttuna af Jóni Sigurðssyni fyrir fram-
an þinghúsið í Winnipeg.
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú,
heillaði kanadíska og banda-
rfska áheyrendur eins og aðra.
hátíðarkantötunni 1930 sem tenór-
arnir Gunnar R. Pálsson og Stefán
íslandi gerðu frægt 1946 og 1960
þegar kórinn ferðaðist um Amer-
íku vikum saman undir nafninu
The Icelandic Singers. Enn færðist
klappið í aukana eftir íslands lag
Björgvins Guðmundssonar og
Gríms Thomsens, „Heyrið vella’
heiðum hveri...“. Svo gekk Diddú af
sviðinu undir dynjandi lófataki en
inn kom Björn Björnsson kórfélagi
og söng með sinni drynjandi bassa-
röddu lokakórinn úr Þrymskviðu
Jóns Ásgeirssonar þar sem hann
þarf að lyfta sér upp undir tenór-
hæð og allt ætlaði um koll að keyra
meðan söngmennirnir gengu út af
sviðinu.
í hléinu veittu þakklátir Vestur-
íslendingar pönnukökur og vest-
ræna „wienartertu" og margt var
skrafað og skeggrætt, einhverjir
hittu ættingja og létu mynda sig
með þeim.
Eftir hlé sungu þeir lög eftir
yngri höfunda, Jón Ásgeirsson og
Atla Heimi, Gunnar Reyni og
Gunnar Þórðarson. En hápunktur
kvöldsins og lokalagið á söng-
skránni var eitt af gömlu glans-
númerum kórsins, „Brennið þið vit-
ar“, eftir Pál ísólfsson og Davíð,
eitt af Alþingishátíðarlögunum frá
1930, sem bregst aldrei, ekki held-
ur þetta kvöld í Winnipeg. Klappið
var langdregið, fólkið vildi meira
Karlakórinn syngur í Gimli-garði á Islendingadaginn 2000. Á baksvið-
inu eru landslagsmyndir frá íslandi eftir Kanadamanninn Don Martin
sem er af íslensku bergi brotinn þrátt fyrir nafnið.
og fékk „ísland, ísland“ og að end-
ingu söng Diddú aríu þjónustu-
stúlkunnar úr Leðurblökunni eftir
Jóhann Strauss, flutti snilldarlega
þetta gáskafulla lag, með aðstoð
kórsins, og kitlaði jafnt hlátur- sem
tónlistartaugar.
Það var létt yfir afkomendum
vesturfaranna þegar sam-
söngurinn og kvöldið voru á
enda. Þeir þökkuðu brosandi fyrir
sig um leið og þeir gengu út í
myrkrið og kórinn hélt líka út í
kanadíska miðsumarsnóttina. Um
morguninn stillti hann sér upp við
styttuna af Jóni Sigurðssyni sem
stendur fyrir framan þinghús fylk-
isins, nákvæma eftirmynd þeirrar
sem gnæfir á stalli sínum á Austur-
velli hér heima. Þar var dálítill
hópur fólks sem sumt hafði verið
við samsönginn kvöldið áður og
hugðist nú fagna forseta íslands
sem var í opinberri heimsókn og
hafði verið heilsað fyrir framan
þinghúsið með 21 fallbyssuskoti og
heiðursverði hersins. Og við stytt-
una af Jóni varð ósvikin 17. júní-
stemmning þegar Karlakór
Reykjavíkur þrumaði með krafti
nokkur íslensk ættjarðarlög í 26
stiga hita og forsetinn og kanadíski
forsætisráðherrann skiptust á
nokkrum kurteislegum orðum.
Hápunktur ferðarinnar nálgaðist
þegar kórinn ók með þremur rút-
um norður Nýlenduveg á vestur-
bakka Winnipegvatns, um Víðines-
byggð, Árnesbyggð og Fljóts-
byggð, framhjá Árnesi, yfir
Hulduá, meðfram Breiðuvík, fram-
hjá Hnausum og til Riverton við
íslendingafljót, þar sem einnig
heitir Möðruvellir frá gamalli tíð.
Sungið í stóru samkomuhúsi Riv-
ertonbæjar fyrir troðfullum sal af
kanadísku bændafólki úr sveitun-
um í kring, afkomendum íslenskra
vesturfara sem komu hingað fyrir
rúmri öld í leit að betra lífi.
Andlit, mörkuð erfiði og útiveru
sýndu lítil svipbrigði framan af
samsöngnum en mýktust þegar á
leið og hrifningin leyndi sér ekki,
klappið langt og innilegt og lýsti
fölskvalausri hrifningu af tónlist-
inni frá „gamla landinu", ljóðunum
um fjöllin og fuglana, sumrin,
blómin og draumalandið sem ein-
hver af þeim elstu höfðu ef til vill
heyrt af við ömmukné í æsku. Sum-
ir þóttust sjá tár blika á hvarmi
einstaka manns.
Svo rann upp íslendingadagur-
inn í landnámsbænum Gimli,
höfuðstað Nýja-íslands,
fyrrverandi sjálfstjórnarnýlendu
Islendinga, sá hundraðasti og ell-
efti. Þetta er ekki lengur hátíð ís-
lendinga einna, hingað flykkist fólk
tugþúsundum saman hvaðanæva að
úr Manitoba og stemmningin minn-
ir á suður-amerískt karnival með
skrúðgöngu þar sem er músíserað,