Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 57 FRÉTTIR Heimurinn er heima Afmælisleikur Kaffitárs HEIMURINN er heima - fjölmenn- ingarlegt samfélag á íslandi - er yfir- skrift ráðstefnu á vegum samstarfs- nefndar um málefni nýbúa á Grand Hóteli 12.-13. október. Fyrri ráðstefnudaginn hefst ráð- stefnan með afhendingu gagna kl. 12 á hádegi. Eftir skemmtiatriði flytja Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Is- lands, og Helgi Hjörvar, forseti borg- arstjórnar, ávörp. Af fyrirlesurum má nefna að Jón Bjömsson, fram- kvæmdastjóri þróunar- og fjölskyldu- sviðs Reykjavíkurborgar, fjallar um stefnumörkun borgarinnar og sam- vinnu sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu um stofnun og rekstur Al- þjóðahúss. Póra Ásgeirsdóttir og Þorlákur Karlsson frá Gallup segja frá niðurstöðum rannsóknar á högum og viðhorfum útlendinga á íslandi. Elizabeth Fullon frá Háskólanum í Massachusetts flytur erindi undir yf- irskriftinni Að sjást en ekki heyrast og Sigurlaug Svavarsdóttir frá Há- skóla Islands talar um innflytjenda- konur á íslandi. Seinni ráðstefnudag- inn hefst ráðstefnan kl. 9 með því að Saskia Sassen frá Háskólanum í Chicago segir frá stefnum og straum- um varðandi fólksflutninga fyrr og nú og G. Pascal Zachary, blaðamaður og rithöfundur, veltir fyrir sér spuming- unni um hvernig fjölbreytni geti nýst íslensku samfélagi. Eftir kaffihlé fjallar Mikael Rundquist frá Svíþjóð um sænsku samþættingarstefnuna og Ingibjörg Pétm-sdóttir frá Multi- kulturelles Forum um nýjar áherslur í Þýskalandi. Að loknum hádegisverði segir Sigurður Guðmundsson skipu- lagsfræðingur frá þátttöku erlendra ríkisborgara í íslensku hagkerfi og vinnumarkaði og gerð verður grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar Ungt fólk 2000. Ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum. Fjölmenn- ingarleg veisla á vegum Reykjavíkur- borgar og samtakanna Fjölbreytni auðgar verður haldin í nýju húsnæði Borgarbókasafnins í Tryggvagötu 15 kl. 20.15 á fimmtudagskvöldið. Gestamóttakan ehf. tekur við bók- unum á ráðstefnuna. AFMÆLISHÁTÍÐ var haldin í kaffibrennslu Kaffitárs ehf. laugar- daginn 30. september sl. í tilefni 10 ára afmælis fyrirtækisins. Margir tóku þátt í kaffibaunaleik á afmæl- ishátíð Kaffitárs sem ætlaður var bæði börnum og fullorðnum. Þátt- takendur áttu annars vegar að giska á fjölda kaffibauna í 70 kg sekk af Gvatemala-kaffi og hins vegar að reyna að áætla fjölda kaffibolla sem hægt væri að laga úr þessum 70 kg af baunum. Rétt svar er 401.100 baunir, en það var Jónas Jóhannesson, Borgarvegi 1, Njarð- vík, sem var næst þeirri tölu með 420.000 baunir. Það reyndist erfið- ara að giska á fjölda kaffibolla, en næst réttri tölu komst Stefanía Pálsdóttir, Hlíðarbyggð 11, Garða- bæ. Hún giskaði á 7.999 kaffibolla en rétt svar er 7.636 bollar. Vinn- ingshafar í afmælisleiknum fengu gjafakörfur frá Kaffitári í verð- laun. Á myndinni er Aðalheiður Héðinsdóttir, kaffimeistari og framkvæmdastjóri Kaffitárs, ásamt vinningshöfum í afmælisleiknum; Stefaníu Pálsdóttur og Jónasi Jó- hannessyni. Kínakynning Kínaklúbbs Unnar NÆSTA Kínaferð Kína- klúbbs Unnar verður kynnt fimmtudaginn 12. október kl. 20 á veitingahúsinu Shanghæ, Laugavegi 28. „Unnur Guðjónsdóttir, stjórnandi Kínaklúbbsins, mun sýna litskyggnur frá Kína og veita allar upplýsing- ar um þessa 22ja daga ferð sem farin verður 15. maí til 5. júní á næsta ári. Ferðin verður yfirgrips-1 mikil en staðir sem verða heimsóttir eru: Bejing, Xian, Kunming, Steinskógurinn, Dali, Lijian, Shanghæ og að sjálfsögðu Kínamúrinn. Kínakynningin er opin öll- um sem hug hafa á að fara í ferðina. Eftir að kynningu lýkur geta gestir fengið sér að borða kínverskan mat, ef þeir vilja,“ segir í fréttatilkynn- ingu. RAOAUGLÝSINGA FUIMDIR/ MAIMNFAGNAÐUR Rannsóknir - nýbreytni - þróun 4. málþing Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands laugardag- inn 14. október frá kl. 9:00—16:30. Skráning hefst kl. 8:30. Aö þinginu standa Félag leikskólakennara, Félag grunnskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Skólastjórafélag íslands, menntamálaráöuneytiö, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Leikskólar Reykjavíkur, Þroskaþjálfafélag íslands og Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands. Á málþinginu verða flutt 87 erindi og á göngum og í sal verður náms- efniskynning og yfir 20 veggspjaldakynningar. Erindin veröa flutt samtímis í sjö lotum en innan hverrar lotu eru fjögur þemu. Yfirskrift þeirra er: Á mótum grunn- og framhaldsskóla Áherslur i skólastarfi Breyttar áherslur I leikskólastarfi? Félagsleg hegðun Greining - ráðgjöf Heilsufar Hljóð- og málvitund íslenskt mál Kidlink Lestur, ritun, stafsetning Margar þjóðir í einu landi Mat - greining Menntun kennara Nám fyrir alla Náttúrufræði Náttúrufræði - Netið Nemendur - foreldrar Norræn tungumál Nýbreytni - frumkvæði Nýsköpun - textílmennt Skólaþróun - starfshættir Skóli - saga og samfélag Stærðfræði Tjáning - móðurmál Tölvutækni - námsumhverfi Umhverfið - sköpun Upplýsinga- og tölvutækni Upplýsingatækni - þróunarskólar Lýsingar á erindum og veggspjaldakynningum er að finna á vefslód- inni: http://www.khi.is/khi/rkhi/malthing2000.htm Málþingið veröur haldiö í húsnæöi Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð og er öllum opið. Þátttökugjald er 1.000 kr. (fundargögn og kaffi innifalið). Tekið er á móti skráningum hjá Rannsóknarstofnun KHÍ eða við innganginn. Netfang: siging@khi.is, símar 563 3827, 563 3805. m \ BAUGUR i Til hluthafa í Baugi hf., tilkynning um hækkun hlutafjár Á hluthafafundi Baugs hf., sem haldinn var mánudaginn 9. október sl., var samþykkt að hækka hlutafé í félaginu um 110.000.000 kr. að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta. Hluthafar í félaginu hafa forgangsrétt til að kaupa hlutafé að nafnvirði 100.000.000 kr. á genginu 11,60 í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína. Frestur til áskriftar að nýjum hlutum er til 25. október 2000 á skrifstofu félagsins í Skútuvogi 7, Reykjavík, og ber að staðgreiða þá fyrir 3. nóv- ember 2000. UPPBOO Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður hðð ó þeim sjálfum, sem hér segir: Borgarholt 6, Snæfellsbæ, þingl. eig. Ólafía Ósk Runólfsdóttir, gerð- arbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 16. október kl. 13.30. Grundargata 67, íbúð 0201, Grundarfirði, þingl. eig. Jón Sigurðsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 16. október 2000 kl. 13.00. Háarif 13, 2. hæð, Snæfellsbæ, þingl. eig. Jón Bjarni Andrésson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, mánudaginn 16. október 2000 kl. 14.00. Hótel Búðir, Snæfellsbæ, þingl. eig. Hótel Búðir ehf., gerðarbeiðandi Ferðamálasjóður, mánudaginn 16. október 2000 kl. 15.00. Ægisgata 11, Stykkishólmi, þingl. eig. Gunnar G. Sigvaldason, gerð- arbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs, mánudaginn 16. október 2000 kl. 11.00. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrifstofu embættisíns, Borgarbraut 2, Stykkishólmi, sem hér segir: Byr, skrnr. 6613, þingl. eig. Jón Bjarni Andrésson, gerðarbeiðandi innheimtumaður ríkissjóðs, mánudaginn 16. október 2000 kl. 10.00. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 10. október 2000. HÚSIMÆOI í BOOI Steinsstaðir í Skagafirði Til sölu er 106 fm íbúðarhús auk bílskúrs (54 fm) við Lækjarbakka 11, Steinsstöðum. Upplýsingar í símum 453 8072 og 453 5900. KENNSLA Kynning á „Flower of Life" námskeiðum 14/10 kl. 19—22. Á þessum námskeiðum er notuð þekking frá dögun mannkyns um eðli raunveruleikans og okk- ar sjálfra til að virkja Ijóslíkam- ann (Merkaba). Frir aðgangur á meðan húsrúm leyfir. (Hörða- land 6, Karl Þorsteinsson). FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 7 = 181101181/2 = Fl. I.O.O.F. 18 = 18110118 sKk. Skyggnilýsingafundur i Góð- templarahúsinu fimmtudag- inn 12. október með Maríu Sigurðardóttur. Fundurinn hefst kl. 20.30 stundvíslega. Aðgöngumiðar verða seldir í Góðtemplarahúsinu mið. 11. okt. frá kl. 17—19, einnig við inn- ganginn fyrir fundinn. Miðaverð 700 kr. fyrir félagsmenn en 1.000 kr. fyrir aðra. Stjórnin. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. ' Bænastund í kvöld kl. 20.00. □ HELGAFELL 6000101119 VI I.O.O.F. 9 = 18110118V2 = 9.0. □ GLITNIR 6000101119 III ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ___f KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma (kvöld kl. 20.30. Umsjón hefur kristniboðsflokk- urinn Vökumenn. Hjónin Abigail og Curtis Snook syngja. Tertu- uppboð (takið með smámyntiri- Bjarni Gíslason flytur hugvekju. Allir hjartanlega velkomnir. http://sik.is KR-konur KR-konur Munið fundinn í KVÖLD, miðvikudaginn 11. október, kl. 20.15. Séra Þórhallur Heimisson fjallar um lifið og hjónabandið. Allir velkomnir. .. . Stjornin. Stjórn Baugs hf. Sýslumaðurinn í Stykkishólmi, 10. október 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.