Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Að matreiða kola án beina og roðs, segir
Kristín Gestsdóttir, er eins og að drekka
kampavín úr plastglasi.
ÞEIR eru orðnir fáir íslending- arnir sem matreiða fisk öðru vísi en flakaðan og sjaldan borða þeir roðið með. Ekki er sama um hvaða fisk er að ræða, mér dytti aldrei í hug að borða ýsu og þorskroð. En með því að borða roðið með kolan- um fær maður hið ljúffenga kola- bragð, sem er einstakt svo fremi að fiskurinn sé ferskur og feitur. Til að sjá hvort kolinn er ferskur er best að skoða blóðið sem á að vera fagurrautt og ekki má vera Ijós hringur kringum rauðu depl- roðið snúi niður. 4. Blandið saman bræddu smjöri og matarolíu og smyrjið yf- ir hvíta roðið. Glóðarsteikið í 6-8 mínútur nálægt glóð, en fylgist vel með, þetta er fljótt að brenna. 5. Hvolfið fiskinum yfir á annan smurðan álpappírsbút, smyrjið svarta roðið á sama hátt og glóðið í aðrar 6-8 mínútur. Berið strax á borð. Meðlæti: Soðnar kartöflur, hrá- salat og smjör.
ana. Feitur er kolinn síðari hluta sumars og vel fram yfir áramót. Hreinsa þarf roðið mjög vel með því að hella sjóðandi vatni yfir það og skafa allt slím og hreistur vel af. Harðsteikt og grillað brakandi kolaroð, namm, namm. Pönnusteiktur koli með reekjum 1 frekar stór koli
1 V2 tsk. salt
Mörgum er illa við beinin, en þau er auðvelt að forðast, þau liggja öll í röð meðfram uggunum. Ef maður flettir fiskinum frá nýmalaðurpipar
safi úreinni sítrónu
2 msk. hveiti
miðju og út til jaðranna, sitja bein- in eftir í röð. Á þessum litlu bein- um er mjög ljúffengur fiskur og er gott að sjúga beinin. Var það yfir- ferskt dill
1 lítil rauð papríka
100g rækjur
leitt gert hér áður, en nú kunna fæstir Islendingar það lengur. 2 msk, matarolía + 2 tsk. smjör
til að steikja úr.
Glódarsteiktur koli lí bakara- ofni) 1 frekarstórkoli 15 g smjör saman við sítrónu-
safann, papríkuna, dillið og
rækjurnar
1. Hreinsið kolann vel og skafið roðið, sjá hér að framan. Skerið í
safi úr hólfri sítrónu 3-4 sneiðar. 2. Hellið hluta sítrónusafans yf- ir fiskinn (geymið hitt), blandið saman
I ’/2 tsk. salt
Vi tsk. pipar
15 g (1 smópakki) brætt smjör + hveiti, salti og pipar og veltið fiskinum upp úr því. 3. Takið stilk og steina úr papr- íkunni og saxið smátt, klippið dill saman við. Skerið rækjumar í tvennt eða þrennt og setjið út í. 4. Setjið matarolíu og smjör á . pönnu, hafið meðalhita og steikið fískinn á hvorri hlið í 6 mínútur. Setjið á fat og haldið heitu. 5. Setjið 15 g af smjöri á pönn- una, það sem eftir er af sítrónusaf- anum, rækjurnar, papríkuna og dillið og sjóðið saman í 1-2 mínút- ur, hellið yfir fiskinn og berið fram. Meðlæti: Soðnar kartöflur.
2 tsk. matarolía
1. Hreinsið roðið á kolanum, sjá hér að framan. Hreinsið allt blóð úr kviðnum og fjarlægið hrogn ef þau eru í fiskinum. 2. Stingið nokkur göt á kolann með oddmjóum hnífi, hellið sítr- ónusafa yfir roðið og látið fara inn í götin. Stráið síðan salti og pipar yfir og reynið að láta það fara inn í götin. 3. Hitið glóðarristina. Smyrjið álpappírsbút og leggið á bökunar- plötu. Leggið fiskinn þar á, svarta
Gjald karlmennskunnar?
Jafnréttisbaráttan
hefur aðallega verið háð
af konum. Hún hefur
leitt til þess að losnað
hefur um staðlaða
ramma kvenímyndai'-
innar og staða kvenna
hefur að ýmsu leyti
breyst. Það hefur auð-
vitað leitt til nýiTar
stöðu karla sem e.t.v.
hefur ekki verið skil-
greind nægjanlega eða
til hennar tekið tillit.
Það er nauðsynlegt að
ný staða þeirra sé skil-
greind ekki síður en
kvenna og mikilvægt í
ljósi þeirra breytinga
sem orðið hafa á stöðu kynjanna og
munu verða á næstu árum vegna
breyttra aðstæðna að ýmsu leyti.
Tölfræðilegar upplýsingar um raun-
verulega stöðu kai-la á ýmsum við-
kvæmum sviðum þjóðlífsins ættu að
vekja slíkar umræður auk mikilvægis
þess að það, hvað telst kai'lmennska,
sé endurskoðað í ljósi þess að ísland
er á ótrúlega skömmum tíma að
breytast úr samfélagi veiðimanna og
bænda í upplýsinga-og þekkingar-
samfélag.
Drengir í erfiðleikum
Ýmsar tölfræðilegar upplýsingar
liggja fyrir um mismunandi hlutfall
kynjanna þegar kemur að mælanleg-
um þáttum þeirrar þjónustu og
stuðnings sem grunnskólinn veitir.
Drengir hafa verið 70% þeirra nem-
enda sem taldir eru þurfa sérkennslu
í grunnskólunum. Sama er uppi á
teningnum þegar röðin kemur að sér-
deildum skólanna, þar eru drengirnir
einnig u.þ.b. 2/3 nemenda. Samt eru
meðaleinkunnir stúlkna að jafnaði
hærri þegar kemur að samræmdum
prófum. Fyrirferð di'engjanna innan
skólanna er ekki einhlít vísbending
um sterka stöðu þeirra heldur e.t.v.
þvert á móti. Athyglin sem þeir fá er
oft fyrst og fremst neikvæð
Einnig hefur verið
bent á að unglings-
drengir virðist eiga erf-
iðara með að tjá sig með
orðum og því líklegra
að þeir loki tilfinningar
sínar inni eða láti hend-
ur skipta. Um 65%
gesta Unglingaheimilis
ríkisins hafa verið
drengir. Afskipti lög-
reglu af unglingum
sýna einnig að drengir
eru mun líklegri til að
lenda undir eftirliti lög-
reglu, eða 86% á móti
14% stúlkna. Dauði
vegna slysa er einnig
margfalt algengari
meðal drengja og pilta og sama á við
um sjálfsvíg. Á aldrinum 15-19 ára er
Ungmenni
A aldrinum 15-19 ára
er dánartala karla tvö-
falt hærri en kvenna,
segir Svanfríður
Jónasdóttir, og á
aldrinum 20 til 24 ára
er hún þrefalt hærri.
dánartala karla tvöfalt hærri en
kvenna og á aldrinum 20 til 24 ára er
hún þrefalt hærri. Nýleg umræða um
aukningu á sjálfsvígum hlýtur að
leiða hugann að þessum staðreynd-
um og þar með raunverulegri stöðu
karla, stöðu sem stundum hefur verið
kölluð gjald karlmennskunnar.
Þáttur karlmennskuímyndar
Því hefur oft verið haldið fram að
karlmenn eigi ekki eins gott með að
sýna tilfinningar og konur, né heldur
að vinna úr þeim. Skoða má sjálfsvíg
og áfengisneyslu karla út fá því. Upp-
eldi er talið eiga hér stærstan þátt en
sárlega vantai' rannsóknir á orsökum
þess kynjamunar sem hér hefur verið
rakinn. Drengirnir fá, rétt eins og
stúlkm'nar, ákveðin skilaboð frá um-
hverfinu um hverskonar manneskjur
þeir eiga að vera. Bæði fagfólk og for-
eldrar hafa vaxandi áhyggjur af því
að nútímasamfélag bjóði drengjum
upp á stöðugt verri fyrirmyndir og að
hetjuímyndin verði sífellt ofbeldis-
kenndaiá. Það hefur komið í ljós hjá
þeim drengjum sem leita til skóla-
sálfræðinga að raunverulegir karl-
menn eru ekki endilega fyrirmyndh'
þeirra heldur oftar einhvers konar of-
urmenni myndbanda og kvikmynda.
Það er afar mikilvægt fyrir þróun
jafnréttismála að ástæður þess að
kynin haga sér með tilteknum hætti
séu kannaðar og geti nýst til að taka á
þeim þáttum sem ástæða þykir til á
hverjum tíma. Það er því mikilvægt
að samkvæmt framkvæmdaáætlun
ríkisstjórnarinnar til að ná fram jafn-
rétti kynjanna lætur heilbrigðisráð-
herra „kanna sérstaklega þátt karl-
mennskuímyndar í þeirri hegðun
karla sem orsakar slys, sjálfsvig og
eitranir.“ Samkvæmt upplýsingum
frá landlækni, í tengslum við umfjöll-
un um fjölgun sjálfsvíga hér á landi,
virðist eina þekkta aðferðin til að
stemma stigu við sjálfsvígum að upp-
fræða heilbrigðisstarfsfólk. Það er
því mjög á sínum stað að heilbrigðis-
ráðherra beiti sér í þessu máli og láti
leita orsaka þess að slys og dauði
vegna slysa eru margfalt algengari
meðal karla en kvenna og sama á við
um sjálfsvíg. Sjálfsagt er að reyna að
komast til botns í því hvort og þá
hvaða þátt sú karlmennskuímynd
sem drengir eru aldir upp við á í þess-
ari staðreynd. Tölurnar bjóða þeim
gruni heim að ýmislegt megi mun
betur fara í uppeldisaðstæðum
margra drengja á Islandi.
Höfundur er þingmaður
Samfylkingar.
Svanfríður
Jdnasdóttir
Hvar stendur þú?
FRELSI, jafnrétti
og bræðralag. Þetta
segir í raun allt sem
segja þarf. í þessu 211
ára slagorði felst nú-
tímaj afnaðarstefnan
og aðeins hún. Frelsi
gefur okkur möguleik-
ann til að dafna. Jafn-
rétti gefur okkur jöfn
tækifæri í samkeppnis-
þjóðfélagi. Bræðralag
gerir okkur frábrugðin
frá lífverum frumskóg-
arlögmálsins og sam-
einar bæði stóra og
smáa.
Ungir jafnaðarmenn
trúa að séu þessi þrjú meginstefn-
umál jafnaðarstefnunnar höfð sam-
tímis að leiðarljósi muni samfélagið
batna fyrir alla.
Ungir jafnaðarmenn og
ungir sjálfstæðismenn
Leiðin til að tryggja fólki góð lífs-
kjör í framtíðinni og jöfn tækifæri í
lífinu byggist á aðgangi að menntun.
Ungir jafnaðarmenn vilja auka fjár-
festingu í menntun verulega enda
hefur ísland stórlega dregist aftur
úr menntamálum í alþjóðlegum
samanburði.
í nýsamþykktri stjórnmálaálykt-
un ungra sjálfstæðismanna segir:
„Ungir sjálfstæðismenn eru þeirrar
skoðunar að leggja beri ríkari
áherslu á þátttöku einstaklinga við
fjármögnun menntunar sinnar enda
njóta þeir ábatans."
Ungir jafnaðarmenn hafna skóla-
gjaldaleið ungra sjálfstæðismanna
alfarið og telja það algjört grund-
vallaratriði að hver einstaklingur
geti sótt sér menntun án tillits til
efnahags.
Enginn á að þurfa að veigra sér
við að leita sér læknisaðstoðar sök-
um bágrar efnahagslegrar stöðu að
mati jafnaðarmanna.
Hins vegar leggja ung-
ir sjálfstæðismenn í
stjórnmálaályktun
sinni m.a. til „að sjúkl-
ingar á legudeildum
taki aukinn þátt í
kostnaði sem hlýst af
legu þeirra“.
Ungir jafnaðarmenn
munu aldrei sætta sig
við kynbundinn launa-
mun. Sjálfstæður rétt-
ur hvors foreldris fyrir
sig til fæðingarorlofs
er grundvallaratriði í
baráttunni fyrir því að
bæði kynin séu jöfn á
vinnumarkaðinum. Þetta þýðir að
þeim kostnaði sem konur hafa hing-
að til einar þurft að bera verður
dreift á milli kynjanna. I nýsam-
þykktri stjórnmálaályktun hafna
ungir sjálfstæðismenn alfarið lög-
bundnu fæðingarorlofi.
Markaðshagkerfi en
ekki raarkaðssamfélag
Ungir jafnaðarmenn styðja mark-
aðshagkerfið en vilja ekki markaðs-
samfélag. í nútímasamfélagi er
markaðshagkerfið best til þess fallið
að laða fram hagkvæma nýtingu á
framleiðsluþáttum. Lögmál markað-
arins eiga þó ekki við þegar kemur
að grunnþáttum velferðarkerfisins,
menntamálum, heilbrigðismálum og
lög- og dómgæslu þar sem sam-
ábyrgð er lykilatriðið.
Samkeppni er hugtak sem þarf að
innleiða í íslenskt viðskiptalíf. Jafn-
aðarmenn vilja samfélag þar sem
hinn sneggri vinnur hinn hægari í
stað samfélags þar sem hinn stóri
vinnur þann smærri.
Islenska þjóðin á rétt á því að sjá
hvað er í húfi varðandi aðild Islands
að ESB. Án umsóknar um aðild
verða engar samningsviðræður. Is-
Pólitík
Ungir jafnaðarmenn
vilja samfélag, segir
Agúst Agústsson,
þar sem hinn sneggri
vinnur hinn hægari í
stað samfélags þar
sem hinn stóri vinnur
þann smærri.
lenskur almenningur á síðan að hafa
síðasta orðið um framtíð íslands
innan Evrópu í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Landsþing
Ungir jafnaðarmenn halda sitt
fyi'sta landsþing laugardaginn 21.
október. Landsþingið verður haldið
á Kornhlöðuloftinu við Lækjar-
brekku í Bankastræti. Þingið hefst
klukkan 10 og geta þeir sem hafa
áhuga skráð sig á þingið þá.
Á landsþingi Ungra jafnaðar-
manna verða málefnin rædd og
stefnan mótuð enn frekar. Nánari
upplýsingar um landsþingið má
finna á vefriti Ungra jafnaðar-
manna, politik.is, en þar eru einnig
daglegir pólitískir pistlar.
Ungir jafnaðarmenn vilja hvetja
allt ungt fólk til að gera upp hug sinn
varðandi sína stjórnmálaskoðun.
Þeir sem eru áhugasamir um frelsi,
jafnrétti og bræðralag eru síðan
hvattir til þess að mæta á Korn-
hlöðuloftið næsta laugardag.
Höfunclur er laganemi og situr í
framkvæmdastjórn Vngra
jafnaðarmanna.
Ágúst Ágústsson