Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 35 LISTIR Fjölbreytt útgáfa hjá JPV-forlaginu á þessu hausti Fjórar nýj ar skáldsögur EFTIRTALDAR bækur koma út í haust á vegum JPV-forlags, Sögu- steins og Islenskra mynda. SkáldsögTir og smásögur Sumarblús eftir Fríðu A. Sigurð- ardóttur. Sex smásögur, sjálfstæðar en þó laustengdar. 121 blaðsíða. Heimsins heimskasti pabbi eftir Mikael Torfason. 196 blaðsíður. Gaga eftir Ólaf Gunnarsson. Gaga kom fyrst út 1984 og í enskri þýð- ingu 1988. I bókinni eru myndir kanadísku myndlistarkonunnar Judy Pennanen. 64 blaðsíður. í allri sinni nekt eftir Rúnar Helga Vignisson. Þetta smásagna- safn er fimmta skáldverk Rúnars Helga Vignissonar. 145 blaðsíður. Spegiisónatan eftir Þóreyju Frið- bjömsdóttur. Þetta er fjórða skáld- saga höfundar og sú fyrsta fyrir full- orðna en Þórey hlaut Islensku barnabókaverðlaunin fyrir Epla- snepla árið 1995.162 blaðsíður. Blár þríhymingur eftir Sigurð Pálsson. Þetta er önnur skáldsaga Sigurðar Pálsson en áður hefur hann sent frá sér Parísarhjólið. Sigurður hefur jöfnum höndum samið ljóð, leikrit og skáldsögur. 179 blaðsíður. íslenskar barna- og unglingabækur Hundaeyjan Lítið ævintýri um undrun, frelsi og fyrirgefningu eftir Sindra Freysson og Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Hundaeyjan er fyrsta bamabók Sindra og er ríku- lega myndskreytt af Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. 31 blaðsíða. Allir með strætó eftir Guðberg Bergsson og Halldór Baldursson Þetta er önnur bamabók Guðbergs í búningi Halldórs Baldurssonar teiknara. 31 blaðsíða. Guöbergur Mikael Bergsson Torfason Halla eftir Stein Steinarr og Lou- isu Matthíasdóttur. Ljóðabálkur Steins Steinars um hana Höllu, með myndum Louisu Matthíasdóttur, hafði næstum lent í glatkistunni. Myndir Louisu auðga ljóðið og gleðja augað. Þýddar barna- og unglingabækur Stelpur í strákaleit eftir Jacquel- ine Wilson í þýðingu Þóreyjar Frið- bjömsdóttur. Unglingabók eftir margverðlauaðan metsöluhöfund. Kafteinn Ofurbrók og ævintýri hans eftir Dav Pilkey í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. 120 blað- síður. Islensk skáldverk Vorhænan og aðrar sögur eftir Guðberg Bergsson.125 blaðsíður. AM 00 Söguleg skáldsaga eftir Hjört Marteinsson. Sagan hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar árið 2000. 410 blaðsíð- ur. Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sig- urjónsson. Ný útgáfa þessa fræga leikrits í nýrri íslenskri gerð sem hefur verið endurskoðuð með hlið- sjón af endanlegum texta skáldsins á Rúnar Helgi Sigurður Vignisson Pálsson dönsku. Jón Viðar Jónsson annaðist útgáfuna og ritar inngang. 218 bls. Þýdd skáldverk Orðabók Andskotans eftir Amb- rose Bierce í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar. 114 blaðsíður. Platero og ég eftir Juan Ramón Jiménez í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar. Juan Ramón Jiménez (1881- 1958) var eitt af höfuðskáldum 20. aldar og hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1956.159 blaðsíður. Þrjár sögur eftir Saki/H.H. Munro í þýðingu Vilborgar Dag- bjartsdóttur. Þrjár sögur eftir Saki em gefnar út í tilefni af sjö- tugsafmæli Vilborgar 18. júlí. 54 bls. Ljóðabækur Biómið sem þú gafst mér Úrval ljóða Nínu Bjarkar Árnadóttur rit- stýrt af Jóni Proppé. Þetta Ijóðaúr- val hefur að geyma meira en helm- ing Ijóðanna sem Nína birti á ferli sínum sem og ljóð og nokkrar kven- lýsingar úr handriti sem var ólokið þegar hún lést. 200 blaðsíður. Sögur af aldri og efa eftir Sig- mund Erni Rúnarsson. Þetta er fimmta ljóðabók Sigmundar Ernis. 63 blaðsíður. Hnattflug eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Hnattflug hlaut við- urkenningu dómnefndar í sam- keppni um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2000. 120 blaðsíður. Fræði og bækur almenns efnis Betri heimur. Hvernig öðlast má hamingju og þroska hæfileika sína. Dalai Lama. Þýðing Súsanna Svav- arsdóttir. 182 blaðsíður. Sinfóníuhljómsveit íslands Saga og stéttartal eftir Bjarka Bjarna- son. Sinfóníuhljómsveit íslands fagnar 50 ára afmæli í ár. Bókin er í senn afmælisrit og 1. bindið í ritröð um tónlist og tónlistarmenn á ís- landi og er saga hljómsveitarstarfs á íslandi rakin allt frá árinu 1921. 400 blaðsíður. Sögusteinn. Saga Kaup- mannasamtaka Islands eftir Lýð Björnsson. Rakin er saga Kaup- mannasamtakanna, fyrirrennara þeirra og aðildarfélaga um land allt. 280 blaðsíður. Sögusteinn. Rangæingaættir, Lækjarbotna- ætt. Hér er rakin ætt hjónanna Guð- brands Sæmundssonar og Elínar Sigurðardóttur á Lækjarbotnum í Landsveit í upphafi 19. aldar. Sögu- steinn. Snæfellingar og Hnappdælir. Kolbeinsstaðahreppur. Ábúendur og saga Kolbeinsstaðahrepps frá 1900. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn. Arnesingar, Grúnsneshreppur. Ábúendur og saga Grímsneshrepps frá 1890. Ritstjórar Ingibjörg Helgadóttir og Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn. Snæfellingar og Hnappdælir. Eyja- og Miklaholtshreppur. Ábúendur og saga Eyja- og Miklaholtshrepps frá 1900. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn. Undir bárujárnsboga. Braggalíf í Reykjavík 1940-1970 eftir Eggert Þór Bemharðsson. 350 blaðsíður. Ljósmyndarar á íslandi 1845-1945 eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur. Birtar myndir eftir alla sjálfstætt starfandi ljósmyndara á tímabilinu. Bókin er gefin út í samvinnu við Þjóðminjasafn íslands. 250 blaðsíð- ur. Saga stjörnumerkjanna eftir 111- uga Jökulsson. 113 blaðsíður. Listin að lifa, listin að deyja Hug- leiðingar læknis um líf og dauða eftir Óttar Guðmundsson. 277 blaðsíður. Island í sjónmáli eftir Æsu Sigur- jónsdóttur. í þessari bók eru birtar fyrstu ljósmyndir teknar á íslandi sem sýna horfinn heim fortíðar, fólk við störf sín, híbýli þess og þjóð- þekkta menn samtíðar. 136 blaðsíð- ur._ Island í aldanna rás 20. öldin 1900-1950 eftir Illuga Jökulsson o.fl. Bókin er í stóru broti, prýdd á annað þúsund mynda sem mai’gar koma hér í fyrsta sinn fyrir augu almenn- ings. 400 blaðsíður. Island í eina öld Þrjár mynda- öskjur, um Akureyri, Isafjörð og Vestmannaeyjar, sem hver um sig innihalda tuttugu sérvaldar og sér- prentaðar Ijósmyndir. 20 myndir og 24 bls. hefti í hverri öskju. Islenska myndasafnið. Ævisögur og endurminningar Leit að ævi skálds eftir Gylfa Gröndal. Ævi skáldsins Steins Stein- ars. 380 blaðsíður. Svínahirðirinn Islenskur ævin- týramaður í vist hjá drottningu ást- arsögunnar - Danielle Steel. Jeffrey Kottler og Þórhallur Vilhjálmsson Þýðing Sverrir Hólmarsson. 224 blaðsíður. Dagur við ský. Viðtöl við fólk í ís- lenskri flugsögu eftirJónínu Micha- elsdóttur. 300 blaðsíður. Engin venjuleg kóna. Litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulista- konu eftir Þórunni Valdimarsdóttur. 300 blaðsíður. Eintöl á skjánum Sértilboð til Morgunblaðið/Arnaldur Viðar Eggertsson leikstjóri og Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona. SJONVARP L e i k r i t ÍSLENSK ÞRÁ Tvö eintöl eftir Guðberg Bergsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Leikmynd og búningar: Ása Björk Rikharðsdóttir. Leikarar. Unnur Osp Stefánsdóttir, Þóra Friðriksdóttir. Sunnudagur 8. október 2000. EKKI verður sagt að hátt sé risið á leiklistarframleiðslu íslenska sjón- varpsins á þessu hausti þegar loks er boðað að nýtt leikið efni verði á boðstólum. Tvö eintöl fyrir leikkon- ur, aðra ekki útskrifaða úr Leiklist- arskólanum og hin alls ekki eins fjörgömul og persónan átti að vera og lék Þóra Friðriksdóttir hér hressilega uppfyrir sig, gott ef hún oflék ekki svipbrigði, mæðu og þreytu hins alíslenska gamalmennis Guðbergs Bergssonar. Hvort það hefur verið af sparnað- arástæðum sem Guðbergi var falið að rita eintöl er ekki gott að segja en hitt er jafnljóst að eintöl í sjón- varpi eru fráleitur kostur; listrænar forsendur sem hugsanlega hafa ver- ið lagðar til eiga einfaldlega ekki heima gagnvart svona efni í sjón- varpi. Þetta gerði sig ekki og tæp- lega við leikkonumar að sakast sem reyndu eins og þær gátu að gera þetta steindauða efni lifandi á ein- hvern hátt. Leikstjóri og mynd- stjóri gerðu líka sitt besta, með mjúkum klippingum og mynd í mynd; leikmyndin og búningar voru útí blátt og svart og svo grænt, fal- legar litasamsetningar sem ýttu undir draumkenndan blæ textans. Ekki hjálpaði það leikkonunum að megnið af textanum var lesið yfir mynd sem hugsanir persónanna svo þeirra hlutskipti var fólgið í því að túlka með svipbrigðum þann innri talanda sem bærðist með þeim. Unnur Ösp Stefánsdóttir er enn leiklistarnemi og tekur nokkra áhættu með því að birtast í sjón- varpi á þessu stigi. Hún ætti þó ekki skaðast á þessu, hefur vakið nokkra athygli en ekki verður af þessu framlagi metið hvað bærist með henni af hæfileikum. Þóra Friðriksdóttir lék fallegt gamal- menni, afskaplega hlýlega konu, dreymna og smáskrýtna sem sner- ist í kringum sjálfa sig meðan hún hugsaði heil ósköp. Eintalið sem leikform er þá best heppnað þegar leikarinn eða per- sónan nær sambandi við áhorfand- ann, talar við hann og gerir hann að mótleikara sínum á einhvern hátt eða a.m.k. finnur sér mótleikara í umhverfi sínu svo textinn sé ekki talaður eða hugsaður útí bláinn. Að sjá persónu í sjónvarpinu hugsa upphátt og tala við sjálfa sig er ekki bara ofurleiðinlegt heldur einfald- lega út í hött; sjónvarpið er raun- sær miðill og býður ekki upp á list- ræna spretti af þessu tagi nema í framhjáhlaupi þegar best lætur. Manni verður líka fyrir að hugsa að byrjað sé á öfugum enda þegar loks er tekinn upp þráður að nýju í leiknu sjónvarpsefni og borið fram slíkt tormeti að betur ætti heima sem hliðarréttur við aðalrétt. Hvað var svo höfundurinn að fara með þessu? Ung kona og gömul kona að búa um rúmið sitt. Velta fyrir sér lífi sínu. Stappa í gólfið, skipta um föt og hökta um með staf. Hugsa um líf sitt í þátíð og framtíð. Dreyma um átthagana. Hin íslenska þrá. Líkingamál með rúm, sæng og svæfil. Eitthvað í þá áttina. Senni- lega mun skemmtilegri texti að lesa en horfa á með þessum hætti. Leik- ararnir, leikstjórinn og myndavél- arnar voru nánast til trafala eða m.ö.o.þetta efni hentaði hreinlega ekki til flutnings í sjónvarpi. Hávar Sigurjónsson Prag 23. október frá kr. 16.900 með Heimsferðum Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki- færi til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi til Prag þann 23. október. Þú bókar á mánudag eða þriðjudag og tryggir þér sæti út á órúlegu verði. í boði eru góð 3 og 4 stjömu hótel og spennandi kynnisferðir um borgina og gamla bæinn með íslenskum fararstjórum Heimsferða, þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar heil- landi borgar sem á engan sinn líka í Evrópu. Verð kr. 16.900 Flugsæti fyrir fuilorðinn, m.v. flug út 23.október, heimflug 26.október. Skattar kr. 2.780.- Hótel ffá kr. 2.600 kr. á nótt. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.