Morgunblaðið - 21.10.2000, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ
52 LAUGARDAGUR 21: OKTÓBER 2000
V ..............
MINNINGAR
VALGARÐ EINAR
BJÖRNSSON
+ Valgarð Einar
Björnsson fædd-
ist að Hellulandi í
Hegranesi 30. nóv-
ember 1918. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Skagfírðinga sunnu-
daginn 15. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Björn
Skúlason vegheflls-
stjóri og Ingibjörg
Jósafatsdóttir.
Systkini Valgarðs:
Hafsteinn, f. 30.
október 1914, d. 15.
ágúst 1977; Guðrún
Ingibjörg, f. 7. september 1926.
Eiginkona Valgarðs er Jakobína
Ragnhildur Valdimarsdóttir, f. 2.
ágúst 1921. Foreldrar hennar voru
Valdimar Jónsson og Guðrún Frí-
mannsdóttir.
Valgarð og Jakobína hófu sam-
búð árið 1938. Börn
þeirra eru: 1) Kári
Skarphéðinn, f. 13.
júlí 1942, kvæntur
Huldu Tómasdóttur, f.
3. apríl 1942, og eiga
þau þrjú börn: Ragnar
Þór, f. 18. júní 1962,
Linda Dröfn, f. 21. ap-
ríl 1965, og Kári Am-
ar, f. 19. júlí 1983. 2)
Birna Ingibjörg, f. 2.
desember 1944, d. 27.
júní 1947. 3) Valgarð
Hafsteinn, f. 16. febr-
úar 1949. Sambýlis-
kona hans er Valdís
Skarphéðinsdóttir, f. 30. júní 1953,
og eiga þau tvær dætur: Jakobína
Ragnhildur og Súsanna Margrét,
f. 12. október 1993. Áður átti Val-
garð Dóru Ingibjörgu, f. 18. sept-
ember 1972, Birau Ingibjörgu, f.
19. janúar 1976, og Maríu Sjöfn, f.
Elsku Valli afi.
Okkur langar að minnast þín með
nokkrum orðum. Við eigum voðalega
erfitt með að skilja að við eigum
aldrei aftur eftir að sjá þig. Þú varst
búin að berjast við krabbamein sl.
tvö ár. Þú misstir aldrei vonina, þeg-
ar við komum í heimsókn til þín og
ömmu Bínu og spurðum hvernig þér
liði. Og þá svaraðir þú alltaf, „ég er
alveg ágætur“. Þú kvartaðir aldrei
um að þér liði illa, alltaf svo hress.
Það var alltaf jafn gaman að koma til
þín og ömmu Bínu á Skagfirðinga-
brautina, alltaf fórst þú beint í litla
skápinn þinn inn í stofu og náðir í
súkkulaði, þú áttir alltaf nóg af því.
Við sitjum hér og rifjum upp hvað þú
varst alltaf góður við okkur. það eru
®vo margar góðar minningar um þig
að við vitum ekki hverjar eru bestar
því þær eru allar svo góðar. Það var
allt gaman að fá þig í heimsókn, Þá
vissum við að það var eitthvað gott í
vasanum á úlpunni, þú varst svo mik-
ill súkkulaði karl. A laugardeginum
fyrir páska var mikill spenningur,
því þá áttum við von á þér með
páskaeggin. En það erfiðasta fyrir
okkur verða jólin. Nú verður þú ekki,
þegar við komum á aðfangadag með
gjafimar, þú tókst alltaf á móti okk-
ur með mandarínum og nammiskál,
en þú verður alltaf til staðar í huga
okkar . Elsku Valli afi við þökkum
þér fyrir allar góðu stundimar og allt
sem þú hefur gert fyrir okkur.
j Við biðjum þig góði guð, að hjálp
ömmu Bínu í þessari miklu sorg.
Nú kveðjum við þig í hinsta sinn
en minningin um þig mun alltaf lifa
innra með okkur.
Guðmundur, Vajgerður,
Róbert og Ólöf Ösp.
Elsku afi minn!
Það eru margar minningarnar
sem koma upp í huga minn núna. Það
var ansi oft sem ég beið í glugganum
heima eftir því að sjá Volvoinn koma
upp heimreiðina í Hátúni. Þá hljóp
ég út tO að taka á móti ykkur ömmu
og alltaf vissi maður að bland í poka
eða klaki var ekki langt undan. Það
var svo gaman að sjá hversu hændir
hundarnir voru að þér, Spori ætlaði
alveg að verða vitlaus þegar þú fórst
að heilsa honum og taka í skottið á
honum. Fyrstu og einu veiðiferðina
sem ég hef farið í fór ég með þér og
Valla bróðir. Við gátum alltaf hlegið
saman þegar við rifjuðum hana upp,
ég varð svo hrædd þegar fiskurinn
beit á hjá mér. Tíminn sem við Jónas
bjuggum í kjallaranum hjá ykkur er
mér dýrmæt minning. Þar útbjó ég
mitt fyrsta heimili í ykkar faðmi. Ef
eitthvað bilaði varstu ekki lengi að
koma niður með töng og skrúfjárn og
gera við það. Eins og gamli ísskápur-
inn, eftir að þú hafðir aðeins dyttað
að honum var hann alveg eins og nýr
og hann gengur enn. Á laugardögum
var alveg fastur liður að koma upp í
grautinn til þín og ef ég var ekki
komin klukkan 12 komstu niður til að
sækja mig. Þú varst nú ekki ánægð-
ur með mig þegar ég bannaði þér að
gefa Guðnýju Osk nammi, þér fannst
þetta alveg ómögulegt að mega ekki
gefa henni smásúkkulaði. Guðný var
svo hænd að þér, þegar ég var orðin
þreytt á að halda á henni gat ég alltaf
farið upp og þá tókstu hana í fangið
og labbaðir með hana um húsið og
sýndir henni alla króka og kima.
Minningin um þig, elsku afi minn,
mun lifa í hjarta mínu um alla eilífð.
Guð blessi þig, amma.
Ragna María.
Elsku afi!
Þær eru margar minningarnar
sem ég á um þig elsku afi. Það er svo
margt sem við áttum saman, sumt
mundi ég sjálf og annað minntir þú
mig á. Ein minning er samt svo sterk
að ég gleymi henni aldrei, það var
þegar þú gafst mér litlu eldavélina
sem var til í litlu búðinni uppi í
kirkjuklaufinni. Eg var búin að biðja
marga og endaði á þér eins og svo oft
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
%
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
* ÚTFARARSTOFA
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
KIRKJUGARÐANNA EHF.
26. september 1979. 4) María
Jakobína, f. 28. april 1952. Sambýl-
ismaður hennar er Guðmundur
Gislason, f. 7. maí 1954. Börn Mar-
íu af fyrra hjónabandi eru: Finna
Guðrún, f. 29. janúar 1969, Ólafur
Gunnar, f. 16. desember 1970, d.
27. febrúar 1986, Valgarður Ingi,
f. 27. júlí 1974, og Ragna María, f.
24. maí 1978. 5) Sverrir, f. 12. des-
ember 1954, kvæntur Karlottu
Sigríði Sigurðardóttur, f. 3. febr-
úar 1955. Börn þeirra eru: Guð-
mundur Ragnar, f. 29. mars 1973,
Valgerður Karlotta, f. 1. ágúst
1975, Róbert Hlynur, f. 17. maí
1979, og Ólöf Ösp, f. 27. mars 1990.
Barnabamabömin eru 12.
Vaigarð stundaði akstur bæði á
eigin vegum og hjá öðrum á ár-
unum 1942-1957. Árið 1956 hóf
hann störf hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga og þar var hann þar til
hann lét af störfum vegna aldurs
1989. Hann var síðan við viðgerðir
á heimilistækjum í nokkur ár hjá
Tengli ehf.
Utför Valgarðs fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 16.
og ég þurfti bara að biðja einu sinni.
Aldrei hefur nein gjöf glatt mitt
hjarta eins mikið og þessi. Þú varst
mér svo mikið. Þú gerðir mig svo
ánægða með mig því þú varst svo
stoltur af mér og ég fann það svo vel.
Það var alltaf gott að koma til ykkar
ömmu, maður gekk inn í öryggið, allt
á sínum stað og öllum hefðum við-
haldið. Eins og til dæmis grjóna-
grauturinn á laugardögum. Garðar
sagði alltaf þegar við fórum norður
„svo förum við í gijónagrautinn til
afa og ömmu“. Eiginlega var það afa
grautur síðustu árin. Það voru for-
réttindi að fá að hafa þau inni á heim-
ilinu mínu, þau komu nokkrum sinn-
um og stoppuðu stundum margar
vikur. Eitt sinn var það svo að ég átti
von á mínu öðru bami og þau komu
og ætluðu að létta undir með okkur
fyrstu vikumar eftir fæðinguna. Afi
fór í göngutúra á hverjum degi með
elsta son minn, Óli talar enn um
þetta, það var yndisleg sjón að sjá
þessa menn leiðast og ná svona vel
saman þótt aldursmunurinn væri
mikill. Jæja fæðingin dróst á langinn
og vikurnar urðu sex sem ég fékk að
hafa þau hjá mér, mikið saknaði ég
þeirra þegar þau fóm. Elsku afi, þú
lifir í hjarta mínu um alla eilífð. Guð
blessi þig amma.
Þín
Finna.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mínverivömínótt
Æ, virzt mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Þýð. S. Egilsson.)
Þín langafabörn,
Davíð Arnar, Agnes Huld
og Ágústa Líney.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
ogljúfaenglageyma
öll bömin þín, svo blundi rótt.
(M. Joch.)
Þín langafaböm,
Araa Rún, Daníel Karl og
litli bróðir.
Á öldinni, sem nú er að kveðja,
hefur Island og raunar heimsbyggð-
in öll, gengið í gegn um meiri breyt-
ingar en líklegt er að gerst hafi á
nokkru öðru skeiði jafnskömmu í
hinni skráðu sögu mannskepnunnar.
Vissulega urðu miklar breytingar á
næstu öld þar á undan, 19. öldinni,
með iðnbyltingunni, sem svo hefur
verið nefnd víða um heim, en hvað
Island varðar urðu breytingar á hög-
um almennings ekki svo ýkja miklar
þá. Það var því miðaldaþjóðfélag,
sem gekk inn í tuttugustu öldina,
þjóðfélag, sem að flestu leyti var eft-
irbátur nágrannaþjóða hvað tækni
og framþróun varðaði, enda ísland á
þeim tíma meðal fátækustu landa
Evrópu. Við lok þeirrar sömu aldar
lifum við hins vegar í hátækniþjóðfé-
lagi, sem er jafnvel í fararbroddi í
ýmsum skilningi við hagnýtingu nýj-
ustu tækniframfara og lífskjör,
menntunarstig, heilbrigðisþjónusta
og hvaðeina er til nútímaþjóðfélags
heyrir og raunar þjóðfélagsgerðin öll
í fremstu röð í flestum skilningi.
Þeim, sem nú eru að leggja af stað í
lífsgöngu sína þykja flestir þessir
hlutir væntanlega sjálfsagðir og er
það ekki óeðlilegt. En það er hins
vegar ekki úr vegi fyrir samtímann
að staldra við öðru hvoru og gera sér
grein fyrir, að ekkert af því sem við
njótum í daglegu lífi okkar kom af
sjálfu sér. Það þurfti hugvit, kjark og
þor til að ganga á hólm við tækninýj-
ungar og framfarir, sem margar
hverjar voru ekki síðri umbylting á
högum fólks en upplýsingatæknin er
nú við aldahvörf.
Þegar heimsstyrjöldin mikla, 1939
til 1945 skall á var íslenskt efnahags-
líf varla búið að rétta úr kútnum eftir
hin miklu efnahagsáföll er á þjóðinni
dundu vegna kreppunnar margum-
töluðu, er hófst árið 1930. Fátækt
var mikil, útflutningstekjur rýrar og
afkoma alls almennings leyfði ekki
mikinn munað. Menntun var forrétt-
indi, skipulögð heilsugæsla var að
stíga sín fyrstu skref og samgöngur
á landi voru afar frumstæðar. Höfuð-
atvinnuvegir voru frumframleiðsla;
fiskveiðar og lítt þróaður landbúnað-
ur, en þjónustugreinar og iðnaður á
brauðfótum og nánast afskipt við
skipti hinnar opinberru köku. Við
þessar aðstæður helltist yfir okkur
nýjasta tækni við framkvæmdir og
samgöngur nánast á einni nóttu. Inn
í landið komu stórvirkar vinnuvélar,
öflug samgöngutæki og ýmiskonar
tæknibúnaður annar, sem þjóðin
hafði í besta falli einungis lesið um,
hvað þá séð með eigin augum. Þegar
þjóðin fékk alla þessa tækni í hend-
urnar birtist nýtt viðfangsefni, sem
hún var nánast vanbúin að kljást við,
en það var viðhald og viðgerðir þess-
ara nýju tækja og búnaðar. Allt vant-
aði, verkþjálfun, tæknimenntun,
verkfæri og húsakost til að sinna
þessum nýju viðfangsefnum. Þá
skipti miklu að til voru menn, sem
höfðu til þess kjark og áræði að tak-
ast á við þessi verkefni. Margir ungir
menn, sem voru að hefja lífsstarfið,
tóku til hendinni á þessu sviði við að-
stæður, sem tæplega nokkur maður
léti bjóða sér í dag og leystu þau af
kostgæfni, útsjónarsemi og vand-
STEINÞÓR GUNNAR
MARTEINSSON
+ Steinþór Gunnar
Marteinsson
fæddist á Fáskrúðs-
firði 18. júní 1910.
Hann lést í Landspít-
ala - háskólasjúkra-
húsi 12. október síð-
astliðinn. Hann var
sonur hjónanna Rósu
Þorsteinsdóttur frá
Hóli í Stöðvarfirði, f.
22. október 1882, og
Marteins Þorsteins-
sonar frá Steina-
borg, Berufirði, f. 23.
aprfl 1877.
Marteinn stundaði
verslunarstörf á Fáskrúðsfirði í
yfir fimmtíu ár. Fyrst sem versl-
unarmaður hjá Örum og Wulf,
síðar í eigin verslun og útgerð.
Rósa lést árið 1956 og Marteinn
árið 1973.
Steinþór ólst upp á Fáskrúðs-
firði í hópi þriggja systra, þeirra
Jónu, Nönnu og Sigurbjargar,
sem allar eru Iátnar, og einnar
fóstursystur, Jóhönnu Bjöms-
dóttur, sem lifir í hárri elli.
Steinþór kvæntist árið 1937
skólasystur sinni Unni Ármann, f.
4. febrúar 1912, d. 12. sept. 1980.
Þau eignuðust þrjú börn: 1) Mar-
teinn, f. 24. jan.
1940. Kona hans var
Guðmunda G. Guð-
mundsdóttir, d. 2.
nóv. 1996. Eignuðust
þau einn son, Þor-
stein og á hann fimm
börn. Sambýliskona
Marteins er Anna
Björg Stefánsdóttir,
f. 13. des. 1942. 2)
Valdimar, f. 13. des.
1942. Kona hans er
Viktoría Isaksen.
Eiga þau tvö börn,
Sigríði og Örn og
fjögur barnabörn. 3)
Arndís, f. 10. sept. 1946, hún var
gift Baldri Þ. Baldvinssyni. Þau
eiga tvö börn, Steinþór og Unni
og fimm bamaböm. Þau skildu.
Núverandi maður Arndísar er
Sigurður G. Þorsteinsson.
Steinþór kom ungur til Reykja-
víkur til að stunda þar nám og
flengdist hann þar þótt hugurinn
stefndi ætíð austur á Fáskrúðs-
fjörð. Hann utskrifaðist frá Versl-
unarskóla Islands árið 1931 og
stundaði verslun og viðskipti í
Reykjavík eftir það.
Utför Steinþórs fór fram í kyrr-
þey 18. október siðastliðinn.
Nú er hann Steini frændi dáinn
og okkur systurnar langar til að
minnast hans með nokkrum orðum.
Steini var borinn og barnfæddur
Fáskrúðsfirðingur. Þótt hann hefði
alið manninn á suðvesturhorninu í
hartnær 60 ár talaði hann alltaf um
að fara „heim“ - austur í fjörðinn
sinn. Seinustu árin treysti hann sér
þó ekki til að fara lengur auk þess
sem hann talaði um að allt væri
þar breytt. Þess í stað fjölagði
ferðunum austur í huganum. Þegar
við heimsóttum hann gleymdi hann
sér við að rifja upp æskuárin fyrir
austan. Þorpið og fólkið í gamla
daga lifnaði við og stóð okkur ljós-
lifandi fyrir hugskotssjónum.
Minningarbrotin hans Steina voru
okkur dýrmæt því á þennan hátt
kynntumst við heimkynnum for-
feðra okkar og ættingja.
Steini var mjög hjartahlýr og
þótti einstaklega vænt um börn. I
hvert sinn sem við heimsóttum
hann dró hann stoltur fram myndir
af barnabarnabörnunum og þuldi
upp nöfn þeirra og aldur. Þótt
hann væri farinnað tapa minninu
undir það síðasta mundi hann
glögglega fæðingardaga þeirra
allra.
. Steini nefndi oft að Gróa væri
nafna sín. Jú, hefði hann fæðst
stúlka hefði hann verið skírður
Gróa í höfuðið á móðurömmu sinni.
Þess vegna héti hann Steinþór
Gunnar; „Gunnar í höfuðið á Gróu
ömmu,“ sagði hann.
Þegar við systur sögðum Steina
frá ferðalögum okkar erlendis eða
dvöl ytra vegna náms sagðist hann
ekkert skilja í þessum stöðuga
þvælingi. Góðlátlega þó. Hann vildi
hafa fólkið sitt hjá sér enda ekki
gefinn fyrir löng ferðalög sjálfur.
Hann sigldi eitt sinn á togara til
Hull og fannst ekki mikið til þess
koma; fannst hann ekkert hafa út
fyrir landsteinana að leita. Steini
vandaði líka um við okkur á sínum
tíma, sagði okkur að fara nú að
festa ráð okkar og koma upp lag-
legum barnahóp. Hann andaði létt-
ar þegar við vorum komnar í sam-
búð og varð ákaflega glaður þegar
við eignuðumst börnin okkar. Þá
fannst honum að við værum loksins
komnar á rétta hillu í lífínu.
Guð blessi minningu Steina.
Þóra og Gróa Másdætur.