Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 233. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dregið hefur úr átökunum í Mið-Austurlöndum Barak fram- lengir frest Pal- estínumanna Jerúsalem, Washington. AFP, AP. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, tilkynnti í gær að frestur sem hann hafði veitt palestínsku sjálfstjórninni til að stöðva mótmæli Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu yrði framlengdur um þrjá daga. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði þessari ákvörðun Israels- stjórnar þar sem hann var staddur í Jerúsalem í gær en Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, vísaði henni á bug sem hverri annarri „hótun“. Annan átti fundi með Barak og Arafat í sitt hvoru lagi í gær. A fréttamannafundi með Barak í Jerú- salem sagði hann að enn væri unnt að binda enda á átökin á sjálfstjórnar- svæðum Palestínumanna og taka á ný upp friðarviðræður milli Israela og Palestínumanna. Annan sagði að hvorug þjóðin ætti alfarið sök á átök- unum sem staðið hafa síðan 28. sept- ember og kostað um 90 manns lífið. Atökin hafa farið minnkandi und- anfarna daga en Barak sagði á frétta- mannafundinum með Annan að of snemmt væri að fullyrða að þau tækju senn enda. Barak neitaði því að tekin hefði verið ákvörðun um nýj- an fund hans og Arafats en ísraelskir fjölmiðlar höfðu skýrt frá því að leið- togafundur undir stjórn Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta væri í undir- búningi. < Clinton og Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddu símleiðis við bæði Barak og Arafat í gær til að fara yfir þá mögu- leika sem væru fyrir hendi tO að kveða átökin niður. Talsmaður Bandaríkjastjórnar neitaði því að leiðtogafundur hefði verið boðaður á næstu dögum en sagði þó ekki úti- Reuters Grímuklæddir félagar nýrra skæruliðasamtaka Palestínumanna sýna vopn sín við mótmæli í Nablus í gær. lokað að það yrði gert. Jacques Chir- ac Frakklandsforseti, ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, og Javier Solana, æðsti embættismaður Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum, ræddu einnig við Barak og Arafat í gær. Bresk stjórn- völd tilkynntu að utanríkisráðherr- ann Robin Cook héldi til Mið-Austur- landa í dag til að hvetja leiðtogana til að leita friðar. Skotið á 12 ára dreng ísraelsstjórn sagði í gær að mjög hefði dregið úr átökum á Vestur- bakkanum í gær, í fyrsta sinn síðan þau hófust íyrir nærri tveimur vik- um. Ekki var minnst á ástandið á Gaza-svæðinu en læknar þar úrskui’ðuðu í gær 12 ára dreng heda- dauðan eftir að skot frá ísraelskum hermanni hafði hæft' hann í höfuðið. Að minnsta kosti 14 aðrir Palestínu- menn særðust í átökum á Gaza-svæð- inu í gær og um 40 voru fluttir á sjúkrahús eftir óeirðir í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Utanríkisráðherra Frakklands heimsækir Júgóslavíu Stuðningsmenn Milos- evic slíta viðræðum Belgrad, Washington. AP. AP Vojislav Kostunica ræðir við verkamenn í Kolubara-kolanámunum í gær. Bush tekur forystuna Wasiiington. Reuters, AFP. BARÁTTA bandarísku forsetafram- bjóðendanna, repúblikanans Georges W. Bush og demókratans Als Gores, verður æ harðari. Nýjustu skoðana- kannanir sýna að Bush hefur tekið forystuna þótt mjótt sé á munum. Fylgi við Gore hefur minnkað síðan fyrstu sjónvarpskappræður fram- bjóðendanna fóru fram í síðustu viku enþeir mætast í annað sinn í kvöld. I skoðanakönnun Reuters og MSNBC, sem birt var í gær, mældist fylgi við Bush 43% en 42% sögðust ætla að kjósa Gore. Alls tóku 1.210 líklegir kjósendur þátt í könnuninni en munurinn á fylgi frambjóðend- anna er innan skekkjumarka. Niður- stöðumar gefa td kynna að stuðning- ur við Bush hafi einkum aukist í hópi ungra kjósenda en einnig hjá fólki í hjónabandi, íbúum úthverfa og óháð- um kjósendum. Gore hefur hins veg- ar meira fylgi meðal láglaunafólks, minnihlutahópa, stórborgarbúa og einhleypra. Ástæða fylgistaps Gore er einkum rakin til gagnrýni repúblikana sem fullyrða að hann hafi ekki sagt allan sannleikann í nokkrum málum í kappræðunum í síðustu viku. Demó- kratar hafa svarað með því að beina spjótum að ríkisstjóratíð Bush í Tex- as. Fylgismenn Bush voru í gær bjartsýnir á gengi hans í væntanleg- um kappræðum. Þær verða í óform- legra umhverfi en þær fyrstu, sem talið er Bush til tekna. Hins vegar er talið líklegt að umræður snúist mikið um stórviðburði síðustu daga í heims- málum og þar stendur Gore sterkar að vígi. HUBERT Vedrine, utanríkisráð- herra Frakklands, tilkynnti í gær að aðstoð Evrópusambandsins við upp- byggingu í Júgóslavíu gæti hafist innan fárra daga. Vedrine heimsótti Belgrad, höfuðborg landsins, í gær og átti viðræður við hinn nýskipaða forseta, Vojislav Kostunica. Vedrine er fyrsti háttsetti emb- ættismaðurinn frá aðildarrikjum Atlantshafsbandalagsins til að heim- sækja Belgrad frá lokum átakanna í Kosovo-héraði og hann sagði að ESB væri reiðubúið að bæta fyrir skemmdir sem urðu í loftárásum NATO á Júgóslavíu í fyrra. Kostunica sagði eftir viðræðurnar við Vedrine að hann vonaðist til að Júgóslavía fengi inngöngu í Evrópu- sambandið í náinni framtíð. Hann kvaðst ekki eiga von á að hinar „við- kvæmu“ aðstæður í Kosovo myndu skaða tengsl landsins við vestræn ríki og ítrekaði að hann setti sig ekki upp á móti veru friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í héraðinu. Kostunica lýsti því einnig yfir að það væri ekki meðal forgangsverkefna nýrrar stjórnar að taka afstöðu til þess hvað yrði um Slobodan Milos- evic, fyrrverandi forseta. Milosevic dvelur enn í húsi sínu í Belgrad sem er umkringt öryggislögreglumönn- um. Eftir fundinn með Vedrine hélt Kostunica til kolanámanna í Kolub- ara til að þakka námuverkamönnun- um fyrir „framlag þeirra til lýðræð- isþróunar" í Júgóslavíu. Verka- mennirnir tóku dyggan þátt í allsherjarverkfallinu til stuðnings Kostunica og hafði vinnustöðvunin í námunum töluverð áhrif í landinu. Viðræðum um myndun nýrrar stjórnar í Serbíu slitið Zoran Djindjic, stuðningsmaður Kostunica, sagði í gær að ný ríkis- stjórn gæti tekið við völdum í Júgó- slavíu innan viku, sem og í serb- neska hluta júgóslavneska ríkjasambandsins. Nokkuð sló þó á þá bjartsýni sem ríkt hefur um að stjórnarskiptin gætu gengið friðsamlega og skjótt fyrir sig í gær er stuðningsmenn Slobodans Milosevic slitu viðræðum um að láta af hendi þau völd sem þeir fara enn með í Serbíu. Fulltrúar Sósíalistaflokks Milosevic og flokks þjóðernisöfgamannsins Vojislavs Seseljs gengu af samningafundi um myndun nýrrar stjórnai’ í Serbíu og sögðust ekki vera til viðræðu fyrr en „bundinn hefði verið endi á óeirðir, ofbeldisverk og lögleysu sem beinst hafa gegn serbneskum borgurum." Vísuðu þeir til árása á nokkra gamla samstarfsmenn Milosevic sem enn stjórna ýmsum ríkisfyrirtækjum og stofnunum í landinu. Ofangreindir flokkar hafa enn meirihluta á serbneska þinginu en ekki fór fram kjör til þess í kosning- unum í lok september. Mónakó miðstöð peninga- þvættis París. AP. FRANSKA ríkisstjórnin tilkynnti í gær að efnahagsleg og lagaleg tengsl Frakklands við Mónakó yrðu endurskoðuð í kjölfar þess að furstadæmið var harðlega gagn- rýnt fyrir linkind gagnvart pen- ingaþvætti í skýrslu sem unnin var fyrir franska fjármálaráðuneytið. I skýrslunni, sem birt var á mánudag, segir að Mónakó sé „berskjaldað fyrir peningaþvætti“ og er smáríkið harðlega gagnrýnt fyrir „viljaleysi" og „mildi“ í bar- áttunni gegn þessum vanda. Laur- ent Fabius, fjármálaráðherra Frakklands, fyrirskipaði rannsókn á málinu í júní, eftir að stjórnvöld í Mónakó voru sökuð um „hræsnis- fulla“ afstöðu til peningaþvættis í skýrslu nefndar á vegum franska þingsins. Frakkar hafa staðið framarlega í alþjóðlegri baráttu gegn peningaþvætti en hafa sjálfir legið undir ámæli fyrir ástandið í Mónakó en furstadæmið tengist Frakklandi nánum böndum. Bankaleynd er í gildi í Mónakó og um 20% tekna smáríkisins eru af bankastarfsemi. Fjöldi banka- reikninga er tíu sinnum meiri en fjöldi íbúa og 60% reikninganna eru í eigu erlendra aðila. MORGUNBLAÐIÐ11. OKTÓBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.