Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Haust í Lystigarðinum
HAUSTLITIR skarta nú sínu fegursta og þar eru trén í Lystigarðinum á
Akureyri engin undantekning.
Stefnt að því að bjóða út byggingu
knattspyrnuhúss fyrir áramót
Framkvæmd-
ir hefjist
næsta vor
ÞÓRARINN B. Jónsson, formaður
íþrótta- og tómstundaráðs Akur-
eyrar, sagði að stefnt væri að því
að bjóða út byggingu knattspyrnu-
húss á félagssvæði Þórs við Hamar
fyrir áramót og að byggingafram-
kvæmdir hæfust næsta vor. Áætl-
aður kostnaður við framkvæmdina
er að sögn Þórarins rúmar 200
milljónir króna.
Þórarinn sagði að vilji manna
stæði til þess að bjóða verkið út í
alútboði, húsið yrði byggt á næstu
tveimur árum og tilbúið til notkun-
ar haustið 2002. Hann sagði að
bærinn legði upp með þetta sem
tveggja ára verkefni. „Ef einhver
Glerárkirkja
Vinafundur
eldri borgara
VINAFUNDUR eldri borgara verð-
ur í Glerárkirkju á morgun, fimmtu-
daginn 12. október kl. 15. Gestur
fundarins verður séra Birgir
Snæbjömsson. Nemendur frá Tón-
listarskólanum á Akureyri koma í
heimsókn og boðið verður upp á
kaffiveitingar.
aðili býðst hins vegar til þess í al-
útboði að byggja húsið alfarið á
næsta ári og fjármagna verkið
þannig að bærinn geti borgað það
á næstu tveimur árum er ekkert
því til fyrirstöðu. Við erum að tala
um miklu einfaldara hús en var
byggt í Reykjanesbæ, þannig að
þessi möguleiki er fyrir hendi.“
Þórarinn sagði að enn væri beð-
ið svars frá Þór varðandi staðsetn-
ingu hússins á félagssvæðinu og
einnig svara frá Ungmennafélagi
Akureyrar varðandi frjálsíþrótta-
aðstöðu í húsinu. Þórsarar hafa
rætt um að húsið verði byggt sem
næst Hamri, þannig að tengingin
við félagsheimilið verði sem mest
og þá á grasvellinum norðan við
Hamar. Baðaðstaða og bílastæði
eru fyrir hendi í og við Hamar.
Knattspyrnuhúsið verður 110
metra langt, um 75 metra breitt og
hæð upp í mæni 12,5 metrar. Þór-
arinn sagði að húsið yrði óupphitað
og sjálfloftræst en mjög vandað að
allri gerð. Hann sagði að undirlag-
ið, sjálfur knattspyrnuvöllurinn,
væri það sem máli skipti og að
ekki mætti spara á því sviði, hvort
sem sandgras yrði fyrir valinu eða
eitthvað annað.
Ölvaður maður
á ferð á Akureyri
Olli skemmd-
um á fímm
bflum
FIMM bílar skemmdust eitt-
hvað eftir næturævintýri ölv-
aðs manns á Akureyri í fyrr-
inótt.
Maðurinn stal bifreið í
Stórholti, þar sem lögreglan
kom að honum og veitti eftir-
för niður á Óseyri. Þar stökk
maðurinn út úr bifreiðinni á
ferð og rann hún áfram og ut-
an í tvo bíla og stöðvaðist á
þeim þriðja. Maðurinn tók
hins vegar á rás, stökk upp á
þak bifreiðar sem stóð við
girðingu á Óseyri og þaðan
yfir girðinguna, þar sem lög-
reglan hafði hendur í hári
hans.
Yfírlit yfír veðrið sumarið 2000
Aldrei fleiri sólskins-
stundir á Akureyri
SÓLSKINSSTUNDIR á Akureyri
síðastliðið sumar voru alls 749,3,
rúmum 193 stundum umfram meðal-
lag og hafa aldrei verið fleiri. Sumar-
ið 1976 kemst næst þessu þegar
sólskinsstundir á Akureyri voru
723,2.
Þetta kemur fram í veðuryfirliti
yfir sumarið 2000 sem birt er á vef
Veðurstofunnar á Netinu. Þar segir
að sumarið hafi verið fremur hlýtt og
sólríkt, talsverð hlýindi verið í júlí og
september og þá hafi ágúst einnig
verið góður en júní aftur á móti í
meðallagi. Sumarið 1996 hafi þó ver-
ið hlýrra bæði á Akureyri og í
Reykjavík. í Reykjavík var líka
hlýrra árin 1998 og 1991 en á Akur-
eyri þurfi að fara aftur til ársins 1984
til að fá hærri sumarhita.
Meðalhitinn á Akureyri í sumar
var 10,3° sem er 1,3° yfir meðaltali
áranna 1961-1990. Úrkoma mældist
fjórðungi minni en venja er, 106,8
mm. Meðalhiti í Reykjavík í sumar
var 10,l°sem er 0,8° yílr meðallagi.
Úrkoman var 260,6 mm, rúmum
tíunda hluta umfram meðallag.
Sólskinsstundimar í Reykjavík voru
651,7 sem er um 41 stund meira en
venja er.
Líka meiri sól í september
Hvað septembermánuð síðastlið-
inn varðar var meðalhiti á Akureyri
8,4° og er það nokkuð yfir meðallagi
áranna 1961-1990, eða2,l°. Arið 1996
var hitinn 11,4°. Úrkoma mældist
30,2 mm á Akureyri í september,
fjórðungi minni en vant er. Sólskins-
stundirnar voru 125,2 eða 39 stund-
um umfram meðallag. Aðeins þrisv-
ar sinnum hafa sólskinsstundir verið
fleiri á Akureyri í september, 1976,
1994 og 1986.
í Reykjavík var meðalhitinn 8,7°
sem er 1,3° yfir meðaltali áranna
1961-1990 en svipað og meðaltal ára-
nna 1931-1960. Árið 1996 var mun
hlýrra, 10,4°, og einnig var hlýrra ár-
ið 1993. Urkoman mældist 87,2 mm
sem er þriðjungi meira en venja er
og sólskinsstundir voru 140 sem er
15 stundum um fram meðallag.
Átak í brunavörnum
KK söng fyr-
ir krakkana
UM 700 áhugasöm börn á Akur-
eyri hlýddu á tónlistarmanninn
Kristján Kristjánsson, KK, taka
lagið á Slökkvistöðinni á Akur-
eyri í gær en þau sk'iptust niður í
tvo hópa. KK er nú á hringferð
um iandið og hún ber yfir-
skriftina „Eldsnöggt um landið - í
einum grænum.“ Alls mun hann
koma fram á um 20 stöðum og
leika á tónleikum, heimsækja
leikskóla og slökkvistöðvar. KK,
Samband slökkviliðsmanna; Ung-
mennafélag íslands og Slökkvi-
stöð höfuðborgarsvæðisins standa
sameiginlega að átaki þar sem
brunavarnir eru í brennidepli og
er ferð tónlistarmannsins um
landið liður í því að vekja athygli
á átakinu. Geisladiskur sem KK
hefur gefið út verður seldur
ásamt reykskynjara hjá ung-
mennafélögum um land allt í
tengslum við átakið.
Morgunblaðið/Kristján
700 börn á leikskólum á Akureyri fengu tækifæri til að hlýða á tónlistarmanninn Kristján Kristjánsson, KK,
taka lagið á slökkvistöðinni á Akureyri í gær og kunnu vel að meta.
Þrír menn í gæslu-
varðhaldi á Akureyri
Tveir viður-
kenndu innbrot
og þjófnað
BROTIST var inn í húsnæði Happ-
drættis Háskóla íslands á Akureyri
aðfaranótt sl. laugardags og stolið
þaðan um 200 þúsund krónum í pen-
ingum og miklu magni af happa-
þrennum.
Á laugardagsmorgun voru þrír
menn handteknir, grunaðir um aðild
að málinu og í kjölfarið úrskurðaðir í
gæsluvarðhald í viku. Við yfirheyrslu
viðurkenndi einn mannanna að hafa
brotist inn í húsnæði happdrættisins.
Einnig voru mennimir grunaðir um
að hafa brotist inn í togarann Geira
Péturs ÞH, sem liggur við bryggju á
Akureyri, og stolið þaðan lyfjum úr
lyfjaskáp. Tveir mannanna viður-
kenndu við yfirheyrslur innbrot í
togarann, þar af annar þeirra sem
viðurkenndi innbrot í HHI.
Þá var lögreglan á Akureyri með
aðsent mál frá kollegum sínum í
Hafnarfirði og viðurkenndi einn
þremenninganna, annar þeirra sem
viðurkenndi innbrot í togarann, að
hafa náð tæplega 200 þúsund krónum
út af stolnu debetkorti úr Hafnarfirði.
Öllum mönnunum var sleppt úr
varðhaldi að loknum yfírheyrslum sl.
mánudag en rannsókn þessara mála
er á lokastigi.
-------*-+-*-----
Fræðslufundur
um alzheimer-
sjúkdóminn
VETRARSTARF Félags áhugafólks
og aðstandenda alzheimerssjúklinga
og heilabilaðra á Norðuriandi,
FAASAN, hefst með fræðslufundi
sem haldinn verður í sal dvalarheim-
ilisins Hh'ðar annaðkvöld, fimmtu-
dagskvöldið 12. október, kl. 20.
Á fundinn koma Helga Hjálmai’s-
dóttir félagsráðgjafi og Arna Rún
Óskarsdóttir öldrunarlæknir og
kynna stuðningshópa fyi’ir aðstand-
endur og minnismóttöku á Krist-
nesspítala. Einnig verður sýnd stutt
fræðslumynd. Allir þeir sem áhuga
hafa eða þörf fyrir fræðslu og upp-
lýsingar um þessi mál eru hvattir til
að mæta á fundinn.
Stefna félagsins í vetur verðui' að
efla starfsemina með fræðslu og upp-
lýsingum og reyna að fá fleira fólk til
liðs við félagið. Þörfin er mikil því æ
fleiri greinast með alzheimersjúk-
dóminn og aðra heilabilunarsjúk-
dóma. Kalla má þessa sjúkdóma fjöl-
skyldusjúkdóma því bæði sjúklingar
og aðstandendur þjást. Félagið hefur
símatíma á kvöldin frá kl. 20 til 22 í
síma 867-9600.
-----------------
Yfir 10 milljón
ára millilag við
Borgarbraut
Náttúrufyrir-
brigði sem
verði varðveitt
HALLDÓR Pétursson, jarðfræðing-
ur hjá Náttúrufræðistofnun íslands,
hefur lagt til við náttúruverndar-
nefnd Akureyrar að gerðar verði
ráðstafanir til að varðveita rautt
millilag sem kom í ljós við gerð Borg-
arbrautar. Millilag þetta myndaðist
fyrir að minnsta kosti 10 milljónum
ára, þegar hraun rann yfir jarðveg.
Halldór lagði jafnframt til við
nefndina að millilag þetta verði gert
aðgengilegt til fróðleiks fyrir vegfar-
endur og til nota við kennslu.
Tryggvi Marinósson umhverfisstjóri
og Halldór fóru í vettvangsskoðun og
gerðu lauslega athugun á möguleik-
um á frágangi svæðisins með ofan-
greint í huga.
Náttúruverndarnefnd leggur til að
allra leiða verði leitað til að vernda
og gera náttúrufyrirbrigði þetta að-
gengilegt og fól umhverfisdeild að
gera tillögu að frágangi svæðisins.