Morgunblaðið - 21.10.2000, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 21.10.2000, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ 68 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000 ^ UMRÆÐAN GREINARGERÐ ' t 1 1 ! í i f t i i t ( ' 1 í } Þjdðfélagið hefur breyst er heimilisfræði ekki lengur skyldufag í 9. og 10. bekk, einungis valgrein og er það miður þegar þróunin í þjóðfélaginu er skoð- uð. Til viðbótar hefur kennslumagn á ungl- ingastiginu víða verið skert úr 3-4 kennslu- stundum niður í tvær sem er afar slæmt. Það er erfitt fyrir heimilisfræðikennara að miðla faginu á svona takmörkuðum tímafjölda, kennslan missir marks. Það er sárt frá því að segja en námsefnisgerð í heimilisfræði hefur oft setið á hakanum hin síðari Leiðbeiningastöð heimilanna er alhliða neytendafræðsla sem hóf starfsemi sína árið 1963. Kvenfélaga- samband íslands, sem eru ein stærstu lands- samtök kvenna á Is- landi, hefur stýrt þess- ari starfsemi. Eitt af markmiðum Kvenfé- ■Mgasambandsins er að standa vörð um hag ís- lenkra heimila, vinna að neytendamálum ásamt því að vinna að útgáfu fræðslurita. A Leiðbeingastöð- inni eru veittar upp- lýsingar um allt mögulegt sem tengist því að halda heimili. Það þarf að elda og baka ásamt því að hugsa um næringargildið. Hvað er hægt að gera ef eitthvað fer úr- skeiðis? Húsið þarf að vera hreint og fínt, þvottinn þarf að meðhöndla rétt og hvað er til ráða þegar blett- irnir herja á. Hvað þarf síðan að hafa í huga þegar heimilistækin eru *d£in og keypt? Þjóðfélagið hefur breyst, hraðinn er mikill og neytendur óska eftir upplýsingum strax. Breyttar áherslur fylgja nýjum tímum. Við höfum fundið fyrir aukinni þörf í þjóðfélaginu á ýmsu fræðsluefni fyrir neytendur varðandi heimilis- hald og heilbrigðara lífemi. Því miður hefur dregið úr heimilis- fræðikennslu í grunnskólum lands- ins, nemendur fá ekki í öllum tilvik- um nauðsynlegan grunn varðandi störf innan veggja heimilisins sem undirstöðuatriði í næringar- fræði. Við þurfum ekki annað en að líta í kringum okkur, fæðusamsetn- ingin er ekki alltaf til fyrirmyndar, fituinnihald er stundum of hátt og skortur er á nauðsynlegum næring- arefnum, þetta leiðir til þess að margir eru of feitir en samt van- nærðir. Það þarf að leggja meiri áherslu á mikilvægi þess að borða holla fæðu. Neysla ávaxta og græn- metis er allt of lítil. Hvernig væri að hafa ávaxtadag í staðinn fyrir nammidag? Hvað er gimilegra en litskrúðugt ávaxtasalat með vín- berjum, mandarínum, pemm og kíví? Samkvæmt nýrri aðalnámskrá ár. I ljósi fyrmefndra atriða er eitt Neytendur Markmiðið, segir Hjördis Edda Broddadóttir, er að upplýsa fjöldann. af markmiðum Leiðbeiningastöðvar heimilanna að auka útgáfu á fræðsluefni sem annaðhvort er í formi veggspjalda sem hægt að hengja upp eða í formi bæklinga þar sem hægt er að lesa sér til um ákveðin efni. Nýjasta framlagið er veggspjald í tengslum við átak Kvenfélagasam- bands íslands til þess að auka vatnsdrykkju íslendinga. Slagorðið er; VATN er besti svaladrykkur- inn. Sérstaklega er verið að hvetja forráðamenn allra skóla til þess að vinna ötullega að þessu ásamt öðr- um vinnustöðum á landinu. Markm- iðið er að sjá veggspjaldið sem víð- ast. Veggspjaldið fæst hjá Leiðbeiningastöðinni. Annað nýjasta framlag Leiðbein- ingastöðvarinnar er þvottaspjald; Þvottaleiðbeiningar. Fyrirspurnum hefur fjölgað varðandi meðferð á þvotti, fólk lendir í því að ein flík lætur lit, aðra má ekki þvo og jafn- vel er það orðið svo að sumt má ekki setja í hreinsun. Neytendur þurfa að kynna sér efnið í flíkinni áður en keypt er og þá er nauðsyn- legt að þekkja þvottatáknin. Hvað má og hvað ekki? Leiðbeiningastöð- in hefur haft gott samstarf við heimilistækjaverslanir og eru margar þeirra sem láta þvotta- spjaldið fylgja með hverri keyptri þvottavél. Neytandinn fær gagnleg- ar upplýsingar í kaupbæti og og verður ánægðari fyrir vikið. Þvotta- spjaldið er jafnframt gott innlegg í heimilisfræðikennslu og sama má segja um blettabæklinginn sem einnig fæst hjá Leiðbeiningastöð- inni. Ónnur fræðslurit eru frysting matvæla og geymsluþol, gerbakst- ur og jafnframt tímaritið Húsfreyj- an sem gefið er út á sama stað. Starfsemi Leiðbeiningastöðvar- innar er lífleg. Neytendur spyrja spuminga og bíða svara. Til þess að koma til móts við neytendur á sem bestan hátt er nauðsynlegt fyrir starfsmenn Leiðbeiningastöðvar- innar að stunda vinnu sína af kappi. Þeirra hlutverk er meðal annars að fylgjast með því nýjasta er snertir manneldi, heimilisfræði, neytenda- fræði og annað varðandi heimilis- hald og reynt er eftir fremsta megni að taka inn ný gögn. Það þarf að fylgjast með og fara í gegn- um gæðakannanir á heimilistækj- um en þar er stuðst við upplýsingar í neytendablöðum frá ýmsum lönd- um. Neytendablöðin koma frá Þýskalandi, Bretlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hér má til dæmis nefna Test frá Þýskalandi, Which frá Bretlandi og Tænk frá Danmörku. Markmiðið er að upplýsa fjöld- ann, sem flesta neytendur í land- inu. Aukin tengsl við atvinnulífið, skólana, fjölmiðla sem og ljósmiðla er afar mikilvægt. Það er mikill styrkur fyrir Leiðbeiningastöðina að njóta liðskrafta frá fyrrnefndum aðilum, upplýsingaflæðið verður öflugra og um leið gagnlegra eins og þegar hefur verið komið inn á. Á móti fáum við neytendur sem eru vel upplýstir og ánægðir. Það er öllum velkomið að koma, fá upp- lýsingar og geta þá um leið fengið afrit af tilskildum upplýsingum eða keypt þær í formi fræðslurita. Næst þegar eitthvað kemur upp á getur neytandinn bjargað sér sjálf- ur með því að lesa sér til, sparar bæði tíma og peninga. Höfundur er framkvæmdasijóri Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Sitjum ekki eftir! FYRIR nokkru gerði ég ólaunuð störf tón- listarskólakennara að umfjöllunarefni. Það er ekki einungis tónlistar- flutningur þeirra eða æfingatími sem ætlast er til að sé ókeypis. Tónlistarskólakennar- ar greiða með sér í vinnu. Þeir koma með dýr hljóðfæri sín til -*tenu án þess að fá nokkuð greitt fyrir þá notkun. Þeir koma með ýmis kennslugögn til vinnu, nótur, bækur, geisladiska og fleira, án þess að nokkuð sé fyrir það greitt. Aðstaða þeirra er í flest- um skólum þröng og margir kennar- ar um sömu kennslustofu svo ekki er hægt að nýta göt í stundaskrá til eins né neins. Lítið er um að önnur vinnu- aðstaða sé í skólunum. Það er við- burður ef kennarar hafa aðgang að tölvu innan skóla, hvað þá heldur f^tengingu. Þetta þýðir að mikil vinna fer fram á heimili tónlistar- skólakennarans og ekki fá þeir greitt fyrir vinnuaðstöðu tónlistarskólanna inni á heimili sínu. Hljóðeinangrun er víðast hvar ófullnægjandi, sem leiðir til gífurlegs álags þegar allt er á fullu, lúðrarsveitaræfing og tíu kepnarar að reyna að kenna í einu. í&hnarastofur eru oft og tíðum þröngar kompur og hvergi er gert ráð fyrir hvfldaraðstöðu fyrir kennara. Ofaná þetta bætist erfiður og slitróttur vinnutími, frá ellefu langt fram á kvöld, og á laugardögum, þar sem ekki er hægt að fá nem- endur á venjulegum skólatíma vegna ein- setningar grunnskól- anna. Auk þess er kennsluskylda tónlist- arskólakennara langt umfram það sem gerist hjá grunnskóla- og framhaldsskólakenn- urum, sérstaklega ef tekið er mið af kennsluafslætti tengdum aldri. Og tónlistarskólakennarar fá greiddar 130.000 krónur í heildarlaun á mán- uði, yfirvinna þar með talin. Þórólfur Þórlindsson prófessor lýsti yfir áhyggjum sínum nú á dög- unum hversu illa væri búið m.a. að listmenntun í landinu og hversu lítils metin áhrif skapandi náms væru í menntakerfinu. Ef við ætlum ekki að verða eftirbátar þjóðanna í kringum okkur og samkeppnisaðila í framtíð- inni ætti samfélagið að gera þá kröfu að gaumur sé gefinn orðum Þórólfs. Þeir sem nú standa frammi fyrir því að semja um kjör tónlistarskóla- kennara mættu hafa í huga ályktun Tónlistarkennarar Aðstöðukostur tónlistarkennara í flestum skólum er þröngur, segir Sigriður Jónsdóttir, og margir kennarar um sömu kennslustofu. þings tónlistarskólakennara á Vest- urlandi sem haldið var í september sl. „Tónlistarskólakennarar á Vest- urlandi minna á gildi tónlistarmennt- unar og ótvíræð jákvæð áhrif hennar á þroska einstaklingsins. Álag og óánægja kennara í starfi kemur nið- ur á gæðum kennslu og uppbyggingu skólastarfs. Bætt kjör tónlistar- skólakennara snerta því beint hags- muni nemenda tónlistarskólanna. Beri samfélagið hag bamanna fyrir bijósti er fjárfestingin í þeirra þágu og framtíð. Betri byggðastefna þarfnast sterkra, hæfra og skapandi einstaklinga." Höfundur er tónlistarskdlakennari og situr í stjóm Félags tónlistar- skólakennara. Sigríður Jónsdóttir Um dauð- daga lista- manns FIMM eftirlifandi og nánustu ætt- ingjar listamannsins Birgis Engil- berts hafa óskað eftir birtingu á eft- irfarandi greinargerð vegna ákvæða í erfðalögum, sem kveða svo á, að höfundarréttur af verkum hans, mál- verk, innbú og húseign gangi til rík- isins þar sem hann skildi ekki eftir sig erfðaskrá eða óyggjandi yfirlýs- ingu um vilja sinn um ráðstöfun verka og eigna. „Hvenær deyr maður og hvenær deyr maður ekki? Gerist það við hinn líkamlega dauða þegar búið er að grafa jarðneskar leifar hans? Eða hafa eftirmæli minningargreinanna að geyma einhvem sannleik? Eiga ekki að gilda hin frægu orð sem þar sjást oftsinnis: „En orðstírr deyr aldregi..." Eða hin fallega hugsun sem Hannes Pétursson birtir í ljóði sínu, Þú gekkst mér við hlið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. Þann 12. apríl á sl. ári var málar- inn og rithöfundurinn Sigurjón Birg- ir Engilberts færður til moldar eftir skyndilegt og ótímabært andlát. Birgir Engilberts var listamaður sem hafði unnið lengi og ötullega að list sinni, bæði í málverki og ritlist, en á algerlega hljóðlátan hátt. Hann var um langt árabil leikmyndahönn- uður og leiktjaldamálari í Þjóðleik- húsinu. Og hann tengdist því húsi enn frekar því þar var sett á svið fyrsta leikverk hans og einnig það síðasta af leikritum sem athygli vöktu. En heilsuleysi hans og fælni við fjölmiðla átti sína sök á því að nafn hans og verk vom ekki kunnari en raun ber vitni. Raunar er sérhver tími ótrúlega glámskyggn á lista- menn sína. Lífi sínu lifði Birgir í af- neitun á venjubundnum gildum, hann bar ekki gæfu til að eignast maka eða böm, en bjó alla tíð í húsi foreldra sinna og föðurforeldra. Þau reistu húsið í byrjun aldarinnar og ólu þar upp syni sína, þar á meðal Jón Engilberts listmálara. Og í þessu húsi lifðu þau gömul og dóu í skjóli annars sonar síns, Gríms Eng- ilberts, ritstjóra Æskunnar, og konu hans, Laufeyjar Magnúsdóttur, en þau vom foreldrar Birgis. Ekkert lif- ir þennan listamann nú nema iðja hans í málverki og ritlist. Réttleysi ættingja En ekki er öll sagan sögð. Eftir- lifandi nánustu ættingjar hans sem gjarnan vildu sýna nafni hans sóma komust að raun um að þeir vom rétt- lausir vegna laga sem kveða á um að systkinaböm erfa ekki hvert annað, nema viðkomandi geri erfðaskrá eða skilji eftir sig óyggjandi yfirlýsingu um vilja sinn í þeim efnum. Það virt- ist hinn látni ekki hafa gert og því gengu eftirlátnar eigur hans til ríkis- ins. Ríkið hirðir höfundarrétt af verkum hans, öll málverk, innbú og húseign. Ríkið má senda myndverk hans á tvist og bast með því að selja hugsanlegum listaverkasölum sem nenna að kaupa þau, eða fleygja þeim að öðrum kosti á haugana, enda nafnlaus listamaður sem í hlut á. Og nú hófst undarlegur kapítuli í þessu máli. Viðmót og framkoma fulltrúa ríkisvaldsins var með þeim hætti að eftirlifandi ættingjar vissu varla hvort þeir hefðu rétt til að eignast persónulega muni í dánarbúi náfrænku og -frænda síns. Muni sem voru nánast verðlausir, en höfðu ómetanlegt tilfinninga- og minninga- gildi fyrir þá. Hvað þá að þeir hefðu nokkuð yfir húsinu að segja, þar sem þeir allir dvöldu oft og lengi, sumir hjá móður- eða föðursystur sinni, aðrir hjá föðurbróður sínum, afa og ömmu. Og þó eru þær minningar og samskipti öll órjúfanlegur hluti af uppvexti þeirra og æsku, allt fram á fullorðinsár. Að vísu munu nánustu ættingjar hafa forgangsrétt til að kaupa muni út úr dánarbúinu, en því var ekki haldið á lofti. Skiptastjórinn var að sönnu sléttmáll og jákvæður í gegnum síma, en í raun var stuggað við ættingjum hins látna á undarleg- an og óviðkunnanlega hátt. Taka má fram að vegna skyndilegs andláts þessa náfrænda okkar voru allir við- komandi þessu máli í sárum og al- gjörlega óviðbúnir því virðingarleysi gagnvart hinum látna og ættingjum hans sem sýnt var. Reynt var með drumbshætti og ankannalegri and- stöðu að meina ættingjunum að eign- ast gripi úr búinu, eða a.m.k. gera þeim svo erfitt fyrir sem mögulegt var, jafnvel þótt þeir greiddu fyrir þá upphæð sem ríkisvaldinu þóknaðist að meta þá á. Einn ákveðinn dag síðsumars hitt- ist hópur ættingja og vina í garðin- um, úti fyrir húsinu á Njólsgötu 42. Ekki aðeins til að eignast gripi úr dánarbúinu eða til að leysa út mynd- verk hins látna, heldur til að kveðja með táknrænum hætti fjölskyldu sem hafði búið þar langan aldur og var þeim kær. Húsið var ekki aðeins hús, heldur lifandi vistarvera þess- ara frændmenna: musteri sem varð- veitti minningu þeirra, anda þeirra. Það hafði verið settur vörður um húsið. Hópnum var hleypt inn tveim- ur og tveimur í senn undir eftirliti til að ekki yrði hróflað við neinu. Ungl- ingsstúlka í hópnum var nánast rek- in út vegna þess að hún tók upp gam- alt barnablað Æskunnar til að skoða það. Allir hlutir voru nákvæmlega verðmerktir og uppskrifaðir. Þegar einum úr hópnum blöskraði stífnin sem ríkti þarna sló í brýnu á milli hans og eftirlitsmannsins á staðnum. Það var furðuleg tilfinning og fárán- leg að ganga um þessi gamalkunnu gólf náfrænda sinna og spyija hvað hitt og þetta „kostaði“. Engu var lík- ara en maður væri staddur í rangöl- um absúrd skáldsögu eftur Birgi Engilberts sjálfan. Eða í ræningja- bæli ritningarinnar. Að lokum var í þessu máli sæst á kaup ættingja á fáeinum munum, auk þess sem myndverk hins látna voru öll keypt út úr dánarbúinu. Far- ið var fram á að þau yrðu aðskilin frá dánarbúinu í ljósi þess að um væri að ræða listræn menningarverðmæti, en það tókst ekki. Lofað var að Ijós- myndir o.fl. persónuleg gögn yrðu afhent ættingjum, þar með talin handrit, sem áttu að fara á handrita- deild Landsbókasafns, enda hafði verið skrifað bréf til sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið var fram á m.a. að handrit úr dánarbúi Birgis yrðu afhent til vörslu á handritadeild Landsbókasafns. Þegar hér var komið sögu var und- irrituðum orðið það ljóst að eitthvað er athugavert við erfðalög þessa lands eða að minnsta kosti fram- kvæmd þeirra. í fyrsta lagi virtist enginn vita um það að erfðaréttur stöðvast við móður- og föðursystkini, ef hinn látni á hvorki afkomanda né systkini, eða systkinabörn. í þessu tilviki var engum þessara til að dreifa. I öðru lagi kemur öllum meira en lítið á óvart að svona skuli þessu vera háttað. Allir vita að með systkina- börnum eru oft á tíðum mikil tengsl, enda tíðkast hér í landi talsvert sterk fjölskyldubönd. Erfðalögin opinbera því að þessu leyti mikla veilu. Þau stríða gegn mannréttindum, bæði hins látna og nákomnustu ættingja hans. Og, eins og kom í ljós, opinbera þau virðingarleysi ríldsins gagnvart
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.