Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 31 ERLENT Japansstjórn efnir til rannsóknar á ástæðum sjálfsvíga Tókýtí. AFP. JAPÖNSK stjórnvöld hyggjast verja 300 milljónum jena, andvirði 236 milljóna króna, á næsta ári til að komast til botns í því hvers vegna yflr 30.000 Japanir stytta sér aldur á ári hverju. Ráðuneyti heilbrigðis-, velferð- ar- og atvinnumála hafa gert áætl- un um ítarlega rannsókn á orsök- um sjálfsvíga, sem hefja á í aprílmánuði næstkomandi. Áætl- unin gerir ráð fyrir að tekin verði viðtöl við aðstandendur 300 manna sem hafa svipt sig lífi. Markmiðið er að „finna hvar hinar raunverulegu ástæður liggja“, að sögn Yoshiyuki Matsumoto, yfir- manns þeirrar deildar heilbrigðis- ráðuneytisins sem sinnir málefn- um er varða andlega sjúkdóma. „Við getum jú ekki spurt hina látnu, svo að við munum spyrja aðstandendur þeirra og reyna að grafast fyrir um orsakimar," hef- ur AFP eftir Matsumoto. Heildarfjöldi skráðra sjálfsvíga í Japan í fyrra var 33.048 og hefur hann aldrei verið meiri, eftir því sem fram kemur í skýrslu Lög- reglumálastofnunar Japans (Nat- ional Police Agency) frá því í ágúst sl. Flestir þeirra sem svipta sig lífi í Japan eru karlmenn, eða 23.512 af þessum rúmlega 33.000, ef marka má hinar opinbem tölur. Heilsufarsvandamál era gefin upp sem meint orsök um helmings allra sjálfsvíganna og fjárhags- vandræði um 20%. Það er 11,5 prósentustiga aukning frá því síð- asta sambærilega skýrsla var gerð fyrir ári. í tengslum við áætlunina verð- ur einnig skipuð sextán manna nefnd, sem í sitja læknar, fræði- menn, prestar og félagsráðgjafar, en henni mun ætlað að gera úttekt á þjóðhagslegum afleiðingum sjálfsvíga. Tíðni sjálfsvíga hærri í mörgum löndum Samkvæmt tölum Heilbrigðis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, WHO, er tíðni sjálfsviga í Japan - 26 karlmenn og 12 konur af hverj- um 100.000 - svipuð og í öðmm helztu iðnríkjum heims. Tíðnin mælist eitthvað lægri í Bretlandi, Þýzkalandi, Italíu og Bandaríkj- unum, en hún er hærri en í Japan í Austurríki, Finnlandi og Frakk- landi. Hæsta mælda sjálfsvígs- tíðni heims er í Litháen, þar sem nærri 74 af hverjum 100.000 karl- mönnum styttu sér aldur árið 1998. Jeltsin á bókasýningunni í Frankfurt Aflýsti frétta- mannafundi Frankfurt. Reuters, AFP. BORÍS Jeltsín, fyrrverandi forseti Rússlands, kom við á bókasýning- unni í Frankfurt í gær til að kynna síðasta bindi ævisögu sinnar, „Mið- næturskrifanna". Þótti hann heldur laslegur að sjá og fréttamannafundi með honum var aflýst. Talsmaður bókaútgáfunnar, sem gefur út ævisöguna, sagði aðeins, að Jeltsín færi heim til Moskvu þá síðar um daginn eins og fyrirhugað hefði verið. Jeltsín, sem var í fylgd með konu sinni, Naínu, svaraði engu spum- ingum fréttamanna og hann var þrútinn í andliti og virtist eiga erfitt með gang. Lét hann þó einu sinni þau orð falla, að hann væri ánægður með að vera í Þýskalandi enda teldi hann sig hafa fengið ýmsu áorkað til hagsbóta fyrir bæði ríkin, Þýska- land og Rússland. Jeltsín kom til AP Þýskalands á fimmtudag og átti þá Jeltsín með eintak af fund með Helmut Kohl, fv. kanslara. bókinni sinni. Leitað að heitu vatni í Kaupmannahöfn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Danir gera sér nú vonir um að hægt verði að hita hús á Kaupmanna- hafnarsvæðinu upp með heitu vatni. Vitað er að heitt vatn er í jörðu undir höfuðborginni og hefur verk- takafyrirtækinu DONG nú verið falið að kanna hvort nægilegt vatn er til að nota megi það til að hita upp hús. Við heitavatnsleitina eru ekki gerðar hefðbundnar tilrauna- boranir heldur eru víbratorar not- aðir til verksins, að því er fram kemur í Berlingske Tidende. Fjögur orkufyrirtæki vinna með DONG en fyrirtækið er þekktast fyrir að leita að olíu og gasi í Norð- ursjó. Ákveðið var að kanna hvort heitt vatn væri að finna á um 2 km dýpi undir Kaupmannahöfn í kjöl- far skýrslu danska orkumálaráðu- neytisins þar sem sagði að mögu- leikarnir á því væra allnokkrir. Hyggjast fyiártækin nú láta á það reyna og hafa fengið styrk frá danska þinginu til verkefnisins. Alls verða lagðar um 150 milljón- ir dkr., um 1,5 milljarðar ísl. kr., í verkið sem felst í því að senda hljóðbylgjur með víbratorum niður í jarðgrunnið á um 100 km löngum kafla á Stór-Kaupmannahafnar- svæðinu. Víbratorarnir eru festir undir vörubfla og nær hver bifreið að fara yfir um 4 km svæði á dag. Búist er við að verkið taki um tvo mánuði. Finnist nýtilegur jarð- varmi verða boraðar tilraunaholur og tilraun gerð til að hita upp um 4.000 heimili. Vonast sérfræðing- arnir til að gangi allt að óskum verði upphitun með heitu vatni orð- in algeng eftir 10-20 ár. og bióðum þét til veislu Nú verður lífog fjör. í tilefni afmælisins ætlum við að hafa gaman alla helgina og bjóðum þér stórkostlegan afmælisafslátt afýmsum vörum. Boðið verður upp á skemmtun afýmsu tagi t.d. mun trúbadorinn Hermann Ingi skemmta einnig verðurgos og snakk í boði. Ekki missa afþessu! Trúbadorinn Hermann Ingi ásamt Elisabeth skemmta BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI: 554 6300 FAX: 554 6303 (gþmbl.is l^\LLTA/= L=!TTH\S/\£D /V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.