Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN it Sá sem upplifir þróunina sem mótvind gengur í öfuga átt HRATT vaxandi tölvunotkun og upp- byggingar Netsins og þær breytingar sem eiga sér nú stað á ís- lenskum vinnumarkaði munu valda því að upp- bygging og skipulag náms muni gjörbreyt- ¦*st á næstu árum og það muni gerast mun hraðar en margir gera sér grein fyrir. Talið er að störf í tæknigrein- um muni renna saman og starfsmenntakerfið þróist þannig að mót- Guðmundur aðar námsbrautir, sem Gunnarsson ljúki með prófi og veiti löghelgan aðgang að einhverju starfi, verði á undanhaldi og jafnvel hverfa. Frekar komi grunnnám á breiðu sviði, t.d. sambærilegt tækni- stúdent. Að því loknu fari einstakl- ingurinn út á vinnumarkaðinn og sinni tiltölulega einföldum tækni- störfum. Hann muni samfara starfs- .-jþjálfun velja sér námskeið og námsáfanga, m.ö.o. byggja sjálfur upp og móta sína menntabraut, „pick and mix education" eins og það er kallað á ensku. Sífellt er kallað á aukið framboð á sérhæfðum fagnámskeiðum í þeim menntastofnunum sem rafiðnaðarmenn eru aðilar að, þ.e. Rafiðn- aðarskólanum, Marg- miðlunarskólanum, Kvikmyndaskólanum og Viðskipta- og tölvu- skólanum. Það sýnir okkur að þessi þróun er þegar hafin hér á landi. Þróun tækninnar veldur því að stórfelld- ari byltingar skella á okkur með sífellt skemmra millibili. Ekki er úr vegi að rifja upp ummæli um framþróun- ina eins og þekktir menn sáu hana fyrir nokkrum árum: „Það verður markaður fyrir um það bil 5 tölvur í heimunum", Thom- as Watson IBM 1943. „I framtíðinni munu tölvur ein- ungis vega 1,5 tonn", Popular Mechanics 1949. „Það er engin ástæða til þess að ætla að nokkur þurfi að hafa tölvu Nám Stórfelldari byltingar, segir Guðmundur Gunnarsson, skella á okkur með sífellt skemmra millibili. heima hjá sér", Ken Olsen Digital Equipment 1977. „640 K minni er fyllilega nægi- lega stórt fyrir alla", Bill Gates 1981. Flestir sem velta fyrir sér fram- tíðarbreytingum á formi kennslunn- ar, spá því að þróun tölvunnar og Netsins muni að öllum líkindum leggja bekkjarkennslukerfið eins og við þekkjum það í dag að velli á næsta áratug. Áætlað er að velta „online" fjarkennslu í Bandaríkjun- um muni sjöfaldast á næstu þremur árum og árið 2003 fari veltan yfir 12 milljarða dollara. I náinni framtíð verður líklega boðið upp á „online" kennslu á Netinu í flestum áföngum framhalds- og háskólanna. Umfang Netsins muni þrefaldast á hverju ári næstu árin og hraðinn aukast. Það er talið að það sé ekki langt í að tungumálaerfiðleikar hverfi og tölv- ur þýði jafnharðan á og af því tungumáli, sem þú notar. Þróun þýðingarforrrita er mjög hröð og sama má segja um „heyrn tölvunn- ar" og þróun raddtækni hennar. I dag er talið raunhæft að hægt verði að útbúa venjuleg heyrnartæki með þýðara sem snari jafnharðan öllum algengustu tungumál heimsins. Takmarkanir tungumála hverfl, þú talir eða skrifar þitt eigið tungumál og sá sem les eða hlustar fær jafn- harðan þýðingu yfir á sitt tungumál. „Online" fjarkennsla verður bæði með skriflegum og munnlegum hætti og þér verður kleift að stunda nám í nær hvaða skóla sem þú vilt. Nemandi og kennari munu skiptast á skoðunum og samskiptaleysið sem hingað til hefur verið helsti agnúi fjarkennslunnar- hverfur. Aukin geta tölvunnar og hraði Netsins er undirstaða þessarar þróunar. I dag er áætlað að tölvan muni skáka mannsheilanum í greind á árunum 2004 til 2005. Þessi þróun mun kalla á uppskurð námsins og kennsla mun breytast mikið. Bekkjarkennslan í því formi sem við þekkjum hana í dag mun hverfa að mestu. Námið mun fara fram einstaklingsbundið og í hóp- vinnu. Kannanir sýna að við lærum 10% af því sem við lesum, 15% af sem við heyrum og 80% af því sem við reynum og upplifum. Barna- árgangar fara minnkandi og sú þró- un mun halda áfram og mun ásamt því að „gráhærðu" árgangarnir eru að stækka, valda því að starfs- og sí- menntun er ekki „the next big thing, but is the now big thing" eins og sagt er í enskum skýrslum. Þró- un skólakerfisins er hæg. Það tekur langan tíma að breyta námskrám og að því loknu tekur langan tíma að breyta kennslu. I dag eru taldar lík- ur á því að framhaldsskólinn muni einangrast. Hann muni einfaldlega ekki hafa tíma til þess að fylgjast með þróuninni. Bekkir muni tæmast og námið flytjast úr skólunum, mun hraðar en forráðamenn þeirra geri ráð fyrir. Þeirri hættu sem við mun- um upplifa í skólakerfinu má vænt- anlega lýsa með orðum Marins Held, „Sá sem upplifir framtíðina sem mótvind, gengur í öfuga átt." En við skulum hafa það hugfast að framtíðin kemur af sjálfu sér, en þróunin ekki og við erum tilneydd að hefja nú þegar undirbúning vegna fyrirsjáanlegra breytinga á skólakerfinu. Höfundur er formaður Rafiðnaðar- sambandsins. Um eldi nprskra laxa við Island ÞAÐ er athyglisvert hvað áhugamenn um um sjókvíaeldi á norsk- um laxi við ísland eru viðkvæmir fyrir um- ræðu um hin neikvæðu áhrif þeirrar starfsemi á villta laxastofna. Einn slíkur, Jónatan Þórðarson, kveður sér hljóðs í Morgunblaðinu 4. október sl. um viðtal við mig í Morgunblað- inu nokkru áður sem m.a. fjallaði um stjórn- sýslukæru Landsam- toands veiðifélaga vegna mats á umhverf- isáhrifum sjókvíaeldis í Mjóafirði. Jónatan virðist telja það málstað sínum til framdráttar að veitast að veiðiréttareigendum og svo mér persónulega í skrifum sín- um. Helst hefði ég því kosið að leiða skrif hans hjá mér en tel þó skylt að fjalla um nokkur atriði í máli hans. I grein sinni víkur Jónatan hvergi að kjarna þessa deilumáls sem er hvort eígi að leyfa eldi norskra laxa í sjó við Island og taka þar með þá áhættu að blanda fjarskyldum stofni við íslenska villta laxastofna. Um þetta hefur verið ályktað ítrekað á aðalfundum LV og varað við þeirri hættu sem slík efðablöndun hefur í för með sér. Norski laxastofninn er kynbættur til eldis og mun valda miklu tjóni í íslenskum laxveiðiám verði leyft að dreifa honum í eldi í sjó. Jónatan vísar í skýrslur og telur upp nokkur atriði önnur en laxeldi í sjó sem hann segir orsakavalda hnignunar laxagengd- ar í Noregi. í þessu sambandi má benda á að hrun hefur orðið í laxastofnum við N- Atlantshaf í þeim lönd- um sem laxeldi í sjó hefur vaxið sem mest. Má þar nefna Noreg, Skotland og Kanada. A hinn bóginn hafa laxa- stofnarnir haldið velh' í Rússlandi og hér á fs- landi. Við höfum tekið eftir því undanfarið að sjó- Óðinn kvíaeldisiðnaðurinn Sigþórsson hefur verið að reyna að bæta ímynd sína varð- andi umhverfismál. Strok eldislaxa úr kvíum og áhrif þeirra á umhverfið er deilumál hagsmunaaðila í þeim Laxeldi Varað hefur verið við þeirri hættu sem slík erfðablöndun hefur í för með sér, segir Oðinn Sigþdrsson í svarí til >v^. [L Karatedeild Fylkis Byijendanámskeiðin eru hafin Stundaskra: Börn byrjendun Mán. og Föstud. kl. 18:15 Fullorðnfr byrjendun Mán., mið. og Föstud. kl. 19:15 Upplýsingar í síma: 896 3010 eða 567 6467 Jónatans Þórðarsonar. löndum þar sem eldið er í stórum stíl en hefur jafnframt verið framleið- endum nokkurt feimnismál. Fram- leiðsluleyfið í Noregi gengur nú kaupum og sölum fyrir hundruð milljóna. Það hvarfiar óneitanlega að mér að skoða þær tölur sem Jón- atan nefnir um strokufiska árin 1998 og 1999 í þessu samhengi. Nú t.d. er talið að um 30% af hrygningarfiski í norskum ám sé af eldisuppruna, skv. upplýsingum WWF í Noregi frá 31 ágúst sl. Sam- bærileg þróun hérlendis myndi leiða af sér hrun í laxastofnunum, þar sem afkomendur eldislaxa skila sáralitl- um sem engum endurheimtum úr sjó en eru jafnframt fyrirferðarmikl- ir í samkeppni um fæðu við villtu seiðin í ánum. Jónatan víkur í grein sinni að ástandi villtra stofna í Noregi og tel- ur ástandið þar betra en hér á landi. Villtir stofnar í Noregi eru nú um 3.000 tonn en náðu áður 12 þúsund tonnum. Þótt laxveiðin hérlendis sl. sumar hafi verið léleg, sem á skýr- ingu m.a. í að stórlaxinn vantaði að mestu í veiðina, nær hún þó tæpum 70% af meðalveiði sl. 15 ára. Er þetta svipuð veiði og var laxleysisár- in 1982 og 1984. Því er langur vegur frá að íslenskir veiðiréttareigendur þurfi að öfunda kollega sína í Noregi af hlutskipti sínu að þessu leyti. í Noregi er nú alið 1 tonn af laxi fyrir hvern einn lax veiddan. Fyrir- ætlanir eldismanna hér á landi eru ekki minni að umfangi, m.v. stærð íslenska laxastofnsins. Áhrifin verða væntanlega þau sömu ef af verður. Það er áhyggjuefni ef sjókvíaeldi verður leyft til frambúðar í Faxa- flóa. Staðsetning við Reykjanes er á gönguleið laxa í ár á Suðvestur- og Vesturlandi. Sjókvíaeldi á þessu svæði er því sérstaklega andstætt hagsmunum veiðiréttareigenda þar. I grein sinni blandar Jónatan persónu minni í deilurnar um hvort leyfa eigi að ala norskan lax í kvíum við ísland. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja en bendi honum á að í þessu máli hefi ég komið fram sem formaður Landsambands veiðifé- laga og mun sem slíkur gæta hags- muna félagsmanna LV. Vegna um- mæla hans um seiðastöð mína að Laxeyri skal upplýst að hún var byggð fyrir forgöngu veiðifélaga á Vesturlandi og öll starfsleyfi voru fyrirliggjandi þegar stöðin komst í mína eigu röskum áratug síðar. Seiðastöðin er staðsett við Hvítá of- anverða og þjónustar laxveiðiár á Vesturlandi og hinir „ýmsustu" laxa- stofnar stöðvarinnar eru þaðan. Hönnun, umgengni og heilbrigðis- eftirlit tekur mið af staðsetningu stöðvarinnar og er Jónatan frjálst að leita sér upplýsinga hjá yfirvöldum fiskisjúkdóma hvernig er að málum staðið á Laxeyri í þeim efnum. Ég hef hér að framan leitast við að svara þeim atriðum sem fram komu í grein Jónatans og varða hagsmuni LV . Umræðu við hann á þessum vettvangi er lokið af minni hálfu. Höfundur er formaður Land- sambands veiðifélaga. Ónýt skýrsla um ónýtt kerfi SKYRSLA Auð- lindanefndar ber ís- lenskri þjóðmálaum- ræðu dapurlegt vitni. Hér komast menn upp með rókleysu, m.a. vegna þess að flestir þingmenn, blaðamenn og aðrir sem ættu að vera á viðhorfsvaktinni eru óvirkir í umræð- unni vegna kjarkleysis. Nefndin ber fyrir sig rangar, villandi for- sendur. Hún leggur til breytingar á fiskveiði- stjórnuninni sem myndi festa ranglæti kvótakerfisins í sessi. Nefndin segir ekki einfaldan sann- leikann. Að kvótakerfið er ranglátt og einnig handónýtt. Löngu væri búið að láta það fyrir róða nema fyrir ofurvald sægreifaveldisins yfir ís- lensku stjórnmálalífi. Sægreifar, innan þings og utan, eru ekki að hugsa um almannahag. Þeir eru að verja 400 milljarða króna kvótaeign sína sem þeir fengu með rangindum úr almannaeign. Réttlátt fólk getur tekið undir sjálfsögð atriði í skýrslunni. Þau eiga að draga athyglina frá aðalatriðum málsins og rugla almenning svo í ríminu að hann samþykki ofbeldið gegn sér. Viðbrögð vinnumanna kvótagreifanna við skýrslunni eru af sama toga, svo sem fullyrðingar for- sætisráðherra um að niðurstaða nefndarinnar sé stóratburður í ís- lenskri samtímasögu. Þvílík firra! Mætir menn hafa þegar gefið skýrslunni falleinkun. Það er vel. Ljóst er af vinnubrögðum Auðlinda- nefndar og viðbrögðum við henni að ekki er ætlunin að fara svokallaða fyrningarleið sem væri hugsanleg ef menn héldu að kvótakerfið væri not- hæft til frambúðar. Fyrningarleið væri aðeins viðunandi ef aflahlut- deildir yrðu fyrndar hratt, 20-30% árlega. Þegar enginn „ætti" kvótann lengur hefðu allir hag af því að leggja kvótakerfið af, enda reynst af- ar illa. Lágt fyrningarhlufall festir rang- lætið í sessi eins og veiðigjaldsleið. Tortryggilegt er að nefndin birtir út- reikninga á áhrifum mismunandi fyrningarhlutfalls frá 20% niður í 0,1%. Ef fyrningin næmi 0,1% árlega tæki það þjóðina 1000 ár að fá eignina sína til baka! Þúsund ár! Miðja töflunnar er við 4-5% fyrningarhlut- fall, sem myndi festa ránsfenginn í sessi. Fórnarlömb kvóta- kerfisins eiga kröfu til tafarlausrar leiðrétt- ingar. Sjávarbyggðirn- ar mega engan tíma missa ella blæðir þeim Valdimar út. Fullyrðingar þjóna Jóhannesson LÍÚ um að kvótakerfið valdi ekki fólksflótta frá landsbyggðinni eru rangar. Auð- vitað myndu ýmsir flytja frá sjávar- þorpunum við eðlilegar aðstæður Kvótinn Kaflinn um brottkastið, segir Valdimar Jdhann- esson, er grátbrosleg- asti hluti skýrslunnar. Þvílík furðusmíð. vegna einhæfs atvinnulífs en þangað myndu aðrir flytja til að nýta þar tækifærin. Allir landsmenn nema þeir, sem fengu kvótann gefins, hafa hag af því að stöðva fólksflóttann með réttlátu fiskveiðikerfi. Trú herrum sínum kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að byggja eigi stjórn fiskveiða áfram á kvótakerf- inu og styðst þar við þá furðulegu staðhæfingu að „reynslan af sóknar- dagakerfi þessi síðustu 25 ár hefur ekki verið góð". Hvaða þvæla er þetta eiginlega? Hér hefur aldrei verið gerð heiðarleg tilraun með sóknarkerfi þó að margir óháðir aðil- ar aðhyllist þá aðferð við fiskiveiði- stjórn. Nefndinni er greinilega um- hugað um að hafna öllum breyt- ingum á fiskveiðistjórn því að ella hryndi lénsveldi kvótagreifanna til grunna. Nefndin heldur fram ósönnum fullyrðingum um hagræðingu vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.