Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 13

Morgunblaðið - 12.10.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 13 FRÉTTIR Samningur um aðgang að rafrænum gagnasöfnum BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra og Einar Sigurðsson landsbókavörður munu ásamt Steve Sidaway, aðstoðarforstjóra sölu- og markaðsmála hjá alþjóðadeild Bell & Howell, undirrita í dag heildar- samning um aðgang íslendinga að rafrænum gagnasöfnum. Undirrit- unin fer fram í Þjóðarbókhlöðunni, 2. hæð, kl. 16.30. Samningurinn felur í sér aðgang að 19 gagnasöfnum á ýmsum sviðum og 3.500 rafrænum tímaritum nokk- ur ár aftur í tímann og til dagsins í dag. Má þar nefna aðgang að gagna- söfnum um mennta- og menningar- mál, heilbrigðismál, tækni, ýmsar vísindagreinar, tölvunarfræði og fjarskipti, trúarbrögð og viðskipti og fjármál. Samningurinn er sagður opna ný svið í upplýsinga- og fræðslumálum en á alþjóðlega vísu felst sú nýjung í því að aðgengi verð- ur ekki takmarkað við starfsmenn tiltekinna stofnana heldur munu starfsmenn fyrirtækja og fólk í heimahúsum geta tengst þessum gagnasöfnum ef internetveitan sem þeir eru tengdir uppfyllir öryggis- reglur. Afnot af forriti fyrir gagnasöfn Auk áskriftar að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum veitir aðgang- urinn notendum afnot af „Site- Builder" frá Bell & Howell sem er forrit sem gerir öllum kleift að hanna sitt eigið gagnasafn byggt á völdum upplýsingum úr öllu gagna- safninu. Þannig geta notendur verið með sínar eigin heimasíður með völdum greinum og einnig vel upp- byggða leit sem endurnýjast jafnóð- um og nýtt efni bætist í gagnasöfnin. Menntamálaráðherra skipaði í upphafi árs verkefnisstjórn um að- gang að gagnasöfnum undir for- mennsku Hauks Ingibergssonar forstjóra og er hlutverk hennar að móta stefnu um aðgang fyrn- ís- lenskt samfélag að gagnasöfnum og ennfremur að hlutast til um að henni sé hrundið í framkvæmd. Samningurinn gildir til ársloka 2002. Árleg greiðsla fyrir aðganginn er 9 milljónir kr. á ári og er miðað við að að háskólar og bókasöfn greiði sem svarar 75% þess kostnað- ar og atvinnulífið 25% kostnaðarins. Landsbókasafn - Háskólabóka- safn mun fara með framkvæmd samningsins fyrir hönd íslands. Morgunblaðið/ Kristinn. Frá undirritun samningsins. F.h. Einar Sigurðsson landsbókavörður, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Steve Sidaway, aðstoðarfor- stjóri sölu- og markaðsmála hjá Howell & Bell, og Haukur Ingibergsson, formaður verkefnisstjórnar um aðgang að gagnasöfnum. Morgunblaðið/Njáll Haraldsson Hálka var á Reykjavíkurvegi í gærmorgun og hún er talin hafa átt þátt í því að jeppinn valt. Hálka gerir öku- mönnum skráveifu JEPPABIFREIÐ valt á Reykjavík- urvegi, skammt sunnan við Engidal, um kl. 9 í gærmorgun. Nokkur hálka var á veginum þegar óhappið varð. Jeppanum var ekið suður Hafnar- fjarðarveg og ætlaði ökumaður hans að fara fram úr öðrum bíl en missti við það stjórn á jeppanum sem lenti á umferðareyju og valt. Konan sem ók bílnum meiddist á hálsi og var flutt á slysadeild, en meiðsli hennar virtust við fyrstu sýn ekki alvarleg, að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði. Lögreglan í Kópavogi þurfti í gærmorgun að kalla út bæjarstarfs- menn til að bera salt á götur vegna hálku, en þetta var í fyrsta skipti sem þess þarf í haust. Ekki dugði saltburðurinn þó öllum því í Tún- brekku lenti bíll á ljósastaur eftir að ökumaður fólksbifreiðar hafði misst stjórn á bílnum í hálku. Ökumaður meiddist lítillega. Nú má víða búast við hálku á göt- um og beinir lögreglan þeim tilmæl- um til ökumanna að þeir taki tillit til þess við akstur. 775 úrsagnir úr þjóð- kirkjunni frá áramótum ALLS voru gerðar 1.285 breytingar á trúfélagsskráningu hjá Hagstofu íslands á fyrstu níu mánuðum ársins. Það svarar til þess að um 0,5% lands- manna hafi skipt um trúfélag. Er þetta nokkur fjölgun frá undanförn- um árum en á sama tímabili árið 1999 voru breytingamar 1.120 og 1.017 á fyrstu níu mánuðum ársins 1998. Alls skráðu sig 775 úr þjóðkirkj- unni á fyrstu níu mánuðum ársins en á móti voru 143 skráðir í þjóðkirkj- una á sama tímabili. Brottskráðir umfram nýskráða voru því 632 sam- anborið við 471 á sama tíma í fyrra. Á sama tímabili í fyrra létu 609 skrá sig úr þjóðkirkjunni og 576 á fyrstu níu mánuðum ársins 1998, samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofunni. Meirihlutinn skráði sig í önnur trúfélög Af þeim sem skráðu sig úr þjóðkirkjunni kusu 280 að vera utan trúfélaga, 139 létu skrá sig í Fríkirkjuna í Reykjavík, 95 í Asa- trúarfélagið, 85 í Fríkirkjuna í Hafn- arfirði og 79 í Óháða söfnuðinn. Sólheimavegur Sex tilboð undir áætlun TILBOÐ í vegaframkvæmdir á Sól- heimavegi við Biskupstungnabraut voru nýlega opnuð hjá Vegagerðinni. Alls bárust 8 tilboð og þar af voru 6 undir kostnaðaráætlun Vegagerðar- innai', sem hljóðaði upp á 31,5 milljón- ir ki'óna. Lægsta tilboð kom frá Ingileifi Jónssyni frá Svínavatni, sem bauð 23,8 milljónir í verkið, eða 75% af áætluninni. Munur á hæsta og lægsta tilboði var 155% en hæst bauð Fleygtak, Reykjavík, eða 60,8 milljónir. Aðrir bjóðendur í verkið vora Bauðholt sf., Reykjavöllum, sem var aðeins um 200 þúsund krónum frá lægsta tilboði, Vörabílstjórafélagið Mjölnfr frá Sel- fossi bauð 24,2 milljónir, Sigurjón A. Hjartarson frá Brjánsstöðum bauð 27,9 milljónir, SG-vélar frá Djúpavogi voru með 28,9 milljóna tilboð, Rækt- unarmiðstöðin sf. í Hveragerði bauð 29,6 milljónfr og Verktækni ehf. frá Selfossi lagði fram 34,9 milljóna króna tilboð. Aform um sölu lögð til hliðar EIGANDI Hótel Valhallar á Þingvöllum, Jón Ragnarsson, hefrn’ lagt áform um sölu hótels- ins til hliðai' í bili. I samtali við Morgunblaðið sagði Jón að ástæðan væri sú neitun sem kom frá dómsmálaráðuneytinu á undanþágubeiðni fyrir sölu til auðmannsins Howards Krug- ers. Ráðuneytið taldi söluna ólöglega þar sem Verino Invest- ments, fjárfestingafyrirtæki Krugers í Mónakó sem lagði inn tilboðið, stæði utan EES-svæð- isins auk þess sem hótelið væri innan þjóðgai'ðsins á Þingvöll- um, „í næsta nágrenni við þá staði sem þjóðin hefur safnast saman á Alþingi hinu forna og á sérstökum hátíðarstundum í lífi og sögu þjóðarinnar á síðustu áratugum", svo vitnað sé til neitunarbréfs ráðuneytisins. Jón sagði málið þó ekki end- anlega dautt. Howard Kruger væri að skoða sinn gang og sá möguleiki væri inni í myndinni að hann legði fram annað tilboð í eigin nafni, en Kruger er einn- ig með breskt ríkisfang. Héraðsdómur fell- ir lögbann úr gildi HÉRAÐSDOMUR Reykjavíkur felldi í gær úr gildi lögbann sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði við aðgerðum félaga í Sjómannafélagi Reykjavíkur þegar þeir hindraðu losun og lestun skipsins MV Nord- heim í Sundahöfn í Reykjavík í nóvember 1999. Aðgerðunum var ætlað að knýja eigendur skipsins til að skuldbinda sig til að greiða áhöfn þess samningsbundin lág- markslaun. Útgerðarfélag skipsins, Reederei „Nord“ Klaus E. Oldendorf Ltd., höfðaði mál til þess að fá lögbannið staðfest og að dómurinn viður- kenndi að aðgerðir Sjómannafélags Reykjavíkur, sem dagana 19.-24. nóvember sl. hindruðu losun og lestun skipsins, hefðu verið ólög- mætar. Héraðsdómur féllst ekki á þessa kröfu heldur sýknaði Sjó- mannafélag Reykjavíkur. Lögbannið lagt á rangan aðila I dómnum segir að það sé ósannað að Sjómannafélag Reykja- víkur hafi staðið fyrir aðgerðunum heldur hafi það verið Alþjóðasam- band flutningaverkamanna og starfsmaður þess, Borgþór Kjæme- sted. Lögbannið hefði því ekki átt að leggja á Sjómannafélag Reykja- víkur. Engu breytti þótt félags- menn þess hefðu tekið þátt í að- gerðunum. Héraðsdómur tók ekki afstöðu til þess hvort aðgerðirnar hefðu verið lögmætar eða ekki og var þeirri kröfu vísað frá dómi. Viðræður um nýjan kjarasamning í álverinu í Straumsvík að hefjast Starfsmenn semja í tvennu lagi VERKALÝÐSFÉLÖGIN, sem semja fyrir hönd starfsmanna ál- versins í Straumsvík, ganga til kjaraviðræðna í tveimur hópum, en kjarasamningar renna út 1. desem- ber nk. Ófaglærðir ætla að semja sér og iðnaðarmenn sér. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem starfsmenn álversins ganga til viðræðna í tvennu lagi. Sigurður T. Sigurðsson, formað- ur Hlífar í Hafnarfirði, sagði að fé- lög iðnaðarmanna hefðu tekið þá ákvörðun að ganga ekki til kjara- viðræðna með verkafólki í Hlíf og verslunarmönnum í Verslunar- mannafélagi Hafnarfirði. Hann sagði í sjálfu sér ekkert athugavert við þetta. Iðnaðarmenn hefðu metið það svo að þeir stæðu betur að vígi í viðræðunum með því að standa sér líkt og félög verkafólks á Suð- vesturlandi gerðu í vor þegar þau mynduðu svokallað Flóabandalag. Félagsmenn í Hlíf era rúmlega helmingur starfsmanna álversins. Sigurður sagði að viðræður um gerð nýs kjarasamnings væru hafn- ar. Samninganefndir væru búnar að hittast og kynna kröfur. Sigurð- ur sagðist ekki telja að kröfur verkafólks og iðnaðamianna væru ólíkar, en framsetning væri kannski ekki sú sama. Fyrstu níu mánuðir ársins Fjölgaði um 1.400 manns á höfuðborgarsvæðinu TÆPLEGA 1.400 manns fluttust til höfuðborgarsvæðisins fyrstu níu mánuði ársins umfram þá sem flutt- ust þaðan og komu 669 af lands- byggðinni en 713 frá útlöndum, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu íslands yfir búferlaflutn- inga frá janúar til september í ár. Fram kemur að auk höfuðborgar- svæðisins fjölgaði einnig fólki á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vest- urlandi, en fækkaði í öðrum lands- hlutum. Flestir fluttu frá Austur- landi eða 254, en mest fjölgaði í Kópavogi um 499 og í Reykjavík um 468. Flestfr fluttust hins vegar frá Fjarðabyggð eða 112, frá ísafjarð- arbæ 89 og frá Vestmannaeyjum 81. 1.122 fluttust til landsins Ef aðflutningur til landsins er skoðaður í heild kemur fram að 1.122 einstaklingar fluttust til landsins umfram brottflutta fyrstu níu mánuði ársins. Þar af voru að- fluttir íslendingar 40 fleiri en brott- fluttir og aðfluttir erlendir ríkis- borgarar 1.082 fleiri en brottfluttir. Heildarfjöldi aðfluttra umfram brottflutta var svipaður sama tíma- bil í fyrra en þó ívið minni eða 1.048 frá janúar til september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.