Morgunblaðið - 11.10.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913
233. TBL. 88. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Dregið hefur úr átökunum
í Mið-Austurlöndum
Barak fram-
lengir frest Pal-
estínumanna
Jerúsalem, Washington. AFP, AP.
EHUD Barak, forsætisráðherra
ísraels, tilkynnti í gær að frestur
sem hann hafði veitt palestínsku
sjálfstjórninni til að stöðva mótmæli
Palestínumanna á Vesturbakkanum
og Gaza-svæðinu yrði framlengdur
um þrjá daga. Kofi Annan, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
fagnaði þessari ákvörðun Israels-
stjórnar þar sem hann var staddur í
Jerúsalem í gær en Yasser Arafat,
leiðtogi Palestínumanna, vísaði henni
á bug sem hverri annarri „hótun“.
Annan átti fundi með Barak og
Arafat í sitt hvoru lagi í gær. A
fréttamannafundi með Barak í Jerú-
salem sagði hann að enn væri unnt að
binda enda á átökin á sjálfstjórnar-
svæðum Palestínumanna og taka á
ný upp friðarviðræður milli Israela
og Palestínumanna. Annan sagði að
hvorug þjóðin ætti alfarið sök á átök-
unum sem staðið hafa síðan 28. sept-
ember og kostað um 90 manns lífið.
Atökin hafa farið minnkandi und-
anfarna daga en Barak sagði á frétta-
mannafundinum með Annan að of
snemmt væri að fullyrða að þau
tækju senn enda. Barak neitaði því
að tekin hefði verið ákvörðun um nýj-
an fund hans og Arafats en ísraelskir
fjölmiðlar höfðu skýrt frá því að leið-
togafundur undir stjórn Bills Clint-
ons Bandaríkjaforseta væri í undir-
búningi. <
Clinton og Madeleine Albright, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
ræddu símleiðis við bæði Barak og
Arafat í gær til að fara yfir þá mögu-
leika sem væru fyrir hendi tO að
kveða átökin niður. Talsmaður
Bandaríkjastjórnar neitaði því að
leiðtogafundur hefði verið boðaður á
næstu dögum en sagði þó ekki úti-
Reuters
Grímuklæddir félagar nýrra skæruliðasamtaka Palestínumanna sýna vopn sín við mótmæli í Nablus í gær.
lokað að það yrði gert. Jacques Chir-
ac Frakklandsforseti, ígor ívanov,
utanríkisráðherra Rússlands, og
Javier Solana, æðsti embættismaður
Evrópusambandsins í utanríkis- og
öryggismálum, ræddu einnig við
Barak og Arafat í gær. Bresk stjórn-
völd tilkynntu að utanríkisráðherr-
ann Robin Cook héldi til Mið-Austur-
landa í dag til að hvetja leiðtogana til
að leita friðar.
Skotið á 12 ára dreng
ísraelsstjórn sagði í gær að mjög
hefði dregið úr átökum á Vestur-
bakkanum í gær, í fyrsta sinn síðan
þau hófust íyrir nærri tveimur vik-
um. Ekki var minnst á ástandið á
Gaza-svæðinu en læknar þar
úrskui’ðuðu í gær 12 ára dreng heda-
dauðan eftir að skot frá ísraelskum
hermanni hafði hæft' hann í höfuðið.
Að minnsta kosti 14 aðrir Palestínu-
menn særðust í átökum á Gaza-svæð-
inu í gær og um 40 voru fluttir á
sjúkrahús eftir óeirðir í borginni
Ramallah á Vesturbakkanum.
Utanríkisráðherra Frakklands heimsækir Júgóslavíu
Stuðningsmenn Milos-
evic slíta viðræðum
Belgrad, Washington. AP.
AP
Vojislav Kostunica ræðir við verkamenn í Kolubara-kolanámunum í gær.
Bush
tekur
forystuna
Wasiiington. Reuters, AFP.
BARÁTTA bandarísku forsetafram-
bjóðendanna, repúblikanans Georges
W. Bush og demókratans Als Gores,
verður æ harðari. Nýjustu skoðana-
kannanir sýna að Bush hefur tekið
forystuna þótt mjótt sé á munum.
Fylgi við Gore hefur minnkað síðan
fyrstu sjónvarpskappræður fram-
bjóðendanna fóru fram í síðustu viku
enþeir mætast í annað sinn í kvöld.
I skoðanakönnun Reuters og
MSNBC, sem birt var í gær, mældist
fylgi við Bush 43% en 42% sögðust
ætla að kjósa Gore. Alls tóku 1.210
líklegir kjósendur þátt í könnuninni
en munurinn á fylgi frambjóðend-
anna er innan skekkjumarka. Niður-
stöðumar gefa td kynna að stuðning-
ur við Bush hafi einkum aukist í hópi
ungra kjósenda en einnig hjá fólki í
hjónabandi, íbúum úthverfa og óháð-
um kjósendum. Gore hefur hins veg-
ar meira fylgi meðal láglaunafólks,
minnihlutahópa, stórborgarbúa og
einhleypra.
Ástæða fylgistaps Gore er einkum
rakin til gagnrýni repúblikana sem
fullyrða að hann hafi ekki sagt allan
sannleikann í nokkrum málum í
kappræðunum í síðustu viku. Demó-
kratar hafa svarað með því að beina
spjótum að ríkisstjóratíð Bush í Tex-
as.
Fylgismenn Bush voru í gær
bjartsýnir á gengi hans í væntanleg-
um kappræðum. Þær verða í óform-
legra umhverfi en þær fyrstu, sem
talið er Bush til tekna. Hins vegar er
talið líklegt að umræður snúist mikið
um stórviðburði síðustu daga í heims-
málum og þar stendur Gore sterkar
að vígi.
HUBERT Vedrine, utanríkisráð-
herra Frakklands, tilkynnti í gær að
aðstoð Evrópusambandsins við upp-
byggingu í Júgóslavíu gæti hafist
innan fárra daga. Vedrine heimsótti
Belgrad, höfuðborg landsins, í gær
og átti viðræður við hinn nýskipaða
forseta, Vojislav Kostunica.
Vedrine er fyrsti háttsetti emb-
ættismaðurinn frá aðildarrikjum
Atlantshafsbandalagsins til að heim-
sækja Belgrad frá lokum átakanna í
Kosovo-héraði og hann sagði að
ESB væri reiðubúið að bæta fyrir
skemmdir sem urðu í loftárásum
NATO á Júgóslavíu í fyrra.
Kostunica sagði eftir viðræðurnar
við Vedrine að hann vonaðist til að
Júgóslavía fengi inngöngu í Evrópu-
sambandið í náinni framtíð. Hann
kvaðst ekki eiga von á að hinar „við-
kvæmu“ aðstæður í Kosovo myndu
skaða tengsl landsins við vestræn
ríki og ítrekaði að hann setti sig ekki
upp á móti veru friðargæsluliðs
Sameinuðu þjóðanna í héraðinu.
Kostunica lýsti því einnig yfir að það
væri ekki meðal forgangsverkefna
nýrrar stjórnar að taka afstöðu til
þess hvað yrði um Slobodan Milos-
evic, fyrrverandi forseta. Milosevic
dvelur enn í húsi sínu í Belgrad sem
er umkringt öryggislögreglumönn-
um.
Eftir fundinn með Vedrine hélt
Kostunica til kolanámanna í Kolub-
ara til að þakka námuverkamönnun-
um fyrir „framlag þeirra til lýðræð-
isþróunar" í Júgóslavíu. Verka-
mennirnir tóku dyggan þátt í
allsherjarverkfallinu til stuðnings
Kostunica og hafði vinnustöðvunin í
námunum töluverð áhrif í landinu.
Viðræðum um myndun nýrrar
stjórnar í Serbíu slitið
Zoran Djindjic, stuðningsmaður
Kostunica, sagði í gær að ný ríkis-
stjórn gæti tekið við völdum í Júgó-
slavíu innan viku, sem og í serb-
neska hluta júgóslavneska
ríkjasambandsins.
Nokkuð sló þó á þá bjartsýni sem
ríkt hefur um að stjórnarskiptin
gætu gengið friðsamlega og skjótt
fyrir sig í gær er stuðningsmenn
Slobodans Milosevic slitu viðræðum
um að láta af hendi þau völd sem
þeir fara enn með í Serbíu. Fulltrúar
Sósíalistaflokks Milosevic og flokks
þjóðernisöfgamannsins Vojislavs
Seseljs gengu af samningafundi um
myndun nýrrar stjórnai’ í Serbíu og
sögðust ekki vera til viðræðu fyrr en
„bundinn hefði verið endi á óeirðir,
ofbeldisverk og lögleysu sem beinst
hafa gegn serbneskum borgurum."
Vísuðu þeir til árása á nokkra gamla
samstarfsmenn Milosevic sem enn
stjórna ýmsum ríkisfyrirtækjum og
stofnunum í landinu.
Ofangreindir flokkar hafa enn
meirihluta á serbneska þinginu en
ekki fór fram kjör til þess í kosning-
unum í lok september.
Mónakó
miðstöð
peninga-
þvættis
París. AP.
FRANSKA ríkisstjórnin tilkynnti í
gær að efnahagsleg og lagaleg
tengsl Frakklands við Mónakó
yrðu endurskoðuð í kjölfar þess að
furstadæmið var harðlega gagn-
rýnt fyrir linkind gagnvart pen-
ingaþvætti í skýrslu sem unnin var
fyrir franska fjármálaráðuneytið.
I skýrslunni, sem birt var á
mánudag, segir að Mónakó sé
„berskjaldað fyrir peningaþvætti“
og er smáríkið harðlega gagnrýnt
fyrir „viljaleysi" og „mildi“ í bar-
áttunni gegn þessum vanda. Laur-
ent Fabius, fjármálaráðherra
Frakklands, fyrirskipaði rannsókn
á málinu í júní, eftir að stjórnvöld
í Mónakó voru sökuð um „hræsnis-
fulla“ afstöðu til peningaþvættis í
skýrslu nefndar á vegum franska
þingsins. Frakkar hafa staðið
framarlega í alþjóðlegri baráttu
gegn peningaþvætti en hafa sjálfir
legið undir ámæli fyrir ástandið í
Mónakó en furstadæmið tengist
Frakklandi nánum böndum.
Bankaleynd er í gildi í Mónakó
og um 20% tekna smáríkisins eru
af bankastarfsemi. Fjöldi banka-
reikninga er tíu sinnum meiri en
fjöldi íbúa og 60% reikninganna
eru í eigu erlendra aðila.
MORGUNBLAÐIÐ11. OKTÓBER 2000