Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Viðskiptaráðherra við utandagskrárumraeðu um samruna Búnaðarbanka og Landsbanka Sameining leiðir til aukins hagnaðar og hærra verðgildis TtST-'lU/'JC? Skítt með ástina, við þurfum að hugsa um peningana, dóttir góð. Tvær orðabækur i einm í fyrsta sinn á íslandi er komin út ensk-íslensk/íslensk-ensk veltioröabók. Bókin er tvískipt í kilju og er henni velt við til a& skoða hvorn hluta fyrir sig þannig aS hún er afar handhæg í notkun. Hún er einnig með hraSvirku uppflettikerfi og inniheldur 72.000 uppflettiorS þannig a& au&velt er aS finna það sem leitað er aS. Kynningarverð: 5800 kr. Kindakjöts- salajókst um 5,5% SALA á kindakjöti hefur aukist mik- ið í sumar. Salan í ágúst er 18,2% meiri en i sama mánuði í fyrra. Sala frá ágúst í sumar til ágúst í fyrra er 5,5% meiri en síðustu 12 mánuði þar á undan. Samtals hefur sala á kjöti aukist um 4,1% á þessu tímabili. A síðustu árum hefur markað- shlutdeild svínakjöts og alifuglakjöts aukist á kostnað kindakjötsins. Nautakjötssala hefur að mestu stað- ið í stað. Frá ágúst í sumar til ágúst í fyrra jókst hins vegar kindakjötssala meira en annarra kjöttegunda. Sala á kindakjöti jókst um 5,5%, svína- kjöti um 3,9%, alifuglakjöti um 1,3%, nautakjöti um 0,1% og á hrossakjöti um 33,2%, en miklar sveiflur eru að jafnaði í sölu þess. Þrátt fyrir meiri sölu á kindakjöti er framleiðslan enn mun meiri en salan. Framleiðslan er um 8.660 tonn á ári, en salan um 7.200 tonn. Sala á mjólk á þessu 12 mánaða tímabili jókst um 2,5% reiknað á próteingrunni, en á sama tíma dróst framleiðsla á mjólk saman um 4,3%. Framleiðsla á mjólk á síðasta ári var talsvert umfram neyslu en svo er að sjá að jafnvægi hafi náðst á þessu sviði á ný því mjólkumeysla er held- ur meiri en salan. Þess ber þó að geta að sala á feitum mjólkurvörum er mun minni en próteinríkum mjólkurvömm og hefur munurinn verið að aukast. ------•-+-*----- ORÐABÓKAÚTGÁFAN IHórííHnHHSíiib iUCLÝSIhStSEIIO ^mbl.is Sími: 569 1111 Brélsiffli: 569 1110 Netfang: augl@nibl.is ALLT/\f= £ITTH\SA£3 /VÝ77 840 e-töflur í um 80 smokkum MAÐURINN sem handtekinn var á sunnudag með e-töflur innvortis hef- ur nú skilað af sér öllu efninu. Við röntgenmyndatöku á sunnudag kom í ljós að hann var með talsvart magn af smokkum í meltingarvegi. Alls reyndist maðurinn vera með um 840 e-töflur í um 80 smokkum. Söluverð- mæti fíkniefnanna er samkv. könnun SÁÁ um 2,5 milljónir króna. Gæslu- varðhald yfír manninum sem rann út í gær var framlengt til föstudagsins 27. október. Hjúkrunarfræðideild stofnuð Stjórnfyrir- komulagi breytt IJULI var stofnuð hjúkrunarfræðideild við Háskóla fslands en var áður námsbraut í hjúkrunarfræði. „í raun er þetta breyting á stjómfyr- irkomulagi" sagði Marga Ingeborg Thome sem er deildarforseti hinnar nýju deildar. En hvert er markmiðið með þessari breytingu? „Þessi breytingin á sér langan aðdragandi því í upphafi var þessi náms- braut stofnuð með eina námsleið í huga, það var B .S.-próf í hjúkrunarfræði. En í tímans rás hefur þessi starfsemi orðið æ um- fangsmeiri og fyrir utan hefðbundið nám í hjúkrun- arfræði hafa fimm aðrar námsleiðir verið í boði. í fyrsta lagi sérskipulagt 45 eininga nám fyrir hjúkrunarfræðinga sem ekki hafa lokið háskólaprófi. í öðru lagi meistaranám í hjúkrunarfræði og í þriðja lagi viðbótar- og endur- menntun í formi námskeiða. Síðan hefur ljósmóðurfræði bæst við og þar eru tvær námsleiðir í boði: Annars vegar undirbúningsnám fyrir Ijósmæður sem ekki hafa B.S.-próf og hins vegar nám í ljós- móðurfræði." - Hvert er umfang þessa náms? „Á haustmisseri 2000 hafa 413 hjúkrunarfræðinemar verið skráðir við deildina og í viðbót við það þrjátíu nemar í meistaranámi og af þeim stunda fimmtán fullt nám. Þar fyrir utan stunda 18 ljós- mæður nám við deildina.“ - Hefur orðið mikil aukning á a ðsókn? „Já mjög mikil aukning. I fyrsta árgangi útskrifuðust 14 nemendur árið 1977 og síðan hefur orðið fjölgun frá ári til árs, mest þó eftir að Hjúkrunarskóli Islands var lagður niður 1986 og allt hjúkrun- amám færðist á háskólastig. Þess má geta að 1987 var stofnuð heil- brigðisdeild við Háskólann á Ak- ureyri þar sem húkmnarfræði er kennd. Næsta verkefni sem fært var yfir á námsbraut í hjúkmnar- fræði var að taka við verkefnum Nýja hjúkrunarskólans. Með því skrefi var öll menntun hjúkmnar- fræðinga færð inn í Háskóla." - Hefur deildin breyst mikið? „Já. Upp úr 1980 fór að fjölga í kennaraliði, fyrst mjög hægt en eftir 1986 mun meira og nú starfa 25 fastráðnir kennarar við deild- ina. Menntun þessara kennara hefur einnig tekið breytingum. Fyrstu fastráðnu kennararnir voru allir með meistarapróf en á síðari ámm em æ fleiri kennarar sem hafa lokið doktorsprófí. Sem dæmi get ég nefnt að af þrettán hjúkrunarfræðingum sem hafa lokið doktorsprófi starfa átta við nýstofnaða hjúkranarfræðideild Háskóla Islands. Einnig starfa við deildina kennarar sem ekki era hjúkmnarfræðingar en kenna önnur fög, þeir hafa allir lokið doktorsprófi. Þessar breytingar á starfsemi og menntun kennara endurspeglast m.a. í aukinni áherslu á þróun rannsókna og samþættinguþeirravið ___________ kennslu. Fyrstu árin var mest unnið við uppbyggingu kennslu við námsbrautina. Til marks um áherslubreytinguna var m.a. komið á fót rannsóknarstofn- un í hjúkranarfræðum sem hefur það hlutverk að styðja við rann- sóknir kennara, að auki er þar góð aðstaða fyrir meistaranema. Stofnunin skipuleggur einnig ýmsa fræðslustarfsemi varðandi þróun rannsókna. Nefna má að Marga Ingeborg Thome ► Marga Ingeborg Thome fædd- ist í Vadem Saarlandi árið 1942. Hún lauk bjúkmnarprúfi árið 1963 í Saarlandi og 1965 lauk hún Ijósmæðraprófi í Sviss. Árið 1973 Iauk hún hjúkmnarkennaraprófi í Heidelberg í Þýskalandi og 1977 lauk hún meistarraprófi í hjúkr- un frá háskólanum í Manchester í Englandi. Árið 1996 lauk hún doktorsprófi frá Open University og Queen Margaret College í Ed- inborg. Hún var hjúkrunarkenn- ari íÞýskalandi, stundakennari við námsbraut í hjúkmnarfræði við H.í. 1974 til 1975. Árið 1977 varð hún lektor og fyrsti fast- ráðni kennari þeirrar námsbraut- arþar sem hún nú er dósent og deildarforseti nýstofnaðrar hjúkrunarfræðideilar. Marga er gift Erlingi Bergsteinssyni lög- fræðingi og eiga þau eina dóttur. Rannsóknir ríkur þáttur í starfinu boðið er upp á opinbera fyrirlestra og kynningar á rannsóknum í mál- stofum og það er veitt ráðgjöf og stuðningur við hjúkranarfræðinga sem vinna við slíkt. Við rannsókn- arstofnunina starfar einn sérfræð- ingur. Rannsóknir kennara eru skráðar í gagnagrann Rannsókn- arráðs íslands. Þar er getið um 95 rannsóknir sem hafa fengið styrk frá Rannís eða frá Rannsóknar- ráði Háskóla íslands." - Er hjúkrunamámið hér á landi jafngilt hjúkrunamámi í nágrannalöndunum ? „Miðað við það sem gerist í mörgum löndum Evrópu era ís- lenskir hjúkranarfræðingar með góða menntun en hins vegar má segja að myndin er að breytast mikið og ört í þessum efnum því háskólanám er að komast á í mörgum Evrópulöndum þar sem það var ekki við lýði og oft litið til Islands sem fyrirmyndar í þeim efnum. í vor var haldin ráðstefna vinnuhóps hjúkranarfræðinga sem stunda rannsóknir í Evrópu og þar var hjúkrunarnám hér á landi kynnt og vakti mikla athygli- Enskumælandi lönd hafa verið í foiystu varðandi það að koma á háskólanámi í hjúkran og halda ________ þeirri forystu enn. Hins vegar má nefna að þótt menntun hjúkrunar- fræðinga í Bandaríkj- ________ unum og Kanada sé enn mörgum stigum á undan því sem gerist hér og víðar í Evrópu eru að verða miklar breyt- ingar í þá átt að jafna bilið. Hjúkr- unarfræðinám á íslandi er þannig uppbyggt að íslenskir hjúkrunar- fræðingar geti stundað fram- haldsnám víða um heim og þeir þeirra sem hafa stundað meistara- og doktorsnám erlendis segja að undirbúningurinn héðan hafi verið þeim mjög gott veganesti."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.