Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.10.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2000 13 FRÉTTIR Samningur um aðgang að rafrænum gagnasöfnum BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra og Einar Sigurðsson landsbókavörður munu ásamt Steve Sidaway, aðstoðarforstjóra sölu- og markaðsmála hjá alþjóðadeild Bell & Howell, undirrita í dag heildar- samning um aðgang íslendinga að rafrænum gagnasöfnum. Undirrit- unin fer fram í Þjóðarbókhlöðunni, 2. hæð, kl. 16.30. Samningurinn felur í sér aðgang að 19 gagnasöfnum á ýmsum sviðum og 3.500 rafrænum tímaritum nokk- ur ár aftur í tímann og til dagsins í dag. Má þar nefna aðgang að gagna- söfnum um mennta- og menningar- mál, heilbrigðismál, tækni, ýmsar vísindagreinar, tölvunarfræði og fjarskipti, trúarbrögð og viðskipti og fjármál. Samningurinn er sagður opna ný svið í upplýsinga- og fræðslumálum en á alþjóðlega vísu felst sú nýjung í því að aðgengi verð- ur ekki takmarkað við starfsmenn tiltekinna stofnana heldur munu starfsmenn fyrirtækja og fólk í heimahúsum geta tengst þessum gagnasöfnum ef internetveitan sem þeir eru tengdir uppfyllir öryggis- reglur. Afnot af forriti fyrir gagnasöfn Auk áskriftar að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum veitir aðgang- urinn notendum afnot af „Site- Builder" frá Bell & Howell sem er forrit sem gerir öllum kleift að hanna sitt eigið gagnasafn byggt á völdum upplýsingum úr öllu gagna- safninu. Þannig geta notendur verið með sínar eigin heimasíður með völdum greinum og einnig vel upp- byggða leit sem endurnýjast jafnóð- um og nýtt efni bætist í gagnasöfnin. Menntamálaráðherra skipaði í upphafi árs verkefnisstjórn um að- gang að gagnasöfnum undir for- mennsku Hauks Ingibergssonar forstjóra og er hlutverk hennar að móta stefnu um aðgang fyrn- ís- lenskt samfélag að gagnasöfnum og ennfremur að hlutast til um að henni sé hrundið í framkvæmd. Samningurinn gildir til ársloka 2002. Árleg greiðsla fyrir aðganginn er 9 milljónir kr. á ári og er miðað við að að háskólar og bókasöfn greiði sem svarar 75% þess kostnað- ar og atvinnulífið 25% kostnaðarins. Landsbókasafn - Háskólabóka- safn mun fara með framkvæmd samningsins fyrir hönd íslands. Morgunblaðið/ Kristinn. Frá undirritun samningsins. F.h. Einar Sigurðsson landsbókavörður, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Steve Sidaway, aðstoðarfor- stjóri sölu- og markaðsmála hjá Howell & Bell, og Haukur Ingibergsson, formaður verkefnisstjórnar um aðgang að gagnasöfnum. Morgunblaðið/Njáll Haraldsson Hálka var á Reykjavíkurvegi í gærmorgun og hún er talin hafa átt þátt í því að jeppinn valt. Hálka gerir öku- mönnum skráveifu JEPPABIFREIÐ valt á Reykjavík- urvegi, skammt sunnan við Engidal, um kl. 9 í gærmorgun. Nokkur hálka var á veginum þegar óhappið varð. Jeppanum var ekið suður Hafnar- fjarðarveg og ætlaði ökumaður hans að fara fram úr öðrum bíl en missti við það stjórn á jeppanum sem lenti á umferðareyju og valt. Konan sem ók bílnum meiddist á hálsi og var flutt á slysadeild, en meiðsli hennar virtust við fyrstu sýn ekki alvarleg, að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði. Lögreglan í Kópavogi þurfti í gærmorgun að kalla út bæjarstarfs- menn til að bera salt á götur vegna hálku, en þetta var í fyrsta skipti sem þess þarf í haust. Ekki dugði saltburðurinn þó öllum því í Tún- brekku lenti bíll á ljósastaur eftir að ökumaður fólksbifreiðar hafði misst stjórn á bílnum í hálku. Ökumaður meiddist lítillega. Nú má víða búast við hálku á göt- um og beinir lögreglan þeim tilmæl- um til ökumanna að þeir taki tillit til þess við akstur. 775 úrsagnir úr þjóð- kirkjunni frá áramótum ALLS voru gerðar 1.285 breytingar á trúfélagsskráningu hjá Hagstofu íslands á fyrstu níu mánuðum ársins. Það svarar til þess að um 0,5% lands- manna hafi skipt um trúfélag. Er þetta nokkur fjölgun frá undanförn- um árum en á sama tímabili árið 1999 voru breytingamar 1.120 og 1.017 á fyrstu níu mánuðum ársins 1998. Alls skráðu sig 775 úr þjóðkirkj- unni á fyrstu níu mánuðum ársins en á móti voru 143 skráðir í þjóðkirkj- una á sama tímabili. Brottskráðir umfram nýskráða voru því 632 sam- anborið við 471 á sama tíma í fyrra. Á sama tímabili í fyrra létu 609 skrá sig úr þjóðkirkjunni og 576 á fyrstu níu mánuðum ársins 1998, samkvæmt fréttatilkynningu frá Hagstofunni. Meirihlutinn skráði sig í önnur trúfélög Af þeim sem skráðu sig úr þjóðkirkjunni kusu 280 að vera utan trúfélaga, 139 létu skrá sig í Fríkirkjuna í Reykjavík, 95 í Asa- trúarfélagið, 85 í Fríkirkjuna í Hafn- arfirði og 79 í Óháða söfnuðinn. Sólheimavegur Sex tilboð undir áætlun TILBOÐ í vegaframkvæmdir á Sól- heimavegi við Biskupstungnabraut voru nýlega opnuð hjá Vegagerðinni. Alls bárust 8 tilboð og þar af voru 6 undir kostnaðaráætlun Vegagerðar- innai', sem hljóðaði upp á 31,5 milljón- ir ki'óna. Lægsta tilboð kom frá Ingileifi Jónssyni frá Svínavatni, sem bauð 23,8 milljónir í verkið, eða 75% af áætluninni. Munur á hæsta og lægsta tilboði var 155% en hæst bauð Fleygtak, Reykjavík, eða 60,8 milljónir. Aðrir bjóðendur í verkið vora Bauðholt sf., Reykjavöllum, sem var aðeins um 200 þúsund krónum frá lægsta tilboði, Vörabílstjórafélagið Mjölnfr frá Sel- fossi bauð 24,2 milljónir, Sigurjón A. Hjartarson frá Brjánsstöðum bauð 27,9 milljónir, SG-vélar frá Djúpavogi voru með 28,9 milljóna tilboð, Rækt- unarmiðstöðin sf. í Hveragerði bauð 29,6 milljónfr og Verktækni ehf. frá Selfossi lagði fram 34,9 milljóna króna tilboð. Aform um sölu lögð til hliðar EIGANDI Hótel Valhallar á Þingvöllum, Jón Ragnarsson, hefrn’ lagt áform um sölu hótels- ins til hliðai' í bili. I samtali við Morgunblaðið sagði Jón að ástæðan væri sú neitun sem kom frá dómsmálaráðuneytinu á undanþágubeiðni fyrir sölu til auðmannsins Howards Krug- ers. Ráðuneytið taldi söluna ólöglega þar sem Verino Invest- ments, fjárfestingafyrirtæki Krugers í Mónakó sem lagði inn tilboðið, stæði utan EES-svæð- isins auk þess sem hótelið væri innan þjóðgai'ðsins á Þingvöll- um, „í næsta nágrenni við þá staði sem þjóðin hefur safnast saman á Alþingi hinu forna og á sérstökum hátíðarstundum í lífi og sögu þjóðarinnar á síðustu áratugum", svo vitnað sé til neitunarbréfs ráðuneytisins. Jón sagði málið þó ekki end- anlega dautt. Howard Kruger væri að skoða sinn gang og sá möguleiki væri inni í myndinni að hann legði fram annað tilboð í eigin nafni, en Kruger er einn- ig með breskt ríkisfang. Héraðsdómur fell- ir lögbann úr gildi HÉRAÐSDOMUR Reykjavíkur felldi í gær úr gildi lögbann sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði við aðgerðum félaga í Sjómannafélagi Reykjavíkur þegar þeir hindraðu losun og lestun skipsins MV Nord- heim í Sundahöfn í Reykjavík í nóvember 1999. Aðgerðunum var ætlað að knýja eigendur skipsins til að skuldbinda sig til að greiða áhöfn þess samningsbundin lág- markslaun. Útgerðarfélag skipsins, Reederei „Nord“ Klaus E. Oldendorf Ltd., höfðaði mál til þess að fá lögbannið staðfest og að dómurinn viður- kenndi að aðgerðir Sjómannafélags Reykjavíkur, sem dagana 19.-24. nóvember sl. hindruðu losun og lestun skipsins, hefðu verið ólög- mætar. Héraðsdómur féllst ekki á þessa kröfu heldur sýknaði Sjó- mannafélag Reykjavíkur. Lögbannið lagt á rangan aðila I dómnum segir að það sé ósannað að Sjómannafélag Reykja- víkur hafi staðið fyrir aðgerðunum heldur hafi það verið Alþjóðasam- band flutningaverkamanna og starfsmaður þess, Borgþór Kjæme- sted. Lögbannið hefði því ekki átt að leggja á Sjómannafélag Reykja- víkur. Engu breytti þótt félags- menn þess hefðu tekið þátt í að- gerðunum. Héraðsdómur tók ekki afstöðu til þess hvort aðgerðirnar hefðu verið lögmætar eða ekki og var þeirri kröfu vísað frá dómi. Viðræður um nýjan kjarasamning í álverinu í Straumsvík að hefjast Starfsmenn semja í tvennu lagi VERKALÝÐSFÉLÖGIN, sem semja fyrir hönd starfsmanna ál- versins í Straumsvík, ganga til kjaraviðræðna í tveimur hópum, en kjarasamningar renna út 1. desem- ber nk. Ófaglærðir ætla að semja sér og iðnaðarmenn sér. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem starfsmenn álversins ganga til viðræðna í tvennu lagi. Sigurður T. Sigurðsson, formað- ur Hlífar í Hafnarfirði, sagði að fé- lög iðnaðarmanna hefðu tekið þá ákvörðun að ganga ekki til kjara- viðræðna með verkafólki í Hlíf og verslunarmönnum í Verslunar- mannafélagi Hafnarfirði. Hann sagði í sjálfu sér ekkert athugavert við þetta. Iðnaðarmenn hefðu metið það svo að þeir stæðu betur að vígi í viðræðunum með því að standa sér líkt og félög verkafólks á Suð- vesturlandi gerðu í vor þegar þau mynduðu svokallað Flóabandalag. Félagsmenn í Hlíf era rúmlega helmingur starfsmanna álversins. Sigurður sagði að viðræður um gerð nýs kjarasamnings væru hafn- ar. Samninganefndir væru búnar að hittast og kynna kröfur. Sigurð- ur sagðist ekki telja að kröfur verkafólks og iðnaðamianna væru ólíkar, en framsetning væri kannski ekki sú sama. Fyrstu níu mánuðir ársins Fjölgaði um 1.400 manns á höfuðborgarsvæðinu TÆPLEGA 1.400 manns fluttust til höfuðborgarsvæðisins fyrstu níu mánuði ársins umfram þá sem flutt- ust þaðan og komu 669 af lands- byggðinni en 713 frá útlöndum, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu íslands yfir búferlaflutn- inga frá janúar til september í ár. Fram kemur að auk höfuðborgar- svæðisins fjölgaði einnig fólki á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vest- urlandi, en fækkaði í öðrum lands- hlutum. Flestir fluttu frá Austur- landi eða 254, en mest fjölgaði í Kópavogi um 499 og í Reykjavík um 468. Flestfr fluttust hins vegar frá Fjarðabyggð eða 112, frá ísafjarð- arbæ 89 og frá Vestmannaeyjum 81. 1.122 fluttust til landsins Ef aðflutningur til landsins er skoðaður í heild kemur fram að 1.122 einstaklingar fluttust til landsins umfram brottflutta fyrstu níu mánuði ársins. Þar af voru að- fluttir íslendingar 40 fleiri en brott- fluttir og aðfluttir erlendir ríkis- borgarar 1.082 fleiri en brottfluttir. Heildarfjöldi aðfluttra umfram brottflutta var svipaður sama tíma- bil í fyrra en þó ívið minni eða 1.048 frá janúar til september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.