Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
_____________________________MIÐVIKUDAGUR11. OKTÓBER 2000 4\,
UMRÆÐAN
Geitlandsdómur
Hæstaréttar
HINN 3. nóv. 1994
féll í Hæstarétti dóm-
ur nr. 247/1994, oft
kallaður Geitlands-
dómur. Um hann hafa
ýmsir skrifað, m.a.
lögfræðingarnir Karl
Axelsson í Tímariti
lögfræðinga 1995 og
Páll Skúlason í grein í
bók sinni Jarðalög
1996. Athygli mína á
þessum dómi vakti
grein eftir séra Geir
Waage í Reykholti í
Morgunblaðinu 9.
febrúar 1997, þar sem
málskilningur Hæsta-
réttar sýndist ekki í
samræmi við almennan og eðlileg-
an skilning. Enginn sagnfræðin'gur
eða málfræðingur hefur, svo mér
sé kunnugt, fjallað um málskilning
Hæstaréttar.
Heimildarýni
Hæstaréttar
Fyrst er að skoða heimildarýni í
dómnum, en þar segir: „Pess er
getið í Landnámu, að Geitland hafi
verið numið milli Hvítár og Suður-
jökla.“ Skömmu síðar segir: „Ekki
er ljóst af máldaganum, hvenær
Geitland komst í eigu kirkjunnar,
en í honum er sagt, að kirkjan eigi
„geitland meþ scoge“.“ Síðar
stendur í dómnum: „í kjölfar
landnáms virðist Geitland hafa ver-
ið fullkomið eignarland. Þegar litið
er til hinna elstu heimilda um rétt
Reykholtskirkju að Geitlandi virð-
ist það hins vegar vafa undirorpið,
hvort landið sé eignarland, þar sem
tekið er fram í þeim heimildum, að
skógur fylgi landi. Heimildir rík-
isins til að afsala Hálsahreppi Geit-
landi eru leiddar af rétti
Reykholtskirkju til landsins, og
leikur þannig vafi á því, hvort það
er eign, sem háð er beinum eignar-
rétti.“ Það hlýtur fyrst og fremst
að vekja athygli í dómsorði Hæsta-
réttar að vafinn er ekki skilgreind-
ur, því að aðeins er sagt „virðist
það“ að vafi sé á eignarrétti, af því
að sagt er að skógur fylgi landi.
Hér er enginn rökstuðningur. Á
vafanum byggjast síðan dómsnið-
urstöður Hæstaréttar, en hér verð-
ur ekki talað um lagalega hlið
málsins.
Af þessu er ljóst, að Hæstiréttur
hefur talið Landnámu traustari
heimild en Reykjaholtsmáldaga um
hvernig eignarland Geitland var.
Reykjaholtsmáldagi er frá síðari
hluta 12. aldar og er
elsta íslenska skjal,
sem varðveitt er í
frumriti. Máldaginn er
skrá um eignir Reyk-
holtskirkju og er á því
enginn vafi. Landn-
áma var upphaflega
talin samin snemma á
12. öld, en var umsam-
in, m.a. af Sturlu
Þórðarsyni (d. 1284).
Vitað er að Sturla jók
texta sinn eftir mörg-
um heimildum og
hann umsamdi ekki
frumgerð Landnámu.
Gerð Sturlu er elsti
þekkti texti Landn-
ámu og er allt að því heilli öld yngri
en Reykjaholtsmáldagi. Margar til-
gátur eru um upphaflegan tilgang
Heimildir
Af þessu er ljóst, segir
Einar G. Pétursson,
að Hæstiréttur hefur
talið Landnámu
traustari heimild en
Reykj aholtsmáldaga.
Landnámu, en engin ein nýtur ein-
róma viðurkenningar. Uppruni og
varðveisla Landnámu er þess eðlis
að heimildagildi hennar verður að
taka með varúð, og í þessu tilviki
nær engri átt að meta Landnámu
traustari heimild um eignarhald en
Reykjaholtsmáldaga.
Texti Reykjaholtsmáldaga
Rétt er að víkja að samhengi
textans í Reykjaholtsmáldaga og
sjá hvað stendur á undan og eftir
því, sem sagt er um Geitland. Þar
stendur í útgáfu Jóns Sigurðssonar
forseta í íslenzku fornbréfasafni I,
s. 475-6, en hér er stafsetning að
nútíðarhætti: „Þar hverfur og til
selför í Kjörr . . . og afréttur á
Hrútafjarðarheiði, og ítök þau er
hann á í Saxadal, og Geitland með
skógi, skógur í Sanddali niður frá
Sklakkagil um Skálatóft. . . . Þar
fylgir og skógur í Þverárhlíð að
viða til sels.“ Við tilvitnunina er að
athuga, að „hann“ er talið misritun
fyrir „hún“, þ.e. kirkjan. Athyglis-
vert er að talað er um að kirkjan
eigi Geitland með skógi og eigi
Einar G.
Pétursson
Reykingar
Með þessu móti
vonumst við, segja
Hrannar Björn
Arnarson og
Þorsteinn Njálsson,
til að vekja söluaðila
og almenning til
vitundar um þá miklu
ábyrgð sem felst í
sölu tóbaks til barna
og unglinga.
undirrita yfirlýsingu þar um ásamt
borgarstjóranum í Reykjavík auk
þess sem kynningarefni í formi
plakats, barmmerkis og dreifirits
mun afhent sölustöðunum til notk-
unar. Með þessu móti vonumst við
til að vekja söluaðila og almenning
til vitundar um þá miklu ábyrgð
sem felst í sölu tóbaks til barna og
unglinga og þær reglur sem um
slíkt gilda.
Aukið aðhald
Auk þess verða á komandi vetri
allir útsölustaðir tóbaks í Reykja-
vík heimsóttir í þrígang til að
kanna hvernig reglunum er fylgt.
Komi í ljós að útsölustaðir fylgi
ekki reglunum verður Heilbrigðis-
eftirliti Reykjavíkur falið að fylgja
málinu eftir með formlegum hætti.
Þannig gæti ólögleg sala tóbaks til
barna eða unglinga leitt til áminn-
ingar og síðan banns við sölu tób-
aks ef um ítrekuð brot væri að
ræða.
Niðurstöður eftirlitsferðanna
verða birtar opinberlega eins og
um kannanir væri að ræða og því
verður auðvelt að fylgjast með
árangri.
Ástand þessara mála hefur verið
í miklum ólestri en með þessu
samstillta átaki getum við - og
ætlum við - með skjótum hætti að
snúa blaðinu við. Að miklu er að
vinna því mannslíf eru í húfi.
Hrmumr er formaður umhverfis-
og heilbrigðisnefndar ReyUjavíkur.
Þorsteinn er formaður
tóbaksvarnanefndar.
skóg í Sanddali, en að auki er sagt
að skógur fylgi „í Þverárhlíð að
viða til sels“. Hér sýnist mér og öll-
um, sem ég hef sýnt þennan texta,
augljóst, að sá skilningur á Reykja-
holtsmáldaga sé eð.lilegastur, að
Reykholtskirkja eigi Geitland og
skóginn einnig, en enginn annar
eigi skóginn. A sama máta er sagt í
auglýsingum um fasteignir í Morg-
unblaðinu, að til sölu sé hæð með
bílskúr og aldrei talinn vafi um
merkingu. Aftur á móti á Reyk-
holtskirkja aðeins skóg en ekki
land í Sanddali og aðeins skóg til
tiltekinna nota í Þverárhlíð.
Ekki er kunn sú merking for-
setningarinnar með að hún tak-
marki e-ð, heldur eykur hún við.
Því til stuðnings er dæmi úr ís-
lenzku fornbréfasafni, III. bindi (=
íf. III.), sem sýnir hvað átt er við
„með skógi“. I bréfi frá 31. jan.
1362 stendur (íf. III. s. 65): „Hér í
móti gaf nefndur síra Böðvar þessi
lönd Lambanes og Hvanneyri með
rekum og skógum og öllum þeim
hlunnendum og endimörkum sem
hann varð eigandi að með fyrr-
greindum jörðum." Til útskýringar
á þessu orðalagi má benda á að í
Jónsbók heitir 21. kafli Lands-
brigðabálks „Um skóg á annars
jörðu“ og næsti „Um engi á annars
jörðu“. Jónsbók. Kbh. 1904. (s.
147-150). Þar er talað um að hægt
sé að eiga skóg og fleira á annars
manns jörðu.
Af framansögðu er augljóst, að
Hæstiréttur hefur lagt þveröfuga
merkingu í orð Reykjaholtsmál-
daga „með skógi". Verður öfugur
skilningur á íslensku máli, eins og
Hæstiréttur hefur viðhaft í þessu
tilviki, notaður sem dómafordæmi
framvegis?
Skrif Halldórs
Halldórssonar
Árið 1986 gaf Halldór Halldórs-
son út bókina: Ævisögur orða, al-
þýðlegur fróðleikur um íslenzk orð
og orðtök. Halldór var prófessor í
íslenskri málfræði og sinnti mjög
merkingarfræði. í bókinni er
greinin: „Þat eru almenningar, er
fjórðungsmenn eigu saman“ og
seinasti hluti greinarinnar, c-liður
(s. 180-187), um merkingu sagnar-
innar eiga. Þar er rætt um mis-
munandi merkingu hennar í Grá-
gás, og er víst að sama merking er
í Reykjaholtsmáldaga.
Hér verður ekki rakinn
rökstuðningur Halldórs, en
„Helztu niðurstöður“ eru svohljóð-
andi (s. 186-187): „1. Sögnin eiga
hefir ýmsar merkingar í Grágás og
raunar einnig í Jónsbók. Hún getur
táknað eignarrétt og afnotarétt.
Við nána athugun á samhengi text-
ans má yfirleitt sjá, hvort við er
átt.
2. í sambandinu eiga land (jörð)
undir (skógi, engi, beititeig) getur
sögnin ekki táknað annað en eign-
arrétt þess aðila, sem hefir afsalað
sér afnotarétti að nokkru eða öllu
til annars aðila.“ Samkvæmt öllu
sem að framan var rakið er aug-
ljóst, að eftir því sem segir í
Reykjaholtsmáldaga á kirkjan í
Reykholti bæði eignarrétt að Geit-
landi og afnotarétt af skóginum
þar; enginn annar aðili á afnotarétt
eða ítak í skóginum í Geitlandi. Það
er meginatriði málsins.
Niðurstaða
1) Mat Hæstaréttar á heimilda-
gildi Reykjaholtsmáldaga og
Landnámu er öfugt.
2) Sama er að segja um skilning
hans á forsetningunni „með“.
3) Algengt er að einn aðili eigi
t.d. skóg og annar aðili land und-
ir skóginum.
Höfundurinn erdoktorí íslenskum
fræðum og vísindamaður við
Stofnun Áma Magnússonar.
Af lyfjum og
náttúrulyfjum
NÚ ÞEGAR hausta
tekur, kólnar í veðri og
skammdegið færist
yfir, förum við mörg
hver að neyta ýmissa
vítamína, bætieiha og
náttúruvara eins og
ginsengs, hvítlauks,
ginkgo biloba og lýsis-
afurða. Úrvalið af þess-
um efnum hefur aukist
mikið síðustu ár og
neyslan vaxið jafnt og
þétt að sama skapi. Nú
er svo komið að fram-
boðið á þessum efnum
er mun meira en á lyfj-
um. Auðvelt er að nálg-
ast þessi efni, hvort
sem er í apótekum, stórmörkuðum
eða jafnvel á Netinu.
Oldum saman voni nær öll lyf unn-
in úr náttúrunni, flest úr jurtum eða
dýrum. I fyrstu er talið að maðurinn
Heilsa
Ekki eru gerðar sömu
kröfur, segir Eyþór
Einar Sigurgeirsson,
til náttúrulyfja og
annarra lyfja sem
skráð eru.
hafi tekið að safna jurtum til neyslu
og smám saman lært að nýta sér þær
til ýmiss konar lækninga, t.d. með
því að drekka af þeim seyði eða
leggja við sár. Þannig hafi reynslan
kennt hvaða jurtir væru góðar til
matar, hverjar nýtanlegar til lækn-
inga og hverjar eitraðar. Listina að
búa til lyf hefur svo hver kynslóð
lært af annarri og þróað í tímans rás.
Sum af þeim lyfum sem við þekkjum
og nú eru notuð voru upphaflega
ættuð úr náttúrunni. Dæmi um það
er hjartalyfið dígoxín sem finnst í
upprunalegu formi í fingurbjargar-
biómi og verkjalyfið aspirín sem
upphaflega var unnið úr víðiberki.
pýf er ekki ólíklegt að ætla að sum
þeirra efna, sem nú eru í notkun sem
náttúruvörur, eigi eftir að rejmast
gagnleg og teljast til lyfja síðar meir.
Náttúrulyf og
náttúruvörur
Náttúruvöi'ur köllum við ýmis efni
sem hér era á markaði og ættuð eru
úr jurtaríkinu (hvítlaukur, ginseng
o.fl.). Þessar vörur hafa ekki fengið
markaðsleyfi og má því ekki mark-
aðssetja eða auglýsa sem náttúrulyf
sem hægt er að nota til lækninga eða
varnar gegn sjúkdómum. í reglu-
gerð um markaðsleyfi náttúrulyfja
eru náttúrulyf skilgreind á efth-fai--
andi hátt: „Náttúrulyf innihalda eitt
eða fleiri virk efni sem unnin eru á
einfaldan hátt (t.d. með þurrkun,
mölun, úrhlutun, eimingu, pressun)
úr plöntum, dýrum, örverum, stein-
efnum eða söltum“. Hrein efni ein-
angruð úr náttúrunni og hómópata-
lyf teljast ekki náttúrulyf. Náttúru-
lyf eru eingöngu ætluð
til inntöku eða stað-
bundinnar notkunar á
húð eða slímhúð. Ekki
má blanda í náttúrulyf
lyfseðilsskyldum efn-
um og þau geta bæði
verið ætluð mönnum
eða dýrum.
Vægari
kröfur
Sækja þarf um
markaðsleyfi fyrir
náttúrulyf sem á að
markaðssetja eða
auglýsa sem slíkt. Til-
gangurinn með því að
setja framangreinda
reglugerð var fyrst og fremst að
tryggja gæði og öryggi náttúrulyfja.
Til dæmis þarf varan að innihalda
þau efni sem hún er sögð innihalda
og hún má ekki vera menguð. Ef hrá-
efni er úr plönturíkinu, skulu fylgja
upplýsingar um latneskt heiti plönt-
unnar/plantnanna ásamt höfundi
nafngiftar (t.d. ginkgo biloba),
plöntuhluta (t.d. blöð, rót), ræktun- ,
arstað, uppskerutíma, þroskastig
plantna við uppskeru, meðhöndlun
plantna á vaxtartíma (skordýraeitur
o.fl.), meðhöndlun plantna að upp-
skeru lokinni (t.d. þurrkun, sæfing,
geymsluaðstæður og pökkunarefni).
Tilgreina skal magn virkra inni-
haldsefna og vikmörk. Upplýsingar
um óhreinindi, svo sem örverur,
þungmálma, skordýraeitur og
geislavirk efni í hráefnum, sem not-
uð eru við framleiðsluna, skulu einn-
ig koma fram.
Rétt er að hafa í huga að ekki eru '
gerðar sömu kröfur til náttúrulyfja
og annarra lyfja sem skráð eru hér á
landi hvað rannsóknir á verkun varð-
ar. Við framleiðslu tilbúinna lyfja í
dag nota menn sér þá vitneskju sem
umfangsmiklar og árangursríkar
rannsóknir á virkum efnum hafa leitt
í Ijós. Stundum finnst virka efnið
einnig í náttúrunni þótt hagkvæm-
ara sé talið að búa það til efnafræði-
lega. Hugsanlega hafa einnig verið
gerðar smávægilegar efnafræðileg-
ar breytingar á upprunalega lyfinu
til að fá markvissari verkun og ef til
vill minni aukaverkanir. Ekki fæst
leyfi fyrir markaðssetningu hinna
hefðbundu lyfja nema sýnt hafi verið
fram á að þau hafi ákveðna verkun til
varnar eða til að lækna sjúkdóma.
Þar sem sömu kröfur eru ekki
gerðar til náttúrulyfja og lyfja getur
verið um frábrugðna hluti að ræða.
Rétt er að leita eftir frekari upplýs-
ingum hjá starfsfólki apóteka. Hin
nýja reglugerð ætti að tryggja að á
markaði séu náttúrulyf sem standast
ákveðnar gæðakröfur. Mikilvægt er
að minna á rétta notkun og jafnvel
bera undir lækni eða lyfjafræðing
þau náttúrulyf sem notuð eru. Sér-
staklega er það mikilvægt ef viðkom-
andi er að taka inn önnur lyf. Gullna
reglan er sú að fylgja leiðbeiningum
um notkun vörunnar og taka t.d.
ekki stærri skammta en mælt er
með.
Höfundur er lyfýafræðingur.
Eyþór Einar
Sigurgeirsson
Dragtir
KS
SELECTIOM
Neðst á Skólavörðustíg
>.i, i i ’ n '_ .i.. .... ,é
Sérhönnuð
u 3 u snapsaglös
:0 1 iflE fj
>
ro §3r $
<+- 1 SlpS.*
ro i M
O) sM
ro [^Cj
cn íém
<L>
—•
if)
ftí VW* > * |
mmmá CÐ Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14