Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Talsverður vöxtur íslandssima hf ¦ á fyrsta starfsárinu Reksturinn talinn skila hagn- aði á næsta ári VÖXTUR íslandssíma hf. hefur verið talsverður eftir að fyrirtækið hóf rekstur fyrir ári. Eignir hafa aukist úr tæpum sjö milljónum í rúma 2,6 milljarða króna og eigið fé úr fjórum milljónum í rúman 1,1 milljarð króna, að því er fram kom á hluthafafundi félagsins í gær. Tekjur fyrirtækisins í fyrra námu tæpum 12 milljónum króna, en Hvar munum við fjárfesta í framtíðinni? Málþingid „Sýnir morgundagsins - Bringing Visions of the Future to the Present" 12. og 13. október í stúku Laugardalshallar maður hugvit Skráning á: www.agora.is Samstarfsaöilar Styrktaraöilar ÍSIANDSBANKIHIA QZ ,.„»,<Ö_c ffg&g&g IWS B HH ^' Dansk-íslenska verslunarráðið og Samtök íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja Morgunveröarfiindur á Hótel Sögu Fimmtudaginn 12. október 2000, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal á Radisson SAS - Hótel Sögu AF HVERJU KJÓSA ÍSLENSK HÁTÆKNIFYRIRTÆKI DANMÖRKU ? • Eru starfsskilyröin heima að ýta fyrirtækjunum úr landi? • Hvað hefur Danmörk upp á að bjóða fram yfir önnur lönd? • Er útrásin að einhverju leyti gagnkvæm? FRAMSÖGUMENN: _________________________.. Ingvar Kristinsson, formaður Samtaka íslenskra hugbúnaðarframleiðenda Jóhann Sigurþórsson, framkvæmdastjóri ICECOM FUNDARSTJÓRI: Ásmundur Stefánsson, formaður Dansk-íslenska verslunarráðsins Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 2.000,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er aö tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. Heimasíða Verslunarráðs íslands er www.chamber..is tekjur íslandssíma námu 136 millj- ónum samkvæmt 6 mánaða upp- gjöri þessa árs, og tekjur samstæð- unnar í heild námu rúmum 225 milljónum króna á sama tímabili. Gert er ráð fyrir að heildartekjur nemi rúmum 432 milljónum króna árið 2000, og áætlanir næsta árs gera ráð fyrir að tekjur Islandssíma nálgist einn milljarð króna. Tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins og samkvæmt sex mánaða uppgjöri nam taprekstur tæpum 276 milljón- um króna. Hins vegar er reiknað með að fyrirtækið muni byrja að skila hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins 2001, að sögn Baldurs Bald- urssonar fjármálastjóra íslands- síma, og er þá reiknað með að hagn- aður verði viðvarandi í rekstri fyrirtækisins eftir það. Fyrirtækið stefnir á að hasla sér völl í farsímaþjónustu í upphafi næsta árs, og mun þá ma. bjóða sí- tengingu farsíma við Netið. Eitt helsta málið á dagskrá hluthafa- fundarins var að samþykkja inn- komu Landsbankans inn í félagið, en þátttaka bankans mun tryggja fjármögnun frekari verkefna fyrir- tækisins, og var innkoma bankans samþykkt mótatkvæðalaust. Félagið var stofnað 18. ágúst 1998, en rekstur fór ekki af stað fyrr en á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Eyþór Arnalds, framkvæmda- stjóri Islandssíma hf., sagði á fund- inum að miðað við sams konar þró- un og verið hefði á undanförnum yikum og mánuðum, mundi velta íslandssíma verða um milljarður króna á næsta ári og að svipaða þró- un mætti sjá í eignum og eiginfjár- stöðu. Ætlunin að hefja öf luga farsímaþjónustu á næsta ári Dótturfyrirtæki íslandssíma eru íslandssími GSM, Intís, íslandsnet og Hýsing, auk þess sem fyrirtækið á helmingshlut í TeleF í Færeyjum, og hluta í Títan, Línu.Net og Leit- .is. Fyrirtækið hefur unnið að lagn- ingu ljósleiðarnets innanlands í samvinnu við Línu.Net og hefur nú tryggt eigið samband við útlönd eft- ir Cantat 3 sæstrengnum og eigin jarðstöð fyrirtækisins. I upphafi næsta árs er siðan ætlunin að hefja farsímaþjónustu í GSM-kerfinu. Eyþór sagði að tilefni fundarins væri vöxtur og framrás íslandssíma í farsímarekstri. „Það er kannski þungamiðjan í þeim málum sem við erum að fara út í núna. Við sjáum fram á það að hefja mjög öflugan farsímarekstur þegar í upphafi íslandssími hf. 1 Úr milliuppgjöri samstæðu 2000 Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 225,2 11,8 110,6 +1.809% +368% Rekstrargjöld 518,2 Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 62,9 -12,0 6,4 +889% 8,3 Ahrif hlutdeildarfélaga -6,6 0 Hlutd. minnihl. í afkomu dótturf. 35,7 0 Hagnaður (tap) tímabilsins -275,9 -90,6 +205% Efnahagsreikningur 30.06.00 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna Eigið fé 1.940,1 1.032,6 +88% +164% 1.115,8 422,5 Skuldir 824,4 610,2 +35% Skuldir og eigið fé samtais 1.940,1 1.032,6 +88% Sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Veltufé f rá rekstri Milljónir króna -229,7 -81,5 +182% Handbært fé í lok tímabils 114,3 261,4 -56% Morgunblaðið/Árni Sæberg ^ fc n Frá hluthafafundi Islandssíma hf. í gær. I ræðustól stendur Páll Kr. Pálsson srjórnarformaður, en við borðið sirja frá vinstri srjórnarmennirnir Kristján Gíslason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Margeir Pétursson og Eyþór Arnalds, sem jafhframt er framkvæmdastjdri íslandssíma. Við hlið hans situr Ágúst Sindri Karlsson, lögmaður fyrirtækisins. næsta árs. Við höfum ráðið öflugt starfsfólk og fjármagnað dæmið og gert nokkra lykilsamninga." Að sögn Eyþórs er grunnurinn að fjarskiptakerfi og fjarskiptaþjón- ustu íslandssíma annars vegar ljós- leiðaranetið innanlands og hins veg- ar tenging út úr landinu með sæstreng og jarðstöð. „Það sem okkar vantar núna, þegar við erum búin að fara í jörðina og sjóinn, er að fara í loftið. Á grunnnetinu keyr- um við símaþjónustu, netþjónustu og gagnaflutninga. Þetta höfum við verið að gera síðan í október í fyrra og núna í byrjun næsta árs förum við í GSM, í svokallað GPRS-kerfi, sem veitir sítengingu á Netið fyrir okkar viðskiptavini." Spennandi tímamót á farsimamarkaði í viðskiptaáætlunum íslandssíma GSM er ekki gert ráð fyrir miklum vexti í þessum geira, að sögn Ey- þórs, en hann sagðist sjálfur telja að vöxturinn yrði mjög mikill. „Við gerum ekki ráð fyrir því í okkar áætlunum, en það má gera ráð fyrir því að hann verði gríðarlegur, þar sem að farsíminn getur verið flutn- ingstæki fyrir marga þætti, og mun sameina kosti tölvu og síma." Eyþór benti á að þráðlaust sam- band við Netið byði upp á ýmsa möguleika í afþreyingu, viðskiptum og fyrirtækjaþjónustu og að reynsla eina farsímafyrirtækisins í heiminum sem boðið hefur þráð- laust netsamband væri mjög góð. Það fyrirtæki heitir DoCoMo og veitir viðskiptavinum sínum þráð- laust netsamband í Japan. Fyrir- tækið fór ekki þá leið að lækka verð, heldur tvöfaldaði gjaldskrána, en þó með þeim afleiðingum að kerfið fylltist. Þjónusta fyrirtækisins hófst í febrúar 1999 og í ágúst sama ár voru notendur orðnir ein milljón og ári síðar, í ágúst 2000, voru not- endur orðnir fleiri en 10 milíjónir. „Þetta er mjög spennandi mark- aður fyrir okkur. Við komum á mjög spennandi tímamótum inn á farsímamarkaðinn, og við teljum að við séum rétti aðilinn til að fara þarna inn af því að við erum gagna- flutningsfyrirtæki," segir Eyþór. Agora hefst í dag ALÞJÓÐLEG fagsýning þekking- ariðnaðarins, AGORA, hefst í dag kl. 16 í Laugardalshöll og stendur sýningfin fram á föstudag'. í^öldi fyrirtækja og stofnana sem starfa í þekkingariðnaði mun kynna starf- semi sína og framtíðarsýn á sýning- unni, en að henni stendur Agora ehf. í samstarfi við fslandsbanka- FBA, OZ.com, íslenska erfðagrein- ingu og Samtök iðnaðarins. Samhliða sýningunni verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Sýnir morgundagsins" þar sem þekktir fyrirlesarar fjalia um nýj- ungar í upplýsingatækni og líf- tækni. Morgunblaðið/Golii Unnið var af kappi við uppsetningu Agora-sýningarinnar í Laug'ardalshöll í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.